Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 22
[ ] Ferðalangur á heimaslóð verður haldinn í fimmta sinn á sumardaginn fyrsta. Markmið viðburðarins er að hvetja almenning til að kynna sér fjölbreytta ferðaþjónustu á heimaslóð. Dagskrá Ferðalangs á heimaslóð í ár er fjölbreytt og fjölskylduvæn og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Kynnisferð með hópferðabíl eða gönguferð með leiðsögumanni, útsýnisflug, skemmtiferðir, hestaferðir, söfn, gönguferðir, klifur, hvalaskoðun og víðavangshlaup er meðal þess sem ferðalangar geta kynnt sér á sumardaginn fyrsta. Við sem búum á höfuð borgarsvæðinu vitum oft lítið hvað er í boði í ferðaþjónustunni þó að erlendir gestir viti gjarnan allt um það,“ segir Guðríður Inga Ingólfsdóttir, við- burðafulltrúi hjá Höfuðborgarstofu. Þátttaka í Ferðalangi hefur verið stigvaxandi ár frá ári og tókst mjög vel í fyrra er þúsundir tóku þátt. Reykjanes og Austurland taka þátt í ár og vonast er eftir þátttöku enn fleiri landshluta að ári. Á höfuðborgarsvæðinu má finna viðburði allt frá miðborginni, upp í loftin blá þar sem Flugfélag Íslands býður upp á útsýnisflug yfir höfuðborgar- svæðið og austur í Heiðmörk, en þar er hægt að velja úr náttúrutengdri göngu, útileikjum á vegum Nátt- úruskólans í útirjóðrum og kaffiveitingum í Elliða- vatnsbænum. Dagskrá Ferðalangs er skipt upp í nokkra flokka til þess að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Þar má finna „Hraustan ferðalang“, „Menningarlegan ferðalang, „Ferðalang á sjó“ og „Ferðalang á ferð á flugi“ en tveir nýir bætast við í ár. Í liðnum „Gakktu í bæinn“ bjóða þrjú reykvísk hótel upp á kynningu á sínum húsakynnum og tilboð á veitingum og á „Græn- um ferðalangi“ á hafnarbakkanum verða vistvæn farartæki kynnt. Þar verða metan- og vetnisbílar til sýnis og hægt verður að taka í og sigla með vetnis- báti. Flestir viðburðir eru annað hvort ókeypis eða með miklum afslætti. Eini viðburðurinn sem þarf að panta með fyrirvara er útsýnisflugið því þar er tak- markaður sætafjöldi. Dagskráin hefst klukkan 9 um morguninn og henni lýkur með draugagöngu um kvöldið. Allar nánari upplýsingar um viðburði er hægt að nálgast á heima- síðunni www.ferdalangur.is, auk þess sem prentaða dagskrá má sækja í Upplýsingamiðstöð ferðamanna Aðalstræti 2, Borgarbókasafni aðalútibúi Tryggva- götu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Fólk er eindregið hvatt til þess að nota fyrsta sumardag ársins vel með því að njóta alls þess besta sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi og á Reykjanesi. mikael@frettabladid.is Fjölbreytt og fjölskylduvæn Guðríður Inga Ingólfsdóttir segir að dagskráin sé glæsileg að þessu sinni og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í Heiðmörk verður ýmislegt um að vera á sumardaginn fyrsta. Ferðataskan fer ekki vel með nýstraujaðar flíkur. Til að forðast krumpur og brot má reyna að rúlla fötunum upp þegar pakkað er. Sólheimasafn Borgarbókasafns býður til bókmenntagöngu í Vogahverfinu. Sólheimasafn er sextíu ára í ár og af því tilefni verður sjónum beint að umhverfi þess. Laugardaginn 26. apríl verður farið í bókmennta- göngu um heimaslóðir skálda í Vogahverfinu, en fjölmörg skáld hafa búið í hverfinu og búa þar enn. Áætlað er að dagskráin taki um tvær klukkustundir. Safnast verður saman í Sól- heimasafni kl. 14 og þar mun Vig- dís Grímsdóttir spjalla og lesa upp fyrir gesti en hún ólst upp í hverf- inu. Síðan leiða aðrir fyrrverandi og núverandi íbúar, þær Úlfhildur Dagsdóttir og Margrét Árnadóttir, göngugesti um Voga og Heima og staldra við heimili nokkurra skálda. Bankað verður upp á hjá þremur þeirra, þeim Árna Berg- mann, Andra Snæ Magnasyni og Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Að göngu lokinni er boðið í kaffi og með því í Sólheimasafni. Ekk- ert þátttökugjald er í gönguna og eru allir velkomnir. - ve Skáldaslóðir Bókmenntaganga verður á laugardaginn um heimaslóðir skálda í Vogahverfinu. Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Tilboðið gildir til 1. maí. Hertz hefur yfi r 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.