Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 72
24 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn nítján ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Íslendingalið- inu Reading ákvað á dögunum að gera lánssamning við Þrótt í Reykjavík um að koma og leika með liðinu í Landsbanka- deildinni í sumar. Viktor hefur verið fastamaður hjá U-19 ára liði Reading en er nú hættur í því og hefur verið að æfa og spila með varaliði félagsins. „Reading er með mjög sterkt varalið og ég hef fengið nokkur tækifæri þar og spilaði meðal annars gegn varaliði Chelsea með þá Andriy Shevchenko og Tal Ben-Haim innanborðs. Ég er hins vegar búinn að vera að eiga við smámeiðsli og hef í kjölfarið ekk- ert spilað í fimm til sex vikur. Mér datt því í hug hvort að það væri möguleiki á að koma heim og fá að spila í sumar og fór þess á leit við umboðs- mann minn Ólaf Garðarsson og hann fann einhver félög sem vildu fá mig,“ sagði Viktor sem kvaðst mjög spenntur að fá að spreyta sig í Landsbankadeildinni á ný. „Ég spilaði mína fyrstu leiki í Landsbankadeild- inni með Breiðabliki og skoraði í mínum fyrsta leik þannig að ég hlakka mjög til að fá tækifæri til að spila aftur þar. Ég tel mig hafa þroskast og lært mikið síðan ég spilaði síðast í Landsbankadeild- inni og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til þess að hjálpa Þrótti í baráttunni í sumar,“ sagði Viktor sem er sáttur við að hafa valið Þrótt. „Þróttur er spennandi félag og það hentaði mér best að fara þangað og ég veit að ég verð að standa mig vel til þess að fá að spila og það er krefjandi en skemmtilegt,“ sagði Viktor sem mun svo halda aftur út til Reading í lok sumars. „Ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum við Reading og veit ekkert hvað gerist í þeim málum og er í raun ekki farinn að hugsa um framhaldið. Mér hefur annars liðið mjög vel hjá félaginu og það hefur vitanlega hjálpað mér mikið að hafa Gylfa Þór með mér í þessu og þá hafa Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verið mér innan handar og reynst mér vel,“ sagði Viktor. VIKTOR UNNAR ILLUGASON, READING: GERÐI Á DÖGUNUM LÁNSSAMNING ÚT SUMARIÐ VIÐ ÞRÓTT Í REYKJAVÍK Hlakka til að spreyta mig í Landsbankadeildinni Enska úrvalsdeildin Arsenal-Reading 2-0 1-0 Emmanuel Adebayor (30.), 2-0 Gilberto Silva (38.). Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leik- mannahópnum að þessu sinni. Blackburn-Man. Utd 1-1 1-0 Roque Santa-Cruz (21.) Carlos Tevez (88.). Fulham-Liverpool 0-2 0-1 Jermaine Pennant (17.), 0-2 Peter Crouch (70.). Middlesbrough-Bolton 0-1 0-1 Gavin McCann (60.). Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. West Ham-Derby 2-1 1-0 Bobby Zamora (20.), 1-1 Tyrone Mears (65.), 2-1 Carton Cole (77.). Wigan-Tottenham 1-1 0-1 Dimitar Berbatov (6.), 1-1 Emile Heskey (12.). STAÐAN Í DEILDINNI Man. Utd 35 25 6 4 73-19 81 Chelsea 35 23 9 3 60-24 78 Arsenal 35 21 11 3 66-29 74 Liverpool 35 19 12 4 62-26 69 Everton 35 18 7 10 50-29 61 Portsmouth 34 16 9 9 47-33 57 Aston Villa 34 15 10 9 62-44 55 Blackburn 35 13 13 9 45-43 52 Man. City 34 14 10 10 39-40 52 West Ham 35 13 8 14 37-42 47 Tottenham 35 10 12 13 64-58 42 Newcastle 34 10 9 15 40-58 39 Wigan 35 9 9 17 32-49 36 M‘brough 35 8 12 15 31-49 36 Sunderland 34 10 6 18 33-52 36 Bolton 35 8 8 19 32-52 32 Reading 35 9 5 21 37-65 32 Birmingham 34 7 10 17 39-52 31 Fulham 35 5 12 18 32-58 27 Derby 35 1 8 26 17-76 11 ÚRSLIT > Eggert opnaði markareikninginn Eggert Gunnþór Jónsson skoraði eitt marka Hearts í 3-2 sigri liðsins gegn St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni í gær. Skot Eggerts Gunnþórs hafði reyndar viðkomu í varnarmanni St. Mirren en Eggert Gunnþór fékk markið engu að síður skráð á sig og þetta var því fyrsta mark hans fyrir félagið í skosku úrvalsdeildinni. Eggert Gunnþór hefur fengið mikið hrós fyrir spilamennsku sína í ár og er í miklum metum hjá félaginu eftir að hafa komið upp úr unglingaliðinu og unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu á þessari leiktíð. Eggert skrifaði nýverið undir fjögurra og hálfs árs samning við Hearts og kann greinilega vel við lífið í Edinborg. FÓTBOLTI Fallbaráttan harðnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hagur Bolton vænkaðist aðeins en Reading og Fulham eru í vondum málum eftir töp. Englandsmeist- arar Manchester United náðu aðeins jafntefli gegn Blackburn en eru áfram í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Ívar Ingimarsson var í byrjun- arliði Reading gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum í gær en Brynjar Björn Gunnarsson var hins vegar ekki í leikmannahópn- um að þessu sinni. Það er skemmst frá því að segja að Arsenal réði ferðinni frá upphafi til enda og 2-0 sigur liðsins var síst of stór. Reading-menn gátu þakkað mark- verðinum Marcusi Hahneman og tréverkinu að ekki fór verr í þetta skiptið en þetta var jafnframt fjórði leikurinn í röð sem leik- menn Reading ná ekki að skora. Mikilvæg þrjú stig Bolton var með bakið upp við vegg í botnbaráttunni og þurfti nauð- synlega á stigum að halda gegn Middlesbrough á Riverside-leik- vanginum í gær. Grétar Rafn Steinsson var að vanda í byrjunar- liði Bolton og þótti standa sig vel en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópnum. Eina mark leiksins kom á 60. mínútu þegar Gavin McCann náði að pota bolt- anum yfir línuna eftir að varnar- menn Middlesbrough náðu ekki að hreinsa boltann úr teignum og gríðarlega mikilvægur sigur Bolt- on staðreynd. Gary Megson, knatt- spyrnustjóri Bolton, var ánægður með stigin þrjú en var með fæt- urna kirfilega á jörðinni. „Eins og staðan er núna verðum við að bretta upp ermarnar og halda áfram að berjast og vona að það dugi að lokum til að bjarga okkur,“ sagði Megson. Rafa stóð við sitt Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var gagnrýndur í vik- unni fyrir að ætla að hvíla marga lykilmenn gegn Fulham fyrir leik Liverpool gegn Barcelona í Meist- aradeildinni í byrjun næstu viku. Benitez lét það hins vegar ekki á sig fá og var Steven Gerrard ekki í leikmannahópnum og Fernando Torres og Jamie Carracher byrj- uðu á varamannabekknum. Það kom ekki að sök því Liverpool vann leikinn örugglega 0-2 með mörkum Jermaine Pennant og Peters Crouch. Mikið þarf nú að gerast til þess að Fulham falli ekki úr deildinni. Friedel fór á kostum Roque Santa-Cruz kom Blackburn yfir gegn Manchester United á 21. mínútu með góðri afgreiðslu. Unit- ed átti í stökustu vandræðum með að finna leið fram hjá markverðin- um Brad Friedel sem varði hvað eftir annað og oft og tíðum á meist- aralegan hátt. Friedel réði hins vegar ekki við skalla Carlosar Tevez á 88. mínútu og United náði því að jafna leikinn og krækja sér í mikilvægt stig í toppbaráttunni. United heldur því þriggja stiga forskoti á Chelsea á toppi deildar- innar þegar þrír leikir eru eftir og United er enn fremur með mun betri markatölu en Chelsea. Eng- landsmeistarar United gætu því hampað titlinum þótt þeir tapi leik sínum gegn Chelsea á Stamford Bridge, nái liðið að klára hina leiki sína gegn West Ham á heimvelli og Wigan á útivelli. omar@frettabladid.is Mikilvægur sigur Bolton Grétar Rafn Steinsson lék með Bolton í gríðarlega þýðingarmiklum sigri gegn Middlesbrough en ekki fór jafn vel hjá Ívar Ingimarssyni og Reading. Carlos Tevez bjargaði mikilvægu stigi fyrir Manchester United gegn Blackburn. MIKILL LÉTTIR Leikmenn Bolton gátu andað léttar í gær eftir mikilvægan sigur gegn Middlesbrough. Það gerði að verkum að félagið er nú loksins komist upp úr fallsæti. Grétar Rafn Steinsson stendur hér í miðjum hópnum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson var á meðal markaskorara Stabæk í 3-0 sigri liðsins gegn meistaraliði Brann með þá Kristján Örn Sigurðsson og Gylfa Einarsson innanborðs í norsku úrvalsdeildinni í gær. Veigar Páll skoraði fyrsta mark leiksins strax á 10. mínútu í gær úr vítaspyrnu eftir að Kristján Örn hafði gert sig sekan um brot í vítateig Brann. Daniel Nannskog, félagi Veigars Páls í sókninni, bætti við öðru marki á 59. mínútu og Somen Tchoyi inn- sigldi sigurinn á 65. mínútu. Gylfi Sigurðsson kom inn á fyrir Brann á 66. mínútu en Ólaf- ur Örn Bjarnason sat á bekknum allan leikinn og Ármann Smári Björnsson var ekki í leikmanna- hópi Noregsmeistaranna að þessu sinni. Stabæk er sem stendur á toppi deildarinnar með 8 stig en Brann í því níunda með 4 stig. - óþ Stabæk sigraði Brann í slag Íslendingaliða í Noregi: Veigar Páll skoraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.