Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 4
Bærinn Skaftárdalur i Skaftártungum var innlyksa af völdum hlaupsins i Skaftá I gær. Stór vegarkafli viö bæinn var kominn undir vatnsflóöiö þegar Tfmamenn flugu þar yfir igær og greinilega mátti sjá vatnsflaum- inn skvettast uppí brýrnar viö bæinn. 1 samtali við Timann siödegis i gær sagöi Böövar Kristjánsson, bóndi i Skaftdrdal, ,,ef hlaupiö veröur mikiö meira en þegar er, þá er ég hræddur um brýmar. Þaö var greinilegt þegar ég leit þarna út rétt eftir hádegiö að vatnsmagnið þarf ekki aö aukast mikiö til hætta verði á feröum og mérvirðistalltbenda tilaöenn sé áin i vexti. Enda er venjan sú aö hlaupiö nái hámarki á þriöja degi”, sagöi Böövar. — Hvernig tilfinning er aö vera svona innilokaður? ,,Það er nú svo sem ekkert nýtt fyrir okkur, maður verður bara að taka þessu og vona að hlaupið gangi fljótt yfir og vinni engin spjöll á mannvirkjum. — Hefurðu nokkra hugmynd um hversu mikið vatnsborðið hefur hækkað? „Nei, það er erfitt að segja til um það, mælirinn sem við höfum hérna frá Orkustofnun er hættur að virka hann fylltist af sandi og aur. En mér kæmi ekki á óvart þótt vatnsyfirborðið heföi hækkað um eitt fet i dag. Yfirborðið ■ Bærinn Skaftárdalur I Skaftártungum varö innlyksa vegna hlaupsins i Skaftá, eins og glögglega sést á þessari mynd er vegurinn aö bænum I kafi á stórum kafla og ekki vantar mikiö á aöflæöiyfir brúnna. BÆRINN SKAFTARDALUR INN- LYKSA AF VÖLDUM HIAUPSINS — „Þarf ekki ad aukast mikið til að hætta verði á feröum’% segir Böðvar Kristjánsson, bóndi í Skaftárdal ■ Brúin sem tengir hringveginn virtist ekki vera komin I teljandi hættu þegar Timamenn flugu yfir I gær. Timamyndir Ella hækkar hægar þegar liða tekur á hlaupið vegna þess að þá dreifist vatnsflaumurinn yfir stærra svæði”, sagði Böövar. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi i Hvammi iSkaftártungum sagðist búast við stóru hlaupi, „þegar þetta kemur svona ört til að byrja með þá bendir það til að hlaupiö veröi stórt. Þaö er ekki að marka þótt flaumurinn sé lengur á leiðinni heldur en oft áður þvi ár- farvegurinn er fullur af is sem dregur mjög úr hraða vatns- flaumsin&ég býst viö að þetta nái hámarki í nótt eða á morgun”. Enn sem komið er er flaumur- inn mestur í Eldvatnsánni, það er tiltölulega lítið sem farið hefur austur eftir Skaftánni sjálfri. Venjulegt vatnsrennsli i Skaftá er milli 30 og 40 teningsmetrar á sekúndu, en siðdegis i' gær var álitiö aö vatnsrennslið væri orðiö sem næst 900 teningsmetrum og útlitvarfyriraö þaðættienn eftir að vaxa talsvert. —Sjó ■ Hér sést vel lengsti vegarkaflinn sem er undir vatni. ■ i þröngum giljum er straumharkan ógurleg, enda vatnsmagn árinn- ar 20 til 30 sinnum meira en venjulega. ■ Vatniö ólgar á flúöunum og skvettist langt I loft upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.