Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. janúar 1982 Helgi naut þvi ekki lengi sam- vista við foreldra sina og stóð ungur uppi foreldralaus. Hann mun að visu hafa átt náin skyld- menni, sem hann hefur haft stuðning af, en þvi máli er ég ekki kunnugur. Ungum skildist honum þó, að hann varð að standa á eigin fótum og treysta sinni eigin dóm- greind. Setti þetta mjög svo svip sinn á Helga alla tið, enda varð hann fljótt sjálfstæður i skoðun- um. A unglingsárum sinum vann Helgi á sumrin hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar, en stundaði nám i Reykjavik á veturna. Hann fór i Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi vorið 1955. Að loknu Samvinnuskólaprófi hóf Helgi störf hjá Samvinnu- tryggingum. Fyrst i sjódeild, en siðan i bókhaldi, þar sem hann vann til ársins 1960. Árið 1957 kvæntist Helgi jafn- öldru sinni, Ingu Valdisi Tómas- dóttur. Inga er ættuð úr Reykjavik, ágætis myndarkona, sem nú lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra hjóna, en þau eru: Trausti Jóel f. 1958, Rannveig Lilja f. 1960, Tómas Dagur f. 1961, Guðrún Fanney f. 1963 og Hjördis Anna f. 1966. Börnin eru öll dugnaðarfólk. Eins og fyrr segir, starfaði Helgi hjá Samvinnutryggingum um fimm ára skeið. An efa hefði hann hlotið þar mikinn trúnað og verið falin meiriháttar ábyrgðar- störf, ef hann hefði starfað þar áfram. En Helgi og Inga völdu aðra leið. Hann gerðist kaupfélagsstjóri og tók að sér framkvæmdastjórn fyrir Sam- vinnufélagi Fljótamanna árið 1960. Það ár fluttu þessi ungu glæsilegu hjón með tvö börn frá góðum störfum i höfuðborginni norður til Haganesvikur. Fljótin eru fögur sveit og þar hefur margt breyst til batnaðar siðan árið 1960. En þá var vega- samband lélegt og hafnleysi nær algjört. Svo byggðin var þá veru- lega afskekkt og einangruð frá næstíi héruðum, sérstaklega á veturna. Það þurfti þvi verulegan kjark til að ráðast i þetta verkefni. En það gerðu þau og leystu það með prýði. Árið 1963 bauðst Helga að gerast fulltrúi kaupfélagsstjórans hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Réðist hann til þess starfs og gengdi þvi til ársins 1972. Leysti hann það starf með þeim hætti, að þegar Sveinn Guðmundsson lét af starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hinn 1. júli 1972 þótti Helgi sjálfsagður eftirmaður hans. Kaupfélag Skagfirðinga er eitt af stærstu og umsvifamestu kaupfélögum landsins. Þar hafa löngum verið mikilhæfir menn kaupfélagsstjórar. Helgi Rafn reyndist fullkomlega verðugur þess að fylla þann hóp. Á þeim tæplega tiu árum, sem hann var þar kaupfélagsstjóri, hafa stór- virki verið unnin, sem fá ein verða þó talin upp hér. Má nefna byggingu nýs sláturhúss, eins hins fullkomnasta á landinu, byggingu nýrra frystigeymslna, allsherjar endurbætur og að miklu leyti vélvæðingu mjólkur- samlags kaupfélagsins, tankvæð- ingu hjá mjólkurframleiðendum i héraðinu, og nú siðast stendur yf- ir bygging nýrra höfuðstöðva félagsins, þar sem m.a. er fyrir- huguð stórmarkaðsverslun. Þvi miður entist Helga ekki aldur til þess að ljúka þvi stóra verkefni. Heiga voru um dagana falin margvisleg trúnaðarstörf, svo sem hjá ungmennafélögunum og iþróttahreyfingunni. Þá átti hann um tima sæti í Framleiðsluráði landbúnaðarins. Nokkuð starfaði Helgi að safnaðarmálum á Sauðárkróki og átti nokkrum sinnum sæti á kirkjuþingi. Undanfarin ár hefur Helgi verið fyrsti varamaður i stjórn Sam- bandsins. Enginn vafi er á, að hans hefðu beðið fleiri og meiri trúnaðarstörf innan samvinnu- hreyfingarinnar, ef honum hefði enst lif til. Helgi mætti að sjálfsögðu á Sambands- og kaupfélagsstjóra- fundum, svo og á fjölmörgum smærri fundum á vegum sam- vinnumanna. Hann var fundarmaður góður, hafði sig gjarnan nokkuð i frammi og flutti mál sitt af hreinskilni, undir- hyggju- og tæpitungulaust. Hann var alltaf drengilegur i samskipt- um og málflutningi og hafði breiða og hljómmikla rödd. Hann var maður skapmikill og talaði stundum af nokkrum hita. Helgi Rafn var drengur góður. Við kaupfélagsstjórarnir söknum hans mjög. Við söknum hans við okkar félagslega sameiginlegu störf. Við söknum þess að heyra ekki lengur hans þróttmiklu drengilegu rödd i simanum, þegar við gjarnan ræðum saman sameiginleg vandamál. Ég hefði kosið að samvinnuhreyfingin hefði miklu lengur notið starfs- krafta hans og þá fyrst og fremst samvinnumenn i Skagafirði. Um það er ekki að ræða, og eina ráðið sem fyrir hendi er, er að sætta sig við orðinn hlut, þó með trega sé. Sárast er þetta auðvitað eigin- konu, börnum og öðrum ástvin- um. En hjá þeim hefur sorg og söknuður rikt um þessa mestu hátíð kristinna manna, jólin. Ég og kona min, Anna, vottum Ingu og fjölskyldu hennar dýpstu samúð og vonum að hækkandi sól og vorið framundan græði sárin frá svörtu skammdeginu. Ólafur Sverrisson. Mánudagskvöldið 21. des. s.l. barst f jölskyldu minni sú harma- fregn að Helgi Rafn Traustason hefði látist á heimili sinu, siðla sama dags. Hvilikt ruðarslag. Fjölskyldan var harmi slegin. Gat þetta verið satt, Helgi Rafn dáinn svo svo hraustur og hress sem hann virtist þegar hann leit við ásamt Ingu konu sinni á leið um Borgarfjörðinn nú fyrir skömmu. Við gátum ekki og vildum ekki trúa svo bitrum sannleika. Hugurinn hvarflaði til vinanna fyrir norðan, Ingu Val- dísar og barnanna þeirra fimm sem nú lifðu þá miklu sorg að sjá á bak ástkærum eiginmanni og leiðandi og skilningsrikum föður. HelgiRafnvar Vestfirðingur að uppruna fæddur á Vatnseyri við Patreksfjörð, þ. 18. april 1937. Foreldrar hans voru Rannveig Lilja Jónsdóttir og Trausti Jóels- son, vélstjóri. Ungur að árum fluttist Helgi með fweldrum sinum til Reykja- vfkur, en móðir hans var þá farin að heilsu og var henni nauðsyn- legt að vera inálægöheilsugæslu- stof nana. Trausti stundaði sjóinn, sigldi á togurum, striðsárin og var traustur og dugandi sjó- maöur og vel látinn af félögum sinum. En samvistir fjölskyld- unnar urðu ekki langvinnar i Reykjavik.Skömmufyrir jól árið 1950 lést móðir hans og aðeins hálfu ári siðar missti hann föður sinn. Slik lifsreynsla hefði mörg- um ungKngi orðið ofraun og vissulega hefur þessi mikli missir markað djúp spor i' sálarlif þessa unga drengs.Enhamingjan hafði ekki alfarið snúið við honum baki. Eftir fráfall foreldranna ólst Helgiupp hjá móðursystur sinni, Mörtu Jónsdóttur, sem reyndist honum sem besta móðir. Það var Helga mikil gleði að geta siðar á lifsleiðinni endurgoldið Mörtu umhyggju hennar með einstakri alúð og hjálp i hennar garð hve- nær sem hann gat þvi viðkomið. Kynni tókust með okkur Helga fyrir nær þrem áratugum er við stunduðum nám við Samvinnu- skólann, sem þá var til húsa á efstu hæð Sambandshússins við Sölvhólsgötu og var enn stjórnað af hinum aldna þjóöskörungi Jón- asi Jónssyni frá Hriflu. Helgi var góður námsmaður og ákaflega opinn og móttækilegur fyrir speki lærimeistarans, sem fjallaði um þjóðfélags- og sam- vinnumál af miklum eldmóði. Jónasi var lagið að plægja akur sinna stóru hugsjóna af kost- gæfni, enda árangurinn í fullu samræmi við þaö. Hvar sem litið var i þjóðlifinu var hægt að merkja uppskeru hugsjóna þessa mffka leiðtoga samvinnumanna. Helgi Rafn var einn þeirra læri- sveina Jónasar frá Hriflu sem með sanni mátti kallast merkis- beri.Sannur merkisberi hugsjóna samvinnu og samhjálpar, sem voru honum svo eðlislægar og samræmdust svo vel hans ein- lægu trú og velvild i garð sam- ferðarmannanna. Arið 1960, þá liðlega tvítugur að aldri fluttist hann með fjölskyldu sina i' Skagafjörð og gerðist kaup- félagsstjóri hjá Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvik, þá liklega yngsti kaupfélagsstjóri i landinu. Skagfirðingar kunnu vel að meta dug og kjark ungu hjón- anna sem rifu sig upp frá björtum borgarljösunum til aðtakast á við hin fjölbreytilegu verkefni sem slikt starf býður upp á i litlu kaupfélagi sem ætlað var það hlutverk að annast flestar þarfir félagsmannanna, innkaup á öll- um þeim varningi sem til heimil- ishalds ogbúskapar þarf, slátrun, frystingu og sölu á afurðum, auk margháttaðrar fyrirgreiðslu sem næróralangt útfyrirskyldur sliks starfs. Þá má ekki gleyma að minnast á þann þáttinn sem að samgöngumálum laut. Ætib stóð heimili þeirra hjóna opið gestum og gangandi og ófáir voru þeir sem hraktir og slæptir nutu gest- risni þeirra og greiðasemi þegar norðanbylurinn geysaði og allir vegir reyndust ófærir. Fljótamönnum var þvi ekki ljúft að sjá á bak kaupfélags- stjóra sinum vestur yfir fjörðinn árið 1963 þegar Helgi var ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Skagfiröinga á Sauð- árkróki. Góðar óskir og vinahug- ur fylgdu þeim vestur yfir vötnin og traust voru vinaböndin sem héldust æ siðan. Helgi Rafn starfaði sem fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til 1. júli 1972 er hann tók við starfi kaupfélagsstjóra af Sveini Guð- mundssyni sem gegnt hafði þvi starfium f jölda ára. Reynslan frá Haganesvik kom nú að góðum notum. Hin farsæla stjóm fyrir- rennara hans gerði honum kleift að hef jast handa við miklar verk- legar framkvæmdir sem segja má að hafi staðið óslitið siðan. Byggð voru bæði sauðfjár- og nautgripasláturhús búin full- komnari og afkastameiri tækja- kosti, byggð verslunarútibú, hið siðasta að Ketilási i Fljótum, en Sam vinnufélag Fljótamanna hafði þá verið sameinaö Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Endurskipu- lagt mjólkursamlag, tankvæðing kúabúanna I héraðinu hélst i hendurvið nýtiskulegri flutninga- tækni mjólkur til vinnslustöðvar. Þákom hann á fótlitlum iðnfyrir- tækjum, bæði á Hofsósi og Sauð- árkróki til að auka fjölbreytni at- vinnulifsins á þessum stöðum. Höfuðstöövar félagsins hafa lengst af verið staðsettar i ára- tuga gömlum húsum Gránufé- lagsins viö Aöalgötu. Langt er siðan það húsnæði var ófullnægj- andi fyrir þetta öfluga og vaxandi fyrirtæki. Þegar atvinnuli'fið i héraðinu haföi verið eflt til mik- illa muna meö margvislegum hætti hófst undirbúningur aö byggingu glæsilegs verslunar- húss sem húsa á verslunarmið- stöð og skrifstofur félagsins. Þessi framtiðardraumur Helga Rafns var að taka á sig raunveru- lega mynd á liönu hausti þegar steypt var 1. hæö hússins, sem stendur við Skagfirðingabraut. Þegar sú bygging verður fullgerö má vissulega lita á hana sem minnisvarða um stórhuga leið- toga samvinnufólks i þessu gjöfula og fagra héraði. Auk kaupfélagsstjórastarfsins hlóðust á Helga f jölmörg trúnað- arstörf tengd þvi. Hann sat i stjórn Fiskiðju Sauðárkróks h/f frá 1973 og gegndi þar for- mennsku frá árinu 1978. Var for- maður stjórnar Landflutninga h/f i Reykjavik. í stjórn Fram- leiðsluráðs landbúnaöarins frá 1973-1977. 1 varastjórn Sambands isl. samvinnufélaga frá 1975 og svo mætti lengi telja. Þá var Helgi virkur félagi i Li- onshreyfingunni og einn af stofn- endum Lionsklúbbs Sauðárkróks. I mörg ár sat hann i stjórn Ung- mennasambands Skagafjarðar og var öflugur liðsmaður U.M.F. Tindastóls enda þátttakandi i i- þróttum m.a. i' frjálsiþróttadeild K.R. og og staðiö þar i fylkingar- brjósti við félagsmálastörf. Helgi Rafn var einlægur trú- maðurog máttimerkja þaði'allri hans breytni og umhyggju fyrir samferðafólki sinu. Hann sinnti safnaðarmálum af miklum á- huga, lagði áherslu á að þáttur kirkjunnar i' menningarii'fi stað- arins væri sem öflugastur. Hann var formaður Sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju frá árinu 1972 og sat Kirkjuþing frá 1976. Þar voru ráð hans og störf mikils met- in sem annars staðar. Hér að framan hefi ég rakið i stórum dráttum lifhlaup ungs athafna- manns sem skilað hefur dags- verki sem hver öldungur hefði getað verið stoltur af að leiðar- lokum. En Helgi Rafn gekk ekki einn þessa löngu og gæfuriku leið á svo skömmum ti'ma. Hans hamingju- sól reis hæst þ. 12. október 1957 þegar hann gekk að eiga unnustu sina Ingu Valdisi Tómasdóttur. Ollum stundum,alltfrá fyrstu tið hefur Inga Valdis staðið við hlið eiginmanns sins, stutt hann og hvatt i störfum æfinlega reiðubú- in að létta honum róðurinn og taka þátt i áhugamálum hans, jafnt sem áhyggjum, bera með honum byrðarnar sem oft hvildu þungt á ungum herðum þeirra. Enþað er huggun harmi gegn að hún á og varðveitir mikinn fjár- sjóð. Fjársjóð unaðsstunda og fagurra minninga sem enginn getur frá henni tekið. Inga Valdis stendur heldur ekki ein, trú henn- ar er sterk. Minningunum deilir hún með 5 einstaklega mann- vænlegum börnum sem tekið hafa i arf hina fjölþættu mannkosti glæsilegra og góðra foreldra. Sá arfur mun reynast þeim drjúgt veganesti. Trausti Jóel er elstur systkin- anna, fæddur 21.10. 1958, starfar nú á skrifstofu kaupfélagsins á Höfn f Hornafirði. Hans kona er Asta Búadóttir. Rannveig Lilja, fædd 06.03. 1960, starfar hjá K.S. Maður hennar, Þorsteinn Hauksson er vélstjóri á togaranum Skafta. Tómas Dagur, fæddur 26.10. 1961, stundar flugnám. Guðrún Fanney, fædd 28.11., 1963, starfar hjá K.S. Hjördis Anna, fædd 08.08. 1966, nem. í Grunnskóla Sauðárkróks. Góði vinur. A kveðjustund þakka ég þér vináttu þina og samfylgd. Fjölskyldan öllminnist hinna mörgu ánægjustunda á heimilum okkar og feröalögum. Megi þessi ferð þin verða eins og tilerstofnað.GóöurGuð veri með þér og veiti Ingu og bömunum styrk i þeirra miklu sorg. llelgi Ingi. Sólstööudagurinn 21. desember, var Skagfiröingum óvenjudimm- ur og örlögum vafinn. Þann dag kvöddu dulin öfl til hinstu feröar án fyrirvara, Helga Rafn Traustason, kaupfélagsstjóra á Sauöárkróki. Þann sama dag var einnig burt kallaður, jafn skyndilega, Valgeir Guðjónsson, bóndi á Daufá, mæt- ur félagsmálamaöur. Fá störf eru einu héraöi þýð- ingarmeiri en störf kaupfélags- stjórans. Kaupfélagið snertir gjarnan allar helstu taugar fram- leiðslu,athafna, og þjónustu i við- komandi héraði. Það varðar þvi blátt áfram velfa’ð héraðsins, að kaupfélagsstjórinn hafi til brunns að bera alla þá hæfileika og mannkosti, sem hið viðfeðma og ábyrgðarmikla starf krefst, svo það sé vel af hendi leyst. Skagfirðingar hafa átt þvi láni að fagna, að kaupfélagsstjóra starfið hafa jafnan skipað mikil- hæfir forystumenn. Nú sagöi þar fyrir verkum Helgi Rafn Trausta- son, ungur og glæsilegur foringi. Helgi Rafn var fæddur 18. dag april mánaðar 1937, að Vatneyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans voru hjónin, Rannveig Lilja Jóns- dóttir og Trausti Jóelsson vél- stjóri. Helgi Rafn skipaði sér ungur i raðirsamvinnumanna. I námsár- unum vann hann á sumrin hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og SÍS. Að loknu námi i Samvinnu- skólanum 1955 hóf hann störf hjá Sam vinnutryggingum og vann þar til 1960, er hann réðist kaup- félagsstjóri við Samvinnufélag Fljótamanna i Haganesvik. Til Sauðárkróks flytur Helgi Rafn 1963, og hóf þá störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem fulltrúi Sveins Guðmundssonar, kaupfélagsstjóra. Sveinn lét af starfi kaupfélagsstjóra 1972 og Helgi Rafn tók þá við. Þar um þurfti engar vangaveltur. Helgi hafði kynnt sig þannig i' starfi, að það var taliö jafn eðlilegt af kaup- félagsstjóra, stjórn og félags- mönnum almennt, aö Helgi tæki við hinu vandasama starfi eins og þegar gjörfilegur sonur tekur við búi foreldra. Og Helgi Rafn brást ekki vonum manna. Hann var stórhuga og framsækinn stjórn- andi, en gætti þó jafnan fyrir- hyggju, skoðaði málin vel, tók siðan ákvarðanir og vildi láta verkin ganga, enda sjálfur harð- duglegur og ósérhlifinn. Nú, sem reyndar oft áður, eru óvissutimar um afkomu og gengi atvinnuvega og lifskjara f landi okkar. En samvinnumenn i Skagafirði voru bjartsýnir um hag kaupfélagsins. Þeir vissu, að þegar Helgi var við stýrið, yrði siglt framhjá skerjum og boðum . og þó að veður og sjólag þyngdist kæmi hann skipi sinu heilu til hafnar. Enþá kemur áfallið. Lifs- ljós er slökkt. Glæsilegur foringi, öruggur stjórnandi, atorkumað- urinn, sem geislaði af lifsorku er kallaður bak við tjaldið, sem skil- ur heimana. Nú stendur opið skarð i brjóstvörn skagfirskra samvinnumanna — i brjóstvöm islenskrar samvinnuhreyfingar. Það skarð er vandfyllt. En eigi skal missa móðinn. Ula sæmdi það minningu hins látna foringja. Við hljótum að treysta þvi að gifta og blessun fylgi áfram starfi og starfsfólki Kaupfélags Skag- firðinga. A6 þvimarkihniga óskir og bænir héraösbúa. Eins og fyrr getur var Helgi Rafn vestfirðingur aö ætt og upp- runa. En eftir meira en 20 ára dvöl i Skagafirði átti hann þar traustar rætur. Velferð og fram- tið þessa héraðs átti hug hans, það sýndi hann ljósast i starfi sinu. Skagfirðingar litu lika jafn- an á Helga sem Skagfirskan son og harma hann sem slikan. Vest- firðingar, sem ilendst hafa i Skagafirði hafa oft áður reynst Skagfiröingum heillamenn. Má þar minna á höfðingjann Her- mann á Mói og Þorstein Hjálmarsson i Hofsósi, sem báðir komu einnig mjög við sögu sam- vinnumála i' héraði okkar. Hér mun ég ekki telja þau margháttuðu verkefni, sem Helgi Rafn vann að og hrinti i fram- kvæmd á vegum kaupfélagsins. Þaö yrði langur listi. Læt nægja að nefna nýbyggingu félagsins á verslunar- og skrifstofuhúsi, sem nú eri smiðum. Þaðhús munætið tengjast nafni Helga Rafns. Ég mun heldur ekki nefna þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf, sem Helga voru falin, utanhéraðs og innan og ekki tengdust beint kaupfélag- inu. Það yröi einnig löng upptaln- ing, þvi að Helgi átti hvarvetna traust þeirra er honum kynntust. Helgi var einlægur félags- hyggjumaður. Framganga hans einkenndist af góðum gáfum, at- orku og drengskap. Handtak hans var hlýtt og traust eins og maður- inn sjálfur. Hann var höffiingi heim að sækja og gleðimaður i góðra vina hópi. Með Helga var ætið gott að vera. Ég vil þakka þeim forlögum, er sendu Helga Rafn til Skagafjarð- ar. Ég þakka allthans starf fyrir Kaupfélag Skagfirðinga. Ég þakka allt það samstarf er við áttum, og ég þakka kynnin við manninn Helga Rafn. E nn hefi ég ekki getið I þessum linum þeirra, sem mest hafa misst, konunnar hans og barn- anna þeirra fimm.Ung gengu þau i hjónaband Helgi Rafn og Inga Valdis Tómasdóttir, Sigvaldason- ai- loftskeytamanns i Reykjavik og konu hans Magneu Dagmar Sigurðardóttur. Ungu hjónin gengu einhuga og bjartsýn út ilif- ið og samferð þeirra varð hamingjuganga. Inga Valdis er mikilhæf mannkostamanneskja, er bjó manni sinum og börnum hlýtt og fagurt heimili. Húsakost- ur skipti þar litlu máli. Innan dyra rikti andblær ástúðar og umhyggju, um það sá Inga. Börn þeirra eru i aldursröð: Trausti Jóel, Rannveig Lilja, Tómas Dagur, Guðrún Fanney og Hjördis Anna. Ég vil þakka þér Inga fyrir það, sem þú varst manni þinum. An þins stuðnings og heimilisins, sem þú bjóst honum, hefði hann ekki getað unnið allt svo vel, sem hann gjörði. Ég hið Guð að styðja þig og börnin og ástvini alla i sorg ykkar. Ég er einn úr hópi þeirra manna, sem trúa þvi, að lif vort og starf haldi áfram og leiti auk- ins þroska, þótt til jarðar hverfi það, sem af jörð er komið. Ég ef- ast ekki um, að sá vinnufúsi mað- ur Helgi Rafn haldi áfram starfi á nýjum vinnustað. Starfi i þágu ljóss og lifs. Það mun halda áfram að gróa af verkum hans. Gunnar Oddsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.