Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 10
10 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Áhrif þróunar alþjóð- legra efnahagsmála á Íslandi og Bretlandi var helsta efni fundar Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Davids Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, í Lundún- um í gær. William Hague, talsmað- ur flokksins í utanríkismálum, sat einnig fundinn. „Við töluðum mest um stöðuna á fjármálamörkuðum. Þeir hafa fylgst með fréttum frá Íslandi en ég gat útskýrt ýmislegt fyrir þeim,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Evrópumál og varnarmál voru líka rædd, ekki síst breytt staða Íslands eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. „Þeir höfðu mikinn áhuga á þeim málum og í framhald- inu töluðum við um Nató og aðgerð- irnar í Afganistan, en Cameron hefur farið þangað í tvígang.“ Geir segir að bresk innanríkis- mál hafi einnig verið til umræðu en sveitarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum í Bretlandi. „Svo ræddum við um hvalveiðar og við vorum sammála um að vera ósammála um þau mál,“ sagði Geir, en Bretar hafa alla tíð lýst and- stöðu við hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni. Geir hittir Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, á fimmtu- dag. - bþs Geir H. Haarde fundaði með leiðtoga Íhaldsmanna: Ræddu stöð- una á fjármála- mörkuðum DAVID CAMERON OG GEIR H. HAARDE hittust á skrifstofu Cameron við breska þing- húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÖRYGGISMÁL Aðgerðir atvinnubíl- stjóra með truflunum og lokunum á umferðaræðum valda stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins áhyggjum. „Stjórnin lýsir áhyggjum sínum af þessum aðgerðum, sem geta varðað líf og öryggi íbúa á höfuðborgar- svæðinu,“ segir um málið í bókun stjórnarinnar, sem fól slökkviliðs- stjóra að ræða við forsvarsmenn atvinnubílstjóra. - gar Stjórn slökkviðliðsins: Vörubílstjórar ógna lífi fólks SAMFÉLAGSMÁL „Stígamót nýtast þeim körlum nokkuð vel sem beitt- ir hafa verið kynferðisofbeldi,“ segir Karen Linda Eiríksdóttir hjá Stígamótum. Í Fréttablaðinu í gær um það að fleiri drengir en stúlkur í framhaldsskólum þægðu greiðslu eða greiða fyrir kynlíf sagði Guð- rún Ásmundsdóttir að þörf væri á átaki til að aðvelda drengjum sem yrðu fyrir misnotkun eða stund- uðu vændi að leita sér aðstoðar. „Undanfarin ár hafa karlmenn verið um það bil 10 prósent þeirra sem hafa leitað til Stígamóta. Sam- kvæmt rannsókn Hrefnu Ólafs- dóttur frá árinu 2002 um tíðni kyn- ferðisofbeldis gagnvart börnum á Íslandi gætu um 20 prósent mis- notaðra barna á Íslandi verið drengir. Það er svipað og hlutfall drengja sem leita til okkar vegna sifjaspella. Því má segja að Stíga- mót nýtist þeim körlum nokkuð vel sem beittir hafa verið kynferð- isofbeldi “ segir Karen. Á síðasta ári leituðu þrír karl- menn sem stunduðu vændi til Stígamóta en 22 konur. Einnig kemur fram í Ársskýrslu samtak- anna að 37,5 prósent ofbeldisbrot- anna eiga sér stað utan höfuðborg- arsvæðisins. 42,5 prósent eiga sér hins vegar stað á höfuðborgar- svæðinu, 13 prósent brotanna eiga sér stað í fleiri en einu sveitarfé- lagi, og í 2,5 prósent tilfella vantar upplýsingar um það hvar brotin áttu sér stað. - jse Talið að um 20 prósent misnotaðra barna séu drengir: Drengir leita einnig aðstoðar KAREN LINDA EIRÍKSDÓTTIR Þrír karl- menn sem stunduðu vændi leituðu til Stígamóta í fyrra. Konurnar voru hins vegar tuttugu og tvær. STURLA JÓNSSON Talsmaður atvinnubílstjóra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, og uppþvottavél í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! A T A R N A Þú slærð í gegn með Siemens VIÐ ÖRKINA HELGU Sanntrúaðir gyð- ingar standa við Örkina helgu, fagur- lega skreytta hirslu sem geymir helgirit gyðinga, við Grátmúrinn í Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.