Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 10. janúar 1982 S. 13630 S. 19514 BÍLATORG H.F. BORGARTÚNI 24 Vantar pickup diesel '81 og BMW 320 '80, og ýmsa fleiri bíla á skrá Höfum bíla á skuldabréfum. Datsun Cherry árg. '79 ekinn 35 þús. km. Framdrifinn, eyðslu- grannur Verð kr. 75.000,- Plymouth Super Custom árg. '73. Nýtt lakk, sportfelgur. Verð kr. 75.000.- sjálfskiptur, 8 cyl. Allur nýgegnumtekinn Fallegur sportbíll Verð kr. 85.000.- Skipti á dýrari. Dodge Charger árg. '70 ekinn 30 þús. á vél- skiptingu 8 cyl. 318. Toppbíll. Verð kr. 55.000.- Skipti Bronco Sport árg. '73 Sjálfskiptur, 8 cyl. með spili. Bíll í sérflokki. Verð kr. 125.000.- Toyota Hiace árg. '76 ekinn 85 þús km. Sparneytinn sendibíll. Verð kr. 60.000.- Chevy Van árg. '74 8 cyl. sjálfskiptur ekinn 83 þús. km. Innréttaður. Skipti á ódýrari. Verð kr. 85.000.- Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Símar: 13630 — 19514. bergmál ■ Jólabókaflöði er lokið — að sinni. Það fer ekki sögum af manntjóni ogeignatjón hefur lik- lega verið hverfandi. Að minnsta kosti hefur engin bókaútgáfa verið tekin til gjaldþrotaskipta svo vitað sé. Kannski þetta flóð eigi það sameiginlegt með þvi i Nilarfljóti að vera til góðs, máske getum við ræktað garðinn okkar betur eftir áveituna. Eða hvað? Hvurslags flóö var þetta? Þaö má vera aö breytingar séu að verða á lestrarefni Islendinga, eða er það tilviljun að hreinasti skaldskapur virðist vera nokkuö á undanhaidi meðal vor? 1 staðinn eru það ævisögur og alls konar heimildarrit sem eiga upp á pallborðið. Rétter þaö, að slik- ar bækur hafa alla t® verið vin- sælar með Islendingum, en nó liggur nærri aö sjálf skáldlistin fallií skuggann. Og nýtt fyrirbæri hefur skotið upp kollinum — blaðamennskubækur. Þar reiö bókaútgáfan örn og örlygur á vaðiö með bókum um 30. mars 1949, Gúttósiaginn og nú slðast Stóru bombuna eftir Jón Helga- son heitinn, að ógleymdri þeirri sem hvað mestum tiöindum hefur sætt: Valdatafl í Valhöll. Auk Stóru bombunnar seldist aö minnsta kosti ein slik ,,blaða- mannabók” mjög vel fyrir þessi jól og mun raunar hafa verið sjálf metsölubókin: viðtalsbók ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen, f orsætisráðherra, sem kom Ut hjá nýstofnuðu for- lagi Ölafs, Vöku. Nú geta blaða- mennskubækur verið margs kon- ar og þar að auki bæði góðar og vondar. Fyrstnefndar bækur Arn- ar og örlygs voru sagnfræðilegs eðlis, það varkafað i fortiðina, en til þess beitt aðferöum blaða- manns en ekki sagnfræðings. Slikarbækureru.þegarbest tekst til, bæði liprari og aðgengilegri öllum almenningi en fræðirit sagnfræðinga, sem hljóta. hvað geirsson, Skrifað i skýineftir Jó- hannes Snorrason, Fimmtán gir- ar áframeftirlndriða G.,og fleiri og fleiri. Það koma út árlega margir tugir ævisagna á fslensku og ég verð að játa að mér þykir margt af þessu fjarskalega skrýt- inn litteratúr, en látum það liggja milli hluta. En ætli tiökist nokk- urs staðar nema á íslandi að roskinn mektarmaöur gefiútbók þar sem hann telur upp og einkunnar hvern einasta kjaft sem ólst upp I námunda viö hann ®6 Pórarinrt i Eldjám iDurn FLOÐINU sem ritfærni þeirra og skýrleika liður, að lúta lögmálum sinnar greinar. Af þeim eru blaðamenn óbundnir og er ekki meö þvi sagt að bækur sem þeir skrifa um mál þurfi að vera óáreiðanlegri en bækur fræðimannanna. Og ekki er rétt að gleyma flokki þessara bóka sem örn og örlygur hafa einnig haldið úti: Þrautgóðir á raunastund sem Steinar J. Lúð- viksson skrifar enn af ódrepandi þrautseigju! Hins vegar eru svo bækur sem fjaila um nútiðina, akkúrat það sem er að gerast i dag, og jafnvel á morgun. Af þvi tagi er viðtals- bók Ólafs við Gunnar Thoroddsen að minnsta kosti að hluta til, og einnig má nefna fyrirhugaða sem örn og örlygur (enn!) ætluðu að gefa út nú um jólin um Flugleiða- málið og átti Guðni Þóröarson að skrifa hana en gerði ekki. Þessar bækur geta i besta falli hjálpað mönnum að átta sig á samtiö sinni og ýmsu þvi sem henni ræbur, hins vegar hafa þær varla sagnfræðilegt gildi nema f undan- tekningartilfellum. Aö vísu segir Matthias Johannessen i sinni miklubókum ólaf Thors.að hann kjósi helst aðeins að taka mark á samtimaheimildum þvi þegar stjórnmálamenn lititilbaka hætti þeim til að segja söguna eins og þeir vildu að hún væri en ekki eins og hún var (og á þetta auðvitað við um aðra en stjórnmálamenn, þarsem þvierað skipta) en menn skyldu ekki láta þetta rugla sig, þvi Matthias er hér að tala um frumheimildir. Blaðamennsku- bækur geta sjaldan þjónað hlut- verki sem heimildir og alla vega ekki frumheimildir, þeim er ,,rit- stýrt” ekki siður en seinni tima bókum — bæöiaf þeim sem skrif- ar og eins hinum sem skrifað er um, enda þótt það kunni ekki að liggja iaugum uppi. Þó hafa slik- ar bækur náttúrlega ótvírætt gildi, einmitt vegna þess að þær eiga að geta skýrt fyrir fólki flók- in mál sem við er að etja i þeirra eigin samtiö... Fyrrnefnd bók Matthiasar um ólaf Thors er einmitt eitt dæmið um áhuga á ævisögum — einnig Lifsjátning Guðmundu Eliasdótt- ureftirhana sjálfaog IngólfMar- SklLABOD TIL SÖNDRU fyrir margt löngu og siðan ekki söguna meir? Eða þaö séu gefin ekki eitt ekki tvö heldur þrjú bindi af æ viminningum manns útá land: sem, með fullri virðingu, hefur ekki aðhafst sérlega mikið um dagana? Eða að i einni slikri bók sé tuttugu ef ekki þrjátiu blað- siðna kafli sem heitirþvi hógværa nafni ,,Ég læri að synda”? En ég var sem sagt að ræða um skáldskap, var það ekki? Fyrst ljóðabækur —ég verðað segja að mér þykir útgáfa á ljóðabókum vera meö hraksmánarlegu móti hjá islensku forlögunum. Nú er það aö visu viðurkennd, eða alla vega viðtekin, staðreynd að ljóða- bækur seljist ekki nema i undan- tekningartilfellum svo vel aö þær standi undir kostnaði. Afleiðingin ersúað stærsturhópurljóðskálda verður aö gefa út sin ljóð sjálfur og er sú útgerð ekki beinlinis vænleg til að auka ást á ljóðum með þjóöinni. Mestur hluti þess- ara ljóðabóka er auðvitað ekkert annað en blekiönaður en samt eru innanum góð skáld sem ekki fást útgefinhjá „alvöru” forlögunum. Ég trúi ekki ööru en það hafi niöurdrepandi áhrif á ljóðskáld sem stefna hátt aö vera i þessum félagsskap — ef til vill svo niður- drepandi að ræður úrslitum um þroska þeirra á pappimum. Ég trúi þvi heldur ekki að eitthvert forlaganna geti ekki komið upp flokki ljóðabóka sem væruódýrar i vinnslu en að minnsta kosti vandaðar og yfir þær fcirið af kunnáttumönnum.Eða hverteiga þeirserri unna ljóðum að snúa sér — það er ekki uppörvandi að grafa i flóðinu frá Letri, og er þá ekki verið að áfellast það fyrir- tæki — vinnur vafalaust þjóð- þrifaverk. Nú fyrir þessi jól get ég í fljótu bragöi aðeins rif jað upp sex ljóðabækur sem komu út á vegum „alvöru” forlaganna: eftir Stefán Hörð Grimsson, Jón úr Vör, Kristján frá Djúpalæk, Matthias Johannessen (en þeir teljast allir vera viðurkennd ljóð- sú gróska skili sér i aukinni upp- skeru, það er að segja i auknum kaupum lesenda, sem auðvitað er forsenda fyrir áframhaldinu. Náttúrlega eru þessar smásögur mismunandi að gæðum og gerð, sjálfum þykir mér áberandi að sumir rithöfundanna hafa enn ekki náð fullu valdi á þvf knappa formi sem smásagan krefst, en jafn áberandi er að það stendur til bóta. Á árinu komu út fimm smá- sagnasöfn sem telja má til nokk- urra tiðinda, hvert á sinn hátt, og er það sjálfsagt meira en næstu fimm árin þar á undan. Þessar bækur eru eftir Steinunni Sigurðardóttur (en hennar bók vakti minni athygli en hún á skilið af því einu að hún kom út um páskabil en ekki undir jól), Hrafn Gunniaugsson, Þorstein Antons- son, Þórarin Eldjám og Véstein Lúðviksson — er þá ótalin bók Matthiasar Jóhannessen (en hér er nafn hans nefnt i þriðja sinn i ekki lengri grein) en frá henni er sagt nánar á bókasiðu hér aftar i blaðinu. Ekki veit ég um sölu þessara bóka nema hvaö Ofsög- um sagt eftir Þórarin mun hafa selst mjög vel en það er vonandi að islenskir lesendur séu með á nótunum. (Að auki má nefna að Friða A. Sigurðardóttir sendi i hitteðfyrra frá sér góðar smásög- ur og sagði i sjónvarpi að hún ynni aö fleirum, og Guðbergur Bergsson virðist nú, ef marka má blöö og timarit, skrifa mikið af smásögum. Smásagan ætti þvi ekki að vera á nástrái hérlendis i bili.) Ötaldar skáldsögur — sjálfir arftakar Njálu! Ólikt ævisögum og blaðamennskubókum, sem fólkið kaupir, og ólikt smásögum, sem rithöfundar virðast vilja skrifa, þá þykir mér ekki langt frá þvi að skáldsagan sé aöeins veikuleg um þessar mundir. Að- eins ein seldist verulega vel og hana má, þrátt fyrir allt, fremur LOKIÐ. skáld), Einar Má Guðmundsson og Sveinbjörn I. Baidvinsson auk þess sem Nýja bókin eftir Einar Guðmundsson kom vissulega út hjá Dieter Rot Verlag. Það skort- ir nauðsynlega hvatningu frá út- gáfufyrirtækjunum, bráð- nauösynlega, þvi vart er við þvi að búast að gagnrýnendur blaðanna geti fylgst með öllu þvi sem gefið er út á eigin kostnað og þar af leiðandi geta þeir ekki kynnt lesendum sinum þegar raunverulegt efni er á ferðinni — hversu mikið sem kann svo að skorta á í listrænum vinnubrögð- um. Ljóðskáld sem aldrei komast i kynni við raunverulega útgáfu munu heldur ekki fá það aðhald sem slikt veitir — að minnsta kosti eru hverfandilikur á að þau geti veitt sér það sjálf! Hvað er fleira gefið út af skáld- skap? Auðvitað ekki leikrit, en ekki veit ég af hverju þaö er auð- vitað. Hitt finnst mér aftur á móti jákvætt að nú virðist sem gróska sé að færast i smásagnaskrif is- lenskra höfunda — og vonandi aö telja i flokki ævisagna en skáld- sagna: Möskvar morgundagsins eftir Sigurð A. Magnússon. Sala er auðvitað ekki algildur mæli- kvarði á hvar skáldsagan er á vegi stödd, siður en svo en þær voru þar fyrir utan mjög fáar skáldsögurnar sem eitthvað var varið i. Hér styðst ég auðvitað fyrst og fremst við mitt eigin álit en tdc einnig mið af þvi sem al- menna athygli vakti, eða alla vega gagnrýnenda. Bækur þeirra systra Jakobinu Sigurðardóttur, í samaklefa.og Friðu Á. Sigurðar- dóttur, Sólin og skugginn, fengu viðast hvar lof — sem og bók Jökuis Jakobssonar: Skilaboð tii Söndru. Meðal nýliðanna sem fram komu skal taka fram Einar Kárason sem skrifaði Þetta eru asnar Guðjón og Jónas Jónasson sem skrifaði Einbjörn Hansson Hvorug þessara bóka var galla- laus — svo ólikar sem þær voru — en sýndu að höfundarnir eru lik- legir til góðra spretta á akrinum sem Nil bókaflóðsins frjóvgar ár- lega. Ein bók enn eftir nýliða vakti víst örugglega athygli sér- staklega i Helgarpóstinum, en það er Haustið er rautt eftir Kristján Jóhann Jónsson.Ég hef þegar lýst skoðun minni á þeirri bók hér i Helgar-Timanum — það er margt við hana að athuga en höfundurinn sýnist kunna vel að skrifa ef hann gætir sin — en eitt má ég til með að segja: Er það ekki til marks um dálitið aumlegt ástand á islenskum skáldsögu- markaði þegar bókin Haustið er rautter auglýstsérstaklega undir þvi yfirskini að hún sé „nýstár- leg”: Ég er á þvi: Var ekki árið 1981 þegar hún kom út? Svo er það Málfríður Einars- dóttir.Hún er sér á parti eins og venjulega. —ij IUugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.