Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN Helgi Magnússon skrifar um atvinnumál Kvartað er undan gagnslausri ofur- vaxtastefnu Seðlabank- ans. Vandræðagangur einkennir fjármálakerfi Íslendinga eins og um- heimsins. Fyrirtækin fá ekki nauðsynlega þjón- ustu bankanna. Almenningur horf- ir fram á versnandi atvinnuástand, aukna verðbólgu, lækkandi verð á íbúðarhúsnæði sínu og rýrnandi lífskjör. Óþolinmæði einkennir afstöðu manna til ríkistjórnarinn- ar sem ætlast er til að grípi til aðgerða til að bæta ástandið. Um stöðu mála er deilt og áfram verður deilt. En brýnt er að við missum ekki sjónar á því megin- atriði að efla atvinnulífið til auk- innar verðmætasköpunar. Leiðin út úr þeim vanda sem við er að etja er að stórefla atvinnustarf- semi í landinu því „ráðstafanir“ duga skammt ef fyrirtækin eru ekki öflug og öll tækifæri nýtt – bæði til að efla þau sem fyrir eru og bjóða ný velkomin. Fögnum álveri í Helguvík Stefna Samtaka iðnaðarins í þess- um málum var áréttuð í ræðu minni á Iðnþingi í síðasta mánuði. Þar sagði m.a.: „Enn á ný er minnt á nauðsyn þess að ekkert lát verði á upp- byggingu atvinnufyrirtækja í landinu. Það þarf að skjóta fleiri stoðum undir verðmætasköpun- ina. Við þurfum að taka fagnandi öllum þeim sem vilja koma hér á fót arðbærri atvinnustarfsemi. Gildir þá einu hvort um er að ræða hátækni- eða sprotafyrirtæki, kís- ilverksmiðju, netþjónabú, álver eða eitthvað annað. Við þurfum að nýta náttúruauðlindirnar til lands og sjávar en án þess að ofgera þeim. Samtök iðnaðarins bjóða alla velkomna sem vilja efla atvinnulífið, standa hér fyrir verð- mætasköpun og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir efnahagslega stöðnun og aftur- kipp þar sem atvinnuleysi og eng- inn hagvöxtur yrðu hlutskipti Íslendinga.“ Í ljósi þessa ber að fagna því að bygging álvers í Helguvík geti nú hafist af krafti eftir að umhverfis- ráðherra féllst ekki á kæru Land- verndar vegna umhverfismats vegna þessa álvers. Með því fór ráðherrann að lögum – sem ætti ekki að teljast til tíðinda. En engu að síður þurfti að ljúka málinu af hálfu umhverfisyfirvalda til þess að framkvæmdir gætu hafist. Rétti tíminn fyrir stórhuga stefnumótun Samtök iðnaðarins eru ekkert feimin við að mæla með framgangi áliðnaðar eins og alls ann- ars iðnaðar og atvinnustarfsemi í landinu. Ég vona að traustar for- sendur verði fyrir byggingu álvers á Bakka við Húsavík og einnig að unnt verði að stækka eða endur- nýja álver Alcan í Straumsvík. Að sjálfsögðu eru slíkar framkvæmd- ir háðar því að öll umhverfisskil- yrði og aðrar kröfur stjórnvalda séu uppfylltar. Þá verður jafn- framt að krefjast þess af stjórn- völdum að reglur og kröfur séu skýrar og þeim sé ekki breytt til íþyngingar á miðri leið, eins og dæmi eru því miður um. Reglu- verkið verður að vera gagnsætt og sanngjarnt. Spyrja má hvort framangreind- ar stóriðjuframkvæmdir með samhliða fjárfestingu í orkuiðnaði gætu ekki orðið til að skapa þennslu í efnahagskerfinu eins og varð á árunum 2004 til 2007. Það á ekki að koma til þess. Þenslan þá skapaðist ekki síður vegna breyt- inga á fasteignamarkaði, og svo er hér um mun umfangsminni fram- kvæmdir að ræða en þá. Auk þess eru þær áfangaskiptar og full ástæða er til að ætla að þeim yrði dreift með skipulegum hætti yfir hæfilega langan tíma til að forðast þenslu. Svo má ekki gleyma því að við stöndum nú frammi fyrir snöggkólnun í efnahagslífinu sem engum er til góðs og engin ástæða til að láta yfir okkur ganga bar- áttulaust. Nú er rétti tíminn til að taka af skarið um frekari uppbyggingu í orkufrekum iðnaði á Íslandi með tilheyrandi byggingu orkuvera, auk þess sem full ástæða er til að hvetja til fjárfestinga á öðrum sviðum atvinnulífsins. Stóriðju- framkvæmdir eiga alls ekki að þurfa að trufla möguleika ann- arra greina til eflingar á næstu árum. Íslendingar þurfa á aukinni verðmætasköpun að halda á öllum sviðum atvinnulífsins. Nú er rétti tíminn til stórhuga stefnumótun- ar og arðbærra ákvarðana. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. UMRÆÐAN Steingrímur J. Sigfússon skrif- ar um utanríkismál Í fyrri grein fjallaði ég um þær breytingar sem eru að verða í íslenskum utanríkismálum með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar, þar sem síðarnefndi flokkur- inn fer með utanríkismál. Frum- varp til varnarmálalaga sem utanríkisráðherra lagði fram á Alþingi í vetur og nú hefur verið samþykkt með allnokkrum breyt- ingum er lýsandi í þessum efnum. Varnarmálalögin boða einhverja mestu breytingu á íslenskri öryggis- og utanríkisstefnu um langt skeið og því miður er þar haldið í sömu átt og samþykktir NATO-fundarins í Búkarest á dögunum vísa. Þegar allt er tínt til er hér um að ræða meiri háttar hervæðingu á forsendum NATO, sannkallaða NATO-væðingu íslenskra utanríkis- og öryggis- mála. Þessi NATO-væðing lýsir sér í fyrsta lagi í lögbindingu reglu- bundinna heræfinga NATO-ríkja hér á landi. Heræfingar þessar, svokallað loftrýmiseft- irlit, geysikostnaðar- samur rekstur hins hern- aðarlega hluta ratsjárkerfisins og allt hið viðamikla og dýra umstang þessu tengt á aðeins að eiga við á svo- kölluðum friðartímum. Komi til ófriðarástands eða þess að ófriðlega horfi á áfram að treysta á gamla herverndar- samninginn við Banda- ríkin. Allt hefur þetta verið ákveðið án þess að fyrir liggi nokkurt mat á þeirri ógn sem Íslandi stafar af öðrum ríkjum eða utan frá yfir- leitt. Drög að slíkri vinnu eru fyrst nú að fara af stað á vegum nefndar undir forustu Vals Ingi- mundarsonar. Allt vísar í þá átt að heræfingarnar og rekstur rat- sjárstöðvanna þjóni fyrst og fremst markmiðum NATO og séu liður í auknu samstarfi við hern- aðarbandalagið fremur en að þær eigi að stuðla að auknu öryggi íslensku þjóðarinnar. Íslensk hermálastofnun Í öðru lagi brýst NATO-væðingin fram í tilkomu nýrrar hermálastofnunar sem frumvarpið gerir ráð fyrir, Varnarmálastofn- unar, sem verður best lýst sem einhvers konar blöndu af útibúi NATO hér á landi og íslenskri hermálastofnun. Fyrir utan þann mikla og næsta örugglega ört vax- andi kostnað sem rekst- ur stofnunarinnar mun hafa í för með sér eru verkefni hennar óþörf, sum frem- ur hvimleið og í hróplegu ósam- ræmi við ítrekaðar yfirlýsingar um að Íslendingar séu og ætli að vera herlaus og friðelskandi þjóð. Fyrir utan að sjá um heræfing- ar, reka ratsjárkerfið og mann- virki innan öryggissvæðisins á Miðnesheiði (nýja „fríríkið“ sem utanríkisráðuneytið er þar að koma sér upp) er meðal helstu verkefna Varnarmálastofnunar að taka þátt í starfi nefnda og undirstofnana Atlantshafsbanda- lagsins. Þar á meðal eru her- stjórnarmiðstöðvar NATO. Varn- armálastofnun á líka að þjóna upplýsingakerfi NATO og vinna úr gögnum þaðan. Verkefni Varn- armálastofnunar eru því ýmiss konar hernaðartengd verkefni, upplýsingasöfnun og úrvinnsla hernaðarlegra upplýsinga. Lokaskrefið inn í NATO Í þriðja lagi gerir frumvarpið ráð fyrir stórauknu samstarfi við NATO og í reynd endanlegri inn- göngu í hernaðarbandalagið. Inn- gangan var á sínum tíma, ásamt komu Bandaríkjahers, umdeildasta pólitíska deilumál lýðveldissögunnar þangað til átök um stóriðjustefnuna á síð- ustu árum tóku við. Þegar Ísland gekk í NATO með sínum frægu fyrirvörum um að hér skyldi ekki vera her á friðartímum og að aldrei væri ætlunin að koma upp her, þá var þátttaka okkar í fram- haldinu í raun fyrst og fremst formlegs eðlis. Ísland tók ekki þátt í hermálasamstarfi NATO, auðvitað ekki í kjarnorkuvígbún- aðarhlutanum og Ísland greiddi ekki í mannvirkjasjóðinn. Þar með var Ísland í raun og veru passíft eða afskiptalaust um mál- efni NATO að þessu leyti. Með frumvarpinu og tengdum aðgerðum og ákvörðunum að undanförnu er lokaskrefið tekið inn í NATO, til fullgildrar og virkrar þátttöku í öllu starfi hern- aðarbandalagsins: Ísland situr í hermálanefndinni, borgar í mannvirkjasjóðinn frá og með þessu ári og farið er að taka við leyndarupplýsingum NATO í sér- stöku herbergi í utanríkisráðu- neytinu. Merki frá hernaðarrat- sjám á Íslandi eiga að renna inn í NATO-kerfið í framtíðinni og þannig mætti áfram telja. Náskyld og angi af hinu sama er viðleitnin til að troða okkur inn í NATO-verkefni eins og úthaldið í Afganistan. Það er orðið mark- mið í sjálfu sér að vera alls stað- ar með, sýna lit, leika með „stóru strákunum“. Höfundur er formaður Vinstri grænna. 18 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON NATO-væðing íslenskra utanríkismála II HELGI MAGNÚSSON Þörf á meiri verðmætasköpun Verkefni Varnarmálastofnunar eru því ýmiss konar hernaðar- tengd verkefni, upplýsingasöfn- un og úrvinnsla hernaðarlegra upplýsinga. Ert þú húsbóndi í þínu herbergi? Miðhraun 2 • 210 Garðabær • Sími: 565 5200 Okkar frábæru snúningsborð loksins komin aftur Frábær borð, hvort sem er fyrir heimili eða vinnustaði Tveir leikir í einu borði: Pool og þythokkí Auðvelt í uppsetningu Þythokkí Pool 8 8 8 2 leikir í einu borði Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.