Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 2
í spegli tímans Laugardagur 16. janúar 1982 Umsjón: B.St. og K.L. ■ Alfred Schmidt var orðinn vel met- inn málari í heima- borg sinni, Dussel- dorf í V.-Þýskalandi og hann varð m.a.s. svo frægur að mála mynd af „stafla af niðursuðudósum", eins og hann segir sjálfur, sem nú hangir í Nútíma- listasafninu í New York. En einn góðan veðurdag var hann orðinn þreyttur á þessu öllu. Það var fyrir 6 ár- um, að Alfred tók upp á því að gera myndir niðri í kola- námum. Á hverjum degi fór hann í vögn- unum niður i nám- urnar ásamt náma- mönnunum, með fangið fullt af málaragræjum, til að mála þá „við vinnu". Þegar ofan í námurnar var kom- ið, tók hann sér sæti á óhefluðum tré- bekk, eða hverju því setplássi, sem hann fann, og hófst handa við að festa menn- ina á blað í skini vinnulampanna þeirra. Sérstakt dálæti hefur Alfred á þvi að mála þá i kaffitimum. Smám saman fór Al- fred að koma sér betur fyrir, og nú hefur hann komið sér upp vagni, þar sem hann geymir myndirnar sinar og málaragræjur og á sitt svefnpláss. Vagninn dregur hann svo á sjálf- um sér á milli staða og er það ekkert áhlaupaverk, þar sem hann vegur 220 kg tómur. 1 sumar fór Al- fred i 700 km ferðalag á þennan máta meðal nám- anna i Ruhr-héraði. Námamenn eru þekktir aö öðru en að taka lista- mönnum og öðrum furðu- fuglum opnum örmum. En Alfred hefur tekist að vinna traust þeirra. Þeir lita nánast á hann sem samherja, enda lita þeir öðrum augum menn, semþeir kynnast neðan- jarðar en ofan. Þar á ofan lita þeir á feröalög Al- freds sem erfiöisvinnu. öðru máli gegndi, ef hann ferðaðist um i bil! ■ Málarinn Alfred Schmidt er búinn að draga „sýningarvagn” sinn, sem vegur 220 kg, um 700 km veg. Hann notar feröina vel. A milli þess, sem hann sýnir og selur myndir sinar, bregður hann sér niður I námurnar og festir námamennina á blað. Ein af mörgum teikningum, sem Alfred Schmidt hefur gert niðri I námagöngum. NEÐAN- JARÐAR- UST” ALFREDS SCHMIDT Markmið Alfreds Schmidt er að innleiða list f heimkynni námamanna. Hér sjá- um við námamenn, sem eru að koma úr vinnu, viröa fyrir sér eina mynd hans. Ólikt öðrum listamönnum nýtur Alfred fullrar virðingar námamannanna. ■ Þar sem aðrir grafa eftir kolum, dregur Alfred upp myndir. Hér er hann að vinna að vinsælu mótifi, sem hann nefnir „Kaffitimi námamannsins”. Að hans sögn er auðveldast að festa námamenn á mynd, þegar þeir eru að hvila sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.