Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 16
16 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 S narhækkað verð á ýmsum grunntegundum matvæla í heiminum, svo sem korni, maís, hrísgrjónum, baunum og kjöti, veldur því nú að hungurógnin vofir yfir hundr- uðum milljóna manna. Nærri sjötti hluti mannkyns, um milljarður manna, dregur fram lífið á innan við einum Bandaríkjadal á dag eða sem svarar um 75 krónum. Áhrif hækk- aðs matvælaverðs kemur harðast niður á þessu fólki. Josette Sheeran, framkvæmdastjóri Matvælahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, orðar það þannig að „þögul tsunami-flóðbylgja“ sé að skella á heimsbyggðinni sem stefni í að fjölga því fólki um 100 milljónir sem að óbreyttu er ófært um að verða sér og sínum úti um nægilegan mat til að hungra ekki. „Þetta er hin nýja ásjóna hungursneyðar – þær milljónir manna sem voru ekki í þessum hópi hinna mest þurfandi fyrir hálfu ári en eru það núna,“ er haft eftir Sheeran í frétt á heimasíðu stofnun- arinnar, sem í meðalári sér um 90 milljónum manna fyrir neyðar- matvælaaðstoð. Þessi þróun kallar að hennar sögn á „víðtæk við- brögð af hálfu stjórnvalda í löndum heims sem miða hvort tveggja í senn að neyðaraðstoð og langtímalausnum“. Þar sem uppnám ríkir á matvæla-heimsmarkaði fer félagsleg ólga vaxandi í mörgum fátækum löndum. Það getur haft þær afleiðingar að ríkisstjórnir setji nýjar hömlur á milliríkjaviðskipti með matvæli en það getur haft keðjuverkandi áhrif á hnattvædd viðskipti ríkja heims, ríkra sem fátækra. Það getur síðan haft hag- vaxtarhemjandi áhrif sem aukið getur enn hættuna á heimskreppu sem koma myndi harðast niður á fátækari ríkjunum sem á síðustu árum hafa verið að byrja að njóta góðs af hagvaxtaraukandi þátt- töku í hnattvæðingunni. Hvað er þá til ráða? Talsmenn Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sem héldu ársfund sinn á dögunum, hafa sagt að mik- ilvægasta bráðaaðgerðin sem þessar aðstæður kalla á sé að fram- lög til Matvælahjálpar SÞ verði stóraukin tafarlaust, enda veldur matvælaverðshækkunin því að sjóðir stofnunarinnar þurrausast fljótt á sama tíma og þeim sem þurfa á neyðarastoð að halda stór- fjölgar. Aðeins til að vera fær um að dreifa sambærilegu magni af mat í ár og í fyrra þyrfti stofnunin aukafjárveitingu upp á um 700 milljónir dala, um 52 milljarða króna. En bein matvælaaðstoð er aðeins neyðarúrræði, ekki langtíma- lausn. Mikilvægasti hvatinn til framleiðniaukningar í matvæla- framleiðslu í þróunarlöndunum væri ef úr inngripum opinberra aðila í markaðinn drægi og fátækir bændur gætu selt meira af framleiðslu sinni á opnum markaði. Til þess þurfa ríku löndin að opna betur sína markaði fyrir afurðum frá þróunarlöndunum. Önnur augljós leið til framleiðniaukningar væri að nýta erfða- tæknina, en víða er andstaða við það af pólitísk-siðferðilegum ástæðum. Ef mögulegt á að vera að auka matvælaframleiðslu án þess að leggja meira land undir hana er vandséð hvernig það verð- ur gert án þess að nýta erfðabreytingatæknina. Offramleiðsla í skjóli margfaldra niðurgreiðslna í ríkari lönd- um heims olli því lengi að heimsmarkaðsverð á grunnmatvælum hélzt lágt. Sá tími er liðinn. Eins og The Economist bendir á í for- ystugrein standa vonir til að „með heppni og góðri stefnumótun muni nýtt jafnvægi finnast.“ Rétt eins og önnur ábyrg ríki heims ættu íslenzk stjórnvöld að reyna það sem í sínu valdi stendur til að stuðla að farsælli lendingu í þessu mikilvæga máli. Hækkun matarverðs í heiminum kallar á aðgerðir: Þögul flóðbylgja AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Snemma á þessu ári gerðist sá atburður að kennara og nemanda í framhaldsskóla einhvers staðar í Norður- Frakklandi varð sundurorða, og nemandinn kallaði kennarann „connard“. Þetta mætti kannske þýða á íslensku sem „hálfviti“, en orðið hefur marga yfirtóna og getur engin þýðing í rauninni gefið nokkra hugmynd um hve nauðagróft það er. Fransk- íslenska orðabókin (Örn og Örlygur 1995) þekkir ekki svona munnsöfnuð. Kennaranum varð skapbrátt, hann lyfti hönd sinni og rak nemandanum vel útilátinn löðrung. Í næstu frímínútum gerðu aðrir nemendur yfirvöldum skólans viðvart og þau létu fjölskyldu drengsins löðrungaða þegar vita um þennan voðalega atburð. Málið var nú orðið alvarlegt fyrir kennarann, en það átti eftir að versna til muna. Svo vildi nefnilega til að faðir drengsins var lögreglumaður, og hann mætti þegar í stað á kennarastof- unni í fullum skrúða til að tala við kauða. „Ég verð oft fyrir svívirð- ingum“, sagði hann „og þó löðrunga ég ekki“. Þetta var vitanlega hverju orði sannara, lögreglumenn gefa ekki neina kinnhesta, a.m.k. ekki á almanna- færi, þeir láta sér nægja að lemja stúdenta með kylfum, svo stundum þarf að sauma þá saman, eins og gerðist í Lyon nú fyrir skömmu. Er ekki að orðlengja það, kennarinn var þegar handtekinn, fluttur á lögreglustöð og yfirheyrður þar í 24 stundir áður en honum var sleppt. Ekki veitti af því að fara vel ofan í saumana á málinu, því frönsk tunga er mjög auðug af orðum sem merkja „löðrung“, í fljótheit- um er auðvelt að komast upp í tíu, og þau hafa öll sín hárfínu blæbrigði. Er nú boðað að kennarinn komi fyrir rétt einhvern tíma með vorinu til að svara til saka. Þetta mál vakti mikla athygli, einkum og sér í lagi meðal kennara, og voru þeir spurðir álits. Enginn þeirra mælti voðaverki kennarans bót, það tóku þeir jafnan skýrt fram, en eigi að síður átti hann samúð þeirra alla. „Eiga menn að láta sér lynda hvaða svívirðingar sem er í tímum?“ spurðu sumir. „Er það gott fyrir uppeldið að þegar nemandi kallar kennara hálfvita, skuli það vera kennarinn sem fer í fangelsi?“ Einhver sagði að úthald nemenda við að stríða kennurum væri nánast óendan- legt, og hann vitnaði í orð eins þeirra í tíma: „Ég veit að þig langar til að berja mig, en þú hefur bara ekki rétt til þess.“ Enginn kennari viðurkenndi að hafa nokkru sinni löðrungað nemendur, en oft á tíðum skorti ekki löngunina. „Ég verð stundum að grafa hendurnar djúpt í vasana“, sagði einn. Mitt í þessu gerðist það, að nefnd sem Sarkozy hafði sett á fót til að gera tillögur um umbætur í Frakklandi skilaði áliti. Forystu í nefndinni hafði hinn víðkunni Jacques Attali, áður ráðgjafi Mitterrands en nú snúinn til frjálshyggju, en með honum var einvalalið hagfræð- inga og annarra spekinga, og lögðu þeir fram tillögur í 316 liðum um það hvernig breyta mætti Frakklandi í anda frjáls- hyggjunnar og leysa úr læðingi framtak, sköpunarkraft og hagvöxt. Jacques Attali lagði á það ríka áherslu að þessar tillögur væru ein heild, það mætti ekki tína eina og eina út úr og framkvæma þær þannig eftir einhverjum pólitískum hentug- leika heldur ætti að framkvæma þær allar á einu bretti, ef þær ættu að duga. Og því nefni ég þetta nefndarálit í þessu sam- hengi að ein tillagan af þessum 316 var í þá veru, að það ætti að láta nemendur í skólum dæma kennara og gefa þeim einkunnir, ekki aðeins nemendur í háskólum eins og þegar hefur komið til tals heldur líka nemendur í fram- haldsskólum, svo og í barnaskól- um. Um leið og nefndarálitið var gert heyrinkunnugt fóru af stað hávær mótmæli um allt land og leigubílstjórar í París, sem einn liðurinn í tillögunum var helgað- ur, lögðu samstundis niður vinnu og söfnuðust saman á Lýðveld- istorgi og óku þar hring eftir hring með fáheyrðum horna- blæstri. Útvarpsstöðin „Evrópa 1“ bað hins vegar hlustendur að hringja og segja álit sitt á þeirri tillögu að láta nemendur dæma kennara og var því útvarpað í beinni útsendingu. En þá bar svo við að yfirgnæfandi meirihluti þessara hlustenda, áttatíu af hundraði sögðu útvarpsmenn, var hugmyndinni algerlega samþykk- ur. Þarna er loksins fundin leið til að tjónka við þessa voðamenn, sögðu þeir, ef þeir eru undir ströngu eftirliti nemenda er tryggt að þeir geta ekki komist upp með hvað sem er. Þetta er kannske ráðið til að leysa vandamál af því tagi sem hinn laushenti kennari lenti í. Ef nemandinn getur skrifað „conn- ard“ í ró og næði á það einkunna- blað sem hann síðan afhendir skólaeftirlitinu, hefur kennarinn ekkert tækifæri til að falla fyrir þeirri freistingu að reiða til höggs. Löðrungurinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Kennarastarfið UMRÆÐAN Kristján B. Jónasson skrifar um bók- lestur Bókin er elsta fjöldaframleidda vara heims. Fyrstu kynni mannkyns af staðlaðri framleiðslu í miklu magni fyrir stóran hóp viðskiptavina – markaðsvöru – var bókin. Á rúmlega 550 ára vegferð sinni hefur bókin enn eflst sem helsta útbreiðslutæki upplýsinga í heiminum. Bóksala veltir ríflega 40 milljónum evra á evrópska efnahags- svæðinu árlega og þrátt fyrir sífelldar hrakspár er bókaútgáfa sá geiri evrópska menningariðnaðarins sem mestu veltir í smásölu. Til samanburðar eru kvikmyndir seldar í smásölu á sama markaði fyrir helmingi lægri upphæð. Bókaútgáfa eflist nú gríðarlega á „nýmörkuðum“, einkum í Asíu þar sem mikil ásókn er í þekkingu á móðurmálinu. Í stuttu máli: Þrátt fyrir að umræðan um bækur á Vestur- löndum virðist gefa í skyn að endalok bókarinnar séu í sjónmáli hefur útgáfa prentaðra bóka aldrei verið jafn mikil í heiminum og nú. Nú í Viku bókarinnar verður undirritað samkomu- lag milli menntamálaráðuneytis og Bókamessunnar í Frankfurt am Main um að Ísland verði heiðursgestur hennar árið 2011. Um er að ræða stærstu menningar- kynningu sem Íslendingar hafa ráðist í erlendis. Ákvörðun stjórnenda Bókamess- unnar var ekki óumdeild og var nokkuð rædd í alþjóðlegum fjölmiðlum. Hún byggði hins vegar á orðspori Íslendinga sem bókmenntaþjóðar. Við nutum þess að ímynd okkar sem bókafólks er sterk. Á Degi bókarinnar ber okkur hins vegar að líta í eigin barm og athuga hvort ímyndin eigi sér stoð í veruleikanum. Bóklestur, bókaútgáfa og ritun bóka skipta flest svið samfélagsins máli. Lesskilningur, þekkingaröfl- un, og viðgangur fjölbreytts og skapandi samfélags eru allt lykilhugtök sem skýra hvers vegna svo er. Ef við eigum að ná markmiðum okkar um að verða þekkingarsamfélag í fremstu röð verðum við að huga að því hvernig einstakir hlutar tengjast heildinni. Takist það getum við stolt sagt að við séum bókmenntaþjóð á alþjóðavísu. Höfundur er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Dagur bókarinnar KRISTJÁN B. JÓNASSSON Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Móðgaðir Vörubílstjórar eru æfir út í lögregluna fyrir að leyfa sér ekki að fara sínu fram við Bessastaði í gær á meðan forseti Íslands ræddi við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Fór það fyrir brjóstið á vörubílstjórunum að lögreglan skuli hafa vogað sér að girða fyrir afleggjarann og taka mynd- ir af bílalestinni sem hún brunaði fram hjá forsetabústaðnum. Í ljósi þess að erlendur þjóðhöfðingi var í heimsókn sætir það í raun undrun að lögreglan hafi látið sér nægja að taka myndir af vörubílstjórunum. Hvers vegna voru þeir ekki hand- teknir? Og jafnvel sviptir ökuréttindum í leiðinni fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum. Stríðsástand Þar sem Mahmoud Abbas er leiðtogi á einu viðkvæmasta átakasvæði heims – sannkallaðri púðurtunnu – sýndi lögreglan þá fyrirhyggju að hafa sérsveitina til taks við Bessa- staði. Þessar varúðarráðstafanir þótti Sturlu Jónssyni trukkaforingja algjör frágangssök. Í samtali við Vísi sagði hann lögregl- una vera „að biðja um stríð“ og að lítið hefði þurft að gerast til að syði upp úr. Kemst maður hjá því að spyrja hvort einhver hafi andað að sér fullmiklu af dýrmætum bensín- gufum? Hrámetið Bjarni Harðarson fer mikinn í and- stöðu sinni við innflutning á hráu kjöti, sem hann telur líklegt til að smita Íslendinga af salmonellu auk þess að valda bændum ómældum búsifjum. Auk þess að hafa salmonelluna á sínu bandi hefur Bjarni liðstyrk úr... ja, ekki svo óvæntri átt því á aðalfundi sínum um liðna helgi lýsti Kvenfé- lagssambands Suður-Þingeyinga yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum kjötinnflutningi. Þeim sem nýtur fulltingis þingeyskra húsfreyja eru margir vegir færir. bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.