Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. janúar 1982 ' 7 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ RÉTT fyrir jólin myndaöi Wil- fried Martens rikisstjórn i Belgiu eftir stjórnarmyndunarþóf, sem hafði staðið hátt á annan mánuð. Þetta er fimmta rikisstjórnin, sem Martens hefur myndað á þremur árum. Meðalaldur hinna fjögurra stjórna hans var sjö mánuðir. Martens er einn af þremur leið- togum Kristilega flokksins, sem hafa skipzt á um að fara með stjórnarforustu allmörg undan- farin ár. Hinir eru Leo Tindeman og Mark Eyskens. Sumir telja Martens minnstan skörung þeirra. Hann þykir hins vegar laginn samningamaður og sam- starfsflokkarnir virðast sætta sig betur við forustu hans en þeirra Tindemans og Eyskens. Þingkosningar fóru fram I Belgiu snemma i nóvember. Þá fór með völd samsteypustjórn kristilegra og jafnaðarmanna undir forustu Eyskens. Hún sprakk vegna þess, að ekki náöist samkomulag um stuöning við stáliðnaðinn i Valloniu. Þess vegna var efnt til kosninga. Orslit þeirra urðu þau, að Kristilegi flokkurinn beið mikinn ósigur. Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægriflokkurlandsins, vann mik- ið á. Jafnaðarmenn bættu nokkuð stöðu sina. Sama gilti um þjóð- ernissinnaða smáflokka i Valloniu og Flandern. Hin nýja rikisstjórn Martens er samsteypustjórn Kristilega ■ Wilfried Martens Vísitölukerfið NATO-rfkin vara Sovét- ríkin vid ■ Aðildarriki Atlantshafs- bandalagsins vöruðu i gær Sovétrikin við og sögðust reiðubúin að gripa til þving- unaraðgerða i efnahags- málum, sem á öðrum sviðum, ef ástandið i Póllandi fer ekki batnandi. Þetta kom fram i yfirlýs- ingu sem send var út i Brússel i gær, eftir sérstakan fund utanrikisráðherra NATO rikj- anna. Þar sagði jafnframt að Sovétrikin hefðu engan rétt til þess að vera með afskipti af stjórnmálalegri eða þjóðhags- legri þróun i Póllandi. t yfir- lýsingunni segir að ráðherr- arnir hafi timasett hvernig þvingunaraðgerðum i efna- hagsmálum verður háttað. 1 yfirlýsingunni sagði einnig að sérhver rikisstjórn aðildar- rikja NATO myndi einnig taka til athugunar hvort takmarka bæri umsvif sovéskra diplo- mata á Vesturlöndum, t.d. með þvi að skera niður visindalega og tæknilega sam- vinnu við Sovétrikin. Voru þrjú skilyrði tilgreind i yfirlýsingunni, fyrir þvi að NATO rikin tækju upp eölileg samskipti við Póiland á nýjan leik. Bundinn verði endir á gildi hernaðarlaga i Póllandi. Föngum, sem verið hafa i fangelsi siðan lögin tóku gildi, verði sleppt úr haldi, og við- ræður á milli rikisins, kirkj- unnar og verkalýðshreyf- inganna verði hafnar á nýjan leik. 1 niðurlagi yfirlýsingarinnar kom fram að NATO rikin for- dæma harðlega að mann- réttindi séu fótum troðin i stórum stil i Póllandi og einnig niðurskurð borgaralegra rétt- inda i Póllandi. Utanrikisráðherrar Pól- lands og Sovétrikjanna funduðu i Moskvu i gær og for- dæmdu þeir það sem þeir köll- uðu afskipti vestrænna rikja af innanrikismálum Póllands. Fordæming þeirra var gerð opinber, áður en fundi utan- rikisráðherra NATO rikjanna i Brussel lauk i gær. Sovéska fréttastoían Tass, sagði i gær að afskipti vest- rænna rikja af innanrikis- málum Póllands, væru gróft brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna, svo og Helsinkisátt- málanum. ógnar Belgíu Tekst Martens að ráða við það? ■ Uppdráttur, sem sýnir fylkin f Belgiu flokksins og Frjálslynda flokks- ins. Hún styöst við 113 þingmenn, en alls eru þingmenn 212. Jafnaðarmenn eru i stjórnarand- stöðu. Ottazt er að það geti aukið þjóðernisdeiluna i landinu. Jafnaðarmenn eiga aðalfylgi sitt i Valloniu. ÞAÐ er efst á verkefnalista hinnar nýju rikisstjórnar að gera ráðstafanir vegna efnahagsvand- ans, sem hvergi er meiri i Vest- ur-Evrópu. Atvinnuleysi er gifur- legt og erlendar skuldir hlutfalls- lega meiri en viðast annars staö- ar. Framundan blasir við enn aukið atvinnuleysi og greiðslu- þrot i erlendum viöskiptum. Þaö ræður mestu um efnahags- erfiðleikana i Belgiu að laun hækka þar sjálfkrafa samkvæmt framfærsluvisitölu, llkt og hér. Belgia mun eina rikið á megin- landi Evrópu, sem enn býr við slikt fyrirkomulag i launamálum. Af þessum ástæðum eru þar há laun, en þau hafa dregið úr sam- keppnishæfni atvinnuveganna og leitt til hins mikla atvinnuleysis. Fjárhagshruni hefur verið afstýrt með skuldasöfnun erlendis. Þessi leið er ekki fær lengur. þess vegna hyggst hin nýja rikis- stjórn að gripa til róttækra úr- ræða. Hin helztu eru þessi: 1. Útgjöld rikisins verða lækk- uð. Gert hafði veriö ráö fyrir tekjuhalla á fjárlögunum 1982, sem næmi 328 milljöröum belgískra franka. Ráðgert er að lækka hallann i 200 milljarða með niðurskurði á útgjöldum. Skattar veröa ekki hækkaðir. 2. Atvinnufyrirtækjum verður veitt aukin fyrirgreiðsla meö nokkurri lækkun á sköttum eða úr 48% i 45%, leyfilegar afskriftir verða auknar og skattafrádráttur aukinn vegna fjárfestingar. 3. Sambandið milli launa og framfærsluvisitölunnar veröur ekki rofiö, eins og fyrirhugað var i fyrstu, en hins vegar sett þaö mark, að slikar launahækkanir veröi ekki meiri en 3% hverju sinni. Búizt er viö þvi, að þessar fyrir- ætlanir sæti harðri andspyrnu jafnaðarmanna. BELGISKU stjórnmála- flokkarnir hugðust leysa þjóð- ernisdeiluna fyrir nokkrum misserum meö þvi að veita Flandern og Valloniu verulega heimastjórn. Jafnframt var kom- ið upp sérstjórn fyrir höfuðborg- ina, sem ella heföi fylgt Flandern, en þvi mótmæltu Vallónar. Þótt ótrúlegt kunni að þykja, rekja mörkin, sem nú eru viður- kennd milli Vallonlu og Fland- erns, sögu sina til valdatima Rómverja á þessum slóðum. Sókn þeirra stöðvaöist á sinum tima nálægt þessum landamærum. Siðan hafa Vallónar talað frönsku, en Ibúar Flanderns hol- lenzku eöa skylt mál. A siöustu öld og á fyrri hluta þessarar aldar urðu framfarir öllu meiri i Valloniu en i Flandern og lifskjör heldur betri. Nú hefur þetta snúizt við. Atvinnuleysi er t.d. mun meira i Valloniu en I Flandern. Veruleg hætta er talin á þvi, aö hinar fyrirhuguöu efnahagsaö- gerðir reynist þungbærari i Valloniu en i Flandern. Vafalitið er álitiö, að þaö geti oröiö vatn á myllu jafnaðarmanna. Hitt þykir þó alvarlegra, ef það verður þjóð- ernissinnum til stuönings og gef- ur skilnaðarhreyfingu byr I segl- in, en sú skoðun virðist vera að vinna fylgi i Valloniu, að skásti kosturinn muni vera að slita al- veg böndin milli Valloniu og Flandern. Þriðja vandamál blöur svo úr- lausnar, sem getur reynzt stjórn Martens erfitt. Það er staösetning eldflauganna, sem eiga að vera i Belgiu samkvæmt áætlun At- lantshafsbandalagsins frá 1979. Samkvæmt henni eiga 48 banda- riskar eldflaugar að vera stað- settar i Belgiu. Sennilega mætir staösetning þeirra enn meiri mót- spyrnu i Valloniu en i Flandern. Þetta getur orðið illleysanlegt vandamál. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Enn gífurlegir kuldar í Evrópu ogUSA ■ Hið mikla kuldakast i Evrópu og Norður-Ameriku heldur áfram að orsaka mikia örðugleika. Flóð og ishröngl hafa þegar valdið miklu tjóni i Póllandi og óttast er um margar stiflur þar i landi. I Suður-Wales á Bretlands- eyjum hafa björgunarsveitir verið að störfum við að kom- ast i samband viö fólk, sem hefur verið einangrað lrá um- heiminum frá þvi sl. föstudag, vegna fannfergis. Stór svæði i Frakklandi eru nú á kafi i snjó. Vegna gifurlegra loft- kulda og stillu, hefur loft- mengun aukist mikið að undanförnu yfir tyrknesku höfuðborginni Ankara, og hafa yfirvöld þar I borg, nú skipaö börnum og eldra fólki að halda sig innandyra. 1 mörgum borgum Bandarikjanna hefur kuldinn aldrei mælst svo mik- ill, sem siðustu daga og þessir -- mikiu kuldar hafa orðið tii þess að skammta heíur þurft orku til þúsunda Bandarikja- manna. Utanríkisráð- herra Malasíu fannst á llfi , ■ Utanrikisráðherra Malasiu, sem var talinn hafa látið lifið i fyrradag, þegar flugvél hans hrapaði i frum- skóga norður af höfuðborginni, fannst á lífi i gær. Það var leitarflokkur sem fann hann ekki fjarri þeim stað þar sem vélin hrapaði. Ráðherrann var sá eini sem komst lifs af, en flugmaðurinn og lifvörður hans létu lifið. Ráöherrann hlaut aðeins litilsháttarmeiðsli á handlegg og brjóst og var svo heill heilsu, þegar hann fannst, að hann gat lýst björg- un sinni fyrir fréttamönnum. Sagði hann að flugvélin heföi verið i u.þ.b. 3000 feta hæð, þegar hún rakst á trjátoppa utan i hlið. Honumjókst að stökkva út úr vélinni, áöur en hún skall á jörðinni, en leitar- flokkurinn fann félaga hans látna i flugvélarflakinu. tsrael: Deilurnar á milli rikisstjórnar tsrael og landnemanna á Sínaiskaga, sem eiga að flytjast þaðan á brott, áður en ísrael af- hendir Egyptum skagann standa enn. Stjórnin bauð hinum 5000 ísraelsmönnum, sem verða aö yfirgefa Sianaiskágann i april, auknar bætur, en fulltrúar þeirra sem á skaganum búa hafa hafnað þessu tilboði. ítalia: Lögreglan I Róm greindi frá þvi i gær að henni hefði tekist aðafla sér þýðingarmikilla upplýsinga um Rauðu herdeildirnar, hryðjuverkamennina á Italiu, i fyrradag, þegar 12 manns voru handteknir i Róm. Handtökur þessar fóru fram vegna leitar lög- reglunnar að bandariska hershöfðingjanum sem herdeildirnar rændu fyrir allnokkru, en enn hefur leitin ekki borið árangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.