Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.01.1982, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. janúar 1982 23 vandlega rússneska ballerinu sem einnig var ástkona stórher- toga við hirð keisarans. Þannig varð hann sér úti um enn meiri pantanir. Róið öllum árum að heimsstyrjöld Arið 1890 gerðust þau tiðindi að Zaharoff og keppinautur hans Maxim gengu i félag saman, er Nordenfelt sameinaöist fyrir- tæki Maxims. Samstarf þeirra varð með miklum ágætum, þrátt fyrir þaðsem á undan var gengið. Nokkru siðar gengu öll helstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims i laustengt bandalag — Maxim-- Nordenfelt, Barrow Shipbuilding Company, Vickers, Krupp og Sig- mund Loewe i Þýskalandi, Nóbel Dýnamit i Sviþjóð, ýmis frönsk og itölsk f yrirtæki og loks Bethíehem Steel i Bandrikjunum. Einhvers staðar i bakgrunni sveimaði Rothschild lávarður. Náttúrlega áttu öll þessi fyrirtæki sameigin- legra hagsmuna að gæta, að sem flest strið brytust út og Zaharoff reyndist öllum fremri i að hleypa af stað átökum. Bæði i Afriku og Evrópu, og siðar i Suður-Ame- riku, var hann ákaflega iðinn við þetta og siðan seldi hann báðum sömu vopnin. Til þess að koma i veg fyrir að of mikið bæri á starf- semi hans beitti hann sömu ráð- um og Alfred Krupp i Þýskalandi, keypti dagblöð og notaði siðan til striösæsinga.eða til að þagga nið- ur hugsanleg hneykslismál. Um aldamótin var ófriðvænlegt um að litast i heiminum og útlit fyrir að þá og þegar gæti brotist út heimsstyrjöld. Stórveldin vig- bjuggust af kappi og vopnafram- leiðendur ýttu að sjálfsögðu undir það með öllum tiltækum ráðum. Margir sagnfræðingar vilja ganga svo langt að segja að vopnaframleiðendur og vöpna- salar hafi beinlinis hleypt fyrri heimsstyrjöldinni af stað, með linnulausum áróðri sinum, og má það til sanns vegar færa. Og eng- inn gekk vasklegar fram en Basil Zaharoff. Dæmiö um afskipti hans af velska stjórnmálamann- inum og friðarsinnanum David Lloyd George er afar einkennandi fyrir vinnubrögö hans. Lloyd George var aðal „óvin- ur” Zaharoffs á árunum fyrir heimsstyrjöldina og vopnasalinn var ákveðinn i að koma honum á kné. Hann réöi i þjónustu sina ungverskan gyðing sem nýfluttur var til Bretlands, Ignaz Trebitsch hét hann en breytti nafni sinu i Timothy Lincoln. Lincoln gerðist prestur i Englandskirkjunni en það var honum kleift vegna mjög svo dularfullrar gráðu i guöfræði frá háskóla i Kanada. Lincoln bauð sig siðan fram til þings, afl- aði sér stuðnings Lloyd George, og náöi kosningu — hann varö einn helsti aðstoöarmaður Lloyd George en var i raun leppur Zaharoffs. Það var Lincoln sem fann snöggan blett á Lloyd George og sá Zaharoff fyrir sönn- unum. Þannig var mál með vexti að velski stjómmálamaðurinn var sist við eina fjölina felldur i ástamálum, hann átti sér fjöl- margar hjákonur og það á tima er framhjáhald þýddi nánast dauða- dóm fyrir breskan þingmann. Ein hjákvenna hans var engin önnur en Emily Ann Burrows, fyrrver- andi eiginkona Zaharoffs! Þarna komst vopnasalinn i feitt og og einnig Þjóðverjar en Lincoln var njósnari þeirra, auk þess að vinna fyrir Zaharoff. Zaharoff lét vit- neskju sina um ástamál Lloyd George berast áfram til umboös- manns sins i Suður-Ameriku en hann lét Michel Clemenceau og var sonur Georges Clemenceau, forsætisráðherra Frakka. Clem- enceau eldri hataöi Lloyd George og mun hafa notað upplýsingar Zaharoffs til aö þröngva Velsbú- anum út af vegi friöarstefnunnar. Blómlegur bissness að baki viglínanna Siðustu árin áður en styrjöldin' braust út var Zaharoff á stöðug- um þeytingi, ýmist á eigin vegum eða bandamanna sinna. Þá bjó hann i Paris og var mikilsmetinn þjóðfélagsþegn, þó að venju setti hann eigin hagsmuni ofar hags- munum heimalands sins. Hann var orðinn geysiauðugur maður og keypti sig inn i stjórnir margra stórfyrirtækja og banka, sjaldn- ast var fyrirstaða nokkur. Hann vopnaði Grikki gegn Tyrkjum, Tyrki gegn Serbum, Serba gegn Austurriki. Sambönd hans við Tyrki leiddu til þess að Rússar ó- kyrrðust og pöntuðu þegar meiri og betri vopn frá honum. Annars höfðu Rússar slæma reynslu af Zaharoff, hann hafði séð fyrir vopnum i styrjöldinni við Japan 1905, en siðar kom i ljós að hann hafði séð Japönum fyrir betri vopnum. Erstriðið braust loks út i ágúst 1914 jókst eftirspurn eftir vopnum náttúrlega griðarlega. Zaharoff varfyrst og fremstætlað að þjóna Bandamönnum — Bretum, Frökkum og Rússum — en hann, eins og allir vopnasalar og — framleiðendur, hélt þó áfram að leika tveimur skjöldum. Fjörug viðskipti áttu sér stað milli striðsaðila að baki vi'glin- anna og þau viöskipti lengdu stríðið óumdeilanlega. Vopna- framleiðendur notuðu áhrif sin meðal herforingja landa sinna til að tryggja að aldrei var ráðist á meiri háttar hergagnaverksmiðj- ur enda þótt lægi í augum uppi aö slikt gæti lamað afl andstæðings- ins. Mörg dæmi eru til um þjón- ustu Zaharoffs við Þjóðverja i fyrri heimsstyrjöldinni, sömu- leiðis sá Krupp Frökkum fyrir ýmsum nauðsynjum. Það var margt öfugsnúið i þessu striði. Þýskir hermenn sem réðust gegn Rússum mættu Krupp-fallbyss- um og Austurrikismenn voru stráfelldir af Skoda-vélbyssum sem framleiddar voru i Austur- riki. Þ.ýskur þingmaður sem átti vopnaverksmiðjur i Rússlandi hélt áfram að starfrækja þær meðan á striðinu stóð. Franska vopnafyrirtækið Le Niekel hafði i stjórn ekki aöeins Basil Zaharoff heldur og tvo Þjóðverja, fulltrúa Krupp og Frankfurter Metallges- ellschaft en Vilhjálmur Þýska- landskeisari var stjórnarformaö- ur þess fyrirtækis. Og svo fram- vegis. Zaharoff sgöi vini si'num eftir stríöið: „Ég heföi þrisvar sinnum getað bent Bandamönn- um á vel framkvæmanlegar árás- ir sem hefðu eyðilagt i eitt skipti fyrir öll hergagniðnað óvinanna. En þaö hefði eyðilagt iðnaö sem tekiö hafði heila öld að koma á fót.” Arið 1918, áður en striðinu lauk, fór Zaharoff í leynilegt feröalag til Þýskalands og auövitaö beina leiö á fundar vinar sins, Krupps. Þá var Zaharoff farinn að hafa verulegar áhyggjur af uppgangi sósíalista og kommúnista og vildi að stórveldin semdu frið áður en itök kommúnista ykust enn meir. Zaharoff teygði njósnanet sitt viða um lönd og menn hans i Rússlandi höfðu sagt honum i smáatriöum frá áætlunum bolsé- víka um heimsbyltinguna. Þáttur þeirra félaga i'vopnahléinu sem á endanum var samið er óljós en þó má viða greina fingraför þeirra. Og eftir striöið tókst Zaharoff að koma i veg fyrir að Lloyd George þjóðnýtti hergagnaiönaðinn i Bretlandi, ef til vill þurfti hann ekki annað en spyrja Uti heilsufar Emily Ann... „Mannvinurinn mikli” auglýsir eftir kóngi Um sama leyti fjármagnaði hann — að mestu úr eigin vasa — strið Grikkja gegn Tyrkjum, af ást til Grikklands, aö sagt var, og var þá svo umsvifamikill i Aþenu aö lögreglustjórinn þar kvaö hann hafa 160 menn á sinum snærum, „þar á meðal 27 dæmda þjófa, 21 fjárhættuspilara, 20 „hvitaþræla- sala” 10 smyglara og 8 grunaða moröingja”. Þetta strið mis- heppnaðist aö visu en ekki vegna þess að Zaharoff legði ekki sitt af mörkum. Leyniþjónusta hans þótti sér i lagi fullkomin en hún var siðar tekin aö mestu i bresku leyniþjónustuna. Yfirmaður leyniþjónustu Zaharoffs var Arthur nokkur Gregory, prest- sonur frá Southampton sem seinna var dæmdur i fangelsi fyrirað selja i'umboössölu á veg- um stjórnar Ihaldsflokksins að- alstign og aðra titla sem eftir- sóknarverðir þóttu. Zaharoff var nú kominn um sjö- tugt og fór að minnka við sig. Hann eyddi hhita af auð sinum i að afla sér virðingar og vináttu •‘ÍSSISÍ betri borgara með þvi til dæmis að stofna prófessorsembætti við háskóla, efna til bókmenntaverö- launa og svo framvegis. Um þetta leyti festist lýsingin „mannvinur- inn mjkli” við hann i vestrænum blöðum. Jafnframtbeittihann sér af öllum mætti gegn kommún- isma og kann aö hafa átt einhvem þátt i morðunum á Rósu LUxem- burg og Karl Liebknecht, helstu foringjum þýskra kommúnista. Um leið stóð hann þó i samning- um, fyrirhönd Lloyd George, við bolsévika i hinum nýstofnuðu Sovétrikjum. Eftir að Grikkjum mistókst i striöi sinu viö Tyrki átti Zaharoff beinan þátt i að koma konungs- veldi á ný á laggirnar i Grikk- landi og hann lét Arthur Gregory auglýsa i breskum blööum eftir „breskum herramanni” sem væri til i að gerast kóngur yfir Albön- um. Harry Sinclair, bandariskur oliukóngur, var um tima álitínn liklegur til tignarinnar en aö lok- um réðu ítalir þvi að albanskur aðalsmaður hlaut hnossið. Ariö 1923 gerðist þaö að hinn kolvitlausi hertogi af Villafranca lést loks á geðsjUkrahúsi á Spáni og dyggur förunautur Zaharoffs konan hans, var loks frjáls. Þau gengu i hjónaband áriö eftir en Marie lést eftir aöeins 18 mánaða hjónaband. Þá var fariö að syrta i álinn fyrir Zaharoff. Eftirspurn eftir vopnum var litil og hann sjálfur dcki jafn þróttmikill og fyrrum. Tilaðhafa nú eitthvaö aö gera keypti hann stærsta spilavit- ið i Monte Carlo og settíst aö i Mónacó, bjó þar á hóteli sem hann áttisjálfur það sem eftir var ævinnar. Hann létti sér lifið eftir lát ástkærrar eiginkonu meö þvi að halda fjölmargar ástkonur, þó kominn væri á áttræðisaldur, og ekki heyrðist nein þeirra kvarta. Jafnframt gerði hann sittýtrasta tíl aö eyöa öllum skjölum um hér- vist sína, sendi menn sina um öll lönd og oftastnær hurfu flestar þarlendar skýrslur um Basil Zaharoff i kjölfar þeirra heim- sókna. Skemmtanir: að lesa eigin minningar- greinar Ekki gaf hann þó vopnaviö- skiptin algerlega upp á bátínn og er kom fram á fjórða áratuginn rann upp betri tiö með auknum vigbúnaöi. Áriö 1932 — er hann var 83ja ára — kom Zaharoff þeirri sögu á kreik aö hann hefði átt viöræður við Hoover Banda- rikjaforseta um vopnasölumál og hefðu viðræöurnar farið fram á snekkju forsetans, Corsair, i Washington. Bandariskir blaöa- menn komust fljótt aö þvi aö snekkjan var þá i viðgerð i New York svo þeir ályktuðu að engar viöræöur heföu átt sér staö. En Zaharoff var þeim snjallari — hann haföi i rauninni átt fund með Hoover en þeir höfðu veriö haldn- ir i Hvita húsinu. Tilgangur hans var að hvetja Bandarikin til að taka ekki þátt i ráðstefnu um af- vopnunarmál sem stóö þá fyrir dyrum. Um sama bil studdi hann fasista I Þýskalandiog á Spáni og beitti sér f yrir auknum vopnaiðn- aði i' Frakklandi, Belgiu, Hollandi og Lúxembúrg. Þar mætti hann harðri andstöðu þriggja manna — Radziwill prins, og kaupsýslu- mannanna Mayrich i Lúxemburg og Lowenstein i Belgiu. Lowen- stein hvarf á dularfullan hátt úr flugvél sinni yfir Ermarsundi. Mayrich dó I bilslysi sem engin vitni voru aö. Radziwill var myrt- urog konan sem eitraöifyrir hon- um var dæmd geðsjúk. Siðustu árunum eyddi Zaharoff 1 Mónacó. Hann var þá bundinn við hjólastól en enn sami blekk- ingarmeistarinn. Stundum lét hann tilkynna lát sitt, tíl þess eins að geta lesiö minningargreinar um sig i blöðunum, og skemmti sér dátt. Leyniþjónusta hans var jafn virk og áður — árið 1934 sagöi hann frönskum stjórnmálamanni hvaða áhrifamenn i Þýskalandi væru Hitler hættulegastir: allir þeir sem hann nefndi tóku siöar þátt i samsæri gegn Foringjan- um. Hann dó 28. nóvember 1936 og var grafinn við hlið hertogaynj- unnar sinnar. Geysilegur auöur hans hefur aldrei fundist. — ij. tök saman. UTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i smiði og uppsetningu á lokum i Sult- artangastiflu. Hér er um að ræða tvær geiralokur (6,5 x 4,0 m) og tvær hjólalokur (5,5 x 4,0 m) ásamt tilheyrandi búnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik, frá og með mánudeginum 11. janúar 1982 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 400.- fyrir fyrsta eintak, en kr. 200.- fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 14:00 föstudaginn 12. mars 1982, en sama dag verða þau opnuð opinberlega á Hótel Sögu við Melatorg i Reykjavik. Reykjavik, 8. janúar 1982 LANDSVIRKJUN St. Jósefsspítali Landakoti óskar að ráða tvo aðstoðarræstingastjóra, hvorni 50% starf. Upplýsingar gefur ræst- ingastjóri spitalans i sima 19600. St. Jósefsspitali, Landakoti, simi 19600 Fóstrur Fóstrur óskast i eftirtalin störf: 1. Hálft starf við leikskóla við Háholt frá 1. aprii n.k. Umsóknarfrestur er til 15. febr. 2. Heilt starf fóstru við leikskóla við Viði- gerði frá 1. mars n.k. Hlutastarf kemur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar um störfin i sima 93-1211 Félagsmálastjóri Kirkjubraut 2 Akranesi. SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval fiskjar: Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar — ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.