Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 14
14 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR VESTMANNAEYJAR „Það vantar þrjá áraganga í lundastofninn,“ segir Erpur Snær Hansen sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúru- fræðistofu Suðurlands sem á sunnudag héllt erindi á opnu málþingi um ástand lundastofns- ins við Vestmannaeyjar. Engin nýliðun hafi verið í stofninum undanfarin þrú ár og auðséð að slíkt sé mikið högg fyrir varp- stofninn. Á fundinum lagði Erpur til verulega skerðingu á lundaveiði. Að enginn lundi verði veiddur næstu eitt til þrjú árin því að uppistaðan í veiðinni sé tveggja til þriggja ára gamall fugl. Til vara vill hann setja á kvóta þannig að hver veiðimaður megi veiða um 100 fugla. Í Vestmannaeyjum er stærsta lundavarpstöð í heimi þar sem um 20 prósent heimsstofnsins verpir. Lundinn er mest veiddur fugla á Íslandi. Er talið að um 1.150.000 pör verpi í Eyjum og af þeim séu um 100 þúsund fuglar veiddir árlega. Erpur segir mikl- ar sveiflur einkenna veiðina og að mismunur geti numið allt að 50 prósentum milli ára. „Þetta endurspelgar sílagnægt, ef það er lítið af síli þá fer ungfluglinn burt og þá er engin veiði.“ Í Vestmannaeyjum fara fram afar umfangsmiklar rannsóknir á lundastofninum. Segir Erpur veiðibann lítil áhrif hafa á rann- sóknirnar þar sem starfsmenn stofunnar veiði sjálfir fugla til merkinga og þannig fái þeir meðal annars aldursgreiningar. - ovd Sterkt samband milli magns af sandsíli við Vestmannaeyjar og lundaveiðinnar: Þrjá árganga vantar í lundastofninn LUNDAR Í VESTMANNAEYJUM Lagt er til að enginn lundi verði veiddur allt að næstu þrjú árin. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að umræð- an um að Íslendingar ættu einhliða að taka upp evru sem mynt í stað krónunnar hafi verið til lykta leidd með afgerandi hætti. Hann sagði í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins fyrir helgi að niðurstaðan væri sú að evran yrði ekki tekin upp án aðildar að ESB. „Sumir hafa brugðist við þessu með því að nefna aðrar myntir til sögunnar. Að mínu mati kemur einhliða upptaka erlendrar myntar ekki til greina hér á landi. Við erum ein þróaðasta og ríkasta þjóð í heimi og slíkar þjóðir taka ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar,“ sagði forsætisráðherra. - ghs Forsætisráðherra: Einhliða upp- taka evru kemur ekki til greina REYKJAVÍK Rusl liggur á víð og dreif um borgina núna. Ástandið er afar misjafnt en verst er það oft á opnum svæðum. Í holtinu milli Efra- og Neðra-Breiðholts, við bensínstöðina, er ástandið til dæmis mjög slæmt. Þar er mikið af umbúð- um utan af sælgæti og sígarettum, gosi og öðrum drykkjum og jafnvel sokkum sem liggur undir trjánum. Í trjánum hangir plast. Jón Halldór Jónasson, blaðafulltrúi hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir að tveir til þrír vinnuflokkar séu á hverri hverfastöð og þeir fari reglubundið um hverfin og hreinsi rusl. Einhverjir snöggir blettir séu í borginni en það sé reynt að hreinsa þá aftur og betur en aðra staði sem minna mæðir á. „Vetrarvindur- inn hefur einstakt lag á að hrífa umbúðir úr höndunum á fólki,“ segir hann. Jón Halldór segir að borgarstarfsmenn hafi byrjað að sópa göturnar fyrir nokkrum vikum en það gangi hægt, borgin sé skítug eftir veturinn og það verði ekki búið fyrr en um næstu mánaðamót. Færri tækifæri hafi gefist til þess að sópa göturnar vegna frostdaga í vetur. „Við náum ekki að ryksuga þegar það er frost,“ segir hann og rifjar upp að borgaryfir- völd hafi sett auka trukk í götuhreinsunina í vor til að ná upp sallanum á götunum. Fljótlega þurfi að fara aftur því margir séu enn á nagladekkjum. - ghs Nokkrir vinnuhópar á vegum borgarinnar hreinsa rusl sem safnast hefur saman: Rusl á víð og dreif um hverfi borgarinnar HYRNUR OG PAKKAR Ruslið hefur einstakt lag á að safnast saman í holtinu milli Efra- og Neðra-Breiðholts. Þar má sjá hyrnur, sígarettupakka og sokka undir trján- um en í trjánum hanga plastpokarnir. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A 1.9 TDI® dísilvél fjarlægðarskynjarar að framan og aftan aðkomuljós hiti í sætum 16" álfelgur, leðurklætt stýri leðurklædd handbremsa leðurklædd gírstöng vegleg VW regnhlíf TDI® vél og meiri lúxus f yrir 400.000 kr.PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Eyðsla, miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km Volkswagen hjálpar þér að fara betur með eldsneytið VÉLSTYRKT BURÐARAFL Á sýningu í Japan fór þessi ungi maður létt með að bera félaga sinn enda nutu vöðvar hans aðstoðar frá nýstárlegum vélbún- aði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.