Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1982, Blaðsíða 8
& Þriöjudagur 12. janúar 1982 iifiámi® utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: 'Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auólýsinqasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. Verö í lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaöaprent hf. Af hverju verda börn afbrotamenn? ■ I nýársávarpi sinu til þjóðarinnar vakti forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, sérstaka athygli á vaxandi fikniefnaneyslu unglinga i landinu, og beindi eftirminnilegum hvatningarorðum til unga fólksins um að fara ekki inn á braut eitur- lyfjaneyslunnar. Fátt getur verið hörmulegra fyrir foreldra en að horfa á eftir börnum sinum inn i heim eitur- lyfja og afbrota. i mjög athyglisverðri grein eftir séra Árelius Nielsson, sem birtist i nýlegu tölu- blaði timaritsins Verndar, kemur fram sú skoð- un, að fullorðna fólkið beri þar mesta sök. Árelius segir m.a.: „Eins og viða hefur komið fram i miklu orða- skvaldri um hið svonefnda Hallærispian og unglingavandamál, þá er allt slikt fullorðna fólk- inu, okkur eldri kynslóðinni, að kenna. Skilnings- leysi, heimska og sjálfselska uppalenda skapa eða örva allt, sem heitir unglingavandamál. Æskan heíur að sjálfsögðu alltaf sin sérstöku viðhorf til lifsins, byggð á óskhyggju og félags- þörf, sem hverjum heilbrigðum unglingi er i brjóst lagið. Það er svo verkefnið, hvernig þessu er tekið og hvað er gert til að beina óbeisluðum krafti æskuáranna á heillabrautir. Þar sá erfiðisþörfin fyrir mestu hér fyrrum, meðan nýta þurfti likamskrafta hvers ungmennis myrkranna á milli. í upphafi þessarar aldar, þegar fyrst hillti undir frjálsar stundir til leiks og óska, tóku ungmennafélögin og iþróttastarfið við þvi hlutverki, sem leiddi til heiliarikra áhrifa og framfara, sem að vissu leyti vara enn i dag. En siðar breyttust aðstæður allar. Tómstundum fjölgaði og þær eru nú oft yfirgnæfandi annars vegar, og hins vegar getur skólagangan, með öll- um sinum óskum og kröfum, orðið hrein kúgun þeim unglingum, sem ekki eru gæddir lestrar- löngun og námsþrá. Verst hefur þó orðið til að skapa æskunni at- hvarf á Hallærisplani heimskunnar tvennt, sem ekki var til á fyrstu áratugum aldarinnar: óhóf- legt eftirlæti og áfengisneysla.” Siðar segir Árelius: „Uppeldisvisindi og rannsóknir á þvi sviði telja nokkur atriði, sem orðið geta á vegi flestra barna, vera helstu orsakir þess, að þau lenda sem unglingar á villigötum og verða áður en af veit afbrotamenn og sibrotafólk, jafnvel hermdar- verkamenn og eiturneytendur. Það er einmitt óhóflegt eftirlæti, og takið eftir, elskandi uppal- enda, talið fyrsta orsökin. En i þá átt hefur heil kynslóð, eftirstriðskynslóðin, leitað eins og sefjuð hér á íslandi... Næsta aðalorsökin eða atriðið á vegi uppeldis, sem skapar afbrotamenn, er óhóf- leg áfengisneysla uppalenda. Siðasta aðalorsökin eru svo þau heimili og sá félagsskapur, þar sem uppreisnarhugur og óreiða rikir ásamt sifelldum erjum og andúð gegn öllu og öllum.” Það er vafalaust rétt hjá greinarhöfundi, að heimili eða heimilisleysi er sterkasti þátturinn i þessu efni, foreldrar eða staðgenglar þeirra aðal- atriðið. Þar eru hornsteinar og jarðvegur gæfu eða gæfuleysis. Vonandi gefa landsmenn sér tóm til að staldra við i lifsgæðakapphlaupinu og huga að þessari staðreynd, þvi ekkert getur verið dýr- mætara en börnin, sem eru að vaxa úr grasi. — ESJ. á vettvangi dagsinsiftta Sjónvarpid á villigötum eftir Gudna Ágústsson, mjólkureftirlitsmann, Selfossi ■ Miövikudaginn 9. desember s.l. hóf göngu sina nýr dagskrárliBur i sjónvarpinu, sem kynntur var á þá leið: Starfið er margt. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Mjólk i mál. Með þessum þætti hleypir sjón- varpið af stokkunum flokki fræðslumynda um ýmsa þætti at- vinnulifs á Islandi. í þessum fyrsta þætti greinir frá mjólkur- iðnaðinum, litið er við á einu stærsta kúabúi landsins, svipast um i Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og sýnt hvernig ýmsar mjólkurafurðir eru fullunnar. Þannig hljóðaði kynning sjón- varpsins á þessum fyrsta þætti atvinnulifsmynda, sem fyrirhug- að er að sýna á næstunni. Ér hygg að mörgum hafi verið likt farið og undirrituðum að til- hlökkun rikti og eftirvænting að sjá þennan fyrsta þátt, og ég varð þess var að margir höfðu á orði að loksins væru ráðamenn sjón- varpsins að átta sig á þvi fræðslu- og menningarhlutverki sem stofnunin ætti að gegna. Þaö er nál margra að sjónvarp- ið hafi brugöist þeim vonum, sem margir bundu viö það i upphafi, sem kannske stafar af mörgum ástæðum s.s. fjárskorti, aöstöðu- leysi ofl. ofl. Það sem er þó það versta, er það að ráðamenn þjóðarinnar og ekki sist þeir, sem kjörnir eru til að fara með málefni sjónvarpsins hafa ekki enn áttað sig á þeim styrk, sem miöillinn býr yfir, hvort heldur er aö hafa áhrif til ills eða góðs. Sjónvarpið er fjölmiðill heillar þjóðar og stærstur hluti lands- manna mun horfa á t.d. fréttir þess og islenska þætti ofl. ofl., þvi hefur sjónvarpið stórum skyldum að gegna við fólkiö í landinu og verður aö gæta vöndunar i efni og efnismeðferö og hlutleysis. Ég hygg að starfsvenjur og reglur séu ekki nógu fast mótaðar hjá stofnuninni t.d. hvernig skuli staöiö að fréttaöflun og mati á þeim. Hvernig skuli staöið að þátta- gerö, hvaða skilyrðum þeir verða að hlíta og starfsaöferöum, sem gera t.d. fræðslumyndir og stjórna umræðuþáttum. Þaö hefur veriö alltof áberandi að starfsmenn sjónvarpsins hafa virst túlka og reka eigin skoðanir. Ég hygg að flestir hafi séð hversu spyrlar og fréttamenn vinna og koma fram á ólikan hátt, sumir eru ávallt sem dómarar fyrir rétti, en aðrir gæta þess hlutleysis sem þeim ber. Oft hefur mér fundist aö sjónvarpiö væri i máls- meöferö sinni, sem eitt siðdegis- blaðanna, vildi tilheyra hinni svo- nefndu gulupressu, en slikt er auðvitað óhæfa með hlutlausan rikisfjölmiðil. Sjónvarpið réðist i gerð fræðslumynda úr atvinnulifinu, gott og vel. Eftir að hafa séð hinn fyrsta þátt, vakna margar spurn- ingar, ekki sist vegna þess hvern- ig að þættinum var staðið og hversu gifurlegur áróður var rek- inn myndina i gegn. Þar var áróð- ursaðferðin sú, sem skáldið orð- aði svo vel: „Viljirðu svivirða saklausan mann, segðu aldrei sannleikann um hann, en láttu það svona i veðrinu vaka, að þú vitir að hann hafi unnið til saka.” Mér fannst þátturinn beint og óbeint ganga út á þaö að bænda- stéttin væri ekki starfi sinu vaxin og ekki sist sunnlenskir bændur, væru svona upp til hópa drullu- sokkar, sem framleiddu vonda mjólk. Ég hefði talið að viö gerð slikr- ar myndar sem kostar óhemju fjármagn hefði notagildi veriö haft i huga eins og fræösla og heimild fyrir framtiðina. Auðvitað átti að vinna slika mynd af hóp manna, sem hafði til þess þekkingu, sjónvarpiö átti að fá til liös við sig menn starfandi i mjólkuriðnaðinum, menn frá bændasamtökunum, menn sem höföu til þess þekkingu að sýna þá glæsilegu þróun, sem átt hefur sér stað i mjólkuriönaöinum á liðnum árum, þá hefði þessi mynd kannski fallið i þann farveg, sem nafniö gaf fyrirheit um, en ekki verið réttarfarssaga um tiu daga óheppni frá liönu sumri, þegar gölluð mjólk barst á markað höf- uðborgarinnar. Ég spyr þvi forráöamann sjón- varpsins her og nú. Er bara ein- hverjum gárung fengið það verk i hendur aö gera slika mynd, og sagt að ljúka þvi fyrir ákveðinn tima, engin undirbúningsvinna lögð af mörkum, engin skilyrði sett um það hvernig að gerð myndarinnar skuli staðiö og hvaö hún skuli túlka? Er myndin sýnd án skoðunar og gagnrýni? Er réttlætanlegt að jafn mikilvægt hlutverk og að stjórna gerð fræöslumyndar hvíli einvörðungu á einum manni, sem i þessu tilfelli misnotar aðstöðu sina og fremur þá dauðasynd aö hafa eigin skoðanir sem rauöan þráö myndina i gegn. Þáttasmiðurinn, Baldur Her- mannsson,þekkir áreiðanlega ekkert til landbúnaðar, ekkert til mjólkurvinnslunnar, ekkert til sögunnar um þróun mjólkurmála og annaðhvort hefur ekki vit eöa vilja til að nálgast þær staöreynd- ir. Hinsvegar velur Baldur sér samverkamann, þar sem er Jó- hannes Gunnarsson frá Neyt- endasamtökunum. Sá hafði ein- hverntima numið mjólkurfræði. Mér fannst nú Jóhannes ekkert erindi eiga i þennan þátt, enda kom fljótlega i ljós að hann var aðeins að auglýsa afrek sin og neytendasamtakanna. Jóhannes var hafður sem vitni um það hversu miklir slóðar mjólkur- framleiðendur væru og hversu langt þeir stæöu að baki stéttar- bræðrum sinum I nágrannalönd- unum, hvað mjólkurgæði snerti. Jóhannes var I hlutverki sinu trú- verðugur, en ekki allskostar heið- arlegur. Hann fór t.d. að þylja upp flokkun og samanburð á mjólk hér og i Noregi og tók ekki nógu skýrt fram að hann miðaði við þann staðal sem i gildi væri i Noregi en auðvitað átti að miða við þær reglur, sem mönnum eru settar hér heima, allavega var hægt að kynna stöðuna sam- kvæmt þeim, þvi sem betur fer erum við ekki á neinu sviði seldir undir norsk lög. Jóhannes sagði: ,,I Noregi er 91% mjólkur i fyrsta flokki, hér, á fyrsta verölagssvæði 77%, 7% eru i II fl. i Noregi, en 20% hér.” Þetta atriði misskildi margur og tók það sem svo að 23% af mjólk hér væri i II og III fl. En staðreyndin er sú að aðeins 1% af mjólk, sem framleidd er á fyrsta verðlagssvæði fer i II og III fl. 99% mjólkur er i I. fl. Það þætti ekki há mistakatiðni hjá ein- hverri stétt, þetta þótti ekki ástæða til að nefna. Ef aö er gáð, stöndum viö Noregi trúlega ekkert að baki hvað mjólkurgæði snertir, ef ég held mig við framleiöslusvæði M.B.F. er 81% af mjólk með gerlatal undir 100 þús. gerla i ml., 14% á bilinu 100—250 þús. Ef hin- ar norsku reglur giltu hér um fall við 100 þús. mætti ætla aö hluti 14% færi strax niður fyrir þau mörk á skömmum tima, saman- ber t.d. aukningu á bilbeltanotkun þegar lög voru sett um það atriði fyrir skömmu. Það býr i Islenskri bændastétt aö vera allir af vilja gerðir til að framleiöa góða vöru, bændastétt- in hefur tekiö i arf þann dýrmæta eiginleika kynslóð fram af kyn- slóð að fara vel meö matvæli. Ég hefi um fimm ára skeið átt þess kost að kynnast bændum á suðurlandsundirlendi, sem mjólkureftirlitsmaður og tala þessi orö þvi ekki út i loftið. Ég hefi fundiö hversu sársaukafullt þaö er flestum þeirra ef mjólk fellur i flokki, ekki vegna þess fjárhagslega tjóns, sem þeir verða fyrir, heldur af þvi aö þeir eiga þaö markmið eitt að framleiöa góöa mjólk, allt annað er niðurlæging I augum þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.