Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. apríl 2008 15 NÁTTÚRA Takmarkað gagn er af haustveiðum á minkum vegna náttúrulegra affalla í stofninum fyrripart vetrar, segir Róbert Arnar Stefáns- son, forstöðu- maður Náttúru- stofu Vesturlands. Unnið hefur verið að til- raunaverkefni í minkaveiðum á Snæfellsnesi frá því í byrjun árs í fyrra, og liggja fyrstu niðurstöður nú fyrir. Markmiðið er að kanna hvort hægt sé að útrýma mink hér á landi. Róbert segir of snemmt að reyna að svara þeirri spurn- ingu. Rannsóknin sýni að fjögur af hverjum tíu dýrum drepast á fyrsta ári, yfirleitt hvolpar sem eru nýfarnir að heiman. „Náttúran sér um að höggva stórt skarð í stofninn að hausti,“ segir Róbert. Þessi náttúrulegu afföll sýni að tilgangslítið sé að veiða mink að hausti. Heppilegra sé að veiða snemma vors, þegar stofninn sé í lágmarki fyrir got. Með veiðiátaki sem ráðist var í telst Róberti til að um 25 prósent af minkastofninum á Snæfellsnesi hafi lifað síðasta vetur af. Þetta er lakari árangur en vonast var eftir, en þó ljóst að stofninn náði ekki sömu stærð aftur síðasta sumar. Ekki er hægt að fullyrða að afföllin séu veiðiátakinu að þakka, enda fékkst ekki fjárveiting fyrir rannsóknum á samanburðar- svæði, segir Róbert. - bj Fyrstu niðurstöður minkaveiðiátaks á Snæfellsnesi sýna mikil afföll að hausti: Lítið gagn í haustveiðunum RÓBERT ARNAR STEFÁNSSON SAMGÖNGUR Samningur Vegagerð- arinnar og Sæferða um ferjusigl- ingar yfir Breiðafjörð gerir ráð fyrir að styrkir til ferjunnar skuli lækka í áföngum og falla niður í árslok 2009. Forsvarsmenn Sæferða hafa greint frá því í fjölmiðlum að ef það gengur eftir muni ferðir yfir Breiðafjörð leggjast að mestu niður þá. „Ef það gengur eftir getum við hreinlega hætt að reka fiskiverk- smiðju á Patreksfirði,“ segir Skjöldur Pálmason, framleiðslu- stjóri Odda. „Við erum í harðri samkeppni og ef við getum ekki afhent vöru á réttum tíma vegna ófærðar á Klettshálsi, sem er afar algengt yfir vetrarmánuðina, þá þýðir ekkert að vera að þessu.“ - jse Óvissa um Breiðafjarðaferðir: Gengur frá fisk- vinnslu á Patró SKIPULAGSMÁL Rúm 66 prósent framkvæmda- aðila telja að skipulagsmálum sé nokkuð illa eða mjög illa sinnt í Reykjavík en einungis sautján prósent telja þeim nokkuð vel sinnt og enginn að þeim sé mjög vel sinnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Capac- ent Gallup á viðhorfi framkvæmdaaðila til skipulagsyfirvalda á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á ráðstefnunni Skipulag eða stjórnleysi í Laugardalshöll á föstudag. Könnunin var gerð í gegnum net og síma dagana 4. til 14. apríl. Í úrtaki var 161 fyrirtæki. Fyrirtækin hafa unnið við skipu- lags- og byggingaframkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu. Þátttaka í könnuninni var 48 prósent. Þátttakendur eru mun jákvæðari í garð skipulagsmála í Kópavogi, en 55,2 prósent þeirra telja skipulagsmálum þar mjög vel eða nokkuð vel sinnt og einungis 13,1 prósenti finnst þeim nokkuð illa eða mjög illa sinnt. Einnig kemur fram að 67,9 prósent þátttak- enda telja vanta upp á samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í skipulagsmálum. Athygli vekur að umræða síðustu vikna um efnahagssamdrátt virðist ekki hafa fyllt framkvæmdaaðila svartsýni, því 66,6 prósent þátttakenda telja mjög líklegt eða frekar líklegt að fyrirtæki þeirra muni koma að gerð nýs atvinnuhúsnæðis á næstu 12 mánuðum. - kg Reykjavík fær falleinkunn í nýrri könnun Capacent Gallups: Meirihluti telur skipulagsmálum sé illa sinnt SKIPULAG Meiri ánægja er með vinnubrögð skipu- lagsyfirvalda í Kópavogi en í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/EÓ VESTURBAKKINN, AP Yfirvöld í Ísrael tóku þá ákvörðun í gær að banna skírnir í ánni Jórdan af öryggisástæðum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá 15 þúsund trúbræður sem fjölmenntu við árbakkann vegna páskavikunnar sem nú er gengin í garð sam- kvæmt almanaki rétttrúnaðar- kirkjunnar. Stutt en brött göngu- leið er að ánni og hafa undanfarin ár hlotist mikil vandræði af þegar fjölmenni ber að. Í stað þess að hætta á slík vandræði hafa yfirvöld ákveðið að dæla vatni í gegnum rör úr ánni helgu svo trúbræður geti ausið sig vatni skammt frá árbakkanum. - jse Vesturbakkinn: Engin skírn í ánni Jórdan VEIDDUR Aðeins fjórðungur minkastofnsins á Snæfellsnesi lifði af vetrarhörkur og veiði. Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Passat 1,9 TDI® eyðir aðeins 5,8 lítrum á hundraðið þótt hann sé stór Ef hagkvæmni væri skrásett vörumerki, væri það að sjálfsögðu í eigu Volkswagen Hagkvæmni hefur alltaf verið lykilorð við hönnun hjá Volkswagen og árangurinn lætur ekki á sér standa. Með fjölbreyttum tækninýjungum hefur Volkswagen til dæmis tekist að búa til mjög skemmtilegar dísilvélar í allar stærðir bíla sem fara bæði betur með eldsneytið og umhverfið. Komdu, prófaðu og finndu bíl frá Volkswagen sem sparar fyrir þig. ALVÖRU SJÁLF- SKIPTINGAR SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN ÖFLUGAR EN HLJÓÐLÁTAR DÍSILVÉLAR EYÐSLU- GRANNAR VÉLAR KOLEFNIS- JAFNAÐIR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMIR Í REKSTRI OG VIÐHALDI UPPFYLLA STRÖNGUSTU ÖRYGGISSTAÐLA Passat kostar aðeins frá 3.080.000 kr. Eða 34.980 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 30% útborgun (927.000 kr.). Árleg hlutfallstala kostnaðar er 9,44%. Sýndur bíll á mynd Passat Comfortline Plus. Hagkvæmni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.