Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 10. janúar 1982 WljliÉiÍI utgefandi: Framsoknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadottir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljösmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. 't Rítstjórr., skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 15, Reykjavfk. Simi: M300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar. 8*387, 8Ó392. — Verð 1 lausasólu *.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf., Menningar- vidburdur ■ Það hlýtur að teljast til meiriháttar viðburða i menningarlifi landsmanna, að fslensk ópera hef- ur tekið til starfa i eigin óperuhúsnæði. Fyrsta frumsýning nýja óperufélagsins i gjörbreyttu Gamla biói var nú um helgina. Þar kom fram mikill fjöldi islenskra söngvara og hljómlistar- manna og flutti Sigaunabarón Jósefs Strauss. Að sjálfsögðu hafa óperur verið færðar upp áð- ur hér á landi, og margar þeirra hafa tekist vel og fengið frábærar viðtökur. Engu að siður eru það merk og ánægjuleg timamót, þegar íslenska óperan frumsýnir nú Sigaunabaróninn. Það fer svo væntanlega eftir þvi, hvernig landsmenn kunna að meta þessa framtakssemi, hvert fram- haldið verður. Óneitanlega virðast litlar likur til þess, að óp- erusýningar muni standa undir sér fjárhagslega hér á landi, þótt aðsókn að sýningunum kunni að verða góð. Það sýnir reynsla atvinnuleikhús- anna. Aðsókn að sýningum þeirra er yfirleitt mjög góð. Nýlegar tölur sýna til dæmis, að á fyrri hluta þessa vetrar sóttu 60-70 þúsund manns sýn- ingar Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavikur og Alþýðuleikhússins, en það samsvarar þvi, að um fjórði hver Islendingur hafi farið á leiksýn- ingu hjá þessum félögum á umræddu þriggja mánaða timabili. Þrátt fyrir slika aðsókn, sem vafalaust er hlut- fallslega mun betri en gerist með flestum ná- grannaþjóðum okkar, er opinber stuðningur við leikhúsin nauðsynlegur. Verulegt opinbert fjár- magn fer einnig til starfsemi Sinfóniuhljómsveit- ar tslands. Hætt er við, að svipað verði uppi á ten- ingnum varðandi íslensku óperuna, ef reka á hana sem atvinnuóperu. Að sjálfsögðu er takmarkað opinbert fjármagn til ráðstöfunar til stuðnings við listastarfsemi, eins og svo margt annað i okkar þjóðfélagi. Þarf- imar eru margvislegar, en fjárráðin takmörkuð. Val þeirra, sem taka ákvarðanirnar á þingi um fjárveitingar til einstakra verkefna, er þvi oft erfitt. I þvi efni er ekki nóg að hafa viljann, ef peningana vantar. Það er vissulega ánægjulegt að sjá þann mikla dugnað og áhuga, sem aðstandendur Islensku óp- erunnar hafa sýnt. Eins og oft áður er það einmitt slikur ódrepandi áhugi, sem getur lyft Grettistök- um. Um leið og íslensku óperunni er óskað til hamingju með merkan áfanga, eru landsmenn hvattir til að leggja sitt af mörkum til þess að is- lensk ópera verði reglubundinn þáttur i menning- arlifi þjóðarinnar á komandi árum. —ESJ. menningarmál Egon Friedcll: Kulturgeschichte der Neuzeit. Band 1-2. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. 3. útgáfa. 1571 bls. ■ Menningarsaga nýaldar eftir Egon Friedell rekur menningar- sögu Evrópubúa og Ameriku- manna frá þvi um svarta dauða og fram til fyrri heimsstyrjaldar. Ritið kom fyrst út á árunum 1927-1931 og hlaut þá þegar miklar vinsældir i hinum þýsku- mælandi heimi. Siðan hefur mainingarsagan verið endurút- gefin alloft og hafa vinsældir hennar frekar aukist meö árun- um. Egon Friedell fæddist i Vinar- borg árið 1878 og nefndist raunar Friedmann fram til ársins 1916 er hann skipti um ættarnafn. Hann lagði i háskóla stund á heimspeki 2SSS&. Menningarsaga nýaldar og háskólinn í Tiibingen og þýsk fræði og starfaði sem leikari, leikgagnrýnandi, dálka- höfundur við dagblöð og rithöf- undur. Á siðastnefnda sviðinu fékksthann fremur öðru við leik- ritagerðen náöi þó ekki miklum frama á þvi sviði. Þegar menningarsagan kom út varð hann hins vegar frægur maður um allan hinn þýsku- mælandi heim enda þykir sagan stórskemmtilega skrifuð og um margt sérstæð. Höfundur fer sinar eigin leiðir i framsetningu og túlkun allri setur fram ótal margar snjallar hugmyndir, sem brjóta i bága við viðteknar hefðir og hikar ekki viö að lýsa vanþóknun sinni á þeim skoðun- um, sem hann telur rangar. Er Friedell hafði lokið samningu menningarsögu ný- aldar tók hann til viö að semja hliðstætt verk um menningarsögu fornaldar. Af þvi' verki komu út tvö bindi: Menningarsaga Egyptalands og mið-austurlanda hinna fornu, og menningarsaga Grikklands. Siðarnefnda ritið kom út i Noregi áriö 1940, án þess þó aö höfundurinn hefði náð að ganga fyllilega frá því, en Egon Friedell, sem var af gyðingaætt- um svipti sig lifi árið 1938, skömmu áöur en hersveitir nas- ista lögöu undir sig heimaland hans, Austurriki. Waltcr Jens: Eine deutsche Uni- versitat. 500 Jahre Tiíbinger Ge- lehrtenrepublik. In Zusammen- arbeit mit Inge Jens unter Mit- vvirkung von Brigitte Beekmann. Deutscher Taschenbuch Verlag 1981. 418 bls. ■ Þýskir háskólar eiga sér marg- ir hverjir langa og litrika sögu aö baki. Hinirelstuþeirra eiga rætur að rekja aftur til miðalda og margar þær menningar- og félagshreyfingar, sem skipt hafa sköpum í sögu Þýskalands, og reyndar allrar Vestur-Evrópu — áttu upphaf sitt i háskólunum, eða lýðveldum hinna lærðu manna, eins og þeir voru gjarnan kallaö- ir. Nægir i þvi sambandi að minna á siðaskiptahreyfinguna og þjóðernis- og lýðræðis- hreyfingar i Þýskalandiá 19. öld. Arið 1977 átti háskólinn i Túbingen 500 ára afmæli, hann var stofnsettur 1477. í þessari bók rekur einn af prófessorum skólans, Dr. Walter Jens sögu hans þessi fimm hundruö ár: lýsirstofnun hans, segir frá námi og námstilhögun i aldanna rás, lýsir lifi kennara og stúdenta á hinum ýmsu timum, samskiptum ráðamanna skólans við veraldleg yfirvöld o.s - .frv. Walter Jens er þekktur rithöfundur i heimalandi sinu og þykir skrifa einkar skemmtilega. Sú iþrótt bregst honum ekki hér: saga háskólans i Túbingen er mjög skemmtilega og liflega rituð og sett fram á þann hátt, að allir, sem á annað borð hafa áhuga á þessum málum ættu að hafa ánægju af lestrinum, — lika þeir sem ekki eru kunnugir i Tiibingen. Jón Þ. Þór skrifar um bækur. á vettvangi dagsins Gotl efni - leið- inlegur tími eftir Onnu Snorradóttur ■ Það er áreiðanlega ekki alltaf lett aö setja saman dagskrá sjón- varps. Þaðþarf að velja og hafna, raða niður, fylla tiltekinn tima og reyna eftir bestu getu að gera sem flestum til hæfis. En stund- um viröist þetta svo upplagt — allt muni ganga upp öllum til gleði. Tökum tilaðmynda kvöldið i kvöld — nýársdag 1982. Hugsa sér að eiga völ á óperu, upptöku frá Metrópólitan óperunni i New York! Hugsasér.hve upplagt það er að kynna óperuna, segja frá tildrögum samninguhennar segja frá höfundi, gera grein fyrir stjórnanda og helstu söngstjörn- um og jafnvel fara nokkrum orð- um um þetta merka hús og stofn- un sem Metrópólitan óperan er! En hvað gerist svo? Eftir frettir er okkur flutt gömul mynd, sem i raun er mikið listaverk og sögu- legt með nokkrum af frægustu leikurum Dana á þeim tima, verk eftir einn af okkar ágætu rithöf- undum, Guömund Kamban, sem sjaldan heyrist nefndur nú til dags. Þarna var sannarlega nægur efniviður i heila kvölddag- skrá, en að sjálfsögðu með nokkurri vinnu, þ.e. kynningu á höfundinum, frásögn af þvi hvernig þessi kvikmynd varð til, frásögn af þvi að formaður danska kvikmyndasafnsins kom til landsins á þessu hausti og færöiokkur unga kvikmyndasafni þessa filmu aö gjöf i tilefni merkra timamóta. Það hefði þurft að gera viðtöl við fólk, sem er þessu kunnugt, kannske hægt að finna einhvem, sem þekkti Kamban persónulega og svona mætti lengi telja. I raun réttri heföi með þessari kvikmynd mátt bjóöa „i leikhús”. Ég sá hana i Nýja Biói I haust og fannst á heimleið, að sýningunni lokinni, að ég hefði verið i leikhúsi. Þessar gömlu myndir eru miklu likari leikhússýningu en ætla mætti, þannig orkaöi hún amk. á mig. Þama var i lófa lagið að gera dagskrá um höfund, sem var langt á undan sínum tima og hvarf héðan Ur heimi á snöggan og sorglegan hátt i uppgjöri striösloka. Ekki nóg með það. A eftir þessari merku gömlu kvik- mynd er sett á dagskrá bresk fræðslumynd um gler og sögu þess i fjögur þúsund ár. Þetta er sjálfsagt ágætt efni lika (undir- rituð ætlar ekki að opna fyrir sjónvarpið fyrr en óperan byrjar en skrifa niöur hugleiðingar sinar þess i stað. Klukkan var sjö minUtur gengin i ellefu, þegar loks sýningin hófst á La Traviata, þessu fræga snilldarverki Verdis. Hver myndi fara ióperu, ef hún hæfist klukkan 10 að kvöldi, og hvar i' heiminum skyldi vera boð- ið upp á slikt? Og hver myndi tygja sig til sliks fagnaðar, sem ekki lyki fyrr en eftir m iðnætti? Einhver mun segja að þetta sé á- gætt, allir megi sofa næsta morg- un, sem er fridagur. En ekki myndi þaö nU neitt skaða, aö lofa börnum að sjá sýningu eins og hér um ræðir.Eða eru þau lika svona dugleg að vaka frameftir eins og fullorðna fóikið? Ætli enginn sé farinn að dotta um miðnættið? Þegar sjónvarpið kemst yfir úrvalsefnieins og það, sem hér er minnst á, ætti að kynna það mun betur en venjulega þætti og film- ur og hef ja sýningu, hvort heldur er leikrit, ópera eða tónleikar, strax að loknum lestri frétta. Hefjast ekki allar slikar sýningar og konsertar klukkan 20 eða i siðasta lagi kl. 20.30? Og það má skjóta þvi hér inn i, að viða erlendis er algengt, að slikt hefj- ist heilli klukkustund fyrr en hér er venja. Hugsa sér, hve læsilegt heföi verið fyrir sjónvarpið að kynna mcð „pomp og pragt”: t kvöld býður sjónvarpið lands- mönnum ióperu. Fhittverður La Traviata eftir Verdi o.s.frv. Fjöl- skyldan safnaðist saman, vinir og kunningjar hreiðruðu um sig þar sem best eru tækin og stólamir og sameiginlega væri notið slikra trakteringa á venjulegum sýningarti'ma leikhúsa. Þetta hefði verið við hæfi og kvöldið orðið ógleymanlegt. En eins og þetta var gert voru áreiöanlega margir farnir út, sumir sestir með bók og aðrir farnir að hátta. Þrátt fyrir þessar aöfinnslur vil ég þakka kærlega fyrir mig. Ég vakti og beið og naut þessarar sýningar, sem mér fannst stór- kostleg, þótt á leiðinlegum tima væri. A.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.