Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 10. janúar 1982 ■ Þórhildur Þorleifsdóttir íeikstjóri og sviðið i bakgrunni. „Dansaði i þessari óperu fyrir rúmlega tuttugu árum i Þjóðleikhúsinu.” ■ Einhverjir hafa talað um kraftaverk. Þaðer kannski orðum aukið. En átak/ altént er það stórátak. Flestum að óvörum hefur elsta starfandi kvik- myndahús á landinu. Gamla bíó, ummyndast i óperuhús á aðeins tveimur mánuðum. Og óperuhúsið, Islenska óperan, opnar i kvöld, laugardagskvöld, með ærinni viðhöfn. Þá verður fyrsta stykkið tekið til sýninga, Sigaunabarón- inn eftir Jóhann Strauss. útsendari Helgar-Tímans eyddi nýverið einni kvöld- stund í Gamla biói fyrrver- andi, ræddi við aðstand- endur óperuhússins og sýningarinnar og fylgdist með æfingu á Sígauna- baróninum. Með von um mjög syngjandi framtíð og digur ár... Innan dyra er allt á rúi og stúi, I augum aðkomumanns virðist fullkomlega vonlaust að hér veröi allt falliö I ljúfa löö á laugardags- kvöldiö. Enda ekki langt siðan téður aðkomumaöur horfði i Hvað með rými til hliðanna, svigrúm til að færa leiktjöld til og frá? „Svigrúmiö til hliðanna er satt að segja alveg i lágmarki, húsið leyfir ekki miklar breytingar i þá veru.” Hvenær tókst þú við verkinu? „Það bar mjög brátt að, ég heyröi fyrst ávæning að þessu i september, i október kom ég svo i húsið til að kanna hvers eðlis breytingarnar yröu, i nóvember var húsið svo keypt og vinnan hér hófst strax 5ta nóvember. Undir- búningstiminn var af mjög skorn- um skammti og breytingarnar eru þegar orðnar mun meiri en viö ætluðum i fyrstu.” Attu þér einhverjar fyrir- myndir við umsköpun hússins? „Fyrirmyndin er einkum húsiö sjálft, Gamla bió, ég varö að hlýða þeim formum sem eru rikjandi hér innan dyra, beygja mig undir þau og breyta I fram- haldi af þeim.” Hvað um hinn marglofaða hljómburð I Gamla biói? „Hann virðist ekki hafa versn- að, nema siður sé. Gæöi hans eru einkum fólgin i einföldu sköpulagi hússins, gólf og loft eru úr léttum efnum, og likt og fyrir tilviljun eru veggirnir gljúpir, steyptir úr mjúku sementi ef svo má segja. Þvi verður bergmálið af þeim meö minnsta móti.” greinilega að sjá hvaö má betur fara á sviöinu. Atvinnuhús og öllum reiknað kaup Eftir langan og strangan eltingaleik um ranghala Gamla biós tekst mér loks aö lokka önn- um kafinn mann á afvikinn stað. Þaö er Arni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Islensku óper- kvikmyndaumboöum sem Gamla bió átti. Við gerum einnig ráö fyrir að hér verði haldnir tón- leikar. Nýmæli hjá okkur er kerfi styrktarfélaga, sem nú þegar eru orðnir fleiri en 2000, þeir leggja til og munu leggja til fé, minnst 200 krónur hver, og fá i staðinn félagsréttindi, þar á meðal rétt til að sitja aðalfundi tslenska óperu- félagsins og kjósa stjórn. Þaö er ekki bara forsala á aðgöngumið- um eins og sumir hafa haldið. sæti eftir breytingarnar og gerið þið ykkur vonir um að bekkurinn verði fullskipaður? „Bióið tekur um 500 manns i sæti. Mér skilst að hér á landi séu starfandi um 100 kórar, tónlistar- og sönglif hér er i bullandi vexti, áhuginn er slikur að ég hef engar áhyggjur af að fólk muni ekki flykkjast i óperuna.” Hvaða hlutverki gegnir þú hér innan um allt þetta söngfólk, Árni? „Ætli það sé ekki hið venjulega hlutverk framkvæmdastjóra, að reyna að láta nauman tima og rýra sjóöi endast.” Sígaunabarónn eftir Strauss Og þá er mál að snúa sér aö sýningunni sjálfri, Sigaunabarón- inum. Þótt hún sé yfirleitt kölluð ópera, má kannski með sanni segja að hér sé á ferðinni óper- etta, þvi i leiknum fer saman sungið og talaö mál. Höfundurinn er af Strauss-kyni, Jóhann yngri, mestur og bestur þeirra Strauss- ara. Hann var Vinarbúi i húð og hár,. fæddur þar i borg 1825 (sonur Jóhanns eldri) og lést þar 1899. Jóhann Strauss var ó- krýndur konungur valsatónlistar- innar, fágaörar og glæsilegrar dægurmúsikur þeirra tima og Islensk ópera í fæðingu sama húsi og „A Night in the Opera”, hrakföll þeirra Marx-bræðra. Iönaðarmenn eru við vinnu i krókum og kimum, og aðfarirnar ekki alltaf jafn hljóð- legar, á göngunum er megn lykt, af ryki, viði og lakki. Um kvöldið stendur til að renna i gegnum allt stykkið og kórfólk og einsöngv- arar farnir að hafa sig til. A þver- um og endilöngum göngunum skiptir fólk um ham, málar sig og uppábýr, og hirðir ekki mikið um að hylja klæðleysi sitt. Um hliðar- svalirnar gengur heföarmaður eins og stiginn útúr 18du öldinni með parrukk og montprik, og svælir filtersigarettu. Niðri er hljómsveitin að koma sér fyrir i nýsmiðaðri hljómsveitargryfj- unni, áöur en æfingin hefst ætlar Garöar Cortes aö leiða hana i gegnum nýtt tónverk eftir Jón Nordal, Tileinkun, sem flutt veröur við vigslu hússins — til að reka út Disney-djöflana sem hér eru viðloðandi hvislaði einhver að mér. A senunni standa leiktjöldin, mikil aö vöxtum, og andspænis þeim ljósabúnaöur, sá fullkomn- asti hér á landi aö sögn. Húsið gaf tóninn að breytingunum Praktiska hliðin hefur forgang, húsið sjálft, endursköpun þess, á undan listinni. í hljómsveitar- gryfjunni hittum við að máli Stefán Benediktsson arkitekt tslensku óperunnar. Við spyrjum hann hvaöa breytingar helstar hafi oröið á Gamla biói? „t fyrsta lagi hefur sviðið verið stækkað um helming, framan úr salnum höfum við orðið að taka þrjá fyrstu bekkina og byggja þar hljómsveitargryfju. Gólfiö i saln- um hefur verið hækkað um ca. 70 sentimetra til að fólk sjái betur á sviöið og á svölum hefur verið gerð 90 sentimetra meöalhækkun i sama skyni.” Sviðið, hvaöa breytingar hafið þiö gert á þvi? „Við höfum stækkað það bæði til hliöanna og fram, og nú er ekki annað hægt aö segja en að sem svið sé það oröiö vel brúklegt, þótt auövitað mætti það vera stærra. Hængurinn er bara sá aö ef svið er meira en 100 fermetrar segja reglur til um að þurfi að gera ýmsar eldvarnarráöstafan- ir, til dæmis aö leggja eldvarnar- teppi, en viö höfum hvorki ráð né aðstöðu til þess.” Hversu stórt er sviðið nú? Stefán veltir vöngum. „Ég þarf alltaf aö reikna þaö upp aftur — um þaö bil 86 fer- metrar, ef við höfum Þjóöleik- húsið til hliösjónar, þá er sviðið þar um þrisvar sinnum stærrai held ég.” Undir lok samtalsins vekur Stefán athygli mina á ljósa- búnaðinum sem hangir i loftinu býsna fyrirferðarmikill. Hann tjáir mér að þessi tæki séu með þvi besta sem fáanlegt sé i dag, það hafi verið Kristinn Daniels- son, ljósameistari Þjóðleikhúss- ins, sem hafi lagt á ráðin um kaupin og sett búnaöinn upp. Ég bendi Stefáni á að nýtísku- leg ljósin komi að vissu leyti eins og skrattinn úr sauöarleggnum I þessu aldna og viröulega húsi. „Já það er satt, það er eins og hann tilheyri annarri öld. En hér eru engin fortjöld sem hægt væri að draga fyrir sviðið og litið svig- rúm til að breyta sviðsmyndinni meðan á sýningu stendur, svo það verður liklega ljósabúnaðurinn sem gerir útslagiö um að þetta verði að raunverulegu leikhúsi.” Ertu hér öllum stundum þessa dagana, Stefán? „Já, það má segja, hér eru hlutirnir bæði skipulagðir og framkvæmdir á staðnum.” Leikmynd fyrir þrjá þætti í einu A svölunum situr skeggjaöur maður i þungum þönkum, mænir á sviðiö og mælir það út með aug- unum. Það er Gunnar Bjarnason, sem hefur gert leikmyndina að Sigaunabaróninum. Ég bið hann aö segja mér það helsta sem markvert sé um sviðsmyndina. „Ég stóð frammi fyrir þeim vanda að þurfa að gera leikmynd fyrir alla þrjá þætti óperunnar i einu lagi, leikmyndin sem þú sérð verður á sviðinu allan timann, hún þarf að vera brúkleg fyrir alla þættina, þótt þeir gerist á margvislegum sööum. Þvi er hún ef til vill eins og hálfkveðin visa, nokkuð hlutlaus, linurnar eru ekki eins skarpar og ef ég hefði gert þrjár leikmyndir, eina fyrir hvern þátt. Fyrsti þáttur gerist á ungversku bændabýli, sá næsti i kastalarústum, og sá þriðji i Vinarborg. I öllum þáttunum höf- um við sama baksvið og tilfær- ingar með leikmuni eru i lág- marki. 1 staðinn reynum við aö nota ljósin til aö breyta áherslum og draga fram þann bakgrunn sem við á ihverjum þætti. Gamla kvikmyndatjaldiö lýsum viö upp á ýmsa vegu, köstum á þaö himni, reynum meö þvi aö skapa stemmningu og gefa til kynna hvenær sólarhringsins leikurinn á sér stað.” Það er augljóst að það hefur ekki verið áhlaupsverk aö koma þessu öllu fyrir, ekki sist með hliösjón af þvi að i hópatriðunum eru stundum 45 manns á sviöinu og flestir á hreyfingu. Við skiljum viö Gunnar, hann situr og reynir ■ Dóra Einarsdóttir búningahöf- undur gætir að búningi kórfélaga. unnar. Þrátt fyrir að á honum standi flest spjót, verður ekki betur seö en að skapið sé i hinu á gætasta lagi, hiö sama veröui reyndar sagt um alla sem á veg okkar urðu i óperunni nýju, o§ Arni greiðir rólega úr öllum spurningum mínum. Hvað kostar aö setja á stofn óperuhús, Árni? „Eins og flestir vita núoröiö var kaupverð hússins 8 og hálf milljón, kostnaðurinn við breytingarnar er áætlaður um 1 og hálf milljón, ljósabúnaðurinn kostaði milljón. Þó er ekki útséð um að heildarkostnaðurinn verði eitthvað hærri.” En kostnaðurinn við fyrstu upp- færsluna, Sigaunabaróninn? „Já, hann er aðskilinn frá stofnkostnaðinum. Aður en við lögðum upp áætluðum við að kostnaðurinn við sýninguna yrði um 450 þúsund, nú er útlit fyrir aaö hann hækki i um 600 þúsund.” Þið borgið fólki kaup? „Við erum að setja á laggirnar atvinnuleikhús og öllum sem vinna hér er reiknaö kaup, allir vinna fyrir kaupi, að minnsta kosti aö nafninu til. En þar fyrir utan hefur fólk lagt á sig óhemju mikið starf við undirbúning, drjúgur hluti af stofnun hússins er unninn i sjálfboöavinnu. Fólk hefur lagt miklu meira á sig en það fær borgaö fyrir.” Rekstrargrund- völlur óperuhúss En hvað um rekstrargrundvöll nýs atvinnuleikhúss? „Þaö gefur auga leið að við þurfum ýmsa tekjuliði til aö geta haldið úti myndarlegri starfsemi, þar á meðal utanaðkomandi fjár- magn. Meöfram óperustarf- seminni höldum við áfram ein- hverjum biórekstri hér i húsinu, og höfum i þvi skyni haldið þeim ■ Alexander Maschat hljóm- sveitarstjóri. „Viss óþægindi af rykinu, skítnum og hamarshögg- unum.” Ennfremur höfum viö gott sam- band við ýmis fyrirtæki og vonum að framhald verði þar á, að þau verði fús til að halda áfram að styrkja okkur og leggja nafn sitt við óperuna. í staðinn fá þau vissa auglýsingu, slikt kerfi styrktarfyrirtækja er algegnt er- lendis. Svo stólum við auðvitað á að fá einhverja aðstoö frá hinu opin- bera. Islenskt þjóöfélag hefur haft þann háttinn á, að styrkja ýmiss konar menningarstarf- semi, iþróttir og listir til dæmis, og engin ástæða til að við sitjum þar á hakanum. Reyndar höfum við þegið styrk frá rikinu, aö visu ekkert I likingu viö það sem rennur til Þjóðleikhússins, þar sem miðaverð.er greitt niöur að stórum hluta. Hér koma menn til með að greiða langt i fullt verð fyrir aðgöngumiðana.” Hvað kosta þeir? „145 krónur.” Ég vek máls á þvi að stór óperu- hús erlendis séu óhemju dýr i rekstri, i Parisaróperunni greiði riki og borg til dæmis lungann af aðgöngumiðaverði og séu þeir þó ekki gefnir almenningi. Arni brosir út i annaö og segir aö þau séu ekki aö stofna Metropoli- tan-óperu, Scala eða Vinaróperu, tslenska óperan sé af allt annarri stærðargráðu. Hvað tekur Gamla bió marga i ■ Gunnar Bjarnason leikmynda- teiknari. „Leikmyndin þarf að vera brúkleg fyrir alla þættina.” vakti með snilli sinni og tónvisi aðdáun tónlistarmanna sem töld- ust alvarlegar þenkjandi en hann, meöal annarra hlóð Jóhannes Brahms á hann lofi. Strauss samdi ókjör af mjög spiluðum völsum, sem láta kunnuglega i flestum eyrum, þar á meðal „Dóná svo blá”. En þegar aldur- inn færðist yfir uröu óperettur megingeta hans, gamansamar og rómantiskar, sem sifellt njóta hylli, ekki hvað sist i Vin, þar sem andi hans svifur enn yfir vötnun- um. Frægust þeirra er óefaö Leðurblakan, „Die Fleder- maus”. Sigaunabaróninn samdi Strauss árið 1885. Likt og um flestar óperur er efnið ekki ýkja margbrotið, en tónlistin létt og spaugsöm. Leikurinn er i raun hyllingaróður til Austur- rikis-Ungverjalands, hins sam- einaða keisara- og konungsdæm- is, enda óperan samin um 15 ár-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.