Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 34
22 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1935 Pólverjar taka í gildi nýja stjórnarskrá. 1964 Leikfélag Reykjavíkur hélt upp á 400 ára afmæli Shakespeares með há- tíðarsýningu á Rómeó og Júlíu. 1961 Judy Garland kom fram í Carnegie Hall. 1983 Kvennalistinn fékk þrjár konur kjörnar á Alþingi en aðrir listar fengu samtals sex. 1992 Halldór Laxness varð ní- ræður og af því tilefni var farin blysför að Gljúfra- steini og efnt til leiksýn- inga. 1997 Omaria-fjöldamorðin áttu sér stað í Omaria, litlu þorpi í suðurhluta Alsír, 42 þorpsbúar, konur og börn voru drepin. WILLIAM SHAKESPEARE SKÁLD LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1616. „Minna gáfaðir menn telja sig jafnan vitra en þeir vitru þekkja takmarkanir sínar.“ Shakespeare er eitt þekktasta skáld heims og flestir þekkja Rómeó og Júlíu, ásamt Hamlet og Óþelló. Dagur bókar og höfundarrétt- ar er í dag. Hann var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur meðal bóksala árið 1923 í Katalóníu á Spáni. Upphaflega var það til að heiðra skáldið Miguel de Cervantes sem lést þennan dag. Dagurinn varð síðan hluti af hátíð í kringum dag heilags Georgs, en skáldið William Shakespeare lést einnig þennan dag árið 1616. Árið 1995 ákvað UNESCO að gera dag bókarinnar einnig dag höf- undarréttar og að honum skyldi fagnað um heim allan, sérstak- lega þar sem William Shake- speare lést einmitt þennan dag, auk skáldanna Incas Garcilaso de la Vega og Jo- seps Pla. Einnig er hann haldinn til að fagna fæðingardegi Maurice Druon, Vladimirs Nabokov, Manuels Mejía Vallejo og Halldórs Lax- ness. Á Íslandi mun Rithöfunda- samband Íslands halda daginn hátíðlegan í dag og vera með dagskrá helgaða aldarminn- ingu Steins Steinarrs. Dagskrá- in ber yfirskriftina „Ég kvaðst á við fjandann“ og hefst í Iðnó kl. 20. Þar munu skáldin Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Kristj- án Þórður Hrafnsson, Linda Vil- hjálmsdóttir, Matthías Johann- essen, Óskar Árni Óskarsson og Sigurður Pálsson flytja ljóð eftir Stein Steinarr. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Sjá uplýsingar um dag bókarinnar: www.worldbookday.com ÞETTA GERÐIST: 23. APRÍL 1923 Degi bókarinnar fagnað í fyrsta sinn Ástkær frænka okkar, Guðlaug Baldvina Kristjánsdóttir frá Uppsölum, Svarfaðardal, sem lést á Dalbæ, Dalvík þann 17. apríl, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vallakirkju. Kristján Jónsson Lára Stefánsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Jóhannsson, Blásölum 24, Kópavogi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sunnudaginn 20. apríl. Guðný Þorgeirsdóttir, Íris Bjarnadóttir Kristmar Ólafsson Jóhann Bjarnason Sigríður Vilhjálmsdóttir Björgvin Bjarnason Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir Skúli Eyjólfur Bjarnason Guðný Bjarnadóttir Sveinbjörn Sigurðsson Guðrún Bjarnadóttir Þorgeir Reynisson Hjördís Bjarnadóttir Ingi Þór Guðmundsson afa- og langafabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Á. Magnúsdóttir Hléskógum 16, Reykjavík, lést laugardaginn 19. apríl á Landspítalanum Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Vigdís E. Vignisdóttir Bjarni Þór Ólafsson Davíð Örn Vignisson Sunna Miriam Sigurðardóttir Andri Reyr Vignisson Sandra Brynjólfsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Sveinsdóttir frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, sem lést 10. apríl sl. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Leifur Þorsteinsson Sigríður S. Frðgeirsdóttir Sturla Þorsteinsson Ingibjörg Haraldsdóttir Áshildur Þorsteinsdóttir Lúðvík Friðriksson og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Þórey Þorbergsdóttir sjúkraliði, Laugarnesvegi 89, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur, Dave og fjölskylda. AFMÆLI SHIRLEY TEMPLE fyrrverandi Hollywood- barnastjarna. 80 ára. MAGNÚS VER MAGNÚSSON kraftlyftinga- maður, 45 ára. JÓN ÞÓR BIRGISSON, JÓNSI söngv- ari Sigur Rós, 33 ára. HILMAR ÖRN HILM- ARSSON allsherj- argoði og tónskáld. 50 ára. Menntaskólinn á Laugarvatni í Blá- skógabyggð var formlega stofnaður sem sjálfstæður framhaldsskóli í apríl árið 1953. Hann var byggður á grund- velli gamla Héraðsskólans á Laugar- vatni sem starfrækti svokallaða Skál- holtsdeild. Þar var kennt námsefni fyrsta árs menntaskóla frá árinu 1947 og nemendur þaðan voru útskrifaðir í samstarfi við Menntaskólann í Reykja- vík. Við formlega stofnun Menntaskól- ans að Laugarvatni voru nemendur fimmtíu og tveir talsins. Fyrsti skóla- meistari var dr. Sveinn Þórðarson og hann veitti skólanum forstöðu á árun- um 1953-1959. Einnig má nefna aðild Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem studdi stofnun skólans af alefli. Í dag eru nemendur tæplega hundr- að og þrjátíu talsins, þar af eru níu- tíu prósent nemenda á heimavist skól- ans. „Menntaskólinn á Laugarvatni hefur frá upphafi verið heimavist- arskóli og var stofnaður til að veita nemendum úr dreifðri byggð aðgang að framhaldsskólanámi,“ segir Hall- dór Páll Halldórsson, skólameistari. „Á þeim tíma var framhaldsskólanám á borð við háskólanám í dag og nem- endur úr dreifðri byggð áttu síður kost á að sækja nám til Akureyrar og Reykjavíkur sökum fjárhags. Heima- vistarskóli var því hagkvæmur kost- ur á þessum tíma,“ segir Halldór Páll, sem sjálfur er frá Grundarfirði og út- skrifaðist frá Laugarvatni árið 1977, en Snæfellingar sóttu mikið í skólann á þeim tíma. „Laugarvatn hefur verið mjög vinsæll meðal nemenda úr dreifð- um byggðum landsins. Þetta hefur þó breyst nokkuð síðan ég hóf störf árið 2001. Þá voru nemendur af Suð- urlandi tæplega fimmtíu prósent en hefur fjölgað í tæp áttatíu prósent í dag,“ útskýrir Halldór Páll, sem telur þetta stafa af breyttu námsframboði í öðrum framhaldsskólum á landinu. Langflestir nemenda eru sem fyrr segir á heimavistinni, en að sjálfsögðu búa þeir sem geta heima ef þess er kostur. „Byggðin í uppsveitum Árnes- sýslu er frekar dreifð og hér á Laug- arvatni eru aðeins hundrað og fimm- tíu með lögheimili,“ útskýrir Hall- dór Páll sem segir vistarlífið vera ákveðna menntun út af fyrir sig. „Þeir sem hafa verið hérna á vistinni bera skólanum vel söguna. Þarna myndast ævilöng vinátta og þetta er öðruvísi og gífurlega þroskandi undirbúningur fyrir lífið. Krakkarnir hafa stöðugt að- gengi að skólafélögum sínum, sem er líka mikill kostur í náminu. Síðan held ég kannski að í sumum tilvikum þyki foreldrum erfiðara en krökkunum að flytja á vistina,“ segir Halldór Páll og heldur áfram: „Við erum þó í heilmik- illi samkeppni við „hótel mömmu“ og þjónustustigið er mjög hátt. Við bjóð- um enda fullt fæði allan daginn og þvottahús sem meira að segja brýtur saman þvottinn.“ Í boði eru þrjár brautir sem eru náttúrufræða-, félagsfræða- og mála- braut. Mikil hefð er fyrir íþróttaiðkun og Halldór Páll segir ákveðið samstarf vera við íþróttakennaraháskólann um valáfanga og nefnir meðal annars úti- vistaráfanga. Þó tekur Halldór Páll fram að markmiðið sé aðallega að búa nemendur sem best undir háskólanám, bæði hérlendis og erlendis. „Sérstaða okkar er fyrst og fremst þessi nánd milli nemenda og starfs- manna. Við erum með fáa nemendur í bekkjakerfi sem ég tel vera einn helsta kost skólans. Auk þess er hann mjög ríkur af hefðum og sögu en um leið vel tækjum og tækni búinn og framsæk- inn mjög, þannig að þrátt fyrir ríka sögu stöðnum við ekkert í fortíðar- þránni,“ segir Halldór Páll hlæjandi, og bætir við að skólavist að Laugar- vatni gangi svolítið í ættir. „Mjög margir nemendur eiga systkini eða foreldra sem hafa verið hér. Það finnst mér segja mikið, og kannski mest um líðan nemenda hérna í Menntaskólan- um á Laugarvatni.“ rh@frettabladid.is MENNTASKÓLINN Á LAUGARVATNI: FIMMTÍU OG FIMM ÁR FRÁ STOFNUN Skólavistin gengur í ættir ÆVILÖNG VINÁTTA Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni segir einn helsta kost skólans sé nánd nemenda og starfsmanna. HALLA MARGRÉT Árnadóttir söngkona, 44 ára. ÞRÖSTUR LEÓ Gunnarsson leikari, 47 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.