Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 4
4 21. apríl 2008 MÁNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN 38,6 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, yrði gengið til kosninga nú, og myndi flokkurinn sam- kvæmt því halda þingmanna- fjölda sínum sem er 25 þing- menn. Þetta er tveimur prósentustigum meira en flokk- urinn hlaut í síðustu kosningum, en örlítið minna fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn mældist með í síðustu könnun Fréttablaðsins 23. febrúar. Helst fækkar íbúum á höfuð- borgarsvæðinu og körlum sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, en í báðum flokkum dregst fylgið saman um tæp þrjú prósentustig. Vinstri græn sækja í sig veðrið Fylgi Samfylkingar dregst veru- lega saman frá síðustu könnun blaðsins, þegar 35,2 prósent sögð- ust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið komið niður í kjörfylgi og segjast 26,8 prósent myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því myndi Samfylkingin fá sautján þingmenn, einum færri en hann hefur nú. Frá síðustu könnun blaðsins dregst fylgið saman um tæp þrettán prósentustig á lands- byggðinni og tæp sex prósentu- stig á höfuðborgarsvæðinu. Þá dregst fylgið saman um tæp tíu prósentustig meðal karla og 6,5 prósentustig meðal kvenna. Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna er því 62,0 prósent. Vinstri græn sækja í sig veðr- ið, bæði frá síðustu könnun blaðs- ins, sem og frá kosningum. Nú segjast 20,9 prósent myndu kjósa Vinstri græn, og fengi flokkurinn því fjórtán þingmenn. Í síðustu könnun var flokkurinn í kjör- fylgi, en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 14,3 prósent atkvæða og níu þingmenn kjörna. Helst er flokkurinn að bæta við sig fylgi á landsbyggðinni, um níu prósentustig og meðal karla um rúm níu prósentustig. Framsókn og Frjálslyndir tapa fylgi Sjö prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er aðeins hærra hlutfall en í síð- ustu könnun. Kjörfylgi flokksins er nú 11,7 prósent og hefur hann sjö þingmenn. Miðað við niður- stöður könnunarinnar myndu þingmenn Framsóknarflokks verða fjórir. Þá segjast 5,5 prósent nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem fékk 7,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Í síðustu könnun sögð- ust 3,8 prósent myndu kjósa flokk- inn. Frjálslyndir myndu því tapa einum þingmanni og fá þrjá kjörna. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 19. apríl og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 55,0 prósent tóku afstöðu til spurning- arinnar. svanborg@frettabladid.is Samfylking tapar en Vinstri græn sækja á Vinstri græn fengju fjórtán þingmenn, yrði gengið til kosninga nú. Sjálfstæðis- flokkur fengi 25, Samfylking sautján, Framsóknarflokkur fjóra og Frjálslyndi flokkurinn þrjá. Framsóknarflokkur hefur tapað mestu fylgi frá kosningum. 40 35 30 25 20 15 10 5 Kosningar 12. maí ´07 15. maí ´07 29. sept. ´07 30. jan. ´08 23. feb. ´08 19. apríl ´08 VINSTRI GRÆN SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKUR 39,1% 23,2% 15,1% 13,2% 7,3% 40,2% 29,8% 16,5% 8,8% 4,4% FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 36,7% 34,8% 15,4% 8,9% 3,6% 40,1% 35,2% 14,2% 5,9% 3,8% 36,6% 26,8% 14,3% 11,7% 7,3% SAMFYLKING FRJÁLSLYNDIR 38,6% 26,8% 20,9% 5,5% 7,0% VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 13° 9° 9° 14° 16° 15° 15° 13° 16° 21° 21° 13° 17° 22° 16° 28° 11° 7 Á MORGUN 10-15 allra syðst annars 3-8 m/s 3 MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s 7 8 7 9 7 6 7 8 7 1 5 5 6 10 5 5 6 6 8 8 7 10 7 8 10 89 EINHVER VÆTA SYÐST Áfram verður bongóblíða á norðan- og aust- anverðu landinu og ekki horfur á mikl- um breytingum þar í bráð. Á hinn bóginn eru heldur meiri líkur á því að dropað geti á vestanverðu Suður- landi og sumstaðar á Vesturlandi. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur „Niðurstöðurnar benda til þess að við höfum staðið okkur vel í umræðunni að undanförnu, til dæmis varð- andi efnahags- málin. Þar höfum við tekið ákveðið frumkvæði og verið með ýmis útspil,“ segir Kat- rín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs. „Svo gæti ég trúað því að þessi fylgisflutningur milli okkar og Samfylk- ingarinnar tengist umhverfismálunum. Ég trúi ekki öðru en að Samfylkingin hafi misst fylgi þegar í ljós kemur að þau ætla að standa að baki álverum á Bakka og í Helguvík með tilheyrandi virkjunum,“ segir Katrín. - þo Katrín Jakobsdóttir: HÖFUM STAÐIÐ OKKUR VEL KATRÍN JAKOBSDÓTTIR „Þessar niðurstöður vekja furðu mína og þá sérstaklega með tilliti til niðurstaðnanna sem birtar voru í gær. Niðurstöðurnar segja okkur að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji að hafinn verði undirbúningur að viðræðum við ESB á sama tíma og fylgi við þann flokk sem hefur hvað mest talað fyrir slíkri aðild fer minnkandi,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Hvað varðar fylgi við okkar flokk tel ég að við séum í raun stödd á kosningafylgi okkar sama hvað kann- anir segja. Við höfum alltaf komið betur út úr kosningum heldur en skoðanakönnunum.“ - þo Guðjón Arnar Kristjánsson: NIÐURSTÖÐUR VEKJA FURÐU GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON „Þetta er eðlileg sveifla á okkar fylgi. Efnahagsumræðan hefur verið mjög þung en þessar niðurstöður sýna að landsmenn treysta okkur í Sjálf- stæðisflokknum mjög vel við þessar aðstæður,“ segir Arnbjörg Sveinsdótt- ir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. „Sveiflan milli Samfylkingar og Vinstri grænna kemur í sjálfu sér á óvart. Mér finnst ekkert í umræðunni hafa gefið tilefni til þessa nema þá helst umræðan um Evrópumálin.“ - þo Arnbjörg Sveinsdóttir: SÝNIR TRAUST LANDSMANNA FÓLK Fyrsta íslenska meistaramót- ið í póker verður haldið í maí. Mótið er auglýst á heimasíðunni poker- hills.com og kemur þar fram að áætluð heildarverðlaun séu fimm milljónir króna. Um netmót er að ræða og þátttakendur sitja því hver og einn við sína tölvu á ákveðnum tíma. Netþjónninn er erlendis. Þátttökugjald á mótinu er 200 evrur, um 24 þúsund íslenskar krónur, og fyrir það fá menn 5.000 spilapeninga. Hver keppandi getur síðan keypt fleiri spilapeninga í tví- gang, fyrir 200 evrur í hvort skipti, og fengið fyrst fimmþúsund og svo átta þúsund spilapeninga. Saman- lagt getur því hver og einn eytt 600 evrum, eða 72 þúsund krónum, en lágmark er 24 þúsund krónur. Síðan er spilað þar til einn stend- ur uppi sem sigurvegari. Á heima- síðunni er ekki gefið upp hve hár fyrsti vinningur er, aðeins heildar- vinningsupphæð, fyrrnefndar fimm miljónir króna. Fyrir mótin verða haldin tvö mót, svokölluð freeroll, og gefur efsta sætið í þeim sæti á lokamótinu. Óskar Sigurpálsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, segist ekki vita hvort sótt hafi verið um leyfi fyrir mótinu. Hann segir að ólöglegt sé fyrir þriðja aðila að hagnast á fjárhættu- spili. Sé raunin sú að menn greiði þátttökugjald sem allt renni í verð- launafé, og mótshaldarar hagnist ekkert, sé mótið líklega löglegt. - kóp Fyrsta íslenska meistaramótið í póker haldið í maí: Spila póker um fimm milljónir FIMM MILLJÓNIR Áætlað er að verð- launaféð á meistaramótinu í póker nemi fimm milljónum króna. BRUNI Húsráðendum í íbúð í fjölbýlishúsi við Heiðarhvamm í Reykjanesbæ varð heldur brugðið á laugardagskvöld þegar sprenging varð á baðherbergi þeirra með þeim afleiðingum að baðherbergishurðin þeyttist af hjörunum. Logi frá kerti á baðherberginu hafði náð að læsa sig í úðabrúsa sem sprakk með fyrrgreindum afleiðingum. Lítilsháttar eldur kviknaði og var slökkviliðið kallað á staðinn. Reykræsta þurfti íbúðina en ekki hlaust mikið tjón af. Heimilisfólk- ið sakaði ekki. - þo Sprenging í heimahúsi: Hurð þeyttist af hjörunum „Mér sýnist svona í fljótu bragði að stjórnarflokkarnir báðir gefi aðeins eftir, við reyndar meira en Sjálfstæð- isflokkurinn, og það er erfitt að átta sig á því hvaða skýringar liggja þar að baki,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. „Við höldum kjörfylgi sem er gott en vissulega ætlum við okkur að sækja meira. Það vekur athygli hve svarhlutfallið er lágt og það er stað- reynd að vinstri flokkarnir eiga yfirleitt meira í atkvæðum óákveðinna.“ - þo Lúðvík Bergvinsson: GOTT AÐ HALDA KJÖRFYLGINU „Þetta er grafalvarleg staða fyrir Fram- sóknarflokkinn og auðvitað vonbrigði. Við verðum að taka okkur á og fara í úttekt á því hvað gera skal,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. „Við erum svo sem ekki óvön því upp á síðkastið að koma illa út úr könnunum en maður hefði vonað að það breyttist í ljósi þess hversu illa ríkisstjórnin hefur staðið sig. Fylgistap Samfylkingarinnar milli kannana vekur athygli og það er ljóst að ríkis- stjórnin bætir litlu við sig.“ - þo Valgerður Sverrisdóttir: ÞURFUM AÐ TAKA OKKUR Á GENGIÐ 18.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,6749 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,55 75,91 150,75 151,49 119,66 120,32 16,034 16,128 15,068 15,156 12,725 12,799 0,7311 0,7353 123,82 124,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.