Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. janúar 1982. erlent yfirlit 7 erlendar fréttir Rakowski að ræða við Genscher utanrikisráðherra i Bonn Hækkanir á verð- lagi í Póllandi « Enn óráðid hvernig herstjórninni tekst ■ ENN eru fréttir frá Póllandi svo óljósar og mótsagnakenndar, að erfitt er að átta sig á ástandinu þar eða hver framvinda mála þar muni verða. Það er þó ótvirætt, að efnahagsvandinn var orðinn enn meiri, þegar herinn tók stjórnina i sínar hendur, en menn gerðu sér þá yfirleitt ljóst. Herinn virðist þvi ekki hafa átt annarra kosta völ en að reyna með valdbeitingu að bjarga þvi sem bjargað varð, eða að láta skapast hreint stjórnleysisá- stand, sem hefði að likindum leitt til rússneskrar innrásar. Nokkur ágreiningur er um, hvort herinn hafi látið undan rús- neskum þrýstingi, þegar hann tók völdin, eða hann hafi gripið til þess ráðs án beinna fyrirmæla Rússa til þess að afstýra ástandi, sem hefði leitt til rússneskrar innrásar. 1 Vestur-Evrópu hallast margir að siðari kenningunni, en i Bandarikjunum að hinni fyrri. Þetta veldur ólikum viðbrögðum stjórnvalda i Bandarikjunum og Vestur-Evrópu. Sagan á eftir að leiða það i ljós, hvor skýringin er réttari. Sitt- hvað virðist þó renna stoðum undir það, að pólski herinn hafi gripið til aðgerðanna án fyrir- mæla Rússa. Meðal annars er augljóst, að herinn hagar stjórn sinni á annan veg en Rússar hefðu kosið. Rússar myndu hafa kosið, að kommúnistaflokkurinn héldi stjórnartaumunum áfram og völd hans væru styrkt. t stað þess hef- ur kommúnistaflokknum verið ýtt til hliðar og stjórnkerfi hans gert óvirkt, a.m.k. meðan her- stjórninhelzt. Viða um land hefur embættismönnum hans verið vik- ið úr störfum, eins og héraðs- stjórum og borgarstjórum og málsókn hafin gegn mörgum helztu valdamönnum hans i tið Giereks-stjórnarinnar. Ef kommúnistaflokkurinn á eftir að koma til sögu á ný, verður það annar flokkur en sá sem fyrir var, þegar óháða verkalýðshreyf- ingin hóf göngu sina. Að svo miklu leyti, sem her- stjórnin hefur samband við leið- toga kommúnista, virðist það einkum vera við þá, sem skipuöu frjálslyndari arm flokksins og gengu lengst i samvinnu viö Sam- stöðu, óháðu verkalýðssamtökin. Fyrst og fremst teflir hún þó fram Rakowski varaforsætisráð- herra. Herstjórnin hefur falið honum formennsku i nefnd, sem á að endurskoða allt stjórnkerfið. Þá hefur hún sent hann til Vestur- ■ Jaruzelski Þýskalands til viðræðna við stjórnvöld þar. ÞAÐ ER gleggst dæmi um öng- þveitið, sem hafði myndazt i efnahagsmálum landsins, þegar herstjórnin tók völdin, að nú um áramótin voru tilkynntar gifur- legar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Til slikra ráð- stafana hefði herstjórnin ekki gripið, nema nauðbeygð, þvi að ekki verður þetta til að auka vin- sældir hennar. Sem dæmi um verðhækkanirn- ar má nefna, að kg af sykri hækk- aðiúr 10.5 zlotys i 46 zlotys, kg af smjöri úr 17 zlotys i 60 zlotys og kg af svinakjöti úr 90 zlotys i 360 zlotys. Þá hækkaði verðið á smál. af kolum til heimilisnotkunur úr 550 zlotys i 2000 zlotys. Til frekari skýringar má geta þess, að fyrir áramótin var opin- ber gengisskráning á þá leið, að 33 zlotys voru i bandariskum doll- ara. Siðan hefur verið tilkynnt mikil gengislækkun. Samkvæmt siðustu fregnum frá Póllandi virðist vinna nú hafin á öllum vinnustöðum og ganga furðanlega, en viða gekk vinna erfiðlega fram undir áramótin og sums staðar lá hún niðri að fyrir- mælum stjórnvalda, t.d. i skipa- smiðaverksmiðjunni i Gdansk, þar sem óháða verkalýðshreyf- ingin var bezt skipulögð. RAKOWSKI varaforsætisráð- herra endurtók þá yfirlýsingu herstjórnarinnar, þegar hann ræddi við blaðamenn i Bonn um áramótin, að stefnt yrði áfram i frjálslyndisátt, þegar herlögum yrði aflétt. Það yrði ekki horfið aftur til þess skipulags, sem rikti fyrir tið óháðu verkalýðsfélag- anna, en jafnframt yrði komið i veg fyrir svipað stjórnleysisá- stand og rikjandi var þegar her- inn tók völdin. Af ymsum fregnum frá Pól- landi virðist mega draga þá á- lyktun, að bak við tjöldin fari fram viðræður milli herstjórnar- innar, fulltrúa kirkjunnar og gætnari leiðtoga óháðu verka- lyðsfélaganna um íramtiðar stjórnskipan i Póllandi. Sumar fregnir herma, að Lech Walesa taki þátt i þessum viðræðum. Allar yfirlýsingar Jaruzelskis hershöfðingja benda til þess, að hann vilji létta af herlögum eins fljótt og kostur er. Vandi hans er hins vegar sá, að þvi fylgi ekki nýtt stjórnleysisástand. Til þess að koma i veg fyrir það, þarf að finna meðalveg milli þess ófrels- isástands, sem rikti áður en frjálsu verkalyðsíélögin komu til sögu, og þess upplausnarástands, sem var rikjandi þegar herinn tók völdin. Það er áreiðanlega hægara sagt en gert að finna þessa lausn. Hér reynir ekki aðeins á herinn, held- ur einnig á kirkjuna, hófsamari leiðtoga Samstöðu og kommún- istaflokksins. En það skiptir ekki aðeins miklu fyrir Pólverja að slik lausn fáist, heldur allar þjóðir Evrópu. Þaö myndi mjög draga úr spennu og striðshættu þar. Þetta skýrir viðhorf vestur-þýzku stjórnarinn- ar til atburðanna i Póllandi, en hún virðist leggja raunhæft mat á þá. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Reagan Bandarlkjaforseti og Schmidt kanslari V-Þýskalands ræöast nú við i Washington. Viðræður Reagan og Schmith: Adgerðir EBE gegn Póllandi ■ Viðræður Reagans Banda- rikjaforseta og Schmidt kansl- ara V-Þýskalands um vanda- mál Póllands standa nú yfir i Wasington. Stærsta máleínið i þessum viðræðum verður væntanlega afstaða EBE- landanna til refsiaðgerða gegn Póllandi. Aðspurður um slikar að- gerðir fyrir fundinn sagöi Schmidt, að hann vildi ekki gefa yfirlýsingar um það mál áður en hann hefði rætt það við Reagan. A fundi sinum i fyrradag á- kváðu utanrikisráðherrar EBE-landanna að vera ekki i samfloti með Bandarikja- mönnum hvað reísiaðgerðir varðar, en á sama tima að gera ekkert sem mundi ganga gegn sjónarmiðum Bandarikj- amanna. Japan hefur geíið i skyn stuðning sinn við sjónarmið EBE-landanna. Hardlínumenn Einingar flutt- ir úr landi? ■ Fulltrúar EBE-landanna hafa verið að gera grein fyrir þvi sem fram fór á fundi þeirra með Jaruzelski hers- höfðingja i Varsjá en ekki liggur enn ljóst fyrir hvað ná- kvæmlega gerðist á þeim fundi. An efa ræddi Jaruzelski um harðlinumenn verkalýðs- félagsins Einingar og að þvi er virðist mun hann hafa sagt að þeir rúmuðust ekki innan pólsks þjóðfélags. Hinsvegar ber fregnum ekki saman um tillögur hans um hvernig ætti að eiga við þá. Sumir segja að hann hafi lagt fram þá hugmynd að flytja þá til vesturveldanna, aðrir segja að hann hafi sagt að þeim ætti að vera gert kleift að yfirgefa Pólland svo framarlega sem önnur lönd vildu taka við þeim. Réttarhöld eru nú hafin yfir fyrrum yfirmanni pólska rikisútvarpsins en hann er sakaður um spillingu. Fjórir aðrir yfirmenn rlkisútvarps- ins eru einnig fyrir rétti með honum, sjónvarpið i Varsjá sagði að þessi réttarhöld mundu standa yfir i nokkra mánuði. Alþjóðanefnd lögmanna hefur sagt aö réttindi Póllands til lýðræöislegs þjóðfélags og sjálfákvöröunar séu i hættu. Nefndin sem er sjálfstæð stofnun sem berst fyrir mann- réttindum, sagöi aö afleiöing- ar valdatöku hersins f Pól- landi gætu verið mikill aftur- kippur I áunnum mannréttind- um og þau gætu tapast alveg. Sendingar BBC á pólsku hindraðar ■ Bretland hefur sent pólsk- um yfirvöldum mótmæli vegna þess að fréttasendingar BBC á pólsku eru nú hindraðar. Pólski sendiherr- ann i London var kallaöur á fund i utanrikisráðuneytinu breska þar sem lýst var áhyggjum Breta vegna þessa en tæknimenn BBC höfðu þá staðfest að allar stuttbylgju- sendingar stöðvarinnar á pólsku voru hindraðar. Hindranirnar hafa verið raktac til tveggja staða i Sovétrikjunum, Smolensk og Kaliningrad. Yfirmaður út- sendinga BBC sagöist harma þessar aðgerðir en nú væri verið að vinna aöleiðum til að komast i kringum hindranirn- ar. Sendingar útvarps- stöðvanna „Rödd Bandarikj- anna” og „tltvarp frjálsrar Evrópu”, eru einnig hindraðar. GHANA: Útvarpið i Ghana hefur skýrt frá frekari handtökum manna sem voru framarlega i siðustu stjórn landsins. Það skýrði frá þvi að tveir af fyrrum ráöamönnum landsins hefðu verið handteknir á landamærum þess. SUÐUR-AFRÍKA Stjórn Suður-Afriku hefur ákveðið að lög- sækja málaliða þá sem reyndu að steypa stjórninni á Sechelles- eyjum. Yfir 45 málaliðanna hafa nú verið kærðir fyrir flugrán. Upphaflega voru aðeins 5 þeirra ákærðir fyrir mannrán. ÍTALIA: Lögreglan á ítaliu hefur handtekið tvo menn i viöbót, sem hún telur vera meðlimi Rauðu herdeildanna og hefur þannig handtekið 9 manns grunaða um aðild að deildunum eftir að Rauöu herdeildirnar rændu bandariskum hershöfðingja fyrir 19 dögum. SPANN:Hryðjuverkasamtök Baska á Spáni rændu iðnhöldi þar i norðurhluta landsins. Þess er vænst að samtökin reyni að fá mikið gjald fyrir iðnhöldinn til að setja þrýsting á aðra athafna- menn þannig að þeir verði viljugri til að borga svokallaðan „byltingarskatt” sem aflað hefur samtökunum mikilla fjár- muna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.