Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 16
;f i f : 'i i v' t i < Þriðjudagur 5. janúar 1982 Iþróttir Gunnarog Alfred í miklum ham — er KR sigradi KA í 1. deild í handknattleik á Akureyri ■ KR sigraði KA 21-25 er félög- in léku i 1. deildinni i handknatt- leik á Akureyri á sunnudaginn. Staðan i hálfleik var 9-11 fyrir KR. Leikurinn var jafn i byrjun en um miðjan hálfleikinn náði KA þriggja marka forystu 7-4. KR minnkaði muninn i tvö mörk 6-8 og siðan kom mjög góður kafli hjá KR-ingum, er þeir skoruðu fimm mörk i röð og höfðu tveggja marka forystu i hálfleik 9-11. 1 upphafi seinni hálfleiks minnkaði KA muninn i eitt mark 11-12 en þá fóru KR-ingar að siga framúr komust i 14-19 og eftir það var sigur þeirra aldrei i hættu þótt þessi munur ykist ekki. KR-ingar virkuðu ávallt sterkari aðilinn og þeir virtust alltaf geta bætt við sig ef á þurfti að halda. Leikurinn var annars nokkuð skemmtilegur og átti frammistaða Akureyrar- bræðranna þeirra Alfreðs og Gunnars Gislasonar sem nú leika með KR sinn þátt i þvi. Leikmönnum KA gekk erfiðlega að ráða við bræðurna sem skor- uðu 13af mörkum KR i leiknum. Þeir voru tvimælalaust bestu menn KR i leiknum ásamt Hauki Ottesen sem var nokkuð drjúgur, sérstaklega i seinni hálfleik. Erlingur Kristjánsson var einna bestur i annars jöfnu liði KA.þá átti Sigurður Sigurðsson góðan leik sérstaklega i sókn- inni. Eins og áöur sagði skoruðu þeir Alfreð og Gunnar 13 mörk fyrir KR, Haukarnir Ottesen og Geirmundsson gerðu hvor sin fjögur mörkin, Jóhannes læddi þremur inn og Ragnar Her- mannsson skoraði eitt mark. Sigurður skoraði mest fyrir KA, 8 mörk Friðjón Jónsson 4, Erlingur 3, Jóhann, Þorleifur og Jakob 2 mörk hver. GK-Ak/röp-. ■ Alfreö Gislason átti góðan leik með KR gegn sinum gömlu félögum hjá KA. Tfmamynd Róbert. Unnar setti nýtt met ■ Unnar Vilhjálmsson há- stökkvarinn snjalli setti nýlega nýtt tslandsmet unglinga er hann stökk 2,06 m. á innan- félagsmóti Iþróttafélagsins Hattar. Unnar gerði tilraunir til að stökkva 2,12 m sem er Islands- met karla en munaði litlu aö honum tækist að fara þá hæð. Unnar á einnig tslandsmet unglinga i hástökki utanhúss sem einnig er 2.06 m sem hann setti á tslandsmeistaramóti siðast liðið sumar. —röp-. KANIKEMUR TIL ÞÓRS ■ Körfuknattleiksdeild Þórs hefur nú gengið frá ráöningu erlends leikmanns fyrir 2. deildarlið sitt. Um er að ræða Bandarikjamann sem heitir Roger Berents. Kappinn er 1.97 á hæð og að sögn þeirra sem til hans þekkja þykir hann ákaf- lega sterkur undir körfunni. Það var fyrir milligöngu Danny Shouse og Tim Higgins sem Berents kemur hingað til lands og mun hann byrja aö leika með Þór um miðjan mán- uðinn. —röp-. til ÍBV — aðeins Valur og Keflavík eiga eftir að ráða þjálfara af 1. deildar félögunum ■ Vestmannaeyingar hafa nú gengið frá ráðningu þjálfara fyrir komandi keppnistimabil i knattspyrnu. Er þar um að ræða fyrrum þjálfara Skagaliösins Steve Fleet, Fleet mun koma til Vestmannaeyja i byrjun mars- mánaðar. Þá eru þeir örn Oskarsson og Sveinn Sveinsson að ganga frá félagaskiptum yfir i IBV, en þeir hafa eins og kunnugt er leikiö i Sviþjóð. röp-. „Það gekk ekki vel HJá okkur' ’ — sagði Pétur Pétursson — Anderlecht slegið út í Bikarnum ■ ,,Þaö fékk ekki vel hjá okkur, við töpuðum 3-1 fyrir Water- schei i bikarkeppninni og erum þar með úr leik” sagði Pétur ■ Kristin Magnúsdóttir og nafna hennar Kristjánsdóttir taka á móti verölaunum fyrir tvíliðaleik kvenna. Pétursson i samtali við Timann. ,,Ég lék með Anderlecht siðustu 30 min af leiknum en var ekki nógu ánægður með frammistöðu mina i leiknum. Við vorum mjög svekktir yfir þessum úrslitum, þvi viö vorum i æfingabúöum yfir allt nýárið en þaö virðist ekki hafa skilað sér. Ennþá erum við með i Evrópukeppninni og stefnan er sett á að vinna þá keppni. Við eigum að leika gegn Red Star frá Júgóslaviu i næsta leik. I belgisku deildinni eigum við næst að leika gegn Standard á laugardaginn”. Pétur sagðist ekki hafa séð Lárus Guömundsson þegar Anderlecht lék við Waterschei en Lárus fór til þeirra milli jóla og nýárs. —röp-. TBR-fólk ■ Guðmundur Adolfsson og Broddi Kristjánsson taka viö verðiaunum sinum fyrir tviliðaleik karla. — á opnu bad- mintonmóti á Akranesi ■ Flest sterkasta badmintonfólk landsins mætti til leiks á badmintonmót sem badminton- deild IA og fyrirtækið Greifinn á Akranesi gengust fyrir á sunnu- daginn. Keppt var i tviliða og tvenndarleik og var mótið opið fyrir allt meistaraflokksfólk. Kristin Magnúsdóttir og Kristin Kristjánsdóttir sigruðu i tviliða- leik kvenna. Guðmundur Adolfs- son og Broddi Kristjánsson TBR sigruðu i tviliðaleik karla og i tvenndarleik sigruðu þau Kristin Magnúsdóttir og Broddi Kristjánsson. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.