Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.01.1982, Blaðsíða 18
26 Fimmtudagur 7. janúar 1982 kvikmyndahornid Hvell-Geiri O Dante og skartgriparánið Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II. ★ Jón Oddur og Jón Bjarni -¥■ -¥■ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ útlaginn ★ ★ ★ Blóðhefnd ■ Ming hinn miskunarlausi undirbýr „heilaaögerð á dr. Zarkoff” Mikill hvellur en Iftill Geiri Tónabió Flash Gordon/Hvell-Geiri Leikstjóri: Mike Hodges Aðalhlutverk: Sam Jones, Max von Sydow og Chaim Topol Tóniist: Queen ■ Teiknimyndahetjan Hvell- Geiri hefur löngum veriö eitt af uppáhaldsefni minu á þessu sviBi og þvi var það með tölu- verðri eftirvæntingu að ég fór að sjá þessa mynd. Anægjan af henni var ekki i samræmi viö eftirvæntinguna. Flestar af helstu persónum teiknimyndaflokksins koma við sögu i myndinni, en þar á Hvell-Geiri i höggi við erkió - vin sinn Ming hinn miskunn- arlausa og berst leikurinn viða um plánetuna Mongó undir dúndrandi tónlist hljóm- sveitarinnar Queen sem kemst vel til skila i tækjum hússins. Fremur illa hefur tekist til með val leikara i aðalhlut- verkið. Sam Jones er mjög áferðarfalleg buffkaka, en hinsvegar fremur litlaus og flatur karekter sem likist teiknimyndahetjunni að mjög litlu leyti. Það hefur kannski aldrei verið ætlunin aö svo sé enfyrirmi'na partaþá hefðiég viljað hafa einhverja sam- svörun þar á milli. Val leikara i hlutverk Ming er aftur á móti gott. Max von Sydow fer á kostum i hlutverki sinu, en það er öðru fremur þviað þakka að hann fær allar bestu linurnar i handritinu. Raunar tekst hinum ,,illu öflum” yfirleitt mun betur að ná til áhorfandans i myndinni og á þetta einnig viö um kven- peninginn, Melody Anderson sem Dale er bara sæt stelpa en Ornella Muti aftur sem hin vergjama dóttir Ming er eitt- hvað sem sést yfirleitt ekki nema i votustu draumum. Það sem bjargar þvi sem bjargað verður i myndinni er að hún tekur sjálfa sig alls ekki alvarlega og mörg hnytt- in tilsvör er að finna i handrit- inu, sem einkennist öðru fremur af nokkuð skemmtilegum gálgahumor. Tónlist Queen fellur vel að efninu og nýtur sin vel en hún varð strax mjög vinsæl. Striðsmyndin virðist vera tekin beint úr kvikmynda- flokki sem gerður var um þessa hetju á millistriðsárun- um og minnir hún helst á oliu- málverk. Mike Hodges leikstjóri þess- arar myndar hefur ekki tekist sem skildi að vinna úr þessum efnivið á fullnægjandi hátt að minum dómi. Hann á sér þá afsökun að hann var fenginn til starfa eftir að framleiðsla myndarinnar hófst, en upp- haflega var Nicholas Roeg ráðinn sem leikstjóri. Hann lenti i útistöðum við framleið- endur og var rekinn. Athyglis- verthefði verið að sjá hans úr- vinnslu á efniviðnum. — FRI. Friðrik Indriöa- son skrifar. Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær ■ * * * mjög góö • * * góð • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.