Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 3
3 ♦ l i i i * i “ ■ • »' <• r Föstudagur 15. janúar 1982 fréttir Skúli Skúla- son látinn ■ 1 fyrradag lést i Noregi SkUli SkUlason blaðamaður tæplega 92 ára, en hann var fæddur 27. júli 1890 að Odda á Rangárvöllum. Skúli varð stúdent frá Mennta- skólanum i Reykjavik árið 1910, ogfórþá tíl Kaupmannahafnar til náms við háskólann með jarð- fræði sem aðalnámsgrein. Hann hætti háskólanámiog fór að vinna við fsl. stjórnardeildina i Kaup- mannahöfn og var jafnframt fréttaritari fyrir Morgunblaðið og Isafold meðan hann dvaldist þar. Hann varð blaðamaður við Morgunblaðið 1918 og forstöðu- maður Fréttastofu Blaðamanna- fél. 1924. SkUli fluttist til Noregs 1924 og starfaði að blaðamennsku, en 1928 var hann meðstofnandi að vikublaðinu Fálkanum og rit- stjóri þess blaðs til 1960. Hann fluttist á ný tíl Noregs 1936 og hef- ur dvalist þar að mestu siðan. Hann hefur unnið fyrir norsk, sænsk og islensk blöð. SkUli hefur skrifað mikið um ferðamál og einnig um norræna samvinnu. Hann hefur hlotið verðlaun fyrir ritgerðir sinar: Verðlaun Ur sjóði Axel Wenner- Gren fyrir ritgeröina ,,Et fælles organ for Norden” 1938 og árið 1965 fékk hann verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónsson- ar. SkUli var kvæntur norskri konu Nelly Thora Mjölid. Alþjóðleg flugumferd minnkaði um 4% ■ Alþjóðleg flugumferð um Is- ienska flugstjórnarsvæðið minnk- aði um 4% á nýliðnu ári. A Keflavikurflugvelli fækkaði flugtökum og lendingum, aðal- lega vegna veðurs og viðgerðar og endurnýjunar sem fram fór á flugbrautum vallarins.A Reykja- vikurflugvelli fjölgaði hinsvegar flugtökum og lendingum I áætlunarflugi. Reglubundiö áætlunarflug var stundað til 32. flugvalla utan Reykjavikur. Netabátar héldu út frá Vestmannaeyjum með óskráðar áhafnir: „ÞAS HEFUR ALLT VER- 10 A SUÐUPUNKTI HÉR” — sagði einn af sjómönnunum í Eyjum en bæjarfógetinn lét kalla bátana til hafnar ■ „Það hefur allt verið á suðu- punkti hér”, sagði einn sjó- mannanna I Vestmannaeyjum um ástandið, eftir að 11 neta- bátar þaðan héldu út til að leggja netin um hádegi i gær. Sjómannafélagið kærði þetta til bæjarfógeta, þar sem allar áhafnirnar voru óskráðar og lét hann kalla bátana til hafnar. Þeir fóru siðan að tlnast inn upp úr kl. 9 i gærkvöldi. tJtvegsbændafélagið krafðist þess einnig að þeir kæmu inn með netin aftur. Sagt hafði ver- ið i talstöðinni, að þetta setti öll samningamál i hnút og að Llú myndi ekki skrifa undir neina samninga fyrr en þessu yrði hlýtt, en ekki fékkst þetta stað- fest af ábyrgum aðilum. Sjómaður nýkominn i land kvað áhafnir bátanna sem réru eigaaðmæta tilfundar um mið- nætti. Þar yrði afráðið hvort þessu yrði hlýtt — og þá haldið beint út aftur — eða ekki. Astæður þessa bráðræðis sjó- manna i Eyjum munu þær helstaraðnánast er slagur milli Eyjabáta og Þorlákshafnarbáta um að verða fyrstir til að leggja netin I kantinum fyrir austan Eyjar, sem oftast er sagður gefa góðan afla. Kvisast hafði um það i Eyjum að Þorláks- hafnarbátar væru farnir á sjó, sem siðan reyndist rangt. Einn- ig munu útvarpsfréttir I hádeg- inu I gær, um að samningar hafi tekist, hafa ýtt undir menn. óskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambandsins kvað það mjög alvarlegt mál að bátar réru með óskráðar áhafnir. „Svo alvarlegt að við munum ekki láta þar við sitja, heldur reyna að leita réttar okkar I sambandi við lögskráningu manna og reyna að sjá um að slikir hlutir gerist ekki” sagði Óskar — HEI ■ útsala — útsala. Vetrarútsölurnar eru I fullum blóma núna og allir keppast við að gera sem best kaupin. Eins og þessi mynd ber með sér, þá er handagangur i öskjunni á útsölunum, en sllkt ætti ekki að koma viðskiptavinunum sem versla á útsölunum á óvart, þvl iðulega koma þangað sömu viðskiptavinirnir ár eftir ár. Timamynd —Ella GENGISSKRÁNINo 14 MW VO*K tOHOOH MO*T*£At XOaeNMAVN osto STOCKHOtM HClSIMKt stusset ZÚtiCH AMSTCSÓAM fUMftf*! IOM vst# tiSSOM UAOtiP TÓKTO ItSK 1 i « t 1 t t I 1 *■' ■ l Í9S2 U S OOLtAS STESt. SONO CAN OOUa* OAHSSA* **. HOSSSA* II SAMSKA* (». rtNNSt! MÖ*tC r*AMstti* t>* SSWMSttt* M. SVtSSH. ** ttTtttMt V-HÍfStt MÖ*H tl*v* At»STO**.SHC escooo MSÍTA* TBt n»*» KAUf SAL A * 4 1 3 9 4 3» 17. 4 99 17, 347. 7 SS7 7.90« !• *»»* t. *SS9 t. *»*S 1. »9*9 t *7«S t.STSt X 14*3 3 14*3 1.S89* t SIS* t>,**99 «**«# S. 049 * 3 643 2 S.7 33:4 * 7**7 4.0*7» 4.09*4 S.007S* 0.0*74» 9S4S* 0,4*04 «.**** *»*t* 4.49*4 0 0*97 « 44**7 «.9419« **„*#* ***• ,5. Ve ^ ■ Nýja gengið var komið upp á veggi bankanna um hádegisbilið I gær. Timamynd: Róbert Gengisfellingin: ERLENDUR GJALDEYRIR HÆKKAR 13.6% ■ Krónan okkar var loksins skráð I gær, þá var ákveðið að meöalgengi hennar lækkaði um 12%, sem aftur samsvarar 13,6% meöalhækkun erlendra gjald- miðla. Gjaldeyrisdeildir bank- anna höfðu þá sem kunnugt er verið lokaðar fyrir almenna af- greiöslu frá og með 5. janúar sem var fyrsti viðskiptadagur ársins þannig að I raun hefur lokunin verið frá þvi fyrir áramót. Nýtt sölugengi Bandarikja- dollars var i gær skráð 9,439 kr. sem er 15,3% hækkun en sökum innbyrðis breytinga á erlendum gjaldey rismörkuðum hefur dollarinn styrkst siðustu tvær vikur. Evrópugjaldmiðlar hækka á hinn bóginn minna. Þannig hefur sterlingspund hækkaö um 12,1% og er nú skráð 17,547. Danska krónan franski frankinn og vestur-þýska markiö hafa hækkað um 12,2-12,4% sænska krónan um 13,4% og pesetinn um 13,7%. Astæður gengisbreytingarinnar að sögn Seðlabankans eru annars vegar versnandi viöskiptakjör þjóðarbúsins siðustu mánuði og hins vegar kaupgjalds og verð- lagshækkanir innanlands um- fram samsvarandi hækkanir er- lendis. Gengisbreytingin miðist þvl við aö leiörétta þetta misræmi sem þegar er á orðið ásamt þvi að gera sjávarútveginum fært að komast aö niðurstöðu um al- mennt fiskverð. HEI Viðurkenndu 9 innbrot á Skagaströnd ■ Allstór hópur unglinga á Skagaströnd viðurkenndi viö yfir- heyrslur hjá lögreglunni á Blönduósi að hafa framið 9 inn- brot á Skagaströnd á nýliðnu ári. Að sögn lögreglunnará Blöndu- ósi voru það umtalsverð verð- mæti sem unglingarnir stálu en þau munu ekkihafa unnið veruleg spjöll I innbrotunum. Með þessu er búið að upplýsa öll innbrot sem framin voru á Skagaströnd á árinu 1981. — Sjó. Skemmdir af völdum óveðurs í Hveragerdi ■ 1 veðurhamnum sem gekk yfir landið i fyrrinótt fuku þakplötur af Trésmiðju Hveragerðis við Bréiðumörk i Hveragerði. Plöturnar lentu á litlum sendi- bil frá Kjöris, sem er i næsta húsi, með þeim afleiðingum að fram- rúða bilsins brotnaði auk þess sem biDinn beyglaðist talsvert að framan. Sjó. Jeppaþjófarnir fundnir ■ Þjófarnir sem stálu Wagoneer jeppanum sem fannst i Njarð- vikurhöfn s.l. mánudag, fundust i fyrradag, annar þeirra var hand- tekinn á Bolungarvik en hinn á Akureyri. Það var John Hill, rannsóknar- lögreglumaður I Keflavik sem hafði hendur i hári þeirra, en grunur beindist að þeim vegna þess að þeir hafa orðið uppvisir að bilþjófnuðum áður. — Sjo. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT BiautiYÖjendur íbœmim tryggmgum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.