Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 40
28 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 12 12 7 STREET KINGS kl. 8 - 10 FORGETTING SARA MARSHALL kl. 8 - 10 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 6 SUPERHERO MOVIE kl. 6 16 12 7 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 STREET KINGS LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 FORGETTING SARA MARSHALL kl. 5.30 - 8 - 10.30 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 21 kl. 8 - 10.35 SUPERHERO MOVIE kl. 4 - 6 - 8 - 10 HORTON kl. 4 - 6 ÍSLENSKT TAL 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 12 7 16 7 STREET KINGS kl. 6 - 8.30 - 11 AWAKE kl. 8 - 10 21 kl. 6 - 9 SUPERHERO MOVIE kl. 6 DOOMSDAY kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 5% SÍMI 551 9000 16 16 16 THE RUINS kl. 8 - 10 THE BAND´S VISIT kl. 6 ENSKUR TEXTI VANTAGE POINT kl. 8 - 10.10 THE KING OF KONG kl. 6 - 10.20 ÍSLENSKUR TEXTI TROPA DE ELITE kl. 5.30-8- 10.20 ENSKUR T CARAMEL kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 HANN ER RANGLEGA SAKAÐUR UM MORÐ OG GERIR HVAÐ SEM ER TIL AÐ NÁ FRAM RÉTTLÆTI! ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS DRILLBIT TAYLOR kl. 3:30 - 5:40 - 8 -10:20 10 DRILLBIT TAYLOR kl. 8 - 10:20 VIP IN THE VALLEY OF ELAH kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 FORGETTING SARAH... kl. 3:30 - 5:40 - 8 -10:30 12 SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 L SHINE A LIGHT kl. 5:30 VIP FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:20 7 UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 4 - 6 L STEP UP 2 kl. 3:30 7 OVER HER DEAD BODY kl. 3:50 - 5:50 - 8 -10:10 7 P2 kl. 8 - 10:10 16 STÓRA PLANIÐ kl. 4D - 6D - 8D - 10D 10 JUNO kl. 6 7 HANNA MONTANA kl. 4 (3D) L3D-DIGITAL DIGITAL OVER HER DEAD BODY kl. 8 - 10:10 7 FOOL´S GOLD kl. 8 7 DOOMSDAY kl. 10:20 16 FORGETTING SARAH... kl. 8 - 10:20 L FOOL’S GOLD kl. 8 12 VANTAGE POINT kl. 10:20 16 DRILLBIT TAYLOR kl. 8 10 P2 kl. 10:10 16 DEFINETLY MAYBE kl. 8 L SHINE A LIGHT kl. 10:10 L SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULUSparBíó 550kr Frá höfundi/framleiðanda SUPERBAD og KNOCKED UP Tommy Lee Jones eins og hann gerist bestur - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR 1/2 SV MBL DRILLBT TAYLOR kl. 6, 8 og 10 L FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 og 10.15 12 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 6 - 550 kr. L DEFINITELY, MAYBE kl. 10.15 L SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 7 550 Kr. Þegar leikkonan Sarah Marshall hættir með kærastanum sínum, lagahöfundinum Peter Bretter fer allt í vaskinn hjá honum. Í von um að endurnæra sjálfan sig fer hann í frí, þar sem hann óvart eltir uppi vandræðin; fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Forgetting Sarah Marshall er nýjasta afsprengi Judds Apatow sem er á góðri leið með að vera einn ferskasti kvikmyndagerðar- maður draumasmiðjunnar. Það virðist sem flestar myndir sem hann kemur nálægt verði grín smellar en fyrri verk hans hafa m.a. verið Knocked Up, Superbad og Anchorman. Og áfram heldur fjörið með Forgett- ing Sarah Marshall. Myndin er frumraun leikstjór- ans Nicholas Stoller, sem skrifaði m.a. Fun with Dick and Jane hér fyrir nokkrum árum. Myndin er skrifuð af aðalleikara myndar- innar, Jason Segel, sem leikur í sjónsvarpsþáttunum How I Met Your Mother ásamt því að fara með aukahlutverk í Knocked Up. Myndin er full af frábærum bröndurum sem sjaldan eða aldrei eru endurteknir og fara aldrei yfir strikið eins og tíðkast. Ein- faldur og trúverðugur söguþráð- ur myndarinnar heldur alltaf sama góða flæðinu út myndina og dalar aldrei. Segel er einkum viðkunnanleg- ur sem hinn seinheppni Peter Bretter og gæðir hann hlutverk sitt miklum persónuleika og slær ekki feilnótu út myndina. Russell Brand mætti segja að steli sen- unni sem útlifaður breskur rokk- ari. Persónu Brands mætti segja vera blöndu af lífsreynslu Keiths Richards og Bobs Dylan sem er ótrúlega áhugavert að fylgjast með. Hinar fallegu Kristen Bell og Mila Kunis leysa hlutverk sín vel af hólmi og verður gaman að fylgjast með Kunis í næstu mynd- um. Einnig koma Jonah Hill, Paul Rudd og Jack McBrayer sterkir inn sem skrautlegar aukapersón- ur en nóg er af þeim í myndinni. Eftir tvö áhorf stendur myndin ennþá fyrir sínu og verður við fyrsta tækifæri kíkt á hana í þriðja skiptið. Ólíkt fyrri Apatow- myndum er lengd Forgetting ... afar passleg og botninn er sleginn í myndina á þægilegu nótunum og ganga áhorfendur út úr salnum með bros á vör. Af þessum nokkru mánuðum sem liðnir eru af árinu stendur Forgetting Sarah Marshall upp úr sem ein eftir- minnilegasta og besta gaman- mynd ársins. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Unnið úr sambandsslitum KVIKMYNDIR Forgetting Sarah Marshall Leikstjóri: Nicholas Stoller. Að- alhlutverk: Jason Segel, Kristen Bell, Mila Kunis, Russell Brand. ★★★★ Ein besta gamanmynd ársins. Uppistandarinn Rökkvi Vésteins- son hefur látið hanna fyrir sig stuttermaboli sem á stendur „skemmd vara“. Allur ágóðinn af sölunni rennur til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. „Ég er mikið í því að styrkja alls konar málefni og ef einhver pant- ar mig fer það allt í góðgerðar- starfsemi. Mér fannst fyndið að gera bol því umboðsmaðurinn minn fyrrverandi kallaði mig skemmda vöru,“ segir Rökkvi. „Mér finnst mjög skemmtilegt að ná að gera eitthvað gott úr því þegar það eru einhver rifrildi og leiðindi.“ Að sögn Rökkva hannaði Þórdís Clausen bolina eftir að grínistinn Þorsteinn Guðmunds- son hafði bent honum á hana. Eru þeir fáanlegir bæði á heimasíðu og í verslunum Dogma sem sér um alla framleiðslu og sölu á bol- unum. Rökkvi kom nýverið fram í Hol- landi og Belgíu, þrisvar sinnum í hvoru landi, og var hann sérlega ánægður með viðtökurnar í Belgíu. Að undanförnu hefur hann sett grínmyndbönd á heimasíðu sína, rokkvi.is, og hefur eitt þeirra, þar sem hann hleypur um Laugaveg- inn í Borat-skýlu, vakið mikla athygli. „Það hafa komið pantanir um að ég komi fram í þessari Borat-skýlu og það er eitt svoleið- is gigg fram undan,“ segir Rökkvi, sem er hvergi nærri af baki dott- inn. - fb Rökkvi selur „skemmda vöru“ „SKEMMD VARA“ Rökkvi Vésteinsson í nýja stuttermabolnum sem hann hefur látið hanna fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kormákur Geirharðsson vert segir að sér virðist sem borgaryfirvöld ætli bak- dyramegin í að stytta opnunartíma veit- ingahúsa. Ölstofunni hefur borist bréf frá borgaryfirvöldum þar sem segir að mælt verði með því að lokað verði klukkan þrjú en ekki hálf sex. „Bæði við og á Vegamótum höfum fengið bréf frá umhverfis- og samgöngunefnd hjá Reykjavíkurborg þar sem þær mælast til að opnunartími okkar verði styttur úr hálf sex að morgni til klukkan þrjú. Á hæpnum forsendum,“ segir Kormákur Geirharðsson vert á Ölstofunni. Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur óttast nú mjög að að stefnt sé að því leynt og ljóst að stytta opnunartíma veitingastaða. Og telja sig hafa rökstuddan grun þess efnis. Er þá um að ræða staði á borð við Kaffibarinn, Óliver, Barinn og Q-bar. Kormákur segir borgina hafa gefið kost á andsvör- um en þó sérkennilega lítinn miðað við hversu mikið sé í húfi eða þrjá daga. Þessar hæpnu forsendur sem Kormákur nefnir, aðspurður um hvaða röksemdir hafi fylgt af hálfu borgarinnar, segir hann vera fjölmargar skýrslur sem lögregla hafi lagt fram vegna hávaða utan Ölstofunnar. „Lögreglan hefur lagt fram um 50 skýrslur, þar af um þrjátíu sem snúast um kvartanir frá íbúum. Við viljum fá sundurgreint frá hversu mörgum íbúum þetta er og á hvaða tíma? Við teljum okkur vita að þetta sé mest einn eða tveir sem hafa hringt í öll þessi skipti og kvartað,“ segir Kormákur. Þá finnst honum það öfugsnúið að þegar þeir sjálfir hafa hringt í lögreglu vegna vandræða sem skapast hafa fyrir utan staðinn teljist slík skýrsla vegna vandamála tengdum Ölstofunni. „Ef lögregl- unni er alvara um að vilja ná fram samvinnu við okkur er sérkennilegt að skrifa á okkar reikning þegar við hringjum í hana og bendum á það sem betur má fara.“ Kormákur segir fyrirliggjandi að ónæði fylgi búsetu í miðborginni. Og fráleitt sé að ætla fáum að stjórna því hvernig 10 þúsund manns haga lífi sínu. Rót vandans liggur í reykingafrumvarpinu. Vertum var gert að vísa kúnnum sínum út til að reykja og þá byrjuðu vandræðin. Enginn vilji sé hins vegar hjá kerfinu að finna farsæla lausn á því vandamáli. „Það er einhver mjög sérkennileg tregða í kerfinu núna. Fjöldi veitingamanna rekur staði sína sam- kvæmt bráðabrigðaleyfi. Samkvæmt reglugerð á afgreiðsla leyfisumsóknar að taka að hámarki sextíu daga. Við höfum nú beðið afgreiðslu í þrjá mánuði,“ segir Kormákur og telur að borgin vilji fara bakdyramegin að því að stytta opnunartíma vegna óska Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Ölstofunni hefur ekki borist svar við andmælum sínum enn þrátt fyrir að hafa sent þau inn fyrir um mánuði. Hvorki tókst að ná tali af þeim Ólafi Kr. Hjörleifssyni, skrifstofustjóra borgarstjórnar, né Erni Sigurðssyni sviðsstjóra sem fara með þessi mál fyrir hönd borgarinnar. Ekki heldur Gísla Martein Baldursson, formann umhverfis- og samgöngu- nefndar. jakob@frettabladid.is Stefnt að styttri opnunartíma OPNUNARTÍMI TIL SKOÐUNAR Kormákur Geirharðsson á Ölstofunni segir borgaryfirvöld ætla sér að stytta opnunartíma veitingahúsa. Rót vandans er reykingafrumvarpið, að sögn Kor- máks, en stjórnvöld eru ófáanleg til að breyta um stefnu þar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.