Fréttablaðið - 21.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 21.04.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Við stöndum upp úr Allt sem þú þarft... ...alla daga 40,09% 33,18% 63,07% Fréttablaðið er með 57,32% meiri lestur en 24 stundir og 90,08% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. allt landið 18–49 ára skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31. jan. 2008 Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 21. apríl 2008 — 108. tölublað — 8. árgangur Þú færð UMM-réttina í Nesti á N1 stö ðinni. SIGURÐUR TÓMAS GUÐMUNDSSON Hrifnastur af hlutum sem hafa notagildi heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hún kom laumuleiðina frá Ameríku og hitti beint í hjartastað, enda ástargjöf með tilgang.„Ég held mest upp á handvirku espressókönnuna s Katla kærasta mín gaf mér í t kifí mark f i vanur að hella upp á lítra af pressukönnu og þamba þá allan skammtinn í einu, en þá var ég oft k skjálfta. Gjöfin f á K Heilsuvæn og fönkí Sigurður Tómas Guðmundsson, tónlistarmaður í Sprengjuhöllinni, með fádæma flotta espressókönnu sem kærastan pantaði í leyni frá Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Náttborðið má nota til þess að koma af stað fögrum fyrirheitum. Ef ætl-unin er að lesa meira má koma góðri bók fyrir á því, vatnsflösku ef markmiðið er heilsusamlegri lífsstíll og nuddolíu og ilmkert-um ef bæta á sambandið við makann. Mælistika fyrir yngstu fjölskyldumeðlim-ina er tilvalin í barna-herbergið. Þegar börnin fara að stækka er hins vegar sniðugt að hafa einn stað á vegg þar sem má strika og skrifa á svo hægt sé að skrá hæð og aldur reglulega. Lay-z-boy stólar af ýmsum gerðum fást nú með helmingsafslætti í Húsgagnahöllinni. Þar má einnig finna margt annað á tilboðsverði en nýr bæklingur er nýkom-inn út. sími 587 2222 / sala@hellusteypa is / www h ll Vortilboðgrár Klaustursteinn Verð nú kr. 1.950,- mVerð áður kr. 2.295,- m P IP A R • S ÍA • 8 0 8 3 8 Tilboðsverð miðast við staðgreiðslu eða staðgreiðslulán Visa og Eurocard til allt að 36 mánaða. Ef greitt er með eingreiðslu Visa eða Euro ertilboðsverðið kr. 2.020,- Tilboðið gildir til 5. maí 2008 2 2 fasteignir 21. APRÍL 2008 Fasteignasalan Ás er með til sölu íbúðir í nýju glæsilegu fjölbýli í Hafnarfirði. Íbúðirnar verða afhentar í október 2008. hluta. Íbúðunum er skilað fullbúnum með parketi á gólfum, flísalögðum baðh Garður með leiksvæði Íbúðirnar verða afhentar í október. Fr u m Glæsilegt og vandað skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á besta stað við Hafnarfjarðarhöfn Til sölu eru glæsilegt vandað skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á besta stað við suðurhöfnina í Hafnarfirði, næst miðbæ. Húsnæðið stendur við Cuxhavengötu 1. Góð tenging er við allar akstursbrautir/Reykjanesbraut.Til sölu 155 fm fullbúin vönduð skrifstofuhæð á annari hæð í skrifstofubyggingu ásamt hlutdeild í sameign. Er í útleigu hjá góðu fyrirtæki (leigusamningur til staðar). Sameign er frágengin með flísum á gólfum. Auk hlutdeildar í sameiginlegum bílastæðum fylgja 4 einkabílastæði sem tilheyra skrifstofu. Sér rafmagn og hiti. Hitalögn er í plani í kringum skrifstofubyggingu. Einnig er til sölu eða leigu vönduð iðnaðar- og skrifstofurými í iðnaðarbyggingu. Stærðir frá 125 - 200 fm, ásamt hlutdeild í sameign. Sterk vélslípuð iðnaðargólf með hitalögn. Stærð iðnaðarhurða er 4 m x 4,2 m. Rafmótorar eru á hurðum. Öllum iðnaðarrýmum fylgja góðar velskipulagðar skrifstofur fyrir ofan rými (sér eldhólf). Stærstu iðnaðarbilin eru 9,5m x 15,1 meter að innanmáli. Minni bilin eru um 6,4 m x 15,1 m að innanmáli. Sameiginleg tæknirými eru nálægt bilum. Möguleiki á f á sérnotasvæðum. Sé h FASTEIGNIR Garður með leiksvæði á bílageymsluþakinu Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Mikið lagt í eldri húsgögn Meistarafélag bólstrara er 80 ára. TÍMAMÓT 18 Híbýli og svefnherbergi Snyrtiborð fyrir hefðarmeyjar og lyklar að öðrum heim- um. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG. SKOÐANAKÖNNUN 16,3 prósent segj- ast bera mikið eða mjög mikið traust til Seðlabanka Íslands, sam- kvæmt nýrri könnun Fréttablaðs- ins. Þar af segjast 11,4 prósent bera mikið traust til bankans, en 4,9 prósent segjast bera mjög mikið traust til hans. 31,9 prósent segjast bera nokk- urt traust til Seðlabankans en 51,8 prósent segjast bera lítið eða mjög lítið traust til hans. Þar af segjast 26,5 bera lítið traust til bankans, og 25,3 prósent bera mjög lítið traust til hans. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til Seðlabankans, en 36,8 prósent þeirra bera mikið eða mjög mikið traust til hans. Meðal framsóknarfólks og vinstri grænna er hlutfallið um fimmtán prósent. Þá eru sjö prósent sam- fylkingarfólks og fjögur prósent frjálslyndra sama sinnis. Tíu pró- sent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk bera mikið eða mjög mikið traust til bankans. Helmingur framsóknarfólks segist bera nokkurt traust til Seðla- bankans, 36,8 prósent sjálfstæðis- manna eru sama sinnis, svo og um þrjátíu prósent stuðningsfólks ann- arra flokka og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk. Minnst traust á Seðlabankanum er meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, en tveir þriðju þeirra segjast bera lítið eða mjög lítið traust til bankans. Um sextíu pró- sent kjósenda Samfylkingar, Vinstri grænna og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk eru sama sinnis. Þá segist þriðjungur framsóknarfólks bera lítið eða mjög lítið traust til bankans og fjórðungur kjósenda Sjálfstæðis- flokksins. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 19. apríl. Spurt var: Hversu mikið traust berð þú til Seðlabanka Íslands? 91,0 prósent tók afstöðu til spurn- ingarinnar. -ss / sjá síðu 4 Lítið traust meðal þjóðar- innar til Seðlabanka Íslands 51,8 prósent segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðs- ins. 31,9 prósent bera nokkurt traust til bankans en 16,3 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til hans. HVERSU MIKIÐ TRAUST BERÐ ÞÚ TIL SEÐLABANKA ÍSLANDS? Mjög lítið 25,3% Lítið 26,5% Nokkuð 31,9% Mikið 11,4% Mjög mikið 4,9% SKV. SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 19. APRÍL 2008 Stefnir á hafdjúpin Páll Óskar Hjálmtýsson er bókaður út árið en vonast til að komast í blautbúning á næsta ári og sinna áhugamáli sínu. FÓLK 30 híbýli - svefnherbergi MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 NORDICPHOTOS/GETTY VEÐRIÐ Í DAG BJART NYRÐRA Í dag verða aust- an 5-8 sunnan til, annars hægviðri. Bjartviðri norðan til og sumstaðar eystra, annars fremur skýjað og hætt við smávætu suðvestan til. Áfram milt. VEÐUR 4 7 8 9 68 Hermann sá rautt Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið gegn City í gær. ÍÞRÓTTIR 26 FÓLK Hönnuðurinn Guðlaug Jónsdóttir og samstarfsfólk hennar hjá stofunni Dodd Mitchell í Los Angeles, hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir hönnun á hótelinu Cabo Azul og heilsulindinni Paz í Mexíkó. Verðlaunin veitir tímaritið Hospitality Design, en afhending fer fram í New York í júní. Guðlaug segir verkefnið hafa verið ógleymanlegt. „Ég lifði fyrir það í eitt og hálft ár. Við settum upp skrifstofu á ströndinni, ég lærði spænsku og salsa og elddansa þegar ég átti smátíma aflögu frá teikniborðinu,“ segir hún. - sun / sjá síðu 22 Guðlaug Jónsdóttir hönnuður Verðlaunuð fyr- ir hótelhönnun FÓLK Dorrit Moussaieff, eigin- kona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, situr í dag ráðstefnu í Katar þar sem fjallað er um málefni barna með sérþarfir. Dorrit er gestur hennar hátignar Sheikha Mozah, eiginkonu furstans í Katar. Á ráðstefn- unni er lögð sérstök áhersla á íþróttir og það hvernig íþróttaiðkun getur aukið færni barna með sérþarfir. Með forsetafrúnni í för er Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Greinargerð um starfsemi Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi og þann árangur sem náðst hefur með íþróttastarfi fatlaðra hér á landi verður lögð fram á ráðstefnunni. - þo Forsetafrúin í Katar: Dorrit situr ráð- stefnu um börn DORRIT MOUSSAIEFF LÖGREGLUMÁL Kærum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hegn- ingarlagabrota hefur fjölgað tals- vert á undanförnum árum þrátt fyrir að lögreglan hafi afskipti af sífellt færri brotum, segir Rann- veig Þórisdóttir, deildarstjóri upp- lýsinga- og áætlanadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári kærði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vegna um það bil 6.800 hegningarlagabrota, af þeim 9.400 sem hún hafði afskipti af. Árið 2001 kærði lög- reglan vegna 5.200 hegningarlaga- brota, en hafði afskipti af um 14.300 brotum. Þrátt fyrir um þriðjungssam- drátt í fjölda brota sem skráð voru fjölgaði kærum um 31 prósent á milli áranna 2001 og 2007. Árið 2007 var kært vegna 72 prósenta mála sem skráð eru í bækur lögreglu, en árið 2001 var kært í 36 prósentum tilvika. Hlut- fallið tvöfaldaðist því á sjö ára tímabili. - bj / sjá síðu 6 Hlutfall hegningarlagabrota sem kært er í tvöfaldast á höfuðborgarsvæðinu: Færri brot en fleiri kærur GJÖRNINGAVERK ÚR SPÝTNABRAKI Verk Steinunnar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu vekur mikla athygli á útskriftarsýningu Listaháskólans á Kjarvalsstöðum, þar á meðal brunaeftirlitsins. „Þeim leist ekki á blikuna og það getur farið svo að ég þurfi að taka verkið niður,“ segir Steinunn. Verk hennar er búið til úr alls kyns spýtnabraki sem teygir sig út úr safninu og breytist með hverjum deginum sem líður. Alls sýna 63 nemendur verk sín á sýningunni sem stendur til 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.