Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 5. janúar 1982 flokksstarfið eftir helgina Auglýsing um prófkjör Prófkjör framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosn- inganna i mai 1982 verður haldið dagana 23. og 24. janúar 1982 Skila þarf framboðum i' prófkjörið á skrifstofu Framsókn- arflokksins að Rauðarárstig 18, Reykjavik fyrir kl.18.00 fimmtudag 7. janúar 1982. Kjörgengir eru allir flokks- bundnir framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til borgarstjórnar. Framboði skal fylgja skrif- legt samþykki frambjóðandans, svo og meðmæli 5-10 flokksbundinna framsóknarmanna. Athygli er vakin á þvi að kjörnefnd hefur heimild til aö bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd. Skrifstofa SUF Rauðarárstig 18 verður opin á miðvikudögum 1 og föstudögum frá kl.12.30-16.30 Gleði- ar, Tímanum I hvað? T/ÐAR FERÐIR TRAUST/R FLUTNINGAR AKUREYRI REYKJAVÍK J^||l|r HALIFAX GLOUCESTER, Mass Umboósmenn er/endis: ANTWERPEN Ruvs& co Britselei 23-5 B-2000 ANTWERPEN Cable: Ruysco Telex: 72255 Ruysag b Phone:031/338790 HULL/GOOLE © Brantford International Ltd Oueens House, Paragon Street HULL. HUMBERSIDE. HU1 3NQ Cable: Headship Telex: 52159 branfd g Phone: 0482 27756 GLOUCESTER, Mass. KÖBENHAVN ELLIOTT STEVEDORING INC. 47-49 Parker Street GLOUCESTER, Mass. 01930 Cable: Ellship Telex: 20 940727 Ellship, glos. Phone: (617) 281 1700 vdltfreight itd. 35. Amaliegade DK-1256 KÖBENHAVN Cable: AlfragtTelex: 19901 alckh dk Phone: (01)11-12-14 GÖTEBORG LARVIK J.O.Box 2511 S-403 17 GÖTEBORG Cable: Borlinds Telex: 2340 borlind s Phone: 31/139122 P. A. Johannessens Eftf. Storgalen 50 3251 LARVIK Cable: PAJ Telex: 21522 ships n Phone. (034) 85 677 HALiFAX FURNCAN MARINE LIMITED 5162 Duke Street. P.O.Box 1560.HALIFAX N.S. B3J 2Y3 Cable: Furness Telex: 019-21715hfx.c Phone: (902)423-6111 OSLO Fearnleys Raadhusgaden 27 POB 115B Sentrum OSLO 1 Cable: Fearnley Telex 78555 teuro n Phone: 02-41.70.00 HAMBURG NORWESISCHE SCHIFFAHRTS-AOENTUR O.M.B.H. Kleine Johannisstr. 10 2 HAMBURG 11: Cable: Norship Telex: 214823 nsa d Phone. 040-361-361 , RÖTTERDAM Erhardt CDekkers Van Vollenhovenslraat 29 P.O.Box 23023 3001 KA ROTTERDAM Cable: Erdek Telex: 22261 endr nl Phone: 010-362388 HELSINKI SVENDBORG Oy VICTOR EK Ab 16, Eteláranta. POB 211 00131 HELSINK113 Cable: Victorek ^ Telex: 124432 ekhki sf Phone 90/661 631 BJERRUM & JEIMSEIM ApS Havnepladsen 3, Box 190 5700 SVENDBORG Cable: Broka Telex: 58122 Phone: (09) 212600 ^ SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 ■ Ein af tregablandnari minn- ingum þeirra er koma frá sjó- mannsheimilum, eða úr hverfum sjómanna, meðan sjómenn bjuggu flestir — eða margir — á svipuðum slóðum, eru jólin. Þá voru sjómenn yfirieitt á sjó um jólin og ára- mótin, þar sem togvindunnar tannahjól, tuldruðu Heims um ból. Á sjómannsheimilunum var sæti húsbóndans autt, og viss tómleiki var i jólahaldinu öllu. Að visu mun þaöhafa tiðkast hjá einum og einum frammúr- stefnumanni, eða togaraskip- stjóra, að hifa trolliö inn um sexleytið, meðan menn gleyptu i sig soöninguna, en svo var kastað aftur, eftir klukkutima eða svo, og stjörn- ur vitringanna lýstu upp maurildiö og dökkan hafflöt- inn. Svartur ryðkláfurinn hélt áfram að toga. Spilið hvæsti og það söng i togvirunum eins og ailar aðrar nætur, og kaup- förin klufu þykka jóianóttina og kolareykurinn steig til him- ins. Skipin i höfninni Þetta voru erfiðir timar, þá eins og nú, og úthaldið hélt á- framyfir jólinog yfir áramót- in og menn geymdu inn á sér það sem á vorum dögum eru nefndar tilfinningar. Það var þvi i vissum skiln- ingi gaman að sjá, hversu mörg skip voru i höfninni þessi jól. Það hefur nefnilega færst i vöxt, að útgerðarmenn fiski- skipa reyni að hafa skipin inni um hátiðarnar. Eins vel þótt það hitti illa á samspil útgerð- ar og fiskvinnslu i landi. En skip þurfa að stoppa öðru hverju, vegna viðgerða og breytinga, og þá er reynt að nota hátiðarnar til þess arna, og þykir mér það góður siður og mannlegur. Að visu er mér sagt, að menn úti á landi hafi orðið fyrri til i þessu efni, en útgerðin i Reykjavik. Enda er sjávarútvegurinn tengdur svo að segja hverjum einasta mannii smærri plássum. Ekki einasta aðföngum hans, nauð- synjum og munaði, heldur bókstaflega öllu hans lifi og tilveru. Fátt er úti á landi um aðra vinnustaði en tengjast sjávarafla eins og i stórbæjun- um, þar sem aðallega er lesiö um fisk i blöðunum, hlustaö á fisk í útvarpi, eða horft á hann i sjónvarpinu. Það er nefni- lega komiö að þeim dögum i þjóðlifinu aö höfuðatvinnu- vegir okkar, koma i raun og veru aöeins örfáum fjölskyld- um við, svona með beinum hætti. Bændum og sjómönnum á Islandi hefur fækkað, þótt framleiöslan aukist stöðugt, og er það mikil breyting á hög- um öllum. Til að mynda tóku nú fleiri opinberir starfsmenn þátt i atkvæðagreiðslunni um siðustu kjarasamninga en nemur öllum bændum og öll- um sjómönnum landsins. Og einhver sagöi mér, að banka- menn væru nú orðnir fleiri á Islandi.eða menn sem fást við peningamál.en þeir er snuöra kringum sauðkindina, þann mikla helgigrip islenskrar landbúnaðarstefnu. Fleiri munu nú fást við skólarann- sóknir, bókavörslu og kennsluplön, en allir kúa- bændur landsins. Svona merkilegtland er Island orðið. Bráðum verða svonefndar dagvistarstofnanir likiega orðnar fleiri en fjárhúsin og leikhúsin i Reykjavik eru um það bil jafn mörg frystihúsun- um, enda er rekstrarstaðan vist svipuð hjá báðum. Og nú hefur Islenska óperan bæst við aðra óperu i landinu, er eink- um hefur þó hingað til, hafiö upp raust sina út af sauðkind- inni, og öðrum skjólstæðing- um sexmannanefndarinnar, ellegar út af bágum kjörum atvinnuveganna. Munu róðrar hefiast á ný? Ég get ekki leynt þvi, og tel það reyndar ástæöulaust, að það setti að mér dálitinn ugg, er ég i góðviðrinu á laugar- daginn, lagði leið mina niður að Reykjavikurhöfn, þar sem jólaskipin lágu tryggilega bundin, vegna þess að ekki er lengur unnt að greiða sjó- mönnum og útgerðinni hæfi- legt verð fyrir fiskinn. Ekki geta sjómenn og útvegsbænd- ur víst gengið endalaust á sjóði landvinnumanna, opin- i berra starfsmanna og slátur- félagsins. En með kynlegum hætti fannst mér ég greina einhvern sérstakan áfanga i þjóöarbúskapnum núna. Að visu verða islendingar alltaf svo bölsýnir um áramótin. Samt verður maður með ein- hverjum hætti þess meðvit- andi, að nú sé komið að ein- hvers konar leiðarlokum. Sumsé þeim, að fiskurinn geti ekki lengur staðið einn undir allri vorri óperu, og að ný úr- ræði virðast ekki finnast. Þjóðin, sem byggði ölfursár- brúna 1891, getur meira að segja ekki virkjað vatn leng- ur, og brúað það hyldýpi, sem orðið er milli lifskjaranna og inntektarinnar. Að visu er duglega rifist um grösin á Eyvindarstaðarheið- inni við sauðkindina og bænd- ur, en dirfska i úrræðum virð- ist horfin, bæði úr orði og af borði. Ekki skal ég segja um það, hvortsjómenn hefja róðra upp úr áramótum. Hvort þeir veröi fyrr á sinum fjölum, en þeir, er setja operettuna á fjalirnar i Gamla biói. En von- andi er þetta ekki upphafið á stórfelldum uppskiptum, er lagt hafa svo mikla sorg yfir annars glaðar og vinnusamar þjóðir i útlöndum. En svo mikið er vist, að aldrei hafa orö eins og Gleði- legt ár verið i eins einkenni- legu samhengi við atvinnulifið og um þetta leyti á Islandi. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.