Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6
6 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta kemur mér á óvart, og er ekki í takt við það góða samstarf sem til þessa hefur einkennt stjórnmálin hér í Bolungarvík,“ sagði Soffía Vagns- dóttir, oddviti K-lista framsóknar- og Samfylkingarfólks, um óvænt slit meirihlutasamstarfs í bæjar- stjórn Bolungarvíkur. A-listinn, Afl til áhrifa, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðis- flokknum, sendi frá sér yfirlýsingu að kvöldi mánudags þar sem sam- starfsslitin eru sögð „óumflýjanleg með tilliti til hagsmuna bæjarfé- lagsins og íbúa þess.“ Fulltrúar A- lista hafa þegar sett sig í samband við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bænum með samstarf í huga. Anna G. Edvardsdóttir, oddviti A-listans, segir samstarfsslitin byggja á því að umsvif Soffíu í atvinnurekstri í bænum hafi verið of mikil og þau fari ekki saman við starf bæjarfulltrúa. „Í mínum huga er þetta prinsippmál. Það liggur alveg ljóst fyrir að það verða hags- munaárekstrar hjá oddvita K-list- ans vegna umsvifa í atvinnurekstri annars vegar og starfs fyrir bæinn hins vegar,“ segir Anna, og vitnar til nýlegs samnings sem Kjarna- búð ehf., fjölskyldufyrirtæki Soff- íu, gerði við Ósafl, samstarfsfyrir- tæki Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors upp á um hundr- að milljónir. Hann felur það í sér að Kjarnabúð ehf. mun sjá starfs- mönnum fyrir mat og gistingu meðan á gerð Bolungarvíkurganga stendur yfir. Anna segist hafa boðið fulltrúum K-listans að leysa málið með því að Soffía víki frá störfum. „Því var ekki tekið. Það er augljóst mál að fulltrúar bæjarins þurfa að eiga mikil samskipti við þau fyrirtæki sem vinna að gangagerðinni og það er mikilvægt að þeim störfum sé sinnt einungis á faglegum forsend- um.“ Soffía segir samstarfsslitin hafa verið fyrirvaralaus og ef ástæðan sé atvinnurekstur hennar þá komi það á óvart. „Það hefur ekki verið neinn ágreiningur okkar á milli og samstarfið hefur gengið hnökra- laust fyrir sig. Ég held að það sé engin hætta á því að nýlegur samn- ingur minn við verktaka muni hafa áhrif á hvernig ég starfa sem bæj- arfulltrúi. Ég hef staðið í þessum rekstri í tvö ár án þess að nokkur hafi kvartað yfir því. Atvinnurek- endur víða um land taka þátt í sveitarstjórnarmálum og ég held að það sé gott fyrir sveitarfélögin, þannig að ég held að ástæða slit- anna sé einhver önnur.“ magnush@frettabladid.is Meirihlutinn sprakk eftir samning Soffíu Meirihluti A-lista og K-lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur er sprunginn. Oddviti A-listans segir umsvif Soffíu Vagnsdóttur, oddvita K-listans, í atvinnurekstri vera ástæðu samstarfsslitanna. Ástæðan einhver önnur, segir Soffía. ANNA G. EDVARDSDÓTTIR SOFFÍA VAGNSDÓTTIR FRÁ BOLUNGARVÍK Staða mála í sveitarstjórnarmálum í Bolungarvík er óljós eftir að fulltrúar A-listans slitu meirihlutasamstarfi við K-lista framsóknar- og Samfylkingar- fólks. Fulltrúar A-listans hafa tekið upp viðræður við Sjálfstæðismenn í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/BB „Ég hef ekki orðið var við kraumandi óánægju eða eitthvað slíkt,“ segir Grímur Atlason, bæjar- stjóri Bolungarvíkur, um samstarfsslit A-listans og K-listans í bæjarstjórn Bolungarvíkur. A-listinn, Afl til áhrifa, er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum í bænum en K-listinn er sameiginlegur listi framsóknar- og Sam- fylkingarfólks. Grímur segir bæjarstjórnarfundi hafa gengið vel. „Við höfum rætt málin til hlítar og yfirleitt hafa fundir tekið fremur skamman tíma hjá okkur. Við höfum verið laus við miklar deilur og því kemur þetta mér mjög á óvart.“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík: EKKI VAR VIÐ NEINA ÓÁNÆGJU Eldri borgarar 60+ Byrjendur 30 kennslustunda byrjenda- námskei›. Engin undirsta›a nau›synleg, hæg yfirfer› me› reglulegum endurtekningum í umsjá flolinmó›ra kennara. A›almarkmi› námskei›sins er a› gera flátttakendur færa a› nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til a› skrifa texta og prenta, nota Interneti› sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 28. apríl og lýkur 21. maí Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16 Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu e›a hafa sambærilega undirstö›u. Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts. Kennsla hefst 29. apríl og lýkur 22. maí. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16 Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 BRASILÍA Björgunarsveitir í suður- hluta Brasilíu leita nú að kaþólsk- um presti sem saknað er eftir að hann reyndi að slá nýtt met í blöðru- flugi. Presturinn var fastur við þús- und helíumblöðrur þegar hann hvarf. Faðir Adelir de Carli hófst á loft frá hafnarborginni Paranagua á sunnudaginn var og ætlaði að slá metið yfir lengsta flug með blöðrum og fljúga í nítján klukkustundir samfleytt, alla leið til bæjarins Douados, þegar hann bar af leið og sveif út yfir hafið. Björgunarsveit- ir voru sendar til leitar eftir að samband við ofurhugann slitnaði. Í símaviðtali sem presturinn átti við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo á sunnudag sagðist hann eiga í vandræðum með GPS-staðsetn- ingarbúnaðinn sinn. Faðir Carli ætlaði að safna fé til að reisa hvíldaraðstöðu fyrir vöru- bílstjóra í borginni Paranagua. „Við erum sannfærðir um að finna hann á lífi, líklega fljótandi einhvers staðar í sjónum,“ sagði Denise Gallas, einn af stjórnenum björgunarleiðangursins. „Faðir Adelir vissi vel hvað hann var að gera.“ Í byrjun árs notaði presturinn sama ferðamáta þegar hann flaug í um fjórar klukkustundir, alls 110 kílómetra leið. - kh Brasilískur prestur ætlaði að safna fé fyrir vörubílstjóra: Fauk af leið með þúsund blöðrum OFURHUGINN Faðir Adelir de Carli var klár í slaginn þegar ferðin hófst. Hann var með GPS-tæki, gervihnattasíma og fallhlíf þegar hann hvarf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vilt þú að ráðist verði í stjórnar- skrárbreytingar svo Ísland geti gengið í Evrópusambandið? Já 65% Nei 35% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að beinið sem fannst í Dýrafirði á sunnudag sé frá Spánverjavígunum? Segðu skoðun þína á vísir.is VIÐSKIPTI Lánshæfiseinkunnir íslensku bankanna hafa tekið breyt- ingum að undanförnu til hins verra og Greining Glitnis telur að enn gætu verið frekari breytingar handan við hornið. Bent er á að langtímalánshæfis- einkunnir Glitnis séu enn á nei- kvæðum horfum í bókum Standard og Poor‘s, þrátt fyrir lækkun úr A- í BBB+ á mánudag, og að Fitch Rat- ings hafi alla íslensku viðskipta- bankanna á neikvæðum horfum og gefið hafi verið út að niðurstöðu væri að vænta innan nokkurra vikna. „Líklegt er að tilkynning Fitch um framtíð lánshæfismats bank- anna komi í kjölfar tilkynningar um lánshæfi ríkisins sem einnig er á neikvæðum horfum hjá Fitch. Einkunnir bankanna eru hins vegar stöðugar í bókhaldi Moody´s en eins og kunnugt er lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir bank- anna fyrr á þessu ári. Alls hefur Moody´s breytt lánshæfismati bankanna þrisvar sinnum á síðustu tólf mánuðum,“ segir í Greiningu Glitnis, og jafnframt bent á að vegna viðvarandi óvissu á fjár- málamörkuðum hafi matsfyrirtæki almennt verið að endurskoða afstöðu sína til banka og fjármála- fyrirtækja. Lausafjárkreppan hafi grafið undan trúverðugleika mats- fyrirtækjanna, sem hafi verið gagnrýnd fyrir að vanmeta áhættu vegna undirmálslána. - bih Lánshæfismat bankanna er til sífelldrar endurskoðunar hjá matsfyrirtækjum: Breytingar handan við hornið DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun Péturs Guðgeirs- sonar héraðsdómara um að hann og tveir aðrir víki sæti í máli á hendur manns sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu. Héraðsdómur hafði sýknað manninn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti dóminn og vísaði honum aftur í hérað. Segir í dómi hæstaréttar að ástæður þær sem Pétur færi fyrir ákvörðun sinni varði í engu hæfi dómaranna og er hann jafnframt átalinn fyrir ummæli sem hann hefur uppi í rökstuðn- ingi sínum. - jse Hæstiréttur úrskurðar: Dómari átalinn fyrir ummæli KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.