Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 23
[ ] Ýmislegt er hægt að gera til þess að minnka orkuneyslu í eldra húsnæði. Evrópubúar leita logandi ljósi að nýjum leiðum til að spara orku en einn stærsti hluti orkuneyslu í dag er tengdur húsnæði. Um 43 prósent af orku eru notuð í byggingum, jafnt opinberum sem á heimilum, samkvæmt frönsku húsnæðismála- stofnuninni. Í löndum þar sem stærsti hluti orkunnar er mengandi er húsnæði því mikill skaðvaldur þegar umhverfi er annars vegar. Í Frakklandi eru samkvæmt opinberum upplýsingum aðeins tvö prósent orku hrein orka. Umhverf- isvernd er núorðið mjög vel séð og því er mikil gróska í öllu sem við- kemur „grænum húsum“. Ekki má heldur gleyma að á opinberri umhverfisráðstefnu í París síðast- liðið haust var ákveðið að minnka orkunotkun til húsnæðis um tólf prósent á fimm árum. Hækkun olíuverðs breytir einnig umhverf- ishegðun almennings sem vill spara og um leið minnka mengun. Margar lausnir eru í boði til að minnka orkuneyslu í eldra hús- næði; betri einangrun, gluggar með þreföldu gleri og fleira mætti nefna. Í Frakklandi er þeim boðinn skattaafsláttur sem taka lán til að endurbæta hús sín, til dæmis til að setja upp spegla á þök til að virkja sólarorkuna. Í dag er töluvert um að húseigendafélög í fjölbýlishús- um taki sig saman og setji slíkan búnað á þök. Orkan er svo notuð til að hita upp húsnæðið sem og vatn- ið. Í sólríkari héruðum er fram- leiðslan það mikil að umframraf- magn er selt til dreifingar og á 10-15 árum er búnaðurinn búinn að borga sig og farinn að skila hagn- aði. Í nýbyggingum eru margar lausnir í boði í dag. Áður fyrr voru veggir illa eða jafnvel alls ekki ein- angraðir og ekki þekktist að segja einangrunarplast í veggi. Stein- veggir eru því oft einangraðir innan frá eftir byggingu, til dæmis með glerull, en nú er farið að nota endurvinnslupappír, lambsull eða jafnvel efnisafganga úr textíliðn- aði í einangrun. Stundum eru vegg- ir einangraðir utan frá og þá með plötum úr trjákurli. Svo eru tilein- ingaveggir úr steypu framleiddir með einangrandi loftbólum. Timb- urhús eru í mikilli sókn bæði vegna þess að þau eru úr náttúrulegum efnum og hversu vel viður heldur í sér hita. Stofum er snúið í suður og her- bergjum í austur eða suðaustur. Þetta er gert til að minnka raf- magnsnotkun til lýsingar og nýta hitann frá sólinni til hitunar. Svo eru þeir sem velja nýja kanadíska leið sem felst í því að leiða loft tvo metra niður í jörðina undir húsinu í löngu röri sem tryggir stöðugt tólf gráðu heitt loft innandyra. Þar sem umhverfi leyfir utan- dyra er upplagt að auka einangrun með gróðurvegg gerðum úr runn- um og plöntum sem einangra vegg- inn. Um leið vinnur gróðurinn kol- tvísýring úr loftinu. - beb Græn hús í Frakklandi Gróðurveggur á stór-magsíninu BHV-Homme í fjórða hverfi Parísar. MYND/BERGÞÓR BJARNASON Bárujárn hefur löngum verið áberandi í íslenskri byggingar- list en það barst fyrst hingað til lands um 1870. Í sýningarskrá Árbæjarsafns yfir sýninguna Húsagerð höfuðstaðar 1840-1940 kemur fram að Íslend- ingar fluttu bárujárnið með sér heim úr viðskiptaferðum með sauðfé til Bretlands. Bárujárnið þótti bæði ódýrt og þægilegt til vinnslu við að klæða hús svo þau héldu vatni og vindi. Járnið þótti henta vel á timburhús en ryð- verja þurfti bárujárnið og voru þök húsa gjarnan tjörguð með kola tjöru en veggklæðningin máluð með olíumálningu. Báru- járnið minnkaði einnig eldhættu en árið 1874 gekk Reykjavík í Brunabótafélag dönsku kaupstað- anna og þá varð skylda að leggja eldtraust þök á ný hús. Árið 1903 var svo gerð byggingasamþykkt um að ný hús skyldu vera báru- járnsklædd, bæði þak og veggir, en framhliðar máttu vera timbur- klæddar. Sýningin Húsagerð höfuðstað- ar var sett upp sumarið 2006 í Árbæjarsafni en nánari upplýs- ingar má finna á vefsíðu safnsins, www.arbaejarsafn.is - rat Bárujárn á veggina Mikið ber á bárujárnsklæddum eldri húsum í miðbæ Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fótanuddtæki leynist í mörgum geymslum en óþarfi er að láta það safna ryki. Drífið tækið fram og sitjið í notalegu fótanuddi yfir sjónvarpinu á kvöldin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.