Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 4
fréttir Föstudagur 15. janúar 1982 þingfréttir Innflutt hús standast ekki gæðakröfur ■ ,,Það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma hér á gæða- mati þannig að ekki séu flutt inn húsgögn og aðrar iðnaðar- vörur, sem eru af lakari gæð- um en þær vörur er seljast i löndunum umhverfis okkur. En sérstaklega hefur þetta mikla þýðingu þegar um er að ræða innflutt hiís, vegna þess að af ýmsum ástæðum þurfa byggingarreglugerðir hjá okkur að vera nokkuð strang- ari heldur en i nágrannalönd- unum, og gæðamat á innflutt hús er beinlinis neytenda- vemd.” Þetta sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþingism. i um- ræðum um breytingu á toll- skrá, þar sem til stóð að breyta þeirri undarlegu til- högun að ýmis tæki voru flutt inn sem húshlutar, sem ella eruhátt tolluð.Náðu breyting- arþessarfram að ganga fyrir áramót. Guðmundur sagði, að á Is- landi þurfi að reikna með meiri vindstyrk en i ná- grannalöndunum, sem þýðir að hér þarf að festa þök betur niður, en nauðsynlegt þykir viðast annars staðar og akkera þarf húsin betur niður i sökklann. Séu flutt inn hús og reist hér án þess að þetta sé athugað getur hlotist af þvi mikill skaði. Samhliða þvi vindálagi sem hér er getur fylgt mikið regn, þannig að nánast rigni lárétt, sem þýðir að allar samsetn- ingar þurfa að vera vel þéttar og vatnsvörn góð. En þvi m ið- ur eru alltof mörg dæmi þess að einstaklingar hafa keypt inn hus, sem ekki henta að- stæðum hér nógu vel og lent siðan i gifurlegum lekavand- ræð um. Einnig er það sérislenskt fyrirbrigði að þurr, finkornað- ur snjór smýgur inn i allar smugur og leitar sérstaklega inn á þök þessara hiis. Þurfa snjógildrur þvi að vera vel Ut- ■ Guðmundur G. Þórarins- son færðar og betur heldar en i framleiðslulöndunum. Við þetta bætistenn að i hús- um sem flutt eru inn með vatnshitakerfum og eru reist á hitaveitusvæöi þurfa ofnar að vera stærri en i framleiðslu- löndunum. Viö höfum aðrar kröfur og yfirleitt strangari i rafmagns- málum heldur en gilda í ná- grannalöndunum og lofthæð er hér meiri i húsum. Margt fleira þarf athugunar við þegar innflutningur húsa er kominn á það stig er hér er raunin og fer hraðvaxandi og er þvi nauðsynlegt að koma á gæðamatiog neytendavernd á þessu sviði. Slikt gæðamattiðkast m jög i iðnrikjunum, og er mér ekki grunlaust um sagði Guðmund- ur, að i mörgum löndum sé það notað sem hemill á inn- flutning iðnaðarvara. Það er ljóst að þau fyrirtæki sem vilj- að hafa flytja út húsgögn og innréttingar héðan hafa margsinnis lent i þvi að vörur þeirra erusettar i gæðamat og siöan liður langur timi áðuren nokkurt svar fæst frá væntan- legum kaupendum. Þannig vernda löndin kringum okkur sinn iðnað. Fimm ára landverndaráætlun ■ Rikisstjórnin lagöi fram þingsályktunartillögui siðasta mánuði um landgræöslu- og landverndaráætlun fyrir árin 1982-1986. Ráð er fyrir gert að á þessum 5 árum verði varið rúml. 71 millj. kr. i þessu skyni, en á árunum 1983-86 greiðist verðbætur, er miðist við framlög ársins 1982. Aætlunin er byggð á áliti Samstarfsnefndar um land- græðsluáætlun, en 1979 fól þá- verandi landbúnaðarráðherra nefndinni aö gera úttekt á þvi sem áunnist hefur siðan 1974 og kanna hvernig best verður staðið að áframhaldandi land- græðslu- og gróðurverndar- starfs, þannig að afturkippur komi ekki i slík störf, þegar fjárveitingar, sem samþykkt- ar voru þjóðhátiðarárið, nýtur ekki lengur við. Höfuðmarkmið land- græðsluáætlunarinnar" eru: Að stöðva sandfok og aðra jarðvegseyðingu. Vinna gegn gróðurskemmd- um og gróðurrýrnun. Koma beit og annarri gróðurný ingu hvarvetna i það horf, að gróðri fari fram. Að tryggja að skóglendi rýrni eKki og bæta þau sem skaðast hafa. Ræktanýja skóga tilfegrun- ar, nyfja, skjóls, útivistar og til jarðvegs og gróður- verndar. Stuðla að endurgræðslu ör- foka og ógróins lands, sem unnt er að breyta i gróður- lendi. Efla rannsóknir til að treysta sem best grundvöll og öryggi þeirra fram- kvæmda, sem unnið verður að samkvæmt framantöldu. F járveitingum er skipt þannig milli stofnana og verk- efna: 1. Verkefni framkvæmd af Landgræðslu rikisins: Stöðvun sandfoks, jarðvegs- og gróðureyðingar, gróöur- eftirlit, gróðurvernd og gróðuraukning ...40.400.000 2. Verkefni framkvæmd af Skógrækt rikisins: Friðun lands tilskógræktar, héraösskógræktaráætlanir, rannsóknir i skógrækt, úti- vistarsvæði við þéttbýli, skógvemd og skóg- rækt ............9.500.000 3. Verkefni framkvæmd af R annsóknastofnun land- búnaðarins: Rannsóknir á nýtingu beiti- landa, gróður- og jarðvegs- eyðingu og aðferðum til landgræðslu, gróðurkorta- gerð og vistfræðirannsókn- ir, frærannsóknir og rann- sóknir á plöntum, þ.á m. á vetrarþoli þeirra ..5.150.000 4. Ýmisiegt: Samvinnuvcrkefni stofnana, sem aðild eiga að land- græðsluáætlun, frærækt, skjólbelti, úttekt á árangri. Stuðningur við fræðslustarf og þátttöku samtaka áhuga- manna um skógrækt og landgræðslu....... 1.675.000 5. Framkvæmdir til að verjast landbroti og landskemmd- um vegna ágangs vatna eða sjávar, i umsjá Land- græðslu rikisins .. 14.500.000 VEREKIR LANDA- KOTSTUMNU BREYTT (líTIVISIARSVÆÐI? „Eini og sídasti möguleikinn til að skapa útivistarsvæði í Vesturbænum’% segir garðyrkjustjóri borgarinnar — Gert ráð fyrir 86 bifreiðastæðum við Túngötu og Hólavallagötu ■ „Þetta er einiog siðastimögu- leikinn til að skapa skemmtilegt útivistarsvæði i Vesturbænum”, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavikurborgar i sam- tali við Timann i gær, en hann hefur nú gert tillögur um að breyta Landakotstúninu, austan kaþólsku kirkjunnar, i útivistar- svæði fyrir almenning i samræmi við samning sem undirritaður var 21. mars 1978 milli Kaþólsku kirkjunnar og Reykjavikurborg- ar. Reykjavikurborg hafði lengi haft augastað á Landakotstúninu til þessara nota eða allt frá borgarstjóratið Bjarna heitins Benediktssonar. Þaö er hins veg- ar ekki fyrr en árið 1978 sem Birgir Isleifur Gunnarsson, þá- verandi borgarstjóri undirritar samning þar að lútandi. Sam- kvæmt honum fær Reykjavi'kur- borg umráð svæðisins austan kirkjunnar til að breyta í úti- vistarsvæði en i staðinn fékk Kaþólska kirkjan að byggja biskupssetur á suð-vestur horni lóðarinnar og fyrirheit um lóð undir starfsemi sina i Miðhverfi Seljahverfis i Breiöholti II. Sam- kvæmt samningnum verða kaþólikkar aðleggja blessun sfna yfir skipulag svæöisins og hafa tillögurnar nú veriö sendar þeim til umsagnar. 1 þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fram er verulegt til- lit tekið til óska kaþólikka. Fá þeir aðkeyrslu beint heim að kirkjudyrunum og jafnframt sér- stök bifreiðastæði fyrir kirkjuna. Jafnframt þessu er biskups- garðurinn skipulagður til sam- ræmis við heildarsvip alls svæðis- ins. Tillögurnar gera ráð fyrir göngustigum um svæðið, blóma- og trjábeðum og bekkjum. Þá er gert ráð fyrir hól i suð-austur horni túnsins til að auðvelda vetrarleiki barna og lítið leik- svæði er áætlað fast við inngang frá Hávallagötu. ,,Ég stila upp á það að kirkjan verði áfram miðpunktur svæðis- ins, og gæti þess að á engan hátt verði skyggt á hana”, sagði Haf- liði Jónsson. Einn hluti tillagnanna snýr að gerö 86 bifreiðastæöa i útjaðri túnsins við Túngötu og Hólavalla- götu. Hins vegar skeröist svæðið i heild sem útivistarsvæði ekki við þá framkvæmd, þar sem stærra svæði opnast nú meðfram kirkjunni eftir að girðingar við hana hafa verið fjarlægðar. „Sumir halda þvi fram að með þessu sé verið að skeröa túnið. Staðreyndin er hins vegar sú að útivistarsvæðið eykst við þetta, öfugt við það sem margir skyldu ætla. Kemur þetta til af þvi að svæöið nær nú nær kirkjunni sam- kvæmt tillögunum, inn á svæði sem alltaf hefur verið lokað meö girðingu. Er þetta svæði upp á einn hektara”, sagði Hafliði. Einnig er gert ráð fyrir bif- reiðastæðum meðfram Hóla- vallagötu. Nú leggja ibúar við þá götu bifreiðum sinum austan meginvið hana. Komast þar fyrir 20 bifreiðar. „Ég legg hins vegar til að gangstétt og grasræma meðfram túninu við vestan verða Hólavallagötu verði lögð undir bifreiðastæði og jafnframt bannað að leggja bilum meðfram og upp á gangstétt austan megin götunnar.l þvi sambandisting ég upp á þvi nýmæli, að hverju húsi verði merkt tvöbifreiðastæði.Tel ég þetta mjög jákvætt gagnvart þeim sem búa við götuna”, sagði Hafliði. Gert er ráð fyrir að bifreiða- stæði við Túngötu verði lokað frá túninu með þéttu gróðurbeöi og eins metra hárri vegghleðslu og frá Túngötu með gróðurbeði i upphlöðnu keri sem að öllum lik- indum er hagkvæmast að steypa. Einnig er gert ráð fyrir að koma höggmyndum fyrir á túninu. Áætlaður kostnaður við verkið er I370þús.kr. miðað við verðlag inóvember á sl. ári. Er þar með- reiknað ræktun, bifreiðastæði, öll malbikun stiga o.þ.u.l. leiktæki, bekkir og vegghleðslur. Tillögurnar eru enn glóðvolgar og vart komnar á umræðustig. Fyrsta skrefið verður að láta Ka- þólsku kirkjuna gefa umsögn um þær, áður en þær koma til alvar- legrar umræðu innan borgar- kerfisins. —Kás ■ Teikning af útivistarsvæðinu á Landakotstúninu eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Ráögerð eru 41 bifreiðastæði við Túngötu og45 meðfram Hólavallagötu. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.