Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 23. apríl 2008 31 DAGSK RÁIN KEMUR INN U M LÚGUN A! sumardaginn fyrsta, 24. apríl Útsýnisflug – Fjórhjól – Gönguferðir – Fræðsla og fróðleikur – Úti leikir – Ratleikur Kayak – Söfn – Sigl ingar – Hjólreiðar – Fossar og tröl l – Sólarsögur og margt f leira Dagskrá dreift í dag með 24 stundum. www.ferdalangur.is S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA Meistaradeild Evrópu Liverpool-Chelsea 1-1 1-0 Dirk Kuyt (43.), 1-1 sjálfsmark (95.). Lengjubikar kvenna í fótb. KR-Stjarnan 4-0 1-0 Katrín Ómarsdóttir (48.), 2-0 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (56.), 3-0 Hrefna Huld Jóhannes- dóttir (65.), 4-0 Edda Garðarsdóttir (85.). Valur-Breiðablik 4-0 1-0 Hallbera Guðný Gísladóttir, 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir, 3-0 Thelma Björk Einarsdóttir, 4-0 Margrét Lára Viðarsdóttir. ÚRSLIT FÓTBOLTI Liverpool og Chelsea skildu jöfn á Anfield í gærkvöld þar sem jöfnunarmarkið kom á 95. mínútu leiksins. Fyrsti hálftími leiksins í gær- kvöld var hálfgerður skotgrafa- hernaður þar sem bæði lið héldu að sér höndunum og ætluðu greini- lega ekki að hætta of miklu á upp- hafsmínútunum. Á 30. mínútu fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru og Didier Drogba gerði tilkall til víta- spyrnu eftir baráttu við varn- armanninn Jamie Carragher en dómari leiksins kaus að flauta ekki. Í næstu sókn þar á eftir fékk Fernando Torres ákjósanlegt marktækifæri eftir eitraða send- ingu Stevens Gerr- ard en Spánverjinn skaut boltanum beint í fangið á Petr Cech í markinu. Liverpool náði í kjölfarið ágætis tökum á leiknum og uppskar samkvæmt því undir lok hálf- leiksins. Kuyt mikilvægur Kuyt náði þá að vinna boltann af Frank Lampard á teigshorni Chelsea og eftir misheppnað skot Mascherano barst boltinn inn fyrir vörn Chelsea á áðurnefndan Kuyt sem var réttur maður á réttum stað skoraði af stuttu færi og staðan 1-0 í hálfleik. Þetta var fimmta mark Kuyts í Meistaradeildinni og jafnframt hefur hann skorað á öllum þremur stigum keppn- innar til þessa eftir að riðla- keppninni lauk. Liverpool hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálf- leiks á meðan lítið virtist ganga upp hjá Chelsea og lít- ill broddur í liðinu með Drog- ba einan og hálf týndan í framlínunni. Chelsea-liðið bragg- aðist þó þegar líða tók á hálfleik- inn og fór að sýna sitt rétta andlit með hraðara og beinskeyttara spili á miðjunni og Liverpool-liðið færð- ist aftar á völlinn til að verjast áhlaupinu. Dýrkeypt mistök Allt leit hins vegar út fyrir að Liverpool-vörnin myndi halda velli og raunar fengu leikmenn Liver- pool bestu marktækifærin á loka- kaflanum þegar Cech gerði vel að verja frá Gerrard og Torres. Her- fileg mistök varamannsins Johns Arnes Riise á 95. mínútu leiksins urðu hins vegar til þess að Chelsea jafnaði leikinn þegar Norðmaður- inn skallaði boltann í eigið mark eftir sendingu Salomon Kalou og lokatölur urðu því 1-1. Sjálfsmarkið gæti reynst dýr- keypt og gerbreytir stöðu Liver- pool fyrir seinni leikinn á Brúnni þar sem Chelsea er illviðráðan- legt. Markaskorarinn Dirk Kuyt er þó bjartsýnn á framhaldið. „Auðvitað er svekkjandi að við fengum fjögur til fimm góð mark- tækifæri en Chelsea aðeins eitt og niðurstaðan er jafntefli. En á móti kemur fannst mér við stjórna leiknum og við mætum því fullir sjálfstrausts í seinni leikinn og tryggjum okkur í úrslitaleikinn,“ sagði Kuyt. omar@frettabladid.is Dramatískt jafntefli á Anfield Allt leit út fyrir að Liverpool myndi tryggja sér 1-0 sigur með marki Dirks Kuyt gegn Chelsea á Anfield í gær- kvöld þegar varamaðurinn John Arne Riise varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 95. mínútu. SKÚRKUR John Arne Riise skoraði sjálfs- mark á 95. mínútu í gærkvöld . NORDIC PHOTOS/GETTY HETJAN Dirk Kuyt var réttur maður á réttum stað í gærkvöld og skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu. Lengi leit út fyrir að markið myndi duga til sigurs en svo varð ekki. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI KR og Valur tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleik Lengju- bikarsins í gærkvöld. KR sigraði Stjörnuna 4-0 á KR- vellinum og komu öll mörk leiksins í síðari hálfleik og Valur sigraði Breiðablik 4-0 í Kórnum þar sem Margrét Lára Viðarsdótt- ir skoraði tvö mörk fyrir Íslands- meistarana. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals var sátt við leik Vals í gær. „Þetta var fínn leikur hjá okkur og þetta verður flottur úrslitaleik- ur og alltaf gaman að mæta KR, sagði Elísabet við Fréttablaðið. Úrslitaleikurinn fer fram á næstkomandi föstudag kl. 19.00 í Egilshöll. - óþ Lengjubikar kvenna í fótbolta: KR og Valur í úrslitaleikinn ÖRUGGT Valsstúlkur tryggðu sér farseð- ilinn í úrslitaleikinn með sannfærandi hætti í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.