Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 63
39 MENNING Ein skærasta stjarna söngheimsins! EINSÖNGSTÓNLEIKAR DENYCE GRAVES MESSÓSÓPRAN HÁSKÓLABÍÓ 1. JÚNÍ | MIÐAVERÐ: 6.800 / 6.200 Stórmeistari djassins! Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem opnaðar verða á hátíðinni 15.-18. maí. Miðasala fer einnig fram í síma 552 8588 alla virka daga frá kl. 10-14. „…einn frægasti gesturinn sem hingað hefur komið úr djassheiminum.“ - Lana Kolbrún Eddudóttir, Rás 1 Glæsilegur 68 bls. dagskrárbæklingur er kominn út. Fáðu þér ókeypis eintak í verslunum Hagkaupa. WAYNE SHORTER KVARTETTINN Wayne Shorter (saxófónn) ásamt Danilo Perez (píanó), John Patitucci (bassi) og Brian Blade (trommur). HÁSKÓLABÍÓ 24. MAÍ. | MIÐAVERÐ: 6.200 / 5.700 „Hún er næstum of góð til að það geti verið satt; einstakur listamaður, fögur kona, konungleg framkoma.“ - Washington Post 15 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Um síðustu helgi lauk Mannaveið- um, fjögurra þátta spennuröð Björns Brynjólfs Björnssonar eftir sögu Viktors Arnars Ingólfssonar. Ekki fer hátt um tölur uppsafnaðs áhorfs á lokaþáttinn sem er endur- sýndur í dag, en gera má því skóna að vel yfir hundrað þúsund áhorf- endur hafi setið og horft á síðasta þáttinn þegar upp er staðið. Það sannast sem áhugamenn um inn- lent leikið sjónvarpsefni höfðu vissu um að ekkert annað leikið efni gæti náð jafnmikilli athygli áhorfenda og krimminn. Með öruggari mælingum á áhorfi eru komnar styrkar stoðir undir fram- leiðslu á innlendu leiknu sjónvarps- efni, fjórum áratugum eftir að sjónvarpsútsendingar hófust á vegum ríkisins, rúmum tveimur áratugum eftir að sjónvarpsrekst- ur var gefinn frjáls. Nú er ekki aftur snúið. Rétt er að minna á hvernig hlust- un var háttað á leikið efni í útvarpi fyrir daga sjónvarpsins: þorri þjóð- arinnar sat þá fastur við útvarps- tækin og fylgdist með þýddum krimmum um hetjur á borð við Paul Temple, Hulin augu, og spaug á borð við Dickie Dick Dickens, svo ekki sé minnst á alvarlegri verkefni leiklistardeildar Ríkisút- varpsins. Leikið efni hélt áfram að vera ein af stoðum Ríkisútvarpsins þótt sjónvarpið tæki stóran skerf af skemmtun á ljósvakanum. Enn megnar Útvarpsleikhúsið að draga til sín athygli þúsunda, slær út margar íslenskar kvikmyndir og lungann af leiksýningum sem kosta miklu, miklu meira.Og samt nýtur Útvarpsleikhúsið hvergi veldis sinnar yngri systur, Ríkissjón- varpsins, við kynningu. Mannaveiðar reyndust þegar upp var stað gallað verk. Alvarleiki glæpanna sem framdir voru dvín- aði, rétt eins og handritshöfundur og leikstjóri, jafnvel leikarar, misstu trú á söguþræðinum: önnur aðalhetjan fór að draga sig eftir kvenpersónu sem var hluti af sögu sem drapst á snemma í verkinu, önnur grein fléttunnar um tengda- son sem gerist kópíisti og stútar tengdapabba í stundarbræði varð eiginlega að engu, þrátt fyrir að Atli Rafn sýndi efnileg drög að persónu, honum voru ekki gefin mörg tæki- færin, aldrei nýtti leikstjórinn sér heimsóknir lögreglunnar á Ásvalla- götuna til að draga upp skarpa mynd af heimilisaðstæðum hjá þeim hjónum. Sakamálaverk sem þessi byggj- ast á samtalahrinum, lögga ræðir við málsaðila, löggur tala saman, hrinan leiðir menn um samfélagið á vit ólíkra aðstæðna, margbreytilegs fólks. Ef litið er á staðalgerðir í þáttum af þessu tagi þá eru þær ekki margar: meinafræðingurinn, yfirmaðurinn, félagarnir sem vinna rannsóknina, trausta stoðin á stöð- inni og sú veika, sem Björn Thors gerði sér mat úr. Og svo fáliðuð sveit málsaðila. Grunnurinn fyrir áhugaverðum persónum þarf að vera með þrjár stoðir, skýra per- sónu, geðfellda eða ógeðfellda, mál- snið sem er sérstakt og aðstæður: herbergi, hús, eitthvað í umhverfi sem varpar skýru ljósi á einstakl- inginn sem er viðfangið í senunni. Leikarar verða að hafa kjöt á bein- unum og svið sem hjálpar til. Þegar við sitjum eftir með von- brigði er fyrst að kenna sögunni um, þeim samtölum og aðstæðum sem liggja til grundvallar, síðan úrvinnslu handritshöfundar og loks tökum leikstjórans. Flest lofaði góðu um sjálfa sög- una. Stóra nýnæmið var löggan sem Gísli Örn lék sem var af asísku bergi sem var strax þurrkað út í handriti og veikti grunninn. Þá var eftir á að hyggja býsna fátt í hand- ritsvinnslu með persónur sem losn- aði frá kunnuglegustu klisjum. Svo verð ég að segja að mér sýnist á leiknum verkefnum sem leikstjór- inn hefur komið nálægt að persónu- leikstjórn sé ekki hans styrkur. Verkið varð því á endanum undir meðallagi. Sá hópur leikara sem kom þar fram vann nær allur innan kunnuglegra marka og bætti nán- ast engu við veika persónusköpun handritsins. Það var miður unnið úr senum í sviðsetningu og dugar hin áhrifalitla lokasena á Þingvöll- um ein sem dæmi um slaka svið- setningu. En er það ekki bara ágætt að við byrjum undir getu? Leikið efni í sjónvarpi getur héðan af aldrei annað en batnað og vísast rennur sá dagur að við náum tökum á þessari frásagnaraðferð. Mættu menn þá líta til þess að æfingavöllurinn er í Efstaleitinu. Hafi menn áhuga á að ná tökum á sakamálaseríunni er gott að byrja þar: í Útvarps- leikhúsinu. Páll Baldvin Baldvinsson Og að síðustu er drepinn... Mannaveiðar: Ólafur Darri, óþekktur aukaleikari, Atli Rafn og Gísli Örn í hlutverkum sínum á morðvettvangi. MYND/REYKJAVIK FILMS MANNAVEIÐAR Leikstjóri og framleiðandi: Björn Brynjólfur Björnsson Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinsson Reykjavik Films 2008 ★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.