Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 16
Sunnudagur 10. janúar 1982 16 á bókamarkaði ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Iris Murdoch: Nuns and Soldiers Pcnguin 1981 ■ Vafamáler hvort þessinýj- asta skáldsaga trisar Mur- doch verður talin með hennar bestu þegar fram liða stundir en hún er þó bæði skemmtileg og vel skrifuð. Næsta saga á undan þessari var verðlauna- sagan TheSea, The Sea en alls hefur hún skrifað tuttugu skáldsögur siðan 1954 og nokkrar bækur annars kyns. Hefur verið tilnefnd til Nób- elsverðlauna ef það hefur eitt- hvað að segja. t þessari bók segir frá „nunnunum” Ger- trude og Anne sem vilja búa saman og gera góðverk — hins vegar eru „hermennirnir” Wittgenstein „greifi” og Tim nokkur málari. Bókin verður ekki endursögð istuttumáli en hún er auðug að atburðum og fólki, óaðfinnanlega skrifuð og samansett. Viðfangsefnin mörg og margslungin, per- sónulýsingarnar standa þó upp úr. Russell Warren Howe: Weapons Abacus 1981 ■ Höfundur þessarar bokar er bandariskur ,,free lance” blaðamaður, sérfræðingur i utanrikis- og varnarmálum. Hann hefur meðal annars átt þátt i bók sem vakti nokkra at- hygli á sinum ti'ma og fjallaði um valdabaráttuna i Wash- ington/ ,,The Power Peddl- ers”.Hérer það vopnasala og vopnaframleiðsla sem hann tekur fyrir i miklu og ýtarlegu riti upp á tæpar 800 siður, gull- náma fyrir áhugamenn um þessi fræði. Hann rekur hvernig vopnasölu er beitt i al- þjóðapólitik, græðgi þróunar- og þróaðra ri'kja i fullkomin vopn og svo framvegis. Bókin virðist bæði nákvæm og sæmi- lega áreiðanleg — eitt atriði stingur þó'iaugun. Af bókinni verður nefnilega ekki betur séð en árið 1978 hafi Banda- rikjastjórn hafnað beiðni Is- lands um kaup á eldflaugum! Neal Aschcrson: Thc Polish August —■ The Sclf-limiting Revoluti- on Penguin 1981 ■ Allirvita hvaða hörmungar eiga sér nú stað i því hrjáða landi Póllandi og virðist seint ætla að verða lát á. Þessi bók er auðvitað skrifuð áður zn hérinn tók völdin, en hún getur aukið mönnum skilning á þvi sem er að gerast — eða altént: var að gerast. Hinum sögu- legu forsendum „byltingar- innar” eru gerð ágæt skil en fyrst og fremst hugleiðir Ascherson hvernig uppreisn verkalýðshreyfingarinnar hafi þróast og hver framtiðin gæti orðið. Þær hugleiðingar eru ef til vill litils virði nú og þó ekki, skilningur jú til gagns. Höfundursetur mál sitt skýrlega fram —leiðir m.a. að því rök að verkalýðsstéttin hafi ekki ætlað að taka foryst- una i ,,nýju” Póllandi, heldur hafi það hlutverk verið eftir- látið menntamönnum. En hvað verður nú? Iris Murdoch Punnscxcuir.# and ur>p».iídíwnabíe- ’Í iísKrÍass-/^ 'km > AtirtOR Of EA«TH!.y POWERS Anthony Burgess: Thc l.ong Day Wancs Pcnguin 1981 ■ Hér er komin i stóru og handhægu pappirsbandi sú skáldsaga sem fyrst vakti at- hygli á Anthony karlinum Burgess sem við höfum verið ósparir á að kynna hér í Helg- ar-Timanum. Eða réttara: skáldsögur þvi þær eru þrjár og gengu áður undir nafninu, Malayan Trilogy — Timefor a Tiger, The Enemy in the Blanket og Bed in the East. Sagan gerist skömmu eftir strið i Malaya. Þar sitja evrópskir nýlenduherrar, þjóðernisvitund fer vaxandi meðal innfæddra og óhjá- kvæmilegt að komi til harðra árekstra. List Burgessar eins og endranær fólgin i snilldar- legum léttleikandi stilog ekki siður makalausum karakter- um sem hann hristir fram úr erminni hvað eftir annað. Bókin er oft á tiðum stórkost- lega fyndin en varpar um leið ljósi á viðfangsef nið, tvo menningarheima sem hljóta að deila. S55B WEAPONS Fhe shaticring Irulh, about the intemational game of power. rnoncy and arms RUSSELL WARREN HOWE „Dagiiin sem þeir ætl- nðu að drepa hann...” — \ý skáldsaga eftir Gabriel Garcia Marquez fær geysilegt lof Arið 1973 — eftir valdarán Pinochets og herforingjakliku hans i Chile og morðið á Allende forseta — hét rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez frá Kólumbiu þvi að skrifa ekki íleiri skáldsögur fyrr en Pinochet hefði veriðhrakinn frá völdum. Nú hef- ur hann roíið heit sitt og það þykja unnendum bókmennta i meira lagi góð tiðindi. Tvær bækur hafa komið út á islensku eftir Marquez, báðar i þýðingu Guðbergs Bergssonar, rithöfundar. Liðsforingjanum berst aldrei bréf, og Hundrað ára einsemd —- sem óhætt er að telja eitthvert mesta stórvirki bók- menntanna siðustu áratugina að minnsta kosti. Þar segir frá heimi þorpsins Macondo og Búendia- fjölskyldunni sem hefur i sér fólgna hundrað ára einsemd. Marquez fór dálitið óvenjulega leið er hann ákvaö aö smiða þenn- an heim og setja á pappir. Hann byrjaði á þvi að skrifa vænan slatta af smásögum og lengri „nóvellum” (þar á meðal Liðs- foringjann) og hélt sig á sömu slóðum — er hann taldi sig reiðu- búinn sauð hann uppúr þessum sögum, eða réttara sagt andrúmslofti þeirra, Hundrað ára einsemd. Það er athyglisvert að er þessi mikla skáldsaga kom út var Marquez ekki orðinn fertugur að aldri en hann er fæddur árið 1928. Svo kom valdarán Pinochets og heit Marquez. Hann gaf að visu út eina skáldsögu til viðbótar, sem hann var þegar byrjaður að skrifa, og sú er varla siðri og Ein- semdin; það er Haust Patriarkans. Sú bók er um ein- ræðisherra i ónefndu landi Suður- eða Mið-Ameriku — um persónu hans og þau tök sem hann hefur á landsbúum, bæði lifandi og ekki siðurdauður. Mögnuðbók og ósk- andi hún kæmi einnig út á islensku. Marquez hefur engu glatað Þessi nýja bók sem kom út fyrir nokkrum mánuðum heitir á spænsku Crónica de una Muerte Anunciada, sem erfitt er að þýða á islensku svo vel fari — Frásaga af dauða sem hafði verið spáð, er mjög slæleg tilraun. Alla vega ber gagnrýnendum og lesendum saman um að Marquez hafi engan veginn glatað nokkru af hæfileik- um sinum. Krónika hans hefur þegar selst i 1,5 milljónum ein- taka, hún hefur verið þýdd á þrjú tungumál og verið er að vinna að þýðingu hennar á tiu tungur i við- bót. Hvarvetna i latnesku Ameriku ber gagnrýnendum saman um að þessi nýja bók standist fyrri bókum höfundarins snúning og það er ekki litið hrós. En um hvað er svo þessi bók? Hún gerist i Kólumbiu, heima- landi höfundarins en hann flúði i fyrra til Mexikó og kvað handtöku sinahafaveriðivændum. Ensem sagt, einhvers staðar í myrkvið- um Kólumbiu er syfjað þorp að vakna til lifsins er halda á mikla brúðkaupsveislu. Eftir að veislan hefur náð hámarki skundar ákaf- ur brúðguminn á braut með feimna brúði sina en kemst að þvi sér til algerrar örvæntingar að hún er ekki óspjölluð mær, og slikt er ekki gott. Brúðguminn hverfur á braut, brúöurin er dæmd til ævilangrar einsemdar og tviburabræður hennar sverja þess dýran eiö að hefna niðurlæg- ingar fjölskyldunnar. Mikil saga siglir i kjölfarið og niðurstaðan veldur varla nokkrum furðu — nema ef til vill fiflara ungu brúð- arinnar. Það er hægur vandi að gruna Gabriel Garcia Marquez um að skáldsögur hans fæðist með fyrstu setningunni — fyrsta setning þessarar Króniku sver sig i hans ætt: „Daginn sem þeir ætluðu að drepa hann, vaknaði Santiago Nasar klukkan hálf sex að morgni...” —ij. ■ Garcia Marquez. Hann hefur ástæðu til að vera kátur þó Pinochet sé enn við völd i Chile. Hundurinn leggur kapal... — „Nítján smáþættir” eftir Matthías Johannessen Matthias Johannessen: Nitján smáþættir Bókaútgáfan Þjóðsaga 1981 ■ Þessi litla bók laumaðist út úr prentsmiðju rétt fyrir jólin og lét ekki mikið fara fyrir sér: hún er gefin út i tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Bókaútgáfunn- ar Þjóðsögu er númeruð og árituð af höfundi og ekki, hygg ég, send á almennan markað nema i mjög takmörkuðum mæli. Viðhafnar- útgáfa, sem sé. Þvi til staðfest- ingar hefur verið gælt töluvert við útlit bókarinnar, það er dálitið ó- vanalegten aðlaðandi. Mér þykir þetta vera býsna skemmtileg leið útgáfunnar til að minnast afmæl- is sins. Sér i lagi vegna þess að „sögurnar” eru góð lesning. „Sögurnar” innan gæsalappa, vegna þess að hér er tæpast um eiginlegar smásögur að ræða — nafn bókarinnar segir sitt. Hér eru þættir, frásögur þar sem sögumaður er visast Matthias sjálfur, hugleiðingar af ýmsu tagi, stundum næstum prósaljóð. Viðfangsefnin eru mörg, en mikið berá minningum af ferðum utan- lands — þeirrar gerðar er sá þátt- ur sem mér þykir i hópi hinna bestu: „Kristsmyndarherberg- ið”. Kemur þar hvorttveggja til að hann er ákaflega fallega skrif- aður og hitt að mynd Matthiasar af konunni sem leigir sögumanni Kristsmyndarherbergið er bæði skýr og áhrifamikil. Þetta er kona sem trúir ofsalega á Krist sinn en einhvers staðar á leiðinni hefur boðskapur hans glatast, eft- ir stendur skurnin ein og þar inni harðneskja. Sagan endar á þessa leið: ,,... það er i hugsjóninni sem fólk týnir áttum og i takmarkinu sem það hættir að vera mann- eskjur. Fyrir þá opinberun verð ég frú Arndal ævinlega þakklát- ur.” Allsendis ólik þessari sögu eru „KynniMagnúsar fréttamanns af Birni i Birkihlið (á örlaga- stundu)” — það er meitluð frá- saga af manni sem er hættur að vænta neins og hættur að hlakka til. „Það er maður hér um bil dauður”. Hann fer á fund Björns i Birkihlið sem segir fátt sem hönd er á festandi, en einhvern veginn stappar hann stálinu i Magnús fréttamannog hann fer burt sátt- ur við guð og menn. Þessari sögu fylgir tilvitnun i viðtal sem Arni Þórarinsson átti við Matthias fyrir rúmum fjórum árum. Matt- hias segir þar: „Það er margt i örlögum islenzku þjóðarinnar sem minnir mig á Grettis sögu. Það er eitthvað i Gretti sem loðir við mig. Við erum alltaf að slást við einhver Glámsaugu án þess að þurfa þess”. Það kann að virð- ast furðuleg dirfska að vitna i sjálfan sig með þessum hætti en þarna, og i samhengi við söguna á það ekki nema vel við. Hass Nokkrir þættir eru i bókinni „af einkennilegum mönnum”, eins og til að mynda systkinunum Borg- hildi og Sigurði sem áttu saman barn, hún var stórlynd, hann lét reka. Og auðvitað farnaðist hon- um ólikt betur en henni. A ansi skemmtilegan hátt fléttar Matt- hias inn i þessa sögu þætti af manninum sem hafði gaman af að segja öðrum söguna af þeim systkinum. Þessi saga heitir „Burðurinn”. Ég gæti nefnt fleiri sögur en það ererfittað taka einhverjar þeirra út úr, umfram það sem þegar hef- ur verið gert. Yfirlætisleysið er aðal þeirra flestra, þær eru vel skrifaðar og af næmleika skálds- ins. Sumar þeirra aukinheldur fyndnar. Einn örstuttan þátt vil ég þó nefna að lokum — hann heitir hvorki meira né minna en „Hass”. Ekki nema á að giska tvö hundruð orð. Sögumaður kemur I heimsókn til konu, að spyrja eftir manninum hennar. Þá er hann á spitala, segir hún. „Augu hennar voru fjarlæg og gagnsæ, raunar einungis tóttir i beinagrind.” Hún talar dálitið, maðurinn ruglast saman við hundinn á heimilinu, hundurinn leggur kapal og þröst- ur breytist i heimakomna haga- mús. Mætti segja mér að hér vekti fyrir Matthiasi að draga upp mynd af áhrifum hassneyslu. Og myndin sem hann dregur upp er sterk og skýr og skemmtileg — þrátt fyrir allt. Það eru þættir eins og þessi sem nálgast það helst að vera prósaljóð. í heild lætur þessi bók ekki mik- ið yfir sér. En hún er ljómandi góð. Illugi Jökulsson ■ Matthias Johannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.