Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 05.01.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7- 75-51, <91) 7- 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opið virka daga 919 * Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 NÚ MÁ SEGJfl AÐ GENGID SE KOLFALUD” — rabbað við Inga Hrafn Hauksson, myndlistarmann ■ „Nú má segja aö gengiö sé kolfallið”, sagði Ingi HrafnHauks- son, myndlistamaður þegar hann leit á verk sitt, Fallandi gengi, þar sem það lá á hliðinni á flötinni fyrir ofan blokkirnar i Árbæjar- hverfinu eftir að starfsmenn borgarinnar höfðu misst þaö nið- ur úr stroffu þegar verið var að hifa það upp á stöpul sem er 4,70 metrar á hæð. ,,l>að er sorglegt að sjá verk sem maður heíur lagt svona mikla vinnu i liggja svona á hlið- inni en mér er það sárabót að ég veit aö það stendur til að koma þvi i hús til viðgerðar á næstu dögum, þvi i fallinu brotnaði aö- eins uppúr verkinu.” — Er langt siðan þú laukst við verkið? ,,Já þaö var áriö 1974, en þá var ég lengi búinn að ganga með hug- myndina að þvi i kollinum og var raunar búinn að gera af þvi módel þegar ég loks fékk aðstöðu til að ráðast i smiðina i húsnæði fyrir- tækis sem kallaö var Verk h/f meðan það var og hét. En fyrir- tækið smiðaði húseiningar alla- vega. Svo kom ég verkinu fyrir i garöinum hjá mér fyrir utan Stúdió 5 við Skólastræti og þaðan fór það fljótlega á ú tisýningu sem haidin var á Lækjartorgi og þar komu menn frá borginni auga á verkið og það endaði með þvi aö hún key.pti það. Árið 1977 var þvi siðan i.omiö fyrir hér á flötinni. En vegna þess að gengið er alltaf að siga stakk ég upp á þvi við Hafliða garðyrkjustjóra, að þvi yrðikomið fyrir á háum stalli. Og hann féllst á það, en þegar loks átti að koma þvi upp tókst ekki betur til en raun ber vitni.” —• Hvernig datt þér i hug að kalla verkið Fallandi gengi? „Mér fannst það liggja beint við, þvi svo lengi sem ég man hef- ur gengið verið annaðhvort að siga eða falla á íslandi.” — Þú fæst við fleira en að gera „skúlptúra”? „Já, ég vinn við ýmislegt, skúlplúra, vatnslitamyndir og lágmyndir. Ég mála i skamm- deginu og geri skúlptúra á sumr- in.” — Þú ert með sýningu núna? „Já, ég er að halda sýningu i tilefni af fertugsafmæli minu 30. des. Hún er i Stúdió 5 við Skóla- stræti en þar hef ég bæði vinnu- stofu og galleri.” -Sjó ■ 'íí~ ■ „Nú má segja aö gengið sé kolfallið”, sagði listamaöurinn Ingi Hrafn Hauksson þegar hann sá verk sitt, Failandi gengi liggja á hliðinni uppi i Arbæjarhverfi. A innfelldu myndinni, sem tekin var fyrir nokkrum árum, stendur Ingi Hrafn uppi á verkinu. " rnm Þriðjudagur 5. janúar 1982 fréttir Nord- lensk Trygg hættir ® Norðlensk trygging eina tryggingarfélag- ið sem rekið hefur verið utan Reykja- vikur, ákvað á aðal- fundi nú rétt fyrir ára- mótin að slita félaginu og hætta starfsemi sinni. Norðlensk trygging hefur verið rekið sem alhliða tryggingafélag frá ár- inu 1971. í frétt frá félaginu segir að vegna stór- aukinna krafna um eigið fé slikra félaga hafi þess verið freist- að að auka hlutafé félagsins á árinu 1981, en það hafi ekki tekist i nægilegum mæli og þvi hafi ekki verið hjá þvi komist að taka fyrrgreinda ákvörðun. Norðlensk trygging h.f. hefur haft umboð fyrir Tryggingu h.f. I Reykjavik vegna bif- reiðatrygginga. Það félag taki nú að sér réttindi og skyldur Norðlenskrar tryggingar h.f. við tryggingartaka og yfirtaki eignir og skuldir félagsins. Staðfest var af for- stööumanni Tryggingaeftirlits rikisins að svipað væri ástatt um fjárhaginn hjá fleiri trygginga - félögum, þótt þau komist kannski hjá rekstrarstöðvun með söfnun aukins hluta- fjár. Ekki vildi hann gefa upp um hvaða tryggingarfélög væri þar að ræða. —HEI Af tónlistar- gagnrýni ■ Skelegg tónlistargagn- rýni birtist i Alþýðublað- inu fyrir sköminu undir fyrirsögninni „And- styggilegir tónleikar” og fjallaði um tónleika Mus- ica Nova aö Kjarvals- stöðum i siðasta mánuði. Við birtum hér niðurlag umræddrar gagnrýni: „En ég hélt aö þaö væri komiö úr tisku að spila sig vitlausari en maður er. Þaö fer nefnilega ekki á inilli mála að siikir vit- leysingar eru helmingi vitlausari þegar þeir eru ekki að spila sig vitlaus- ari en þeir eru”. Og hananú! Dýr áramót hjá Helgar- pósti ■ Helgarpósturinn upp- lýsti okkur um það fyrir helgina, að um áramótin myndu lslendingar trú- lega skjóta upp rakettum fyrir fimmtiu til sextiu milljónir króna. Eitthvað hefur reikningskúnstin brugðist þeim á Helgar- póstinum aö þessu sinni þvi viötrcystum okkur til að fullyröa, að flugeldum fyrir á milli fimm og sex gamalla milljarða hefur ekki verið skotiö upp á gamlárskvöld, nema þvf aöcins að til hafi komið iánveiting Ur Byggða- sjóði. Upphæðin á flug- eldareikningi Helgar- póstsins dygöi nefnilega til að kaupa þó nokkuð marga skuttogara af þeirri gerð sem tsbjörn- inn keypti um daginn. Þessir Danir... ■ t leiðara danska mán- aðarritsins „Alt om sport” var fyrir skömmu fjallað um aðsókn að knattspyrnulandsleikjum i Kaupmannahöfn, og stungiö upp á þvi að að- gangseyrinn verði látinn ráðast af þvi við hverja er leikiö hverju sinni. Siðan segir: „Enginn gæti haft neitt á móti þvi að borga 120 krónur fyrir sæti i stúku þegar lcikið er gegn Júgóslavíu, jafnvel þótt saina sæti kostaði bara 80 krónur þegar leikið er gegn til dæmis tslandi. Viö erum jú vön þvi að gæði vörunnar ákvarði verðið.” Ef þessi regla yrði tekin upp hér á landi þyrfti trú- Iega að hafa ókéypis að- gang þegar danska hand- knattleiksiandsliðið kem- ur i heimsókn, — jafnvel ekki út i hött að gefa væntanlegum áhorfend- um poppkorn við inn- ganginn. Krummi ... er að velta þvi fyrir sér hvenær seinni hlutanum af áramótaávarpi for- sætisráðherra . veröur sjónvarpað...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.