Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1982, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 6. janúar 1982, utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir- Egill Helgason, Friðrik Indriöason- ' Heiður Helgadóttir. Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (íþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórr., skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla tS, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaöaprenthf. Landbúnadurinn 1981 —■ Fyrri hluti yfirlits Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra, um þróun og stöðu landbúnaðarins á nýlidnu ári Áramótagrein Steingríms ■ i áramótagrein Steingrims Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem birtist i Timanum á gamlaársdag, lagði hann megin- áherzlu á nauðsyn þess, að gripið væri til mark- vissra efnahagsaðgerða i byrjun þessa árs. Þótt verulegur árangur hefði náðst i glimunni við verðbólguna á árinu 1981, væru nýjar blikur á lofti. Staða útflutningsatvinnuveganna væri erfið og horfur versnandi framundan. Um efnahagsaðgerðir þær, sem gera þyrfti, fórust Steingrimi þannig orð: ,,Ég mun ekki rekja i smáatriðum til hvaða efnahagsaðgerða ber að gripa. örfá atriði vil ég þó nefna, sem við framsóknarmenn leggjum áherslu á: 1. Sjómenn eiga rétt á svipaðri launahækkun og þeir, sem i landi starfa. Hins vegar er nauðsyn- legt að kanna, hvort þvi megi ná að hluta með öðru en fiskverðshækkun. 2. útflutningsatvinnuvegum verður að skapa viðunandi rekstrargrundvöll. Til þess að draga úr þörf fyrir gengislækkun i þessu skyni er nauðsyn- legt að draga úr óheyrilegum fjármagnskostnaði. 1 þvi skyni verða bankar, fjárfestingasjóðir, sveitarfélög og rikissjóður að fórna nokkru. 3. Um leið og dregið er úr vixlverkun verðlags og launa er nauðsyniegt að tryggja kaupmátt lægri launa, eins og gert var á þvi ári, sem nú er að liða. Ráðstafanir i efnahagsmálum þarf að ákveða strax eftir áramótin og ekki siðar en um miðjan janúar. Tillögur okkar framsóknarmanna i þeim efnum verða tilbúnar strax og þingflokkur og framkvæmdastjórn hafa tekið afstöðu til þeirra fljótlega i janúarmánuði. Við gerum fastlega ráð fyrir þvi, að samstaða náist i rikistjórninni um slikar aðgerðir, eða aðrar, sem leiða til áfram- haldandi hjöðnunar verðbólgu. Ég trúi þvi einnig, að um það megi ná samstöðu við launþega. Sem betur fer er mjög vaxandi skilningur alls almenn- ings og reyndar krafa um áframhaldandi niður- talningu verðbólgu. 1 þessum efnum, sem öðrum, þarf fyrst og fremst vilja og kjark, e.t.v. i nokkuð rikara mæli en áður, vegna þess samdráttar, sem virðist framundan.”. Þótt heldur blási svalt i efnahagsmálum þjóðarinnar nú um áramótin, getur þjóðin fagnað þvi, að möguleikar hennar eru miklir til að lifa góðu liíi i landinu, ef þeir verða réttilega nýttir. Um þetta ræddi Steingrimur Hermannsson i lok áramótagreinarinnar og sagði m.a.: ,,Ég efast ekki um það, að hér á landi er unnt að skapa betra mannlif, en viðast annars staðar. Þvi er til mikils að vinna. Til þess er nauðsynlegt, að samstaða náist með stjórnmálaflokkum og þjóð- inni, m.a. um að kveða niður þann draug, sem tröllriður islensku efnahagslifi, verðbólguna. Þá fyrst er unnt að snúa sér af alvöru að þvi að skapa þá björtu framtiðarmynd, sem ég hef leitast við að draga upp i grófum dráttum.” Árferði ®Ariö 1981 var erfitt, kalt, um- hleypinga- og áfallasamt þegar á heildina er litiö. Þrátt fyrir alit hefur landbúnaður staöiö þetta furðu vel af sér. I Reykjavik var meöalhiti árs- ins nál. 3,3 gr. C og er þaö 1,7 gr. C kaidara en meöaltal áranna 1931-1960 en 1,1 gr. C kaldara en meöaltal áranna 1961-1980. Á þessari öld er það aðeins árið 1979 sem var kaldara. Næst þess- um árum koma árin 1919 og 1921 sem þó voru 0,1 og 0,4 gr. C hlýrri en nýliðiö ár. 1 Reykjavik var þaö aöeins einn mánuöur, april, sem ekki var kaldari en i meðalári. A Akureyrivar áriö eitt af fjór- um köldustu árum, sem komiö hafa siöan 1920. Meöalhitinn þar var 2,2 gr. C. En 1979, sem mun hafa verið þaö kaldasta á öldinni var meðalhitinn aöeins 1,5 gr. C. Þetta er 1,7 gr. C minni meöalhiti en var árin 1931-1960 og 1.1 gr. C kaldara en meöaltal áranna 1961-1980. En það er athyglisvert að á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar komu 9 ár sem voru kaldari eöa jafnköld og þetta ný- liöna ár. Hlutfallslega var áriö þvi ekki eins kalt á Noröurlandi eins og hér fyrir sunnan. Enda voru þaö tveir mánuöir, april og ágúst, sem náðu aöeins hærri meöalhita, en meöaltal sömu mánaöa á árabilinu 1931-’60. Þaö var i október 1980 sem brá til hins verra frá góöærinu sem þá hafði verið i rétt ár. Siöan voru vetrarmánuöirnir umhleypingasamir og erfiðir. Snjóa geröi óvenjumikla á sunnan og vestanveröu landinu, þannig aö mikil klakalög tóku aö mynd- ast. Janúar var sérlega umhleyp- ingasamur og einnig kaldur og skiptust titt á hörkufrost og frost- leysa, henni fylgdu jafnan hvass- viöri. tJrkoma var mikil og meira sem snjókoma en rigning hér sunnan lands meira en venja er. A noröanverðu landinu var úr- koma einnig meiri en i meöalári. Febrúar var sérstaklega um- hleypingasamur og erfiöur. Fár- viöri geröi um allt land þann 16., meö meiri veöurofsa en áöur hef- ur mælst hér i Reykjavik. Viöa uröu þá stórfelldir skaöar einkum um sunnanvert landið og til- finnanlegastir á gróöurhúsum þar sem tjóniö var bæöi á bygg- ingum og ræktuninni og kom i veg fyrir eðlilega uppskeru. Meöalhiti var 1,0 undir meöal- lagi i Reykjavik og 1,4 undir meðallagi á Akureyri. Marsmánuöur var enn kaldari hlutfallslega en febrúar. Hitinn i Reykjavik var 2,4 gráöur undir meöallagi og á Akureyri 2,6. Sautjánda mars brast á meö stór- hriö á Noröurlandi er stóö i 7 daga og kom þá einnig mikiö kuldakast um landiö allt og hiti viöa 8-9 gráður undir meðallagi. Mikil snjóþyngsl gerði þá á Norður- landi. Á Akureyri var nokkur úr- koma flesta daga mánaðarins. April var hlýr og mildur og raunar eini mánuöurinn sem fær þann vitnisburð um landið allt. Noröanlands og austan voru bliö- viöri fram yfir miöjan mánuö og varð hiti mánaöarins 2 gráöur yfir meöallagi á Akureyri. Sunnanlands og vestan var einnig hlýtt en vætusamt. 1 Reykjavik var hiti 0,7 gráður yfir meöallag. Kuldaköst tvö geröi siöari hluta mánaðarins. Mai var kaldur um allt land fram undir miðjan mánuð þá hlýnaði um sunnanvert landiö en meö ströndum norðanlands og austan hélst kuldatiö allan mán- uöinn. 1 Reykjavik var hiti 0,3 gráöur undir meðallagi og 1,5 gráöur á Akureyri. Þrátt fyrir þetta var sauö- burðartiö ekki slæm og veður róleg þannig aö sauðburöur gekk vel og áfallalaust. Eftir þvi sem leiö á veturinn jukust áhyggjurnar yfir hinum geysimiklu svellalögum sem viöa hlóöust yfir tún og úthaga jafnt á flötu láglendisem inn til landsins. Margir voru þegar farnir aö spá kali vegna þessa óvenjulega ástands. Einna mest voru þessi svellalög á Suöurlandsundirlendi og Vesturlandi. Svellin tók aö visu aö verulegu leyti upp i april og voru menn i lok mánaöarins vonbetri um aö tún kæmu að mestu ókalin undan vetri. Svo varð þó ekki og eftir þvi sem leið á mai varö betur og bet- ur ljóst að stórfellt kal var i tún- um einkum á Suöurlandsundir- lendinu, i Landeyjum og þar fyrir vestan. En einnig viöa á Vestur- landi og sérlega slæmt i Mýra- sýslu og á Snæfellsnesi, sunnan- veröu, svo og Baröastrandarsýsl- um. Þá var og kal á Noröurlandi vestanveröu og viöar i stöku sveitum annarsstaöar þó ekki væri um jafn samfelld svæöi aö ræöa. Þvi betur spratt viöa meira upp úr hinum kölnu túnum en útlit benti til framan af sprettutiman- um. Strax og ljóst var að hverju stefndi var brugöið viö og feröuö- ust héraösráöunautar og ráöu- nautar Búnaöarfélags Islands um öll mestu kalsvæöin og ræddu viö bændur. Aö fóðuröflun og forða vik ég siðar en ekki er nokkur vafi á aö mjög miklu réði um það að ástandiö á haustnóttum varð þó ekki alvarlegra en raun ber vitni, hvaö margir bændur á þessum svæöum brugöust hart viö og lögðu mikiö i grænfóöurræktun. Júni var kaldur og þurrt á noröanveröu landinu og austan. En um sunnanvert landiö var úr- komusamara og ekki eins kalt. A Akureyri var hitinn 1,5 gráöur undir meðallagi en 0,5 gráður undir meöallagi i Reykjavik. Júlimánuðurvar kaldur um allt land. Sunnanlands var úrkoma mun minni en i meöalári en nokk- uö vætusamara fyrir noröan. Hit- inn var 0,7 gráður undir meöal- lagi i Reykjavik og 1,4 gráöur á Akureyri. Noröanátt var rikjandi eins og svo oft á árinu. Spretta var aö sjálfsögðu hæg og menn biðu almennt meö aö hefja slátt fram eftir júlimánuði, þó nokkrir gætu byrjað fyrr á veöursælustu svæðum og þar sem fyrst voraði. Um 20. júli var hey- skapur nokkuð kominn á veg i Kjósarsýslu og i Borgarfirði sunnan Skarðsheiöar svo og i Eyjafirði innanveröum og i aust- ustu sveitum Suðurlands. Annarsstaðar var sláttur ýmist um þaö bil aö hefjast eða nýhaf- inn, aö sjálfsögðu misjafnt nokk- uð eftir sveitum og bæjum. Þurrkar voru þá sæmilegir viða um landið og nokkuð náöist af heyjum fram aö verslunar- mannahelgi. Eftir verslunarmannahelgina brá til hins verra með heyskapar- tið um nær allt land en einkum á sunnanverðu, vestanveröu og norövestanverðu landinu og hélst sú ótiö viðast fram i september. Hitinn i ágúst var nálægt meöallagi þó var 0,5 gráöur kald- ara i Reykjavik en 0,5 gráöur hlýrra á Akureyri. September var i heild kaldur um allt land þrátt fyrir góðan hlý- indakafla um miðjan mánuð. Noröan og austan til á landinu, einkum þó viö strendur var mjög úrkomusamt. Á Akureyri féll t.d. rúmlega tvöföld meðalúrkoma. Þessi rigningatiö var örlagarik fyrir kartöfluræktendur viö Eyja- fjörö sem lentu i miklum erfið- leikum meö að taka upp úr görö- um. En frost i ágúst haföi dregiö þar mjög úr sprettu og sumsstaö- ar stöövaö hana. Hitinn i sept. var 1,2 gráöur undir meöallagi i Reykjavik og 1,7 gráður á Akur- eyri. Október var mjög kaldur, sá kaldasti bæði i Reykjavik og á Akureyri siöan 1917. 4,4 gráöur undir meðaltali i Rvik og 4,2 gráður á Akureyri. Norðanátt var rikjandi nær all- an mánuöinn, kalt og þurrt um sunnanvert landið. Mikla snjóa lagði snemma i mánuðinum fyrir noröan og lágu' Köfnui efni N Fosfór P205 Kali, K Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.