Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 1
forseta og forsætisrádherra - bls. 8 og 9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 5. janúar 1982. 1. íölublaö — 66. árgangur. Síðumúlal5-Pósthólf370R * 18300 Afgreiosla ( ENGINN GJALDEYRIR AFGREIDOUR í DAG! — Seðlabankinn lokar á öll gjaldeyrisvidskipti þangað til ákvörðun hef ur verið tekin um gengisf ellingu > ¦ Lokað mun verða fyrir alla gjaldeyrisafgreiðslu i bönkum i dag, samkvæmt áreioanlegum heimildum Timans, þar sem Seblabankinn treysti sér ekki til að hafa gjaldeyrisafgreiðslu opna eftir þá umræðu sem kom- in er af staö i þjóðfélaginu um að gengisfelling sé á næstu grös- um. En sú umræða hefur komið i sambandi við fiskverðs- ákvörðun og rekstrargrundvöll fiskvinnslunnar þar sem aðilum hefur verið gerð grein fyrir til- lögum Seðlabankans þar aö lút- andi. Þær tillögur munu vera um gengisfellingu á bilinu 10-12% en frystihúsum aftur á móti þykii þaö ófullnægjandi að fara fram á að gengiö verði fellt enn meira. Akvörðun um það hve gengið verður fellt mikið mun þó ekki hafa veríð tekin ennþá, en væntanlega verður það rætt á fundi rikisstjórnar nú i morgun- sárið. Efast jafnvel sumir um að samkomulag muni nást um það i dag hvort hún fer að tillögu Seðlabankans eða ákveður eitthvað annaö. Þannig er allt eins talið aö gjaldeyris- deildir geti orðið lokaðar nokkra daga. Nánar á bls. 4. ¦ Mikla gufu lagfti frá heitu vatnj sem rann eftir Austurstræti siðdegis í gær og um tima sá vart út úr augum. Vatnio kom úr lekum hitaveiturörum. Tlmamynd GE. Ganga kaupin á Bif reiðastöð Stéindórs til baka? „MUNUM VÆNTANLEGA AFTURKALLA LEYFIN" segir Brynjólfur Ingólfsson, ráduneytisstjóri samgönguráduneytisins ¦ „Okkar afstaða mun væntanlega verða sú að við munum afturkalla leyfin" sagði Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri i samgönguráöu- neytinu i samtali viö Timann i gær, þegar hann var spurður að þvi hver yrðu viðbrögð ráðu- neytisins vegna sölu á Bifreiða- stöð Steindörs sem þrjátki og fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn stöövarinnar keyptu mi um áramótin. Telur ráðuneytiö söluna brjóta I bága við lög. Kaupverð stöðvarinnar hefur ekki fengist uppgefið. Hins veg- ar er ljóst aö það nemur ein- hverjum milljónum króna. Er stöðin seld með öllum gögnum og gæðum. Bifreiðar stöðvar- innar eru seldar á gangverði en lóöir og húseignir leigöar með forleigu- og forkaupsrétti. Hvergi i samningnum er minnst á sölu sjálfra akstursleyfanna 45 sem fylgja stöðinni. „Leyf- in voru aldrei seld. Þau fylgdu einungis með i kaupunum" sagöi annar lögmaður seljenda i samtali við Tlmann i gær. Erlent yfirlit: Byltingin í Ghana ^- bls. 7 Rætt við BÚR- konur — bls. 12-13 Gledilegt nýár? — bls. 23 Sjá nánar bls 4 —Kás Net- sokkar — bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.