Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. janúar 1982 7 SiiIJil! erlent yfirlit ®KONA Frakklandsforseta, Danielle Mitterrand, kemur litiö fram opinberlega. Hún sækir yfirleitt ekki opinberar veizlur, nema hún sé nánast sagt nauð- beygð til þess, t.d. þegar þjóð- höfðingjar eru í heimsókn eða eiginmaöur hennar fer i meiri háttar heimsóknir. Hún reynir einnig að forðast fjölmiðla. Þetta hefur þó ekki dregið úr þvi, aö hún sé umtals- efni þeirra. Þannig hefur þeim orðið nokk- uð tiðrætt um, að daglega mætir hún á skrifstofum Jafnaðar- mannaflokksins, sem eiginmaður hennar hefur veitt forustu i meira en áratug og náöi þvi marki á siðastliðnu ári að verða stærsti flokkur landsins. Vafalaust hefur Danielle Mitterrand áhuga á málefnum flokksins og eflingu hans, en hún kemur þó ekki á flokksskrifstof- urnar þessara erinda. Hún starfar þar á sérstakri skrifstofu i þágu félagsskapar, sem er helgaður stuðningi við uppreisn- armenn i E1 Salvador. Hún er for- maður þessa félagsskapar. Af þessum ástæðum hefur eitt af ■ Mitterrand og frú i gönguferð i maí sl POLITISK IHLUTUN KONU MITTERRANDS Hún stydur uppreisnarmenn í El Salvador málgögnum róttækra hægri manna valið henni nafnið „Dani- elle, La Pasionaria de l’Elysee.” Sumir fréttaskýrendur hafa gizkað á, að Danielle eigi veru- legan þátt i þvi, að stjórnir Frakklands og Mexikó hvöttu opinberlega til þess á siðastliönu ári, aö stjórnvöld i E1 Salvador tækju upp viðræöur viö samtök uppreisnarmanna um vopnahlé og framkvæmd fyrirhugaðra kosninga þar, sem eiga að fara fram á þessu ári. Annars yrðu kosningarnar ekkivannað en sýndarmennska. Þetta hefur sætt mikilli gagn- rýni Bandarikjastjórnar. Stjórnir Frakklands og Mexikó hafa þó setiö við sinn keip. Þaö styrkir þær fullyrðingap, að Danielle sé hér að verki, að hún hefur ekki farið nema i eitt verulegt feröalag með eigin- manni'sinum siðan hann varö for- seti. Hún fór meö honum til Mexikó, þegar hann sat þar ráð- stefnu þá, sem fjallaði um mál- efni þróunarlandanna á grund- velli Brandt-skýrslunnar svo- nefndu. DANIELLE Mitterrand er fædd 1924 i Verdun, sem er frægt nafn i sögu heimsstyrjaldarinnar fyrri. Foreldrar hennar voru kennarar. Þau tóku þátt i mót- spyrnuhreyfingunni i siðari heimsstyrjöldinni og dvöldu flóttamenn iðulega á heimili þeirra. Danielle starfaöi einnig á vegum mótspyrnuhreyfingarinn- ar sem hjúkrunarkona. Hún þótti reynast svo vel i þvi starfi að hún hlaut sérstakt heiðursmerki fyrir framgöngu sina, þegar hún var rétt 20 ára. örfáir á þeim aldri hlutu heiöursmerki mótspyrnu- hreyfingarinnar. Systir Danielle, Christine Gouse, sem nú er þekkt sem kvik- myndastjóri, tók einnig þátt i mótspyrnuhreyfingunni. Hún kynntist Francois Mitterrand og sá hann I ibúð hennar mynd af Danielle. Sagan segir, að honum hafi þá oröiö aö oröi: Þessari stúlku ætla ég að giftast. Fundum Danielle og Mitter- rands bar fljótlega saman eftir það og voru þau gefin saman i hjónaband innan sex mánaða. Þau eiga tvo uppkomna syni, annar er blaöamaður, en hinn hefur snúiö sér að stjórnmálum. Danielle tók verulegan þátt i stjórnmálabaráttunni með manni sinum fyrr á árum, en hefur dreg- ið sig að miklu leyti i hlé siðari árin. Aður en Mitterrand var valinn forsetaefni flokks sins fyrir for- setakosningarnar i fyrra, gekk sá orðrómur, að hún hefði i hyggju að sækja um skilnað. Sá orðróm- ur reyndist ekki réttur og hún stóð við hlið eiginmanns sins I kosningabaráttunni. ■ Danielle hvislar að manni sin um á kosningafundi. Eftir kosningarnar dró hún sig aftur I hlé og hefur litið komið fram opinberlega eftir að eigin- maöur hennar settist i forseta- stólinn. Aöaláhugamál hennar er að stuðla aö réttlátum friði i E1 Salvador. Vinir hennar bera henni yfir- leitt gott orð. Hún sé viðlesin og vel menntuö og komi fram með virðuleik. Hún sé hins vegar ekki fyrir fjölmenni. Það hafi ekki heldur veriö neinn dans á rósum aö vera gift Mitter- rand. Starf hans hafi staðið i vegi þess, að hann gæti sinnt heimili og fjölskyldu sem skyldi. Hann sé einnig einrænn og uni helzt við lestur i fristundum sinum. MITTERRAND er samt talinn taka mikið tillit til eiginkonu sinnar. Nýtt mál er nú komið á dagskrá, sem ýmsir fréttaskýr- endur rekja til hennar. Franska stjórnin hefur nýlega gert meiri háttar vopnasölu- samning við stjórnina i Nicara- gua. Frakkar munu selja henni alls konar vopn fyrir 15.8 milljón- ir dollara. Bandarisk stjórnvöld eru æf yfir þessu og segja mikla hættu á, að þessi vopn veröi notuð i E1 Salvador, en þau halda þvi fram, að helzt berist uppreisnar- mönnum i E1 Salvador vopn frá Nicaragua, en þar fara vinstri menn með stjórn siðan Somoza-ættinni var steypt af stóli. Frakkar mótmæla þessu og segja að hér sé yfirleitt um að ræöa vopn, sem eru notuð til varnar. Það sé heppilegra póli- tiskt, að Nicaragua fái vopn frá Frakklandi en Sovétrikjunum og Kúbu. Stjórn Nicaragua verði þá minna háð kommúnistarikjunum áöurnefndu. Þórarinn Þórarinsson, í. J ritstjóri, skrifar , erlendar fréttir 80 fórust í flugslysinu í Washington ■ Nú er talift nokkuft vlst aft ísing hafi verift orsök flug- slyssins I Washington i fyrra- kvöld, þegar Boeing þota frá Air Florida hrapafti niftur á brú í Washingtonborg skömmu eftir f lugtak, og hent- ist þaftan út í Potomacá, um leift og hún sdpafti meö sér nokkrum bilum scm voru á fcrft yfir brúna sem er mikil umferftaræfi. Laust eftir að þetta gerðist, lentineðanjarðarlest með 1000 manns innanborðs Ut af tein- unum, skammt frá brúnni og létust þrir menm Þeirsem létust iflugslysinu, farþegar, áhöfn og þeir sem voru i bifreiðum sinum á brúnni, þegar slysið varð voru alls 80. Eitthvert versta vetrarveð- ur sem komið hefur i Banda- rikjunum um nokkurra ára skeið stóð þegar þessi slys urðu, ásamt mýmörgum um- ferðarslysum og eldsvoðum. Björgunarmenn voru að störfum við Potanicána i gær og siðdegis i gær var talið úti- lokað að fleiri en þeir fimm sem fundist höfðu á lifi af 79 farþegum og áhöfn þotunnar hefðu komistlifsaf. Þeir fimm sem komust lifs af voru allir i aftari hluta þotunnar, en aft- arihlutinn brotnaðifrá fremri hlutanum þegar þotan rakst á brúna. Talið er vist að lik flestra annarra farþega séu fóst i sætunum, undir isnum, og i þeim tilgangi aö ná fremri hluta þotunnar upp úr ánni háfa kranar nú verið fluttir að ánni. 011 umferð er enn bönnuð um svæðið, en hún var bönnuö strax eftir að slysið átti sér stað. Umferð var igær i minna lagi, þar sem öllum opinber- um stofnunum og skólum var lokað i gær. Enn snjóar mikið I Washing- ton, sem og víöar um Banda- rikin og Evrópu. Siðdegis i gærvartalið nokkuð öruggtað þotan hefði misst flugið og rekist á brúna vegna isingar, þvi fhigvöllurinn hafði verið lokaður af og til allan daginn, og þotan hafði staðið lengi á flugbrautinni, en þann ti'ma snjóaði mikið og frost var jafnframt mikið. Haftvareftireinum farþega vélarinnar, sem komst lifs af, en hann er einmitt atvinnu- flugmaður, að strax við flug- tak hefði verið ljóst i hvað stefndi. Flugslys þetta hefur orðið til þess að alda gagnrýni hefur risið i Washington á flugvellinum sem var fyrir slys umdeildur. Vilja menn að flugumferð sú sem fer um völl þennan verði flutt á annan hvorn millilandaflugvöllinn, en þeir eru staðsettir réttfyrir utan borgina. Ný stjórnarskrá fyrir N-írland í undirbúningi ■ Skýrt var frá þvi i Lundún- um i gær, aö Jim Prior ír- landsmálaráöherra heföi lagt fram nýjar tillögur að stjórnarskrá fyrir Noröur-tr- land, meö ákvæðum um heimastjórn i áföngum. Um langa hrið hefur Norð- ur-trlandi verið stjómað frá Lundúnum og heimamenn hafa ekki ráðið miklu um stjórn lands sins, enda allt log- aö i deilum um það hvert valdahlutfallið á milli mót- mælenda og kaþólskra skuli vera. Jim Prior hefur gegnt ráö- herraembættinu frá þvi sl. haust og að þvi er heimildir frá London herma, þá hefur hann nú til athugunar áætlun sem gerir ráö fyrir aö Norður- trar taki viðstjórn lands sins i áföngum. Ekki er greint frá þvihve langan tlma það muni taka að hrinda þessari áætlun iframkvæmd. Reiknað er með þvi að ef breska rikisstjórnin fellst á þessar tillögur Priors, þá veröi reynt að koma laga- setningu þar aö lútandi i gegn- um breska þingið fyrir vorið. Mark Thatcher kominn í leitirnar ■ Bretar og raunar mun fleiri, önduðu léttar I gær, þeg- ar greint var frá þvi að yfir- völdum i Suöur-Alsir að Mark Thatcher, 28 ára sonur Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, væri kominn i leitirnar, ásamt franskri vinkonu sinni sem var aðstoðarbilstjóri hans i rally-keppninni og breskum viðgerðarmanni. Það var utanrikisráðuneytið i Alsir sem greindi frá þvi aö Mark Thatcher hefði i gær fundist um 2000 kilómetra fyr- ir sunnan Algeirsborg, ásamt félögum sinum tveimur og væru þau öll heil á húfi. Þremenningarnir hafa verið týndir siöan sl. föstudag. Al- geirsborg sendi siðdegis i gær stóra herþyrlu með jeppa innanborðs til þess að sækja þremenningana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.