Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Theodór Ingi Ólafsson hefur heimsótt fjölda landa um árin. Honum finnst alltaf jafn skemmtilegt að stíga fæti á erlenda grund hvert sem tilefnið er. Fyrir tíu árum fór Theodór ásamt félögum sína á tón- listarhátíðina í Hróarskeldu í Danmörku, en hann segir að sú ferð muni sjálfsagt líða sér seint úr minni. „Við lentum í Kaupmannahöfn á mánudegi og ætluð- um yfir til Hróarskeldu á þriðjudagsmorgni. Við áttum ekki pantaða hótelgistingu svo við urðum að grípa til þess ráðs að finna hana sjálfir. Þar sem við vorum tíu manna hópur reyndist það hins vegar erfitt því hvert sem við fórum var allt fullbókað.“ Hópurinn ákvað þá að kíkja á pöbba til að fá sér nokkra kalda og fyrr en varði var farið að líða á nótt- ina og búið að loka flestu. Félagarnir dóu þó ekki ráða- lausir. Þeir fundu kvikmyndahús, sem var af einhverj- um ástæðum enn opið, og keyptu sér miða til að geta hvílt þar lúin bein. „Þegar við gengum inn í salinn föttuðum við að þetta var ekki hefðbundið kvikmyndahús, heldur fyrir full- orðna og myndavalið eftir því. Við létum okkur samt hafa það og sofnuðum allir vært og náðum þriggja til fjögurra tíma svefni. Það var alveg passlegt, því um morguninn náðum við fyrstu lest til Hróarskeldu.“ Hátíðin var ógleymanleg að mati Theodórs og félaga, þar sem Beastie Boys, Bob Dylan, Black Sabbath og Iggy Pop voru á meðal tónlistarmannanna sem spiluðu á hátíðinni. „Á tónleikum Beastie Boys gerði ég þau mistök að henda mér ofan á mannfjöldann og lét hann bera mig fram og til baka. Í því ævintýri glataði ég gleraugunum mínum og varð því að eyða restinni af hátíðinni hálfblindur, en það skemmdi þó ekki fyrir,“ segir Theodór, sem vill gjarnan sameina hópinn á ný fyrir hátíðina í ár, enda ætlar fjöldinn allur af frábær- um hljómsveitum að koma þar fram. mikael@frettabladid.is Eyddu nótt í vafasömu dönsku kvikmyndahúsi Theodór Ingi Ólafsson lenti í ýmsum ævintýrum þegar hann fór á tónlistarhátíðina í Hróars- keldu fyrir nokkrum árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R VEITT UM ALLT LAND Veiðkortið veitir rétt til ótakmarkaðrar veiði í 32 íslenskum veiðivötn- um fyrir einn fullorðinn og eitt barn. VEIÐI 6 Á GÖMLU NÚMERI Töluvert er um að fólk láti smíða fyrir sig einkanúmer sem er eins og gamla númerið sem það átti sjálft eða það sem amma og afi höfðu. BÍLAR 2 ÞÚ FÆRÐ GRILLIÐ HJÁ OKKUR N1 VERSLUN N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR SÍMI 440 1000 Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu á samsettum grillum WWW.N1.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.