Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. janúar 1982 ®faí$ÍÍJ$5J. 5 fréttir Gífurlegt óveður á norð-austurlandi í gær: „RÚÐUR BROTNUÐU í ÖLLUM HÚSUM í ÞORPINU” — segir Magnús Þorsteinsson, oddviti í Borgarfirdi eystra ■ „Þetta var snörp lægft sem fór mjög hratt dýpkandi um leið og hún fór yfir landiö, þ.e.a.s. þrýstingurinn iækkaói feiknar- lega mikiö i iægöarmiöju og komst liklega niöur i 950 millibör, eöa jafnvel minna", sagöi Páil Bergþórsson veðurfræftingur I viötali vift Timann i gær, þegar blaöamaöur baö hann aö lýsa veöri þvi sem’gekk yfir noröan veriia Austfiröi i fyrrinótt cn eins og kunnugt er þá varð vefturhæftin svo mikil um tima aft talsvert mikift tjón varð á húsum o.fl. á Borgarfiröi eystra. „Þegar svona er, að þrýstingurinn er mjög lágur i lægðarmiðju og hærri i kring, þá verður þeim mun hvassara, sem þrýstimunurinn er meiri”, sagði Páll og bætti þvi við að þessi lægð hefði farið svo hratt yfir að um hádegisbilið i gær hefði hún verið komin norðaustur fyrir Jan May- en. Páll sagði að þégar veður- hæðin hefði verið hvað mest á Norðausturlandi um kl. 6 i gær- morgun, þá hefði hún náð 10 til 12 vindstigum. Blaðamaður Timans hringdi á nokkra staði á Aust- fjörðum og Héraði i gær, til þess að fá lýsingu heimamanna á veðri þvi sem gekk yfir. Virðast flestir staðirnir hafa farið blessunarlega vel út úr þessu mikla hvassviðri en þó var talsvert um tjón á nokkrum stöðum, en langsam- lega mest á Borgarfirði eystra. „Við sváfum nú bara óveðrið af okkur Steingrimur Sæmundsson frétta- ritari Timans, Vopnafirði. „Hér var hið besta veður langt fram á nótt. Undir morgun reif hann sig upp með miklu roki en við sváfum nú bara óveðrið af okkur. Þaö var svo farið að lygna aftur i morgun, og ég hef ekki heyrt að nokkur maður hér á Vopnafirði hafi orðið fyrir tjóni af völdum hvassviðrisins”. „Það trúir þvi enginn sem ekki til þekkir hvernig rokið hjá okkur getur orðið” Magnús Þorsteinsson oddviti á Borgarfirði eystra „Hér var aftakaveður og tjónið i þorpinu af völdum veðursins er verulegt. Verst var veðrið á milli kl. 3 og 7 i nótt, fyrst var hann af suðvestan og siðan vestan. Hér brotnuðu rúður i öllum hús- um i þorpinu nema einu eða tveimur húsum. Það vill segja i u.þ.b. 40 ibúðarhúsum, verslunarhúsum o.fl. Það var svona frá einni rúðu og upp i 7 til 8 rúður i hverju húsi. Mest fór af rúðum i félagsheimilinu en þar voru taldar 22 rúður sem fóru og þar af erumargar stórar. Þá fauk járn af þakinu af fjórðungnum af verkamannabústað sem er i smiðum, auk þess sem þar brotnuðu allar rúður i suðvestur- hliðinniog gaflinn gekk út. Einnig urðu skemmdir á öðrum verka- mannabústöðum sem eru i smiðum, en þó minni. Helmingur af þakjárni á einu ibúðarhúsi fauk og þakplötur fóru af hluta þaka á mörgum ibúðarhúsum og útihús- um. Við erum nú ýmsu vanir i suðvestanáttinni, en þetta er eitt það allra versta sem komið hefur hér. Skólinn er á efri hæðinni i félagsheimilinu og er hann óstarfhæfur fram yfir helgi þvi það var eins og eftir loftárás þar i morgun og verður unnið að við- gerðum og þvi að byrgja glugga fram að helgi. Það trúir þvi sjálf- sagt enginn sem ekki til þekkir hvernig rokið getur orðið hjá okk- ur i þessari átt. Það fuku bilar, einir tveir. sem fuku nokkrar veltur og eru þeir stórskemmdir eða ónýtir. A öðrum bilum brotn- uðu rúður, hurðir fuku upp og ein- hverjir bilar eru illa farnir af grjóti. Það er ljóst mál að tjónið er verulegt en á þessu stigi er úti- lokað að geta sér til um hve mikiö tjónið er i krónum. Við erum nú að vonast eftir þvi að fá einhverj- ar bætur, en það á eftir að meta tjónið. Þið fenguð nú einhverja aðstoð úr Bjargráðasjóði i fyrra- vetur, þegar óveðrið gerði hjá ykkur fyrir sunnan og við erum að gæla við tilhugsunina hér að við getum fengið hliðstæða að- stoð. Svona til marks um það hve veðurofsinn var mikill, þá má geta þess að bæjarbúar hér eru vanir þvi að mikil veður geri og hafa þvi margir útbúið sérstaka hlera fyrir glugga sina til þess að verja glerið, en ekki þurfti meira en sentimetra rifu á hlerana til þess að grjótflug kæmist þar i gegn og bryti rúðurnar. Ég hef ekki haft spurnir af tjóni isveitinni sem neinu nemur, utan að einn bill fór vist veltur”. ,,Það var bara andskoti hvasst hérna” Jónas Hallgrimsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði „Svo maður tali nú ljóta is- lensku, þá verð ég að lýsa veðrinu hér i nótt með þvi að segja: það var bara andskoti hvasst hér i nótt . Alla vega varð mér ekki svefn- samt fyrr en undir morgun og veit ég að svo var einnig með marga aðra hér. Nei, mér vitanlega urðu hér engar skemmdir, en hér hvein og söng i öllu. Við vorum heppnari hérna en þeir á Borgarfirði eystra, en þeir hafa löngum lent illa i þvi þegar hann kemur af þessari átt — suðvestan. Eg gæti trúað þvi að veður- hæðin hafi náð 10 til 12 vindstigum i verstu hviðunum i nótt. Nú, samfara svona veðri eru alltaf þessar eilifu, helvitis rafmagns- bilanirsem við verðum að búa við hér. Rafmagnið fór tvisvar sinn- um i nótt, a.m.k. hálítima i senn og i dag hefur það farið einu sinni. Þetta er náttúriega afskaplega slæmt gagnvart öllum atvinnu- rekstri og hibýlum fólks. Okkur finnst þetta nógu slæmt hérna á Seyðisfirði en þó er þaö jafnvel ennþá verra hér fyrir sunnan, þar sem rafmagnið fer mun oftar og lengur i hvert sinn. Þegar svona rok kemur, þá verður samsláttur vanalega á linunum og rafmagnið fer svona hálftima til þrjú korter i senn”. Jónas sagði i eftirmiðdaginn i gær að hið vænsta veður væri nú komið á Seyðisfjörð aftur. Jafn- framt sagði hann að sólin væri nú farin að sýna sig á hæstu fjalla- toppum, þannig að brúnin á Seyð- firðingum væri farin að lyftast á nýjan leik, en tiðafar sagði Jónas að hefði verið ansi þreytandi svo ekki væri nú dýpra i árinni tekið. Það væri búið að standa svo til stanslaust frá þvi um 20. septem- bersl. Jónas sagði þvi að ef þessu færi ekki að lynna, þá yrði þetta langur vetur fyrir austanmenn. „Versta veður sem ég man eftir i 20 ár” Jón Kristjánsson, fréttaritari Timans á Egilsstöðum „Það er komið ágætis veður hérna núna en i morgun var hér versta veður. Það gekk i þetta svona upp úr miðnætti i nótt og fram yfir kl. 9 i morgun var hér ofsarok. Ég hef ekki fregnað af skemmdum hér i þorpinu nema hvað nokkrar þakplötur fuku hér af grunnskólanum. Hér úti i sveit- um hins vegar á tveimur bæjum, sem ég hef frétt frá orsakaði óveðrið talsvert tjón. A Sauðhaga á Völlum i Vallarhreppi fuku járnplötur af ibúðarhúsi og þak fauk af fjósi á bænum Mýnes. Hér voru einnig rafmagns- truflanir miklar og var raf- magnslaust hér meira og minna i alla nótt, en upp úr 9 i morgun var komið rafmagn á, og hefur verið truflanalitið siðan. Þetta er versta veður sem ég hef komið út i hér, á þessum 20 árum sem ég hef verið hérna, þannig að ég tel að miðað við veðurhæðina þá megum viö þakka fyrir aðekki skyldi hljótast meira tjón af, en raun bar vitni”. „Skemmdist bátur og hafnargarður” Askell Jónsson, bæjarstjóri á Eskifirði „Jú veðurhæðin hérna var mjög mikil en ég hygg að skemmdir al' völdum veðursins hafi verið i minna lagi. Ég hef ekki haft fregnir af öðru en þvi að talsverðar skemmdir hafa orðið hér á hafnarmannvirkjum og á báti sem lá hér við uppfyllinguna hér utar i bænum. Bátur þessi er frá Fáskrúðsfiröi en ég hef ekki nákvæma lýsingu á þvi enn, hve mikið hann skemmdist. Þær skemmdir sem urðu á hafnar- mannvirkjum, eru skemmdir á viðlegukanti. Hér söng og hvein i húsum og ég hugsa að mönnum hafi orðið mis- jafnlega svefnsamt. Hér fór raf- magn um tima, en nú er allt i lagi með rafmagnið”. Engar skemmdir á Fá- skrúðsfirði Frá Fáskrúðsfirði fékk Timinn þær fregnir i gær, að veðurhæðin hefði verið geysilega mikil i fyrri- nótt og giskuðu menn á að hún hefði náð 12 vindstigum i verstu hrinunum. Engarskemmdir urðu þó i hvassviðrinu á Fáskrúðsfirði og voru ibúar Fáskrúðsfjarðar að vonum ánægðir með það og sögðust geta sætt sig við að hafa fengið svefnlitla nótt i fyrrinótt, fyrst ekki fór verr. „Ekkert aftakaveður — bara svolitið hvasst” Óli Björgvinsson, sveitarstjóri á Djúpavogi „Veðurhæðin var ekki svo mikil hérna sunnanverðu. áfjörðunum. Hér var ekkert aftakaveður i nótt — bara svolitið hvasst. Veður- hæðin var ekki slik að neitt tjón yrði hér hjá okkur”. —AB Heybindivél TILSÖLU Class 50. Nýleg Upplýsingar i sima 92-8569 eftir kl. 6 á kvöldin. Heildsala Smásala & SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 OMOiy ■ ■ Oryggisins vegna ■ Þótt þessi snáði sé ekki úr Borgarfirbi-.eystra. þá hefur aðkoman að húsunum fyrir austan i gær ekki verið ósvipuð þvi rúður brotnuðu I nánast öllum húsum i þorpinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.