Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 2
2___________ Ijós vikunnar | Sunnudagur 10. janúar 1982 fólk í listum „Jónas hringdi í mig og var sætur í röddinni” — samtal við Málfríði Einarsdóttur ,1 hvert sinn sem Þorbergur sagöi „maya” hvessti hann augun á Maju”. Tímamynd: GE LJÓS ÁRS- INS! ■ Ariö 1981 var ástandiö þannig að einn maður hefði með réttu lagi átt að vera ljós vikunnar i hverri viku eða i það minnsta i hvert sinn sem hann birti afurðir sinar á prenti, sem var oft. Af óskiljanlegum orsökum fékk hann þó ekki eitt einasta kerti allt þetta langa ár, og nú viljum við gera bragarbót — hann fær sem sé stórt og þykkt kerti og nafnbót- ina „Ljós ársins”. Þessi maður er að sjálfsögðu Ólafur M. Jó- hannesson sérlegur listfræðingur Morgunblaðsins. Honum eru allir vegir færir! Meira eða minna af handahófi veljum við nýlegan leikdóm Ólafs um „Kusk á hvitflibbann” eftir Davið Oddsson. Hinn háspekilegi still gagnrýnandans og djúpar gáfur, leyna sér ekki: „Hinn vitiborni maður er að hluta til annað fólk, það andrúms- loft sem hann hrærist i. Ef manneskjan væri bara liffæra- hrúga með tilheyrandi taugakerfi sem sendi frá sér hugsunina væri ekki hægt aö kála henni öðruvisi en kliniskt. En vegna framan- greindra séreiginleika mann- skepnunnar er i raun hægt að deyða hana — aö hluta til — þótt liffærakerfin starfi áfram. Ein aðferð sem hægt er að beita við að deyða einhvern part úr manneskju er að svipta hana mannorðinu. Fyrir mannorðs- lausum manni kann annað fólk^ sem áður hluta af lifandi veru- leika hans, að verða sem fjar- lægir náir. Hlýlegt viðmót þeirra er skyndilega kalt og framandi og eitthvað kelur innra með þeim sem fyrir sliku verður. Skiptir þá engu hvort sá sem fyrir mann- orðssviptingunni varð er sýkn eða sekur. Kalblettirnir verða ekki vaktir til lifs. A þessa óhugnanlegu staðreynd bendir Davið Oddsson i leikriti sinu. En Ðavið gerir meira, hann vill og benda á mannorðs- morðingja sem kunna að leika lausum hala i þjóðfélagi voru. ...Vissulega er fréttastjórinn i „Kuskinu” býsna varhuga- verður. En hvers vegna er hann varhugaverður? Litum i spegil þaö erum nefnilega við hinir grandvöru góðborgarar, sem fær- um slikum mönnum mistilteininn á silfurdiski... Einn góðan veðurdag getur þú lesandi góður, staðið ber- skjaldaður frammi fyrir eitur- örvum mannorðsmorðingjanna og þá er fátt til varnar. Davið Oddsson hefur varað okkur við i „Kuskinu”. Ég vil að lokum taka mér bessaleyfi og snara nokkrum linum úr „The Second Coming” ljóði William Butler Yeats, þing- mannsins og skáldsins irska. (!!! — Helgar-Timinn). Þær lýsa, að minu mati, einkar vel þvi þjóð- félagsástandi sem varað er við i „Kuski á hvitflibbann”. Hring eftir hring, þaö strikkar á tjóöurbandi Fálkinn heyrir ei raust fangavarðarins Klofna björg, nöfin veldur ei pilárunum, Anarkistar keyra vigdreka úr sporum, Dreyra roðin flóðaldan úr böndum brýst, Um jarðarkringlu drukkna pilviðir, Hina bestu skortir sannfæringu, En hinir verstu loga af innblásinni samúö”. Skyldi Davið Oddsson ekki hafa rekið i rogastans?! Ólafur M. Jó- hannesson á gilt kerti hér uppá Síðumúla 15... ■ Það ber uppá gamlársdag ár hvcrt að úthlutað er verðlaunum úr rithöfundasjóöi Ríkisútvarps- ins. í ár runnu verðlaunin óskipt til Málfriðar Einarsdóttur, höf- undar scm komin er á niræöis- al dur, þótt reyndar s éu ekki ne ma fimm ár liðin siðan fyrsta bók hennarkom út. Eins og Málfriður segir sjálf frá: „Jónas Kristjáns- son hringdi i mig fyrir jól og var sætur i röddinni eins og hann á vanda til”. Fæstir sem til þessa munu efast um að Málfriður sé vel að styrknum komin, eins og góðkunningi minn segir, þær eru að öllu leyti öörúvisi en aðrar bækur, og ofanálag stórskemmti- legar aflestrar. Málfriður sagði að visu sjálf ,,að núorðið gæti hún ckki eytt peningunum i annaö en nurl”. A skrifborðinu hjá Málfriði stendur svört og æðifornfáleg rit- vél, orðið maskina á sennilega öllu betur við en vél. „Remington 17”, segir Málfriður, ,,aö visu er hún ekki eldri en frá stríðsárun- um síðari, þótt fornleg sé. Ég hef trúað einhverjum fyrir þvi að þetta væri ritvél Arna Magnús- sonar og þeir hafa tekið þaö trúanlegt. Að minnsta kostiskilar hún hlutverki si’nu ágæta vel”. Ég spyr Málfriöi hvenær hún hafi fyrst farið að fást við skrift- ir? ,,Það gekk ósköp hægt fyrir sig, ætli það hafi ekki verið um það leyti sem þessar myndir voru málaðar...” Hún bendir á tvö málverk sem hanga i stofunni og eru eftir Fanneyju Jónsdóttur, báðar eru af Málfriöi og ég neyðist til að skera úr um hvor þessara ágætu mynda sé betri. „Fanney náði ekki aö ljúka við aðra myndina á sinum tima og kláraði hana ekki fyrr en löngu siðar, en þá var andlitið á fyrirmyndinni horfið”. ,,...það var uppUr seinna striðinu. Þá kom i heimsókn til min Magnús Asgeirsson ásamt konu sinni, um þær mundir gaf hann út Helgafell i félagi við Tómas Guðmundsson, og ég slæmdi i hann fáeinum orðum. Þetta var þýðing sem áður hafði birst hálfköruð i Visi og var þá sett á óvirðulegasta stað i blaðinu. Þýöing á kvæði eftir franska skáldið Lecomte de Lisle, hann taldist vi'st eitt af skáldun- um sem voru kennd við Parnasse og hét Svefn kondórsins. Magnúsi leist ekki illa á þetta og uppfrá þessu birtust eftir mig þýöingar i Helgafelli. Svo tók ég tii við að þýða kynstrin öll fyrir ýmsa, Þjóðviljann, Úrval og fleiri, mestanpart óbundið mál”. En seint og siðarmeir hefst svo útgáfa á bókum eftir þig, með frumsömdu efni? ,,Ætli megi ekki segja að þeir hafi átt upptökin að þvi MagnUs Asgeirsson og Jón Helgason prófessor i Kaupmannahöfn. 1949 lá ég á Ljóslækningastofnun Fin- sens, sjúkrahúsi i Kaupmanna- höfn og dundaði mér þá meðal annars við að krota eitthvað á blöð. Jón sá eitthvað af þessu hjá mér og fór um það orðum sem ég veit aö voru i viðurkenningar- skyni, en þegar ég var laus viö berklana fór heyrnin aö bila hjá mérogégheyrðiekkiannað en að hann sagöi að þetta „bæri af...”, en ekki veit ég af hverju. Löngu siðar kom Elias Mar til min og bauöst til að hreinrita fyrir mig þessi blöð sem ég skrifaði útafliggjandi.Hann sýndi þetta Sigfúsi Daöasyni, sem þá var að stofna bókaútgáfuna Ljóð- hús. tJr þessum blöðum varö bók- in Samanstaður i tUverunni sem Ut kom 1977. Arið eftir kom Or sálarkirnunni og þegar ég varð áttræð 1979kom Ut Auðnuleysingi og Tötrughypja, einhvers konar skáldsaga, en hitt er allt endur- minningar og smábrot. Fjórða bókin, Bréf tU Steinunnar, kom svo Ut nUna fyrir jólin”. Hvað er i henni? ,,Þaö er ýmislegt og úr öllum áttum, bókin er hálfgildings ruslakista. Fyrstu kaflarnir eru bréfin til Steinunnar, Steinunnar 'Sigurðardóttur, svo eru þarna bréf sem ég skrifaöi á dönsku og býsna undarleg smásaga, Ferðin að Gráglettingi. Ég vona bara að enginn firtist við af lestrinum. Tal dkkar berst að ritdómum um Bréf tU Steinunnar, sem allir voru harla lofsamlegir. Málfriður kvartaryfir þviað hún sé farin að sjá heldur illa og eigi einkum og sérUagi erfittmeð að lesa offsett- prentuð dagblöð, „þar sem allt rennur saman i eitt, bókstafir og orð”. 1 framhaldi af þvi spyr ég hana hvað hUn hafi lesið helst um dagana? „Ég varð læs á sjötta ári, lærði fyrst aö lesa á stafrófskverið og þulurnar sem þar voru, allt nema kaflann um reiðhjólið, mér hefur löngum veriö allt þaö ótamt sem snýst um vélar. Upp Ur þvi fór ég að lesa þjóðsögurnar. Ég man lika eftir þvi' að hafa haft undir höndum bókina Litli barnavinur- inn eftir Jón ólafsson ritstjóra, hann er einnig höfundur stafrófs- kversins og mér hefur verið hlýtt til hans æ siðan. Og i sveitinni var auðvitað starfandi öflugt lestrar- félag, eins og þá tiðkaðist”. Sveitinni? spyr ég, vitandi að visu að Málfriöur er borgfirskrar ættar? ,,Þá átti ég heima i Þingnesi, gömlu stórbýli sem við systkinin kepptumst siðarmeir um aö Ieggja i eyði. Móðir min dó þegar ég var kornbarn og ég ólstupp hjá ömmu minni og síðar hjá önnu, föðursystur minni. En hvað ég las, um það er ekki gott að segja, Þórberg og Laxness, þóttég héldi reyndar alltaf meira uppá þann siðari. Svo hef ég ávallt reynt aö stauta mig frammUr erlendum málum, Tómasi Mann tilað- munda... Og ég hafði mikið gaman af bókinni sem hann Guö- bergur þýddi, Hundraö ára ein- semd, en ennþá hef ég ekki fengið i hendur þýöinguna hans á Don Quixote, ég þarf endilega að muna eftir þvi að snikja hana af honum. Annars er ég vön að segja að tveir rithöfundar hafi eitt sinn bjargaö li'fi minu. Þá lá ég á Vi'filsstöðum og konurnar þar voru heldur óartugar til min. í leiðindum minum las ég Sölku Völku, sem þá kom út eftir Hall- dór Laxness og Cervantes, Don Quixote, idanskri þýðingu reynd- ar, en ágætri samt”. ÞU ert ennþá siskrifandi? ,,A næstpnni mun væntanleg bók sem ég hef þýtt. Dvergurinn eftir Pár Lagerkvist svo verður gefin út Ljóðasyrpa svokölluð, þýðingarnar gömhi úr Helgafelli ég held að það sé allt saman slæmt og svo er framhaldið á skáldsögunni á næsta leiti”. Eftir óræðum leiðum berst tal okkar aftur að Ama MagnUssyni og síðan að brunanum mikla I Kaupmannahöfn. Málfriður: „Árni sagði um bækurnar sem brunnu inni eitthvaö á þessa leið — hér brenna bækur sem aldrei framar verða til, allt til döms- dags. Arni trUði sumsé á dóms- dag. Hvað er það sem gerist eftir dómsdag?” Málfriöur litur undurfurðulega á mig, og ég segist halda að á kristilegum dómsdegi rísi menn upp og kannski bækur lika ef vel lætur... Þá fer Málfriður með eftirfarandi brot úr sálmi eftir Valdemar Briem, sem hún segist hafa lært undir fermingu og situr i henni, þótt ekki hafi hún tekið mflriu ástfóstri við þann lærdóm. Sálmkornið snýst um dómsdaga og endurlausnir: ,,A Dómsins Mikla Degi, þeim degi er enginn veit er ris, og jafnvel englar eigi, en einhvern tima er þó vis, þá drottins lúður dynur meö dómsins hvellum gný og heimur allur hrynur og hverfur eins og ský, en aftur ris upp dagur og annar heimur nýr, svo fullkominn og fagur, þar frelsi og sæla býr”. „Svo eru þaö auðvitað þeir sem fara f hinn staöinn”, segir Mál- friður og ég vona og bið að hUn fari ekki að spyrja mig nánar úti það sem gerist þar. Ég bið hana aðsegja mérögn af skólagöngu sinni. Upp úr dúrnum kemur að hún hafi fyrst gengið i Lýðháskólann á Hvitárbakka, þar sem Sigurður Thorólfsson var skólastjóri. „Svo fór ég i Kennaraskólann 1918,áriö sem Katla gaus. Þá var þar lika nemandi Jóhannes úr Kötlum, en ég held að honum hafi verið eitthvaö f nöp við mig, þótt ekki bæri á þvi siöar”. Ég vfk talinu að þvi að Þór- bergur hafi verið þar i skóla nokkrum árum áður, likt og al- kunna er úr Ofvitanum. „Ég hafði heyrt sögusagnir af honum áður en ég kom i bæinn og þekkti hann strax aftur á rauða hárinu og öllum tiktúrunum.Einu sinni var ég á skemmtun sem Lestrarfélag kvenna sálugt gekkst fyrir, þar sem þeir lásu upp Þórbergur, Daviö Stefánsson og Guðmundur frá Sandi — reyndar var nánast eins og Guð- mundur tilheyrði öðrum kynþætti en þeir Þórbergur og Daviö. Á þessari skemmtun dönsuðu lika einhverjar stúlkur við heldur litl- ar undirtektir minnir mig, þær voru óttaleg 'himpigimpi. Hvað um það, Daviö hefur liklega verið drukkinn þetta kvifld, ég fer nokkuð nærri um það. En Þór- bergur var algáður og fór með ljóð eftir sig sem sótti efni sitt i indverska trúarspeki og hver hending i kvæðinu endaði á orðinu „maya” sem þýöir blekking — það er allt blekking, maya, eða eitthvað á þá leið. Og á fyrsta bekk sat einmitt Maja, ung stúlka með þessu nafni, og i hvert skipti sem Þórbergur sagði „maya” hvessti hann augun á Maju greyið og á endanum stökk hún upp af stólnum og út”. „Annars varð heldur stutt um feril minn sem kennari”, segir Málfriður og lætur ekki meira uppi um það. Einhvern tima heyrði ég að Málfri'ður stundaði Utsaum, saumaði frihendis eftir listaverk- um og öðrum fyrirmyndum. Og i framhaldi af þessu var hún auk- nefnd „strammaskáld” i min eyru. Hún segist ekki hafa saum- að mikið út siðustu árin, bendir mér þó á teppi sem liggur á sóff- anum, „með skökkum figúrum sem hafa engin liðamót. Það er saumað eftir likklæði frá Perú sem geymdist óskemmt i sandi i gegnum aldirnar. Og hér er annað sem ég saumaði eftir mál- verki eftir Kjarval sem brann siöarmeir. Ég byrjaði á þessu á ljós- lækningastofu Finsens i Kaup- mannahöfn. Ætli nafnið sé ekki runnið undan rifjum Jóns Helga- sonar, ég gaf þeim hjónum eitt- hvaö af þvi sem ég saumaði út á spi'talanum”. Fyrir löngu var mér sagt aö Málfriður héti i raun ekki Mál- friður heldur Málmfriður, að lok- um inni ég hana eftir þessu. „Amma min sagði mér einu sinni aö ég héti Málmfriður eftir móður minni sem hét Málm- friður, i kirkjubókum að m innsta kosti. Hvað nafniö Málfriður varðar,þá kemur það ekki fyrir á Islandi fyrr-en i annál frá 14du öld, þar sem sagt er frá skips- tapa, þar sem bjargaðist i land norsk hefðarkona, Málfriður að nafni. Og i islenskum mar.nanöfn- um stendur að þetta sé tökunafn frá Noregi”. eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.