Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. apríl 2008 11 Finnland Danmörk Noregur Svíþjóð Færeyjar Þýskaland Austurríki Belgía England Ítalía Lettland Bandaríkin Kanada Rússland Kína Pólland Nemendum Háskólans á Akureyri býðst tækifæri til að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla. Vorið 2007 ákvað ég að gerast skiptinemi. Ég fékk góða aðstoð frá alþjóðafulltrúa háskólans og stefnan var tekin á North Park háskólann í Chicago. Háskólinn á Akureyri Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is. Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðinemi María Aldís Sverrisdóttir, nemi í leikskólakennarafræði Fór í vettvangsnám til Finnlands Hjörtur Ágústsson, nemi í nútímafræði Fór í skiptinám til Indlands Sara Halldórsdóttir, nemi í lögfræði og viðskiptafræði Fór í skiptinám til Kína 4 vikna vornámskeið hefst 26. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is LONDON, AP Umhverfisvænar jarðarfarir hafa verið að sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum að undanförnu. Hingað til hafa þær aðallega átt upp á pallborðið í Bretlandi þar sem áralöng hefð er fyrir þeim. Við slíkar jarðarfarir er líkkistan gerð úr pappa sem er jafnþykkur og í trékistum, auk þess sem föt hinna látnu eru saumuð úr náttúrulegum trefja- efnum. Grafreiturinn er jafn- framt hafður úti í ótaminni náttúrunni til að jarðvegurinn verði fyrir sem minnstu raski. - fb Umhverfisvænar jarðarfarir: Líkkistur úr pappa vinsælar FRAMKVÆMDIR Íbúar í Túnunum hafa fengið tilkynningu um að hús þeirra verði ljósmynduð og ástandsskoðuð áður en sprengt verði í grunni háhýsa við Höfða- torg. „Það er best fyrir alla að það sé búið að skoða húsin og taka þau út eins og hægt er,“ segir Eysteinn J. Dofrason hjá Suðurverki sem ann- ast mun jarðvinnuna. Það er hins vegar Eykt sem byggir háhýsin. Eysteinn segir að borin hafi verið út bréf í um eitt hundrað hús sem standi næst svæðinu þar sem sprengja þurfi fyrir grunni. Til þess að koma í veg fyrir ágreining síðar meir þurfi að kortleggja þær sprungur sem fyrir séu ef svo illa fari að nýjar sprungur myndist við sprengingarnar. Hann segir að starfsmenn Suðurverks muni enn fremur koma upp titringsmælum á völdum stöðum umhverfis sprengjusvæðið. „Við þurfum að geta sýnt fram á að við höfum ekki notað of stórar hleðslur og farið upp fyrir þau mörk sem sett eru.“ Að sögn Eysteins hafa fjölmarg- ir húseigendur í nágrenninu þegar sett sig í samband við hann. „Fólk er forvitið um þetta. Sumir vilja fylgjast með þegar húsin þeirra eru tekin út og það er hið besta mál því þá geta allir verið með hreint borð.“ - gar Íbúar í nágrenni Höfðatorgs búnir undir yfirvofandi sprengingar vegna háhýsa: Húsin ljósmynduð fyrir sprengingar HÖFÐATORG Mikil sprengivinna er fram undan við háhýsi á Höfðatorgi. BORGARBYGGÐ „Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir áhyggjum vegna yfirlýsinga einstakra ráðherra um innflutning landbún- aðarafurða,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem telur hvers konar tilslakanir koma verst niður á atvinnulífi á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að stærri ákvarðanir séu teknar með tilliti til atvinnulífs, matvælaör- yggis, byggðaþróunar og stöðu alþjóðlegra matvælamarkaða. Jafnframt skapi innflutningur á hráu kjöti hættu á búfjársjúk- dómum sem valdið hafi evrópsk- um landbúnaði miklum búsifjum. - gar Innflutningur búvara: Tilslökun ógnar landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.