Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 38
26 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > SEND Í ÞJÁLFUN Breska söngkonan Leona Lewis er farin að finna fyrir press- unni sem fylgir því að ætla að meika það vestanhafs, því ráð- gjafar hennar telja nú nauð- synlegt að hún fari í átak, þar sem hún þurfi að vera „kyn- þokkafyllri“ til að ná árangri á borð við söngkonur eins og Madonnu og Mariuh Carey. Þjálfarinn sem losaði Mariuh við auka- kílóin hefur verið ráðinn til að koma Leonu í form. Slúðurvefurinn Heckler Spray hefur að undanförnu tjáð sig um lögin í Eurov- ision. Í gær tók vefurinn fyrir okkar fólk og fer háðulegum orðum um Eurobandið og lagið. Gagnrýnin felst aðallega í mis- skilningi enda þekkja Bretarnir ekki íslenska stafinn „ð“ og halda að þetta sé „o“. „Ókei, til að byrja með – Eurobandio. Eurobandio. Hvað eruði að spá?“ spyr Heckler Spray og heldur áfram: „Á meðan þið eruð með nafn eins og Euro- bandio mun enginn kjósa ykkur nema þeir sem halda að atkvæði greitt til ykkar þýði að risavaxnir menn komi og sprauti eitri í hálsinn á ykkur. Í öðru lagi – This Is My Life? Í alvöru? Hverjum er ekki sama hvernig líf ykkar er. Þið eruð kölluð Euro- bandio, andskotinn hafiða! Þar að auki lítið þið út eins og systkini sem stunda sifjaspell og lagið hljómar eins og biðtón- list á samkynhneigðri stefnumótalínu.“ Netritið hefur áður verið neikvætt í okkar garð. Í fyrra var Eiríki Haukssyni lýst sem miðaldra eftirlíkingu af Meat Loaf. Þeim sem taka þessa óvægnu gagn- rýni inn á sig er bent á að netritið hefur talað illa um nánast öll lögin í ár og með síst óvægnari orðum en þeim sem það dembir yfir okkur. Skórinn níddur af Eurobandinu EUROBANDIO, ANDSKOTINN HAFIÐA! Heckler spray veit ekkert í sinn haus. 30 DAGAR TIL STEFNU CRISTIANO RONALDO Soccerade International hefur samið við leikmann Manchester United, Cristiano Ronaldo. Rokkkóngurinn Elvis Presley fór í leynilega heimsókn til Englands fyrir fimmtíu árum. Fór hann í skoðunarferð um London með söngvaranum Tommy Steele. Hingað til hefur verið talið að Elvis hafi aldrei stigið fæti á enska grundu nema þegar hann millilenti á Prestwick-flugvellin- um í Skotlandi árið 1960. Þá var hann á heimleið frá herþónustu sinni í Þýskalandi. Framleiðand- inn Bill Kenwright, vinur Tommy Steele, greindi frá hinni leynilegu heimsókn Elvis í útvarpsviðtali. Elvis fór til Englands ELVIS PRESLEY Kóngurinn sjálfur skoðaði sig um í London fyrir fimmtíu árum. Fyrirtækið Soccerade Inter- national, sem er í meirihluta- eigu Íslendinga, hefur samið við fótboltakappann Crist- iano Ronaldo um að vera andlit íþrótta- drykkjarins Socc- erade og tengdrar vöru frá fyrir- tækinu. Drykkurinn verður settur á markað í nokkrum Evrópulönd- um í sumar, þar á meðal Íslandi. Um er að ræða kolvetnisdrykk án koffíns og viðbætts sykurs. Fyrirtækið Rolf Johansen & Co er með söluréttinn að Soccerade hér- lendis en það tók einnig yfir umboðið fyrir Leppin á Íslandi fyrir nokkrum vikum. Á meðal íslenskra afreksmanna sem hafa notað Leppin eru Eiður Smári Guðjohnsen, Þórey Edda Elísdóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Jón Arnór Stefánsson. Sömdu við Ronaldo Baldur Héðinsson er vinsælasti plötusnúðurinn í Boston, annað árið í röð. Lesendur vikublaðsins The Phoenix endurtóku nýlega leikinn frá því í fyrra og kusu Baldur, sem gengur undir nöfn- unum DJ Baldur og DJezus ytra, besta plötusnúðinn. Í umsögn um Baldur á heimasíðu The Phoenix, þar sem hægt er að kynna sér niðurstöður úr þessari viðamiklu kosningu, segir meðal annars að hann blandi saman mínímalísk- um en fjörugum elektró-töktum, „sumum með stemningu sem væri best hægt að lýsa sem kel- eríis-tónlist fyrir kynþokkafull vélmenni“. Baldur stundar doktorsnám í hagnýtri stærðfræði við Boston University, og sér fram á að dveljast þar næstu eitt, tvö árin. Hann bregður sér hins vegar reglulega í heimsókn hingað til lands, og er næst væntanlegur í lok maí. „Ég var einmitt að senda Árna E. á Kaffibarnum póst, þannig að hver veit nema að ég verði að spila þar helgina 23. til 24. maí?,“ segir Baldur. Hann segir það mikinn heiður að hljóta kosningu tvö ár í röð. „George Bush var líka kosinn tvisvar í röð, bandaríska þjóðin veit greinilega hvað hún er að gera,“ segir hann, svo örlar á kaldhæðni. Þeir sem eru forvitnir um Bald- ur geta kíkt á heimasíðuna www. djezus.org, eða á myspace.com/ baldur. - sun Vinsælastur í Boston SIGRAÐI AFTUR Lesendur vikublaðsins The Phoenix kusu Baldur Héðinsson besta plötusnúðinn í Boston annað árið í röð. Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta: TILBOÐ kr.: 18.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.