Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 14
Þriöjudagur 5. janúar 1982 14_________________________________________fjTtmbm heimilistíminn ' r Mtlmsjón; B.St. og K.L. Hliðarverkanir með töku blöð- þrýst i ngsmeðala Eigum við að gera veggteppi með álfmdum myndum? ■Oft er erfitt aö greina á milli gagnlegra áhrifa lyíja og óæski- legra aukaáhrifa. Má þar nel'na sem dæmi, aö töku róandi lyfja fylgir þreyta og slen, sérstaklega i fyrstu. t>að getur þvi veriö vara- samt aö taka þau inn að deginum til. Séu þau aftur á móti tekin á kvöldin, eru þessi áhrif heppileg, þarsem þau hjálpa sjúklingunum til að sofa um nóttina. Of háum blóöþrýstingi er gjarnahaldið i skefjum með meö- alagjöfum, sem geta haft i för meö sér óæskileg aukaáhrif. Þar sem stór hluti Islendinga tekur þessi lyf reglulega er ekki úr vegi að athuga bæöi holl áhril' þeirra og aðra miöur æskilega fylgi- fiska. Lyf sem auka þvaglát Þessari tegund lyfja hefur veriö mest beitt i meöferö, þegar blóö- þrýstingurinn er vissulega of hár, en þó ekki upp úr öllu valdi. Þau eru bæöinotuö ein sér og meö öör- um lyíjum. Margar geröir slikra lyfja eru á markaönum og ekki alltaf auövelt aö skilja af hverju einn sjúklingur fær þetta lyíið og annar hitt. 1 stórum dráttum má segja að þau séu öll svipuð, hvað varðar möguleikann á aukaáhrif- um. Þvagsýrugigt og skert sykurþol Þvarsýrugigt — podagra — fylgir ósjaldan i kjölfariö á inn- töku þvagaukandi meöala. Hún kemur i köstum, þannig aö sárs- aukafullur þroti myndast um liöamót, olt aöeins ein i einu. Hún kemur sérlega oft lram viö liða- mót stóru táar. Nánast undan- tekningalaust finnst hátt hlutíall af þvagsýru i blóöinu. Þó aö lyíja- taki haíi fengiö þvagsýrukast, þarf þaö ekki endilega aö þýöa aö hann verði að hætta töku lyfsins. En það er ol't nauðsynlegt aö taka lyf, sem eykur vinnslu nýrnanna á þvagsýru. Skert sykurþol getur komiö i ljós sem fylgiíiskur inntöku þvag- aukandi lyíja. Reyndar má kannski heldur segja, aö tilhneig- ing til sjúkdómseinkenna komi i ljós. Oft er hér um roskið l'ólk aö ræða og ekki reynist þörf á að meöhöndla sjúkdóminn meö in- súlini. Nú standa viða yfir nánari rannsóknir á þvi, hvort þessum lyf jum er um þetta skerta sykur- þol að ræða eöa ekki. Margir þeir, sem taka inn þvagaukandi lyf, taka samhliöa lyf, sem innihalda kalium, sem er mjög mikilvægt efni. Þvagauk- andilyflosa nefnilega likamann aukalega viö kalium, þannig aö þó að við fáum nægilegt kalium i fæðunni, (þaöer t.d. mikiö af þvi i appelsinum), kann þaö aö vera i of litlum mæli miðaö viö þaö, sem likaminn missir. Magn kaliums i blóöinu er einfaldlega mælt úr blóðprufum. Sé þaö of litiö, geta sjúkdómseinkenni komið i ljós, svo sem þreyta og slen. Ef i ljós kemur, að kaliummagniö er undir vissum mörkum, er nauðsynlegt að gefa kaliumlyf. Fái sjúklingur niðurgang, eykst kaliumtapið, og verða þeir, sem taka þvagauk- andi lyf aö hafa þaö hugfast. Beta-blokkarar Beta-blokkarar er lyfjaflokkur, sem hefur á siðustu 10-15 árum unnið sér sess og smám saman orðiðmeðal mikilvægustu hjarta- og blóöþrýstingsmeöala. Ahrií hafa þau á blóöþrýsting og hjartakrampa (angina pectoris). Af þeim eru margar geröir á markaði. Viss mismunur er á hin- um ýmsu tegundum, en i höfuö- atriðum eru áhrif þeirra þau sömu. • Komið hefur i ljós, að þeim fylgja margs konar aukaáhrif. En miðað við, hvað þau eru mikiö notuð, verður aö taka fram aö a.m.k. alvarleg tilfelli eru sjald- séð og sjaldgæft er aö sjúklingur veröi aö hætta inntöku á beta-- blokkurum. Sérstaka aðgát verð- ur þó að hafa þegar astma-sjúkl- ingar eiga i hlut. Hægur púls er afleiöing af töku beta-blokkara og bendir til aö meðferðin sé árangursrik. Beta- blokkarar hafa stundum i för meö sér kalda fætur og kalda lingur. Þvi taka þeir besteftir, sem íyrir hafa tilhneigingu til hand- og fót- kulda. Sumir kvarta lika undan erfiðum draumförum, i nokkrum tilfellum nánast martrööum. Beta-blokkurum geta lika fylgt þunglyndi. Og eitt kvörtunarefniö enn er þreyta, sérstaklega i upp- hafi meðferðar. Litill skammtur i byrjun getur oft komið i veg fyrir, að það vandamál risi upp. Margvisleg viðbrögð geta kom- iö iljós i sambandi viö lyfjameð- ferð og aö ofan eru bara.nefnd þau algengustu. Þaö er ekki held- ur alltaf auðvelt að gera sér ljóst, hvað veldur. Tökum þreytu og slen. Getur það verið afleiðing al' sjúkdómnum, eða öðrum ástæð- um i lifi sjúklingsins? Sé sjúklingurinn i vafa er best fyrir hann að hætta meðalatöku um skeið til að gá, hvort þessi vandamál hverfa þar með. En ekki skyldi hann hætta lyfjatöku án samráðs við lækni. Þetta á ekkisistviðum beta-blokkara, en skyndilegt hlé á töku þeirra getur oröið hjartanu hættulegt. Enn ein aukaáhrif sem margir karlsjúklingar verða í'yrir i sam- bandi við meðferð á háum blóð- þrýstingi, er getuleysi. En sem fyrr er erfitt að fullyrða i hvað miklum mæli meðölin eiga hér sök á. Sé það gerlegt, ætti sjúkl- ingurinn að hætta töku viðkom- andi lyfs, eða e.t.v. skipta um lyf. En þetta má ekki gera án sam- ráðs við lækni. Oft þarf að taka fleiri lyf — þá eykst hættan á aukaáhrifum Lyfjameðferð er bara hluti meöferðar á háþrýstingi, en i flestum tilfellum varir hún ævi- langt. Hér á undan hefur einungis verið fjallað um tvo flokka blóð- þrýstingslyfja, en um 80% há- þrýstingssjúklinga munu neyta þeirra. Stundum liggur alveg ljóst fyrir nákvæmlega hvaða lyf hentar best i viðkomandi tilfelli, enoftarer það tilviljun, hvaða lyf verður fyrst fyrir valinu, þegar á- kvörðun hefur verið tekin um það, að þrýstingnum skuli haldið i skefjum með lyfjum. An tillits til þess hvaða lyf verð- ur fyrir valinu i upphafi, eru mörg tilfelli af háþrýstingi sem ekki dugir að notast viö eitt lyf gegn. Mjög algengt er þvi að nota bæði þvagaukandi lyf og beta- blokkara. 1 mörgum tilfellum nægja þessi tvö lyf ekki heldur, og þá þarf að bæta viö þvi þriðja. Þá aukast enn likurnar fyrir aukaá- hrifum. Það liggur þvi i augum uppi, að það tekur langan tima að komast að raun um, hvaða með- ferö sé árangursrikust. En i flest- um tilfellum er nægur timi til stefnu, þvi að sjaldgæft er að sjúklingar hafi mikil óþægindi af sjúkdómi sinum. Tilgangurinn með þvi að halda háum blóö- þrystingi i skefjum er fyrst og fremst sá að hindra skaöa á hjarta, heila og nýrum, sem oftar koma fram hjá þeim, sem bera of háan þrýsting ómeðhöndlaðan.en þó ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum. ■ Eftir jólaveislurnar, er ósköp gott að geta bara tekið það rólega og farið að dunda við eitthvað skemmtilegt. Þið getið t.d. tekið af borðstofuborðinu, eða fært til úr einu horni stofunnar og gert teppi með álimdum myndum. Þetta er ekki eingöngu verkefni fyrir börnin, fullorðnir hafa ekki siður gaman af að fást við þetta verkefni og gleyma gjarna tim- anum á meðan þeir eru að fást við allavega litlar pjötlur úr tusku- pokanum. Hér á eftir segjum við frá, hvernig setja má taubútana saman og hvaöa efni þarf til að gera þessi skemmtilegu teppi. Það er hægt að ljúka af á einum degi að gera stórt, skemmtilegt teppi. En það er lika hægt að láta verkefnið endast lengur, og reyndar er stöðugt hægt að bæta við, þegar andinn kemur yfir fólk. Efniviðurinn er til á hverju heimili, þvi að notast má við næstum hvað sem er. Undirlagiö, eða grunnurinn, getur t.d. verið gamalt, slitið lak, og siðan er leit- að á náðir tuskupokans og jafnvel fatnaðar, sem hætt er aö nota, þá er upplagt að nota tölur, borða, garn og perlur. Svona gerum við „álimda” teppið. Það má hvort heldur er lima myndirnar á með taulimi, sauma þær eða jafnvel nota teiknibólur, en séu þær notaðar, veröur að hafa mjúka plötu undir grunnin- um. Ef auður veggur er i barnaher- berginu, má vel hengja grunninn þar, og siðan leyfa krökkunum að leika lausum hala viö myndgerð- ina. Hafa má það lagið á, að klippa hverja mynd fyrst út i pappa og klæða hana siðan með taui, áður en hún er limd á sinn stað. Þessi aðferö reynist litlum krökkum auðveldari. Það er mikilvægt aö koma sér saman um ákveðnar staösetning- ar mest áberandi myndanna á fletinum, áður en hafist er handa um áliminguna. Siðan er óhætt að leyfa hugmyndafluginu að ráða, það gefur bestan árangur. Þannig hengjum við teppið upp Auðvitað hengjum við teppið á vegginn, þegar það er fullklárað, ef við höfum ekki þegar gert það. Það getum við gert á þann hátt, að við gerum svo breiða falda að ofan- og neðanverðu, aö við get- um stungiö bambusrörum, spýt- um, eða hverju öðru, sem við kunnum að kjósa, þar i gegn, en prikin þurfa að vera 5-10 cm lengri en teppið. Á þennan hátt liggur teppið slétt og auðvelt er að hengja það á vegginn á tvo króka eða lykkjur. Myndteppið, sem sett er beint á vegginn, er skrúfað fast. Tímaritið Húsfreyjan komið út ■ Timaritið Húsfreyjan 4. tbl. 32. árg. kom út fyrir jólin. Fremst i ritinu er ljóð eftir Asgeröi Ingi- marsdóttur, sem heitir „Á ári fatlaðra”, en eins og allir vita var árið 1981 tileinkað fötluðum og málefnum þeirra. Dansbók I og II hefti, sem Fjallkonuútgáfan gaf út 1914 er kynnt i Húsfreyjunni, og eru þar myndir af gömlum döns- um. Grein er eftir Halldór Hansen yfirlækni um börn á forskólaaldri og uppeldi þeirra og fleiri greinar um börn eru i ritinu, bæði um fæði ungbarna og um leikföng barna. Margvislegt föndur i sambandi við jólin er sýnt i Húsfreyjunni og fleira tilheyrandi hátiðinni. „Dagbók konu” vikuna 14.sept. til 20. sept. skrifar Sóley Ragn- arsdóttir, og Unnur Schram Ágústsdóttir segir frá æskuminn- ingu frá Bildudal. ■ Blóðþrýstingsmæling. Hólk úr mjúku efni er komiö fyrir um upp- handlegg og dælt I hann lofti uns lokast fyrir blóðstreymi um æðarnar, og siðar örlltið meir. Siöan er loftinu hleypt út aftur. Þegar hlustað er með hlustunartæki i alnbogabótinni, hevrist þegar blóðið byrjar aftur að fossa eftir æðunum (bankandi hljóð) og þegar það getur aftur streymt hindrunarlaust um æöarnar (hljóðið hverfur). Niðurstööurnar má lesa af mæli, sem tengdur er við armhólkinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.