Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 14. janúar 1982 í spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. Audrey Hepburn ætlar aö flytjast aftur til Hollywood ■ AUDREY HEPBURN hefur gert gríðarmikinn samning um að leika aðalhlutverk i nýjum sjónvarpsþáttum, sem spáðerálíka vinsældum i Ameriku og DALLAS. Audrey hefur þvi ákveðið að setjast nú aftur aö i Hollywood, en hún hefur árum saman verið búsett i Evrópu. Nú er leikkonan að leita sér að húsi í Hollywood eða nágrenni, og hafa gamlir vinir hennar, þeir Gary Grant og Gregory Peck, verið henni hjálplegir i húsnæðisleitinni. Audrey segist ákveðin i þvi að reyna að fá hús i nágrenni við þa, þótt hún verði að láta byggja það og kosta til þess of fjár, því að gott ná- grenni og goðir vinir séu dýrmætir — og eftir þvi sem árin liða finnur maður betur sannindi þess að góðu gömlu vin- irnir eru ómetanlegir, sagði Audrey við komuna til Hollywood. Næturgalasöngur veldur hjónaskilnaði ■ Þvi hefur löngum verið haldið fram, að söngur næturgala sé eitt það al- rómantiskasta, sem fyrir eyru manna ber. Ekki var þaö nú reynsla hjóna éinna i Dorset i Bretlandi. Næturgali hafði tekið sér búsetu fyrir utan svefnherbergisglugga hjónanna. Þar söng hann sætt og lengi, á öllum timum sólarhringsins. Þessi sifelldi næturgalasöngur fór svo i taugarnar á hjónunum, að þau, sem höfðu verið friðsemdarfólk, fóru nú aó rifast há- stöf um í tima og ótima og með timanum dugðu ekki rifrildin ein, þau fóru lika aö slást! Er nú svo komið, aö þau eru skilin algerlega að skiptum. Veidifálkar í sumarfríum ■ Veiðifálkar i eigu oliufurstanna ara- bisku búa víst við sérlega gott atlæti. Eitt dæmi um það er sagt það, aö þegar þeir leggjast i langferðir, eru þeir fluttir með flugvélum! Sumarhitarnir á þessum slóðum geta orðið gifurlega miklir og reynst fálkun- um hættulegir. Húsbændur þeirra senda þá þvi til sumardvalar á svalari stað og hefur orðið fyrir valinu eins konar þjóð- garður i Hellenthal, Vestur-Þýskalandi. Voru gömlu skrifpúlfin betri? ■ Afturhvarf til skrifpúlta og háu stóla 19. aldar gæti bjargað mörgum mannin- um frá alvarlegum baksköðum, segir læknir einn i London, sem hefur mikil samskipti við baksjúklinga alls konar. Bendir hann á, að með þvi að taka skrif- stofuhúsgögn til alvarlegrar endur- skoðunar mætti spara stórfé í lækninga- kostnaði og glötuðum vinnudögum. Læknirinn bendir á, að mörg hinna nýrri skrifstofuhúsgagna séu þannig hönnuð, að fólk sitji álútt í þeim og þannig skaðist hryggurinn. — Það er merkilegt, að þessir nýju körfulöguðu ,,forstjórastólar" skuli vera álitnir (jægilegir og góðir til að hvilast i. Þvert á móti eru þeir mjög óþægilegir og veita neðri hluta hryggsins enga hvild, segir hann. ■ Þaö getur stundum veriö tii óþæginda fyrir Debbie aö vera svona geysilega bliö og barna- leg á svipinn. Hún er svo ung að hún má ekki.... ■ Breska leikkonan Deborah Watling er svo ungleg og allt aö þvl barnaieg á svipinn, aö þaö hefur stundum bakaö henni óþægindi. Hún er nú oröin 30 ára, en nýlega kom hún inn á bar meö fööur sinum, Jack Watling leikara, en þá vék barmaöurinn sé aö Jack meö alvörusvip og sagöi: ,,Börn innan 14 ára aldri fá ekki aö koma inn á barinn”, en svo skýrö- ust málin. Annars er þetta ekki I fyrsta sinn sem Deborah fær ekki afgreiöslu á vln- veitingahúsi. Vinur hennar bauö henni út aö boröa, og þjónninn kom meö hvitvin meö kjúkl- ingnum, en sagöi um leiö og hann hellti I glas hans: ,,Er leyfilegt aö daman fái vin?” Debbie hlær aö þessu sjálf og segist hafa at- vinnu sína af þvl aö lita út fyrir aö vera bllö og barnaleg, eins og hún segir. Hún fékk hiutverk á móti Cliff Richard út á þennan sakleysissvip sinn, er hún lék elskuna hans i myndinni „Take Me High”, en aöallega hefur hún unniö sér frægð i Englandi meö leik sinum i sjónvarpsþáttum BBC Dr. Who, en þeir eru i visindaskáldsöguformi. Þar leikur Deborah Watl- ing Victoriu, sem er vin- kona Dr. Who’s. Allir meölimir i fjöl- skyldu hennar Debbie eru I leikhússtússi eöa ööru svipuðu, en faðir hennar Jack Watling er þekktastur. ■ Romesh Sharma er stoltur af þumalfingursnögl vinstri handar, sem er sú lengsta i heimi, tæpir 67 cm! ROMESH GENGUR MEÐ HEIMSMETH) Á ■ Þegar Romesh Sharma var viö háskóla- nám, fór hann i veömál viö skólasystur sinar um hverjum tækist aö safna lengstum nöglum. Hann vann veömáliö og i kjöl- farið landskeppni, sem dagblaö i Indlandi gekkst fyrir. Þar meö viröist framtiö hans hafa veriö ráöin. Skv. Heimsmetabók Guinness er Romesh handhafi lengstu þumal- fingurnaglar I heimi. Hún er öll kræklótt, en ef teygt er úr henni mælist hún tæpir 67 cm. Romesh var 19 ára, þegar hann ákvaö fyrst aö gá, hversu löngum nöglum hann gæti safnað á vinstri hönd, en þegar systir hans var farin aö skammast sin svo mikið fyrir hann, aö hún neitaöi aö ganga meö honum eftir götu, klippti hann neglur sinar. En veömál- iö viö skólasystur sinar stóöst hann ekki. Fjórum árum eftir aö hann hóf aö safna giftist hann og lofaði brúöi sinni, aö hann skyldi klippa neglurnar eftir brúökaup- iö. Þaö loforö hefur hann ekki haldiö enn, svo aö enn þann dag i dag þarf hún aö hjálpa honum, þegar hann fer i baö, og hneppa á hann fötin. Þegar hann sefur, verður SÉR hann aö láta annan hand- legginn hanga út fyrir rúmstokkinn, svo aö ekki sé hætta á aö hann velti sér yfir neglurnar, sem hann hefur nú látiö ó- klipptar i 13 ár. En óréttlæti heimsins er slikt, aö þrátt fyrir allar fórnir, sem Romesh og fjölskylda hans hafa lagt á sig, er hann ekki handhafi lengstu nagla i heimi. Þar á metiö landi hans, Shirdhar Chillal. Samanlögö lengd nagla Romesh er „aöeins” tæp- ir 180 cm, en Shirdhar getur státaö af nöglum, sem mælast næstum þvi 230 cm! Þessi mynd fylgdi meö spádómnum, — en liklegt er þó aö hún sé samsett af tveimur myndum, en ekki aö Diana prinsessa hafi fariö til spámannsins og þau verið svo mynduö saman. SFÁÐ FYRIR DÍÖNU 1 Brctlandi er nú mikið bollalagt um væntan- legan frumburð Diönu prinsessu og Karls prins. Verður barnið drengur eöa stúlka? Jrtvaða dag fæöist það? Hversu þungt veröur barniö o.s.frv. Meira aö segja eru veð- mál i gangi og veö- mangarar taka niður til- gátur manna, en á sinum tima verður svo niður- staöan kunngerö og þá eru veömálin gerö upp. Nýlega sagði hugsana- lesarinn og spámaðurinn Hugh Lennon I viðtali viö enskt blaö, að hann væri búinn að sjá fyrir hvenær prinsessan yröi léttari: Þaö yröi 17. jpni og barniö yrði 17 marka drengur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.