Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.01.1982, Blaðsíða 19
27 Föstudagur 15. janúar 1982 flokksstarfið HiiSilll Norðurlandskjördæmi eystra Alþingismenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra halda almenna stjórnmálafundi á eftirtöld- um stöðum: Akureyri: laugardaginn 16. jan. að Hótel KEA (gilda skála) kl. 14.00 Dalvik: laugardaginn 16. jan. i Vikurröst kl. 20.30 ólafsfjörður: sunnudaginn 17. jan. i Tjarnarborg kl. 15.00 Kópavogur Fundur fulltrúaráðs íramsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn 18. janúar kl. 20.30 i Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Tilnefning til prófkjörs 2. Fjárhagsáætlun Kópavogs 1982 3. önnur mál Fulltrúar og varafulltrúar fullt^úaráðsins eru boðaðir á fundinn. Stjórnin Borgnesingar Aðalfundur framsóknarfélags Borgarness verður haldinn i Snorrabúð mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 21.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnmálaviðhorfið Frummælandi: Davið Aðal- steinsson alþm. 3. Málefni sveitarstjórnar: Frummælandi: Guðmundur Ingimundarson oddviti 4. önnur mál Stjórnin Framsóknarfélag Garða og Bessastaða- hrepps Fundur um bæjarmálefnin verður haldinn mánudaginn , 18. jan. n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2. Mætum vel og stundvislega Stjórnin Prófkjör i Keflavik Framsóknarfélögin I Keflavik hafa ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum vegna bæjarstjórnarkosninganna i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febrúar n.k. Kjörgengir eru aliir framsóknarmenn sem fullnægja skilvrðum um kiörgengi til bæjarstjórnar. Þar sem skila þarf framboðslista til sameiginlegrar kjör- stjórnar fyrir 17. þ.m. er nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast bjóða sig fram láti undirritaða vita eigi siðar en kl.18 laugardaginn 16. þ.m. Athygli er vakin á þvi að kjörnefnd hefur heimild til að bæta við nöfnum á prófkjörlistann að framboðsfresti liðn- um. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir. Keflavik 10. janúar 1982. Jóhann Einvarðsson, Norðurtún 4,simi 2460 Kristinn Björnsson, Asgarði 3, simi 1568 Viðar Oddgeirsson, Smáratúni 27, simi 3941 Kópavogur Þorrablót Hið vinsæla þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið i Manhattan laugardaginn 23. janúar n.k. kl. 19 stundvis- lega. Upplýsingar um miða hjá Guðbjörgu i sima 40435,Katrinu i sima 40576 og Vilhjálmi i sima 41190 Framsóknarfélögin Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram i hausthappdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt giró- seðlum má framvisa greiðslum enn um sinn i næsta póst- húsi eða peningastofnun og eru flokksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin Auglýsing um prófkjör Prófkjör framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosn- inganna i mai 1982 verður haldið dagana 23. og 24. janúar 1982 Skila þarf framboðum i prófkjörið á skrifstofu Framsókn- arflokksins að Rauðarárstig 18, Reykjavik fyrir kl.18.00 fimmtudag 7. janúar 1982. Kjörgengir eru allir flokks- bundnir framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til borgarstjórnar. Framboði skal fylgja skrif- legt samþykki frambjóðandans, svo og meðmæli 5-10 flokksbundinna framsóknarmanna. Athygli er vakin á þvi að kjörnefnd hefur heimild til að bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd. Einhell vandaöar vörur Verkfæra- kassar Eins, þriggja og fimm hólfa. Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 shii 38125 Heildsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 simi 81722 ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 . 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — slmi 86605. VIDEO- ' MAk mURINH HAMRABORGIO Höfum VHS myndbönd og original spólur í VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. Einhell vandaöar vörur Rafkapals- tromlur 10og 20metra. Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 sm 38125 Heildsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 si'mi 81722 medal annarra orða Áfram- haldandi niður- talning ■ Fáar rikisstjórnir hafa notið eins mikilla vin- sælda og núverandi ríkisstjórn. Frá upphafi hafa skoðanakannanir sýnt að mikill meirihluti fólks hefur haft trú á henni og verið henni hliðhollur. Fólk hefur skilið skynsamleg markmið hennar i efnahagsmálum árið 1981 og talið að hún hefði póli- tíska burði til þess að geta stjórnað. Framsóknarflokkurinn var sigurvegari seinustu kosn- inga. Niðurtalning veröbólgunnar i áföngum var hans stefna pg hún fékk hljómgrunn meðál fólksins vegna þess að fólk sá að hún var skynsamlegri og farsælli leið heldur en leiftur- sókn Sjálfstæðisflokksins. Meginatriði niðurtalningar- innar var aö leyfa ekki verð- hækkanir nema upp að ákveðnu marki á hverjum ársfjórðungi. Hjöðnun 1981 Þegar stjórnarsáttmáli rikisstjórnarinnar var gerður var efnahagsstefna Fram- sóknarflokksins lögö til grund- vallar. Arangur hennar var sá að verðbólga lækkaði úr 60% i 40% á árinu 1981. Að sjálfsögðu var niður- talningarleiöin ekki þrauta- laus. Efnahagsráðstafanir hljóta alltaf að koma við ein- hvern. Kostur niðurtalningarinnar er m.a. sá að hún jafnar erfið- leikum aðgerðanna á ákaflega mörg bök. Allir megin þættir efnahagslifsins eru taldir nið- ur i senn, laun, vextir, auk þess sem verðhækkunum er haldið i skefjum. Þó hefur niðurtalningarað- ferðin reynst hinum ýmsu hópum miserfið og sennilega hefur hún reynst erfiðust fyrir atvinnufyrirtækin, t.d. hefur útflutningsiðnaðurinn átt i vök að verjast þótt þar hafi margt fleira komið til. Óhagstæd efnanagsþróun Nú hefur nokkuð syrt 1 álinn i efnahagsmálum. Útflutn- ingsvörur okkar hafa lækkað i verði en innfluttar vörur hækkað. Efnahagsástand landanna i kring um okkur hefur versnaö og kemur m.a. fram i sölu- erfiðleikum hjá stóriðjufyrir- tækjum okkar. Þá munu nokkrir fiskistofn- ar tæpast gefa þjóðarbúinu þá eftirtekju á árinu 1982 sem vænst hefur verið. Siöast en ekki sist viröast þau öfl vera að styrkjast sem ekki treysta sér til að fylgja ákveðinni niðurtalningar- stefnu á árinu 1982, öfl sem þar með eru að bogna i bar- áttu viö verðbólguna. Minnkandi verðbólga forsenda stjórnar samstarfsins Niðurtalning verðbólgunnar er ákveðið stefnumark Fram- sóknarflokksins. A henni hefur efnahagsstefna rikisstjórnar- innar byggst. Kjósendur flokksins ætlast til þess að við þessa stefnu sé staðið. Ef ekki næst samstaöa um aðgerðir sem tryggja áfram- haldandi hjöðnun er stjórnar- samstarfið i hættu. Ráðherrar Framsóknarflokksins voru a.m.k. ekki kosnir til að verma ráðherrastóla i ríkis- stjórn hækkandi verðbólgu heldur til að ná árangri i helsta baráttumáli flokksins. Haukur Ingibergsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.