Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 21. apríl 2008 Eurovision-áhugi er náttúrlega helst tilkominn vegna tónlistar- áhuga, en tungumálaáhugi spilar líka inn í. Þegar keppendum var skylt að syngja á sínu heima- tungumáli var það í eina skiptið á árinu sem margir áttu þess kost að heyra 20 eða fleiri tungumál í sjónvarpinu sínu. Reglur varð- andi tungumál hafa breyst í tím- ans rás en frá því árið 1999 hafa keppendur getað sungið á hvaða tungumáli sem þeir kjósa. Meira en helmingur hefur því ár hvert sungið á ensku enda hefur það gefist vel: serbneska lagið í fyrra var fyrsta sigurlagið sem ekki var sungið á ensku síðan reglun- um var breytt. Ítalir lentu í fjórða sæti árið 1997. Það fannst þeim alveg glat- aður árangur enda hafði lagið sigrað í San Remo-keppninni, fyr- irrennara Eurovision. Ítölum fannst fjórða sætið móðgun og fóru hreinlega í fýlu og hafa ekki tekið þátt síðan. Hið gullfallega tungumál ítalskan hefur því varla heyrst síðan í keppninni, tungu- málaáhugafólki til mikillar mæðu. Nú ber svo við að tveir keppendur í ár syngja á ítölsku. San Marínó, smáríki umkringt Ítalíu sem tekur í fyrsta skipti þátt í ár, er með lag á ítölsku líkt og fulltrúi Sviss, hjartaknúsarinn Paolo Meneguzzi, en ítalskan er eitt af tungumálunum í Sviss. Hljómsveitinni Miodio frá San Marínó er ekki spáð góðu gengi en Paolo fær fínan meðbyr og er nú í fjórða sæti hjá Euro-nördun- um. Lagið hans er hreinræktuð ítalíuballaða og Paolo er þaulvan- ur og hefur oft tekið þátt í San Remo-keppninni. Ítalskan snýr aftur SYNGUR Á ÍTÖLSKU Paolo Meneguzzi frá Sviss. Leikarinn Johnny Depp segir að kærasta sín, Vanessa Paradis, hafi bjargað lífi sínu. Depp eyddi stórum hluta æsku sinnar í að prófa hin ýmsu eiturlyf og hélt hann iðju sinni áfram er hann komst á fullorðinsár. Hann segir að eftir að hann kynntist Paradis árið 1998 hafi líf hans breyst til mikilla muna. „Eftir að ég kynntist Vanessu breyttist ég gífurlega. Það var eins og að vakna upp af martröð og allt birti til eins og á sólskins- ríkum morgni,“ sagði Depp. „Fæðing barnanna okkar var yndisleg. Fyrir mér var hún sönnun fyrir því að það hlýtur að vera til guð eða einhver annar æðri máttur.“ Depp og Vanessa eiga saman tvö börn, hina átta ára Lily-Rose og John sem er sex ára. Paradis til bjargar DEPP OG PARADIS Leikarinn Johnny Depp segir að Vanessa Paradis hafi breytt lífi sínu. 32 DAGAR TIL STEFNU 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST Myndbandið við This Is My Life Eurobandsins hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegt áhorf á netinu. Í því fer flugþjónninn Draupnir í spor Eurovision-nörds og sýnir stórleik. Hinir eiginlegu Eur- ovision-nördar, sem flykkjast á þar til gerðar spjallsíður, hafa þó skipt- ar skoðanir á myndbandinu. „Þetta er eins og karlkyns Sylvía Nótt hoppandi um með aukakíló,“ skrifar Gwen frá Hollandi og bætir við: „Mér fannst Sylvía vera æðis- legur listrænn gjörningur en þessi gaur er nú bara pirrandi.“ „Ekki minn tebolli og ég bjóst við meiri klassa af Íslendingum,“ skrif- ar Fabio frá Argentínu. „Aðdáanda- hlutinn er alltof langur. Fyrst hélt ég að þessi gaur væri einn í öllu víd- eóinu og að það sæist ekkert af Frið- riki og Regínu, en sem betur fer horfði ég á myndbandið til enda. Ég er þó hræddur um að meðaláhorf- andinn endist ekki svo lengi yfir þessu. Það er synd að Ísland skuli bætast í hóp grínatriðanna með þessu myndbandi.“ Margir taka fram að þeim finnist lagið gott en myndbandið misheppn- að, en svo eru líka margir sem ná gríninu og finnst myndbandið gott. „Besta myndband sem ég hef séð árum saman!“ segir Stian frá Nor- egi. „Ég fíla lagið jafnvel ENN MEIRA og það var þegar uppáhalds- lagið mitt í keppninni.“ „Ég elska þetta myndband og breytingarnar á laginu eru æði,“ skrifar Frakkinn Barzin og Bretinn Ben bætir við: „Myndbandið sýnir að þau taka sig ekki OF alvarlega. Það er kannski aðeins of mikið af gaurnum en myndbandið er samt þrælfyndið, sérstaklega stelpuhár- kollan og diskókúlan í endann. Reykjavík 2009!“ - glh Sterkar skoðanir á mynd- bandi Eurobandsins PIRRANDI EÐA ÞRÆLFYNDIÐ? Eurovision-nördar eru mishrifnir af myndbandi Euro- bandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.