Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. janúar 1982 19 menningarmál KISULEIKUR ÞJÓOLEIKHÚSIÐ KISULEIKUR Höfundur: ISTVAN ÖRKÉNY Þýðing: Karl Guðmundsson og Hjalti Kristgeirsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Aðst. leikstjóri: Jóhanna Norðfjörð. Ljós: Páll Ragnarsson. István Örkény ■ Það er ekki mikið um ung- verska skáldið István Orkény i bókum á Sólvaliagötunni, enda berst Evrópufrægð i bók- menntum þangað heldur seint. A hinn bóginn er þetta austur- evrópska skáid ekki með öllu ókunnugthérá suðvesturhorninu, þvi Leikfélag Reykjavikur sýndi eitt verka hans árið 1970, Það er kominn gestur, og urðu sýningar alls 14, sem yar nú fremur dræm aðsókn. István örkény hefur þó býsna áhugaverða reynslu að baki, til að skrifa, og þá reynslu hefur hann orðið að kaupa dýrt. Hann nam lyfjafræði og blandaði meðöl . Hann fæddist i heim er reyndist siðarekki vandur að meðölum, og varð að þola þjáningar með sinu fólki. Hann fæddist árið 1912 og nam lyfjafræði, segir i leikskrá, og „Hann hóf ritstörf á fjórða áratugnum og gaf út fyrstu bók sina, smásagnasafn 1941. Hann barðisti siðari heimsstyrjöldinni, var tekinn til fanga . af Sovét- mönnum og var næstum fjögur ár i striðsfangabúðum. Lifið i fanga- búðunum og fólkið sem hann kynntist þar er uppistaðan i tveimur næstu bókum hans, en þær eru i formi skýrslna: Uns við náðum þangað (1946) og Fanga- búðafólk (1947). Raunar er striðs- reynsla höfundar drjúgur efni- viður i margar smásögur. — Arið 1951 kom út skáldsagan Hjón og á sjötta áratugnum birti Orkény nokkrar smásögur, styttri skáld- sögur og frásagnir i timaritum. Á þessu timabili verður tröllsleg og fjarstæðukennd gamansemi áberandi i verkum örkénys og telst siðan eitt megin einkenni hans sem höfundar. I smásagna- safninu Hveitibrauðsdagar (1967) er þessi gamantónn allsráðandi og þar i var prentuð smásagan Tót fjölskyldan, sem örkény breytti siðar i leikrit sem náði gifurlegum vinsældum”. Sem leikjahöfundur átti István örkény örðugt uppdráttar i fyrstu. Hann náði ekki til heims- ins fyrr en hann var kominn um sextugt, eða á sjöunda ára- tugnum, en var þó byrjaður að fást við leikritagerð þegar árið 1944. Frá þeim tima er t.d. til nokkuð vont leikrit um ást ungrar kennslukonu, er þarf að sigrast á andstreymi. Þetta leikrit samdi hann i rússneskum fangabúðum, sem eru nú ef til vill ekki albestu aðstæður, sem menn geta fengið, til að fást við skriftir. Leikritið sendi hann heim úr fanga- búðunum. En hægt blandast þessi ung- verski meðalasullari, hermaður og fangi i slunginn dularfullan rit- höfund, er ritar fyrst sögur, er siðan breytast i leikrit. Þegar hann deyr árið 1980 hefur hann náð mikilli hylli sem leikrita- skáld. Lifsverk István Örkény i leik- bókmenntunum spannar þó ekki mörg leikrit. Þau má i rauninni telja á fingrum annarrar handar. Það breytir þvi á hinn bóginn ekki, að hann er frumlegur og fimur höfundur, og það fengu frumsýningargestir að sjá i Kisu- leik, er frumsýndur var á Litla sviði Þjóðleikhússins 7. janúar siðastliöinn. Kisuleikur Kisuleikur varð til úr skáldsögu höfundar, og var leikritið frum- sýnt árið 1971. Það fjallar um tvær systur. Aðra er lifir grand- vöru lifi i hjólastól i Suður-Þyska- landi, eða i Bæjaralandi. Hina sem byr i Budapest og er alltaf ástfangin af gamla elskhug- anum sinum, er nærist á fornri söngfrægð, sem aldrei varð þó að veruleika. Hann er feitur, eins og blásinn belgur, eins og hann andi bara aðsér, en aldrei frá sér, eins og segir i verkinu. Systurnar tala saman i sima og senda bréf. Áhyggjur eru i Þýskalandi og i Budapest út af Frú Orban, sem er 65 ára, en heldur aö hún sé að verða 61, eða minna og litar á sér hárið og fleira. Eða m .ö.o. reynir að halda dauðahaldi i æskuna — og elsk- hugann. Þetta er skemmtilegt leikrit og fróðlegt fyrir þá, sem vita litið um rökræðuna i leikhúsi undir ráðstjórn. Höfundursneiðir t.d. algjörlega hjá hinu félagslega, staðreyndum eins og þvi að vinna fyrir sér. Hann ræðir ekki um þungaiðnað, kjarnorkulaus belti, hersetu, eins og tiðkast i alþýðuleikhúsum vesturlanda. Meira aö segja er mjög gott að fá vegabréf og leigu- bila i leikritinu og mikið úrval er af keti. Rökræðan snýst um persónu- legar tilfinningar, einvörðungu. Striðið er i baksviði. Hinir gömlu góðu dagar lika, án þess að þeir séu þó taldir betri og enga drætti þjóðskipulagsins má greina i verkinu. Um þetta er fjallað, ekki vegna þess að maður eigi heimtingu á pólitiskri úttekt á ástandinu i Ungverjalandi, heldur til að vekja athygli á, að unnt er að skrifa mjög góð leikrit, án þess að taka eftir heiminum sem þau gerast i. Maður á lika varla orð til að lofa hugkvæmni þessa ungverska leikjahöfundar. Rökræðan er aldrei á lágu plani. Hann notar menntað fólk, lyfjafræði og læknisfræði og listir, til að næra texta sinn, sem er ótrúlega sann- færandi. Áhorfendur lifa sig inn i þennan heim, eða draum. Ekki veit ég hvort Benedikt Arnason hafði einhverja forskrift við sviðsetningu, en hún er frum- leg, og sumt hefur maður ekki séð áður á leiksviði. Einna mest hvilir verkið á þeim Herdisi Þorvaldsdóttur og Guð- björgu Þorbjarnardóttur, er leika systurnar, og komast þær meira en vel frá sinu verki. Það sama má segja um þær Bryndisi P é t u r s d ó 11 u r , Margréti Guðmundsdóttur og Þórunni Magneu. önnur hlutverk eru minni, en sýnt er að allir hafa lagt alúð við að skila góðu verki. Það vakti nokkra athygli, að Þorsteinn Hannnesson, söngvari, leikur söngvarann og kemst hann bærilega frá þvi.og Þóra Borg fer þarna með litið hlutverk, en 25 ár eru siðan hún lék seinast i Þjóð- leikhúsinu. Voru henni færð blóm. Leikmynd var góð, og naut sin vel i þessu erfiða leikhúsi. Leikstjórinn Benedikt Arnason leggur þetta verk rétt, að voru mati. Að lifið er falið i textanum, að hann komist til skila, og aö skáldskapur þessa verks og galdur, er bundinn orðinu, fyrst og fremst. Hann færir leikinn þvi i réttan búning. Þetta er verk, sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar um leiklist Söngleik- ar Unnar Jensdóttur ■ Hinn 10. janúar „debútteraði” ný sópransöngkona, Unnur Jens- dóttir, i Norræna húsinu við undirleik Jóninu Gi'sladóttur. Tónleikaskráin segir frá þvi, að Unnur hafi próf bæði i söng og pi'anóleik, og stundi kennslu við Tónlistarskólann á Akranesi. Efnisskráin var þannig, að fyrir hlé söng hún þrjú ljóð eftir Brahms, og tvö eftir hvern þeirra Debussy, Fauré og Duparc, en eftir hlé fimm söngva eftir Rach- maninoff, þá ariu eftirDvorák, og loks Una voce poco fa, úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Unnur hefur mjög góða og „menntaða” sópranrödd, með hæfilegu „vibratói” sem gerir röddina lifandi, en jafnframt textann skiljanlegan, (sé hann á skiljanlegu tungumáli). Röddin er jöfn yfir allt sviðið, og aldrei varð þess vart að hún knýði að efri mörkum hennar eða neðri, eins og oft heyrist hjá smærri spámönnum (og konum), þegar hún annaðhvort hverfur eða verður að hljómlausum og dauð- um skræk. Hins vegar féll Unnur nokkrum sinnum i þá freistni flestra söngkvenna að syngja háa tóna svo sterkt, að sker i eyrun — slikt mátti og oft heyra — og úr ýmsum börkum — i Sigaunabar- óninum, þar sem hræðilegir skrækir bárust i gegnum hljöm- sveitargný og kórsöng — ég nefni engin nöfn. En þettá var nú minni háttaryfirsjón,oghver veitnema textinn gefi tilefni til þess. Eiginlega söng Unnur alla þessa óliku söngva mjög vel, en þó var seinni hluti söngleikanna ■ Unnur Jensdóttir sópran og Jónina Gisladdttir pianó ennþá betri en hinn fyrri: sér- staklega virtust rússnesku lögin eiga vel við hana. Þá var gaman að heyra alla þessa frönsku söngva, en eins og menn vita er franskur ljóðasöngur nokkuð, sem nú er mjög á döfinni, ekki sist fyrir tilstilli vinar vors Souzay. Jóninu Gisladóttur hef ég ekki heyrt spila betur né af meira öryggi áður, og virtist þo sitthvað þarna, t.d. sumir söngvar Rach- maninoffs og aria Rossinis, vera fjári erfittað komast klakklaust i gegn um, hvað þá spila. Sem hún gerði. Gaman væri að þekkja lögmál- ið um aðsóknina, hvað veldur þvi, að sumir tónleikar eru vel sóttir, en aðrir ekki. Vafalaust er þetta margslungið, og stundum getur maður bent á þessa þætti eins og stórar fjölskyldureða vinmargar, sem standa að listafólkinu, jafn- vel fjölmennar félagshreyfingar eins og fþróttahreyfinguna eða eitthvað þ.u.l. En 'svo má ekki gleyma listinni sjálfri, hér virðist I minningu Gabriels T urville — Petre Specvlvm Norroenvm. Norse Studies In Memory of Gabriel Turville-Petre. Editedby Ursula Dronke, Oxford, Guðrún P. Helgadóttir, Reykja- vik. Gerd Wolfgang Weber, Frank- furt, Hans Bekker-Nielsen, Odense. Odense University Press 1981 XVI + 508 bls. ■ Fáir menn erlendir munu á undanförnum árum hafa reynst islenskum og norrænum forn- fræðum dyggari liðsmenn en prófessor Gabriel Turville — Petre i Oxford. Hann lagði stund á norræn fræði frá unga aldri og gegndi um langt skeið prófessors- embætti þvi sem kennt er við Guðbrand Vigfússon i Oxford. Þar var hann lærifaðir margra ágætra fræðimanna og hafði mik- il áhrif til þess að auka viðgang og virðingu fræðigreinar sinnar i hinum enskumælandi heimi. Rit- störf hans á sviði norrænna forn- fræða urðu einnig mikil að vöxt- um. Fyrsta ritgerð hans á þessu sviði birtist árið 1934 og siðasta ritsmiðin sá dagsins ljós i af- mælisriti dr. Jakobs Benedikts- vera dæmalaust mikill áhugi á söng, sömuleiðis á gitarleik, og pianómúsik er alltaf vinsæl sé hún 100 ára eða eldri. Tónleikar þeirra Unnar og Jóninu voru afar vel sóttir, svo salur Norræna hússins „sprakk” i rauninni. Var. það vel, þvi þarna söng greinilega gáfuð og kunnáttusöm listakona. 12.1. Sigurður Steinþórsson sonar árið 1977. 1 ritsmiðum Gabriels Turville-Petre kennir margra grasa. Viðfangsefni hans voru margvisleg, en allt þaö sem hann lét frá sér fara einkennist öðru fremur af fræðilegri ná- kvæmni og djúpskyggnri þekk- ingu. Hann skrifaði ótal margar ritgerðir um norræn fræði samdi bækur og annaðist útgáfur. Bókin, sem hér liggur fyrir, Specvlvm Norroenvm, mun upp- haflega hafa átt að verða af- ■ G. Turville-Pctre mælisrit en þegar Turville-Petre lést áður en hún kæmi út var ákveðið að helga ritið minningu hans. 1 bókinni eru þrjátiu og tvær ritgerðir um norræna forn- fræöi eftir ýmsa þekkta fræði- menn, norræna, enska, banda- riska, og þýska og i bókarlok er birt ritskrá Turville-Petre. Islenskir menn sem i bókina skrifa eru Einar Ólafur Sveinsson er ritar einskonar kveðjuorð til Turville-Petre, Jakob Benedikts- son, Kristján Eldjárn, Davið Er- lingsson, Guðrún P. Helgadóttir, Jón Helgason og Jónas Kristjáns- son. Af erlendum höfundum sem þekktir eru hérlendis má nefna Theodore M. Anderson, Peter Foote, Lars Lönnroth og Jonna Louis-Jensen. Ritgerðirnar eru allar fremur stuttar og taka til afmarkaðs sviðs. Allar byggja þær á ná- kvæmum rannsóknum og eru margar hverjar stórskemmtileg- ar aflestrar, jafnt fyrir leikmenn sem sérfróða. Bókin er öll ágætlega úr garði gerð og minningu hins ágæta fræðimanns sómi sýndur með út- gáfu hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.