Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 18
i t t • 5 f t 26 Kvikmyndir og leikhús Stjörnugjöf Tímans **** frábær ■ *** mjög góð ■ * * góð ■ * sæmlleg ■ 0 léleg Föstudagur 15. janúar 1982 kvikmyndahornið ★ Tom Horn -¥■ ■¥ önnur tilraun •k Eilifðarfanginn ★ Hvell-Geiri ■¥• Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Hjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ Útlaginn „Leitin að eldinum” fær góðar viðtökur ■ Frummenn i „Leitinni að eldinum” Ekki beint friðir náungar. ■ „Leitin að eldinum” — frummannakvikmyndin, sem ætlunin var eitt sinn að taka að hluta til á Islandi — hefur nú verið frum- sýnd i Frakklandi og hlotið þar góðar viðtökur. Myndin verður sýnd i Bandarikjunum i næsta mánuði, og siðan i ýmsum Evrópurikjum i mars. 1 bandariska vikuritinu Newsweek er fjallað um kvik- myndina og farið um hana lof- samlegum orðum. Segir þar meðal annars, að „Leitin að eldinum” sé fyrsta raunsæja kvikmyndin, sem gerð sé um fornsögulega tima, skemmti- leg ævintýramynd — spenn- andi og oft bráðfyndin. Jafn- framt hafi tekist að gera myndina sannferðuga. „Tungumálið” i myndinni er tilbúningur rithöfundanna Anthony Burgess og Gerard Brach. Desmond Mossir, sem ritaöi bókina „Nakti apinn”, kenndi leikurunum að hreyfa sig á þann hátt, sem frum- menn eru taldir hafa gert. Myndin er byggð á barna- sögu eftir belglskan höfund J.H. Rosny. Þar segir frá Ulam-þjóðflokknum, sem missir eld sinn þegar enn frumstæöari þjóðflokkur, Wagabou, gerði árás á þá. Þrir Ulam-menn taka sér fyrir hendur að útvega eld aftur, en leiötogi þeirra, Naoh, er hand- tekinn af þriöja þjóðflokknum, sem reyndar er all nokkuð lengra kominn á þróunar- brautinni en Ulam. Naoh er leystur úr haldi af Ika, ungri stúlku sem hefur siöbætandi áhrif á Ulam-menn. Ýmis atriði myndarinnar eru sögð i ljótara lagi, ma. þegar lýst er mannáti. En að- standendur myndarinnar segja, að þannig hafi lifið ver- iöá þeim timum, sem reynt er að lýsa i myndinni — rudda- legt, illvigt og skammvinnt. Gerð kvikmyndarinnar gekk mjög erfiðlega, eins og áður hefur komiö fram i frétt- um hérlendis. Mikil vandræði voru á að útvega fjármagn til kvikmyndageröarinnar, en myndin mun kosta 10—11 milljónir bandariskra dala. Þegar fjármagn var loks fyrir hendi setti leikaraverkfall vestra strik i reikninginn, og var um tima útlit fyrir að ekk- ert yrði úr myndinni. En fyrir fjórtán mánuðum hófst kvik- ■ ika, leikin af Rae Dawn Chong myndatakan loksins i Skot- landi, og siðar i Kenya og Kanada. Mikill hluti kostnaðarins fór Ialls konar tæknibrellur, m.a. förðun og aörar andlitsbreyt- ingar leikaranna — þaö tók hverju sinni fjóra tima að gera hvern leikara aö „frummann- inum” og tvo tima að losna við sminkið aftur. Filum var breytt i mannúta, en það gekk ekki hljóðlega fyrir sig: þegar filarnir sáu hvern annan i nýju múnderingunni trylltust þeir og eyðilögðu svo mikiö af tækjabúnaði, að um tima var útlit fyrir að hætta yröi kvik- myndatökunni, að sögn blaös- ins. En nú er þetta allt saman liöið ævintýri, sem kvik- myndagerðarmennirnir geta skemmt sér við, þvi myndin er orðin að veruleika, og likar bara vel i Frakklandi. — ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.