Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 42
18 21. apríl 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON LEIKARI 36 ÁRA. GUÐRÚN JÓNS- DÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA 54 ÁRA. AUÐUR EIR VILHJÁLMS- DÓTTIR PRESTUR 71 ÁRS. JÓHANN SIGURÐ- ARSON LEIKARI 52 ÁRA. MERKISATBURÐIR 1509 Hinrik VIII verður Eng- landskonungur. 1828 Noah Webster gefur út fyrstu orðabók Bandaríkj- anna. 1958 Elvis Presley kemur plötu sinni, Heartbreak Hotel, á toppinn í Bandaríkjunum. 1963 Bítlarnir og Rolling Stones hittast í fyrsta sinn. 1965 Lög eru staðfest hér á landi um útgáfu nafnskír- teina til allra einstaklinga tólf ára og eldri, en þeir eru um 140 þúsund. 1967 Dóttir Jósefs Stalín, Svetl- ana Allilujeva, flýr til Bandaríkjanna. 1977 Söngleikurinn Annie er frumsýndur á Broadway og eiga sýningarnar eftir að verða 2.377. ELÍSABET II ENGLANDSDROTTNING 82 ÁRA. „Ég lýsi yfir í návist ykkar allra, að líf mitt allt, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjón- ustu við ykkur og Breska sam- veldið sem við tilheyrum öll.“ Elísabet Alexandra María var krýnd Englandsdrottning árið 1953. Hún er ekki aðeins drottn- ing Englands, heldur líka Ástral- íu, Kanada, Jamaíka, Barbados og Grenada ásamt fjölda ann- arra smærri ríkja. Meistarafélag bólstrara stendur á átt- ræðu um þessar mundir. Rétt rúmlega hundrað ár eru þó síðan fagið barst hingað til lands en árið 1906 kom danskur bólstrari að nafni Axel Mineholt til Reykjavík- ur. Hann útskrifaði Kristin Sveinsson í faginu áður en hann flutti aftur til Danmerkur árið 1922. Fagfélag bólstrara var svo stofnað sex árum síðar á horni Bankastræt- is og Ingólfsstrætis þar sem veitinga- húsið Sólon er nú til húsa. „Kristinn Sveinsson var með verk- stæði þarna á horninu og var kosinn fyrsti formaður félagsins. Síðan gerði hann fyrsta námssamninginn á Íslandi í október 1928 við Ólaf Daðason,“ út- skýrir Hafsteinn Sigurbjarnarson en hann hefur gegnt formennsku í félag- inu frá árinu 1996. „Félagið var stofnað utan um hags- muni iðngreinarinnar og í félaginu eru einungis meistarar með sjálfstæð- an rekstur og eru þar af leiðandi með töluverða reynslu. Auk þess stend- ur félagið fyrir endurmenntunarnám- skeiðum og sýningum og kynnir með því bólstrun út á við.“ Í félaginu eru nítján starfandi bólstrarar en alls eru félagarnir tut- tugu og einn. Tveir hættu rekstri ný- lega. „Meðalaldurinn er hár hjá starf- andi bólstrurum og mikið af einyrkj- um. Síðastliðin 30 ár hafa einungis sex nemar verið í faginu,“ útskýrir Haf- steinn. Engin námskrá fyrir bólstrun var til í iðnskólum landsins þegar dóttir Haf- steins vildi læra fagið fyrir um átta árum. „Þá hafði ekki verið lærlingur í þessu í tuttugu ár. Það var engin námskrá til svo félagið gerði samn- ing við Skive Tekniske Skole í Dan- mörku um að nemar héðan tækju síð- ustu tvær annirnar þar. Fyrstu nemar útskrifuðust svo þaðan árið 2001, dótt- ir mín Berglind og Erlendur Sigurðs- son. Berglind er núna með sjálfstæðan rekstur á Selfossi.“ Hafsteinn kvartar ekki undan verk- efnaskorti og segir vitlaust að gera. Ungt fólk láti gera upp gömul húsgögn sem það hefur jafnvel fengið í arf og mikið sé um að keypt séu gömul hús- gögn á nytjamörkuðum fyrir slikk sem fólk láti svo yfirdekkja. „ Það er mikið í þessi gömlu húsgögn lagt og grindin og undirlagið geta enst til eilífðarnóns. Í krónum talið getur virst dýrt að gera húsgögn upp en það er það ekki þegar horft er til ending- artíma. Það hefur orðið mikil vakning í þessu en í kringum 70 ára afmæli fé- lagsins fyrir tíu árum byrjuðum við að halda sýningar til að kynna hvað í vinnuna er lagt. Við sýndum bæði í Perlunni og Laugardalshöllinni og það hefur haft áhrif,“ segir Hafsteinn. Félagsmenn gerðu sér glaðan dag um helgina og héldu upp á 80 ára af- mælið með pomp og prakt. Í tilefni tímamótanna ætlar félagið að upp- færa heimasíðu sína þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um fagið og fé- lagsmenn. Slóðin á síðuna er www.bol- strun.is. heida@frettabladid.is MEISTARAFÉLAG BÓLSTRARA: ÁTTATÍU ÁR FRÁ STOFNUN Mikið lagt í eldri húsgögn VITLAUST AÐ GERA Hafsteinn Sigurbjarnarson, formaður Meistarafélags bólstrara, segir ungt fólk vera mjög áhugasamt um gömul húsgögn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dagur ritarans var formlega stofnaður á þessum degi árið 1952. Tilgangur með honum var að viður- kenna starf ritara. Dagurinn er hald- inn hátíðlegur miðvikudaginn í síðustu heilu viku aprílmánað- ar ár hvert. Harry F. Klemfuss stofnaði þennan dag í samstarfi við rit- arasamtök Bandaríkjanna. Þetta gerði hann til þess að kynna rit- arastarfið og til þess að hvetja fleiri til að gera starfið að sínum starfs- vettvangi. Hann notaði reynslu sína í almannatengslum til að kynna mikilvægi starfsins og gildi þess. Hann vildi einnig sýna fram á hversu fjölbreytt ritarastarfið er og hversu mörg sérsvið eru innan stéttarinnar. Árið 1981 var nafninu breytt í vika fagmanna innan stjórn- sýslunnar, Administrative Professi- onals Week, til að koma til móts við aukna ábyrgð og aukið vinnusvið ritara og ann- arra fagmanna í þeim geira. Þessi dagur hefur unnið á í gegnum tíðina og nú er svo komið að hann er haldinn hátíðlegur á vinnustöðum víðsvegar um heim. Fólk fagnar oft degin- um þannig að ritarar gefa hvor öðrum blóm eða litlar gjaf- ir, vinnuhópar fara saman út að borða eða fólk tekur sér frí þennan dag. ÞETTA GERÐIST: 21. APRÍL 1952 Vika ritarans verður til Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, og langalangamma, Hulda Guðjónsdóttir Frá Bæ í Lóni, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00. Erla Sigfúsdóttir Geir Sigurðsson Kristín Sæmundsdóttir Þórður Þórðarson Þórarinn Sæmundsson Brynja Benediktsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Háskólinn á Bifröst býður opinn dag á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Deild- ir háskólans, frumgreina- deild, viðskiptadeild, laga- deild og félagsvísinda- deild, kynna námsframboð í grunn- og framhaldsnámi. Af þessu tilefni er um- sækjendum og öðrum áhuga- sömum boðið upp á viðtöl við deildarforseta, kennara og námsráðgjafa og stjórn- endur skólans. Þá er einn- ig hægt að ræða umsóknir og úrvinnslu þeirra fyrir þá sem vilja. Kennslufræði háskólans verður einnig kynnt en fá- mennir verkefnahópar, ná- lægð við kennara og starfs- fólk auk verkefnavinnu í tengslum við atvinnulífið skapar skólanum mikla sér- stöðu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá há- skólanum. Nemendagarðar verða auk þess til sýnis sem og öll félagsleg aðstaða. Þar með talið líkamsræktarsal- ir, heitir pottar, kaffihús og lestrarsalir. Grunnskólinn á Varma- landi og leikskólinn Hraun- borg kynna einnig starfsemi sína á opnum degi. Þá geta foreldrar skoðað svæðið á meðan börnin fara á hestbak og leika sér í leiktækjum á háskólatorginu. Boðið verð- ur upp á veitingar og gest- ir fá frímiða í Hvalfjarðar- göngin á heimleiðinni. Opið hús á Bifröst FJÖLMARGT Í BOÐI Börnin fá að fara á hestbak á Bifröst á meðan foreldrar skoða aðstöðuna. Árleg frístundahelgi fer fram laugardaginn 26. apríl í Reykjanesbæ. Í ár verð- ur lögð áhersla á að kynna menningar- og tómstunda- hópana sem starfa innan Reykjanesbæjar. Kynningin fer að mestu fram á Vallarheiði en er einnig í húsnæði viðkom- andi hópa í öðrum hverf- um bæjarins. Þetta verð- ur þó auglýst betur þegar nær dregur að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Handverkssýning mun fara fram sömu helgi og verður að þessu sinni hald- in í Hobby Center, Víkinga- braut 773 á Vallarheiði. Um leið verður vígt nýtt hand- verkshús, sem menning- arhópum í Reykjanesbæ hefur áskotnast. Sýningin verður opin laugardaginn 26. apríl frá kl. 13.00 til 17.00 og er að sjálfsögðu sölusýning. Undirbúningur Frístunda- helgarinnar er í höndum Tómstundabandalagsins, Menningarsviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs. Verk- efnisstjóri er Ásmundur Friðriksson hjá Reykjanes- bæ. Nýtt handverkshús um frístundahelgi HANDVERK OG FRÍSTUNDIR Árleg frístundahelgi fer fram í Reykjanes- bæ síðustu helgina í apríl. Af því tilefni verður nýtt handverkshús vígt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.