Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 5. janúar 1982 17 íþróttir ■ Simon Ólafsson átti mjög góðan leik með islenska liðinu gegn Portugal i gærkvöldi yiðóðumí marktækifærum’ — sagdi Sævar Jónsson, sem lék sinn fyrsta leik með Cercle Brugge ■ ,,Ég lék sem tengiliður vinstra megin og það gekk bara nokkuð vel”, sagði Sævar Jónsson knatt- spyrnumaður sem lék sinn fyrsta leik með Cercle Brugge á sunnu- daginn gegn FC Lerse i bikar- keppninni og mátti Brugge þola 1-2 tap og þar meö slegið úr keppninni. „Þetta var alveg furðulegur leikur, við óðum svoleiðis i mark- tækifærum að maður hefur sjald- an verið vitni að öðru eins.” Viö áttum skot i slá og einnig i stöng en inn vildi boltinn ekki. Fyrir stuttu siðan lékum við æfingaleik og þá lét þjálfarinn mig leika vinstra megin á miðj- unni, við unnum þennan leik 2-1 og ég skoraði sigurmarkið. Fyrir þennan leik sagði þjálfar- inn að hann vildi reyna mig aftur i þessari stöðu og eftir leikinn sagði hann mér að ég hefði skilað þessu hlutverki vel. Þrátt fyrir að við töpuðum þessum leik þá var þetta talinn besti leikur Brugge á keppnistimabilinu. Það munar lika miklu að til liðsins er kominn hollenskur láns- maður frá AZ AAlkmar hann er framherji og gerði hann mikinn usla i vörn andstæðinganna og það er vænst mikils af honum”. röp-. „Byrjun- in hjá okkur var slök” — sagði Einar Bolla- son, eftir að ísland hafði tapað 67-73 fyrir Portúgal í landsleik í körfu í gærkvöldi ■ //Byrjunin í leiknum hjá okkur var slök. Portúgalarnir komust í 12-2 í byrjun og ég held að þessi byrjunarkafli hafi skipt sköpum f leiknum", sagði Einar Bollason þjálf- ari íslenska landsliðsins i körfuknattleik í samtali við Tímann i gærkvöldi. Portúgal sigraði Island 73-67 er þjóðirnar mættust i iþróttahúsinu í Njarðvík i sinum fyrsta landsleik af þremur, staðan í hálfleik var 47-41 fyrir Portúgal. ,/Portúga larnir voru ávallt með forystuna i fyrri hálfleik en við náðum okkur á strik i þeim síðari og það munaöi aldrei nema 1-2 stigum á iiðunum. Þegar staðan var 63-60 fyrir Portugal og aðeins 3 min. eftir mistókst hjá okkur sókn, Simon Ólafsson fékk sina 5. villu og rétt á eftir fékk Jón Sigurösson einnig sina 5. villu og þurftu þeir báðir að yfirgefa völlinn. Við þetta var eins og islenska liöiö brotnaði niður og Portugal skoraði siðan næstu átta stig. Við náðum okkur þó á strik aftur skoruðum 5 stig i röö en þaö dugði ekki. Það er ekkert vafamál að strákarnir geta meira en þeir sýndu i þessum leik. Samt er ég ekkert óánægður með þennan leik. Við lékum vel i seinni hálf- leik, sem endar 25-25, og léku strákarnir þá mjög góðan leik. Portugalarnir eru sterkir við vissum það fyrirfram, þeir lentu i 3. sæti i siðustu C-keppni unnu þá bæði Finna og Búlgara. En ég er bjartsýnn við eigum vel að geta unnið þetta lið. Þeir Simon Ólafsson og Jón Sigurðsson voru bestu menn is- lenska liðsins. Simon var stiga- hæstur með 18 stig Valur skoraði 12 stig Torfi 11 stig Jón Sigurös- son 10 og Jón Steingrimsson og Rikharður Hrafnkelsson skoruðu 8 stig hvor. Lisboe Santos var islenska lið- inu erfiður viðureignar litið fer fyrir honum hvað hæð snertir en kappinn hefur gifurlegan stökk- kraft. Santos skoraði flest stig Portugalanna 35. t Tyrklandi i siðustu B-keppni var hann kosinn besti maður mótsins og þá skoraði hann 48 stig á móti Búlgariu. ísland og Portugal leika á ný i kvöld og verður sá leikur i Borgarnesi og hefst hann kl. 20. röp-. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Valsmenn meistarar — sigrudu Víking eftir framlengdan leik ■ Ingi Björn Albertsson tryggði Valsmönnum Reykjavikurmeist- aratitilinn i knattspyrnu innan- húss er hann skoraði sigurmark Vals úr vitaspyrnu eftir fram- lengdan leik gegn Vikingi i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Valur og Vikingur léku til úr- slita i mótinu og að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn 5-5. Það var siöan Ingi Björn sem skoraði sigurmarkið eins og áður sagði. Sjö félög tóku þátt i mótinu og var þeim raðaö i tvo riðla, i A-riðli léku Valur Þróttur KR og Fram en i B-riöli léku Vikingur Armann og Fylkir. 1 A-riðli sigraði KR Fram 6-4 Valur vann Þrótt 5-4 KR vann Þrótt 13-3 Valur vann KR 8-3 og Þróttur vann Fram 7-5. 1 B-riðli vann Fylkir Armann 4- 2 Vi'kingur vann Fylki 7-2 og Ar mann og Vikingur gerðu jafntefli 5- 5. Þróttur sigraði Armann 6-4 i keppni um 5-6 sætið, Fylkir sigraöi KR 3-2 um 3-4 sætið Vikingur varö i öðru sæti og Valur i fyrsta sæti. Fram lenti i siðasta sæti, sjö- unda,en geta huggað sig við það að þeir voru eina félagið sem Val- ur sigraði ekki( jafntefli varð 5-5. röp-. ■ Valsmenn urðu Reykjavikurmeistarar i knattspyrnu. Hér á myndinni sést Ingi Björn i kröppum dansi gegn Fram sem varð i neðsta sæti, en gerði þó jafntefli við meistarana. Tímamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.