Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. janúar 1982 S Góður árangur í baráttunni við kynsjúkdóma: LEKANDATILFELLUM FÆKKAÐ UM FJÓRÐUNG ■ „Þetta er verulega góöur árangur ef svo heldur áfram, en viö höfum ennþá engar tölur fyrir áriö 1981”, sagði Hannes Þórarinsson læknir og yfirmaður húö- og kynsjúkdómadeildar Heilsuverndarstöövarinnar, er Timinn ræddi viö hann um meira en fjóröungs fækkun lekandatil- fella er ieituðu til Heiisuverndar- stöövarinnar á árinu 1980 miöaö viö næstu ár á undan aö þvi er fram kemur I skýrslum Heil- brigöismálaráös Reykjavikur. A árunum 1977-78 og 1979 voru lekandatilfelli i Reykjavik nánast jafn mörg ár frá ári eöa á bilinu 371-387. Arið 1980 voru þau hins vegar aöeins 273, þar af 111 konur og 162 karlar. Hafði konum fækkaö meir eða um þriðjung frá árinu 1977. I skýrslum eru þeir sem leita til deildarinnar flokkaðir eftir kyni og aldri. Kemuriljósað fækkun tilfella frá 1977 til 1980 er fyrst og fremst hjá konum 23 ára og eldri. Ariö 1977 voru þær 109 en 24 árið 1980. Sajn- svarandi tölur hjá körlum vóru 109 og 80. Hjá konum eru flest til- felli á aldrinum 17-20 ára 56 (62) enkörlum 19-24 ára 91 (108\Tölur i svigum frá 1977. Stúlkur 16 ára og yngri voru 14 og piltar 2 sem er nær óbreytt frá árinu 1977. Hannes læknir tók fram að þessar tölur sýndu aðeins þróun- ina í Reykjavik en einstaka tilfelli koma þar einnig til annarra lækna. Siðasta skýrsla landlæknis yfir landið i heild sé frá árinu 1977 en þá voru skráð lekandatilfelli 531 á landinu öllu. Ekki sagðist Hannes hafa sérstakar skýringar á þessari fækkun. Að visu hafi töluvert verið gert aö þvi að upp- lýsa fólk ekki sist unglinga um þennan sjúkdóm á undanförnum árum með bæklingum sem dreift sé i skóla og lækningastofur. —HEI ■ Enn er spáö kulda þannig aö stúlkunni til vinstri á þessari mynd er ráðlagt að feta I fótspor vinkonu sinnar og fá sér eyrnaskjól. Timamynd: Róbert Framboðsfrestur vegna prófkjörs framsóknarmanna í Reykjavfk rennur út í dag: Hart lagt að Kristjáni ad halda áf ram ■ Framboðsfrestur vegna próf- kjörs framsóknarmanna i Reykjavik fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i vor rennur út kl. 18 siðdegis i dag. Prófkjörið fer fram 23.-24. janúar nk. , Meðal þeirra sem örugglega munu gefa kost á sér eru Gerður Stei nþórsdótti r, Jónas Guðmundsson, Jósteinn Kristjánsson, Valdimar Kr. Jóns- son og Þorlákur Einarsson. Einnig hafa verið nefnd nöfn annarra einstaklinga t.d. Páls R. Magnússonar, Bjarkar Jóns- dóttur, Aslaugar Brynjólfsdóttur, og ákveðinna yngri manna innan flokksins í Reykjavik, sem nú hugsa sér til hreyfings, t.d. Sól- veigar Guðmundsdóttur, Sveins Jónssonar og Auðar Þórhalls- dóttur. Óvissa er með.framboð Eiriks Tómassonar. Hann er nú erlendis og kemur ekki aftur til landsins fyrr en framboðsfresturinn er út runninn. Þessa dagana mun hart lagt að Kristjáni Benediktssyni borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins að gefa kost á sér i próf- kjörinu, en hann hefur hingað til gefið ákveðið afsvar við þeirri málaleitan. Munu stuðningsmenn hans ekki úrkula vonar um að sú afstaða Kristjáns kunni að breyt- ast. Hvað sem öðru liður þá er ljóst að kjörnefnd prófkjörsins hefur heimild til þess að bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðs- fresti liönum. Er næsta vist að sú heimild verður nýtt að einhverju leyti. —Kás Heildsala Smásala SALOMOIM Öryggisins vegna Eldisfiskafóðrið viðurkennda verður nú til á lager hjá okkur Kynnið ykkur verð og gæði Foður sem verndar hag þmn. Hafið samband við sölumann okkar og látið vita um áætlaða fóðurþörf á komandi eldisári ... og gerir starfið ánægjulegt. Beitl /ma 86603 w w GISU JONSSON & CO. H.F. Sundaborg sími 86644 \ /O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.