Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. janúar 1982 3 fréttir Nafn mannsins sem lést ■ Maðurinn sem lést i elds- voðanum sem varð i Mjósundi 1 i Hafnarfirði i fyrrakvöld hét Þor- steinn Jónsson. Hann var fæddur árið 1926 og bjó einn i húsinu sem brann. Sjó ■ Rikissaksóknari telur þann ágreining sem uppi er milli Sam- gönguráðuneytisins oe eiganda Bifreiðastöðvarinnar Steindórs að meginstofni til einkaréttarlegs eðlis, „sem leita verði lausnar á eftir einkaréttarlegum leiðum.” Þetta kom fram i bréfi sem sak- sóknari sendi lögreglustjóranum i Reykjavik i gær, en sá siöar- nefndi hafði sent málið til saksóknara fyrr um daginn til fyrirsagnar, eftir lögreglurann- sókn sem staðið hafði yfir i þrjá daga. í framhaldi af þessu visaði lög- reglustjóri málinu á ný til sam- gönguráðuneytisins, en þaö hafði eins og komið hefur fram i Tfmanum farið fram á við embættið að þaö lokaði Bifreiða- stöð Steindórs, þar sem eigendur Fölsudu ávísanir fyrir tuttugu þúsund ■ ,,Þeir urðú uppvisir aö tölu- verðu ávisanafalsi um og eftir jólin. Ég tel liklegt að upphæð falsaðra tékka sem frá þeim kom nálgist tuttugu þúsund krónur,” sagði Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá rannsóknarlög- reglu rikisins þegar Timinn spurði hann um rannsókn á máli þriggja unglinga sem stálu ávisanahefti á veitingahúsi i Reykjavik um jólin, og hófu siðan að falsa tékka. „Það má segja að rannsóknin sé á lokastigi. Þeir voru um tima þrir i gæslu vegna þessa máls en nú er aðeins einn eftir. En auk þessara þriggja þurfti aö yfir- heyra fjölda manna sem tengdist málinu,” sagði Arnar. —Sjó. Árekstrasúpa í síödegis- umferðinni ■ Margir árekstrar urðu i sið- degisumferðinni i Reykjavik enda mikil hálka á götum bæjarins. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik urðu rúmlega tuttugu árekstar frá hádegi til klukkan sex siðdegis. Flestir árekstrarnir voru smávægilegir en þó mun eignatjón hafa orðið talsvert. Engin slys urðu á fólki. —Sjó. ■ Utanríkisráðherra Ungverjalands, Frigyes Puja, kom ásamt fylgdarliði iopinbera heimsókn til tslands i fyrrakvöld Ráðherrann átti fund með Ólafi Jóhannessyni I gærmorgun og ræddu ráðherr- arnir samskipti íslands og Ungverjalands auk þess sem þeir ræddu alþjóðamál. í gær hitti ráðherrann Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra og sat siðan hádegisverðarboð Seðlabankans. Einnig átti ráðherrann fund meö Jóni Helgasyni, forseta Sameinaðs Alþingis, og nokkrum fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Timamynd GE. Lögbanná „FRUMHIAUP HJA OKKUR” ■ „Það má segja að þetta hafi verið frumhlaup hjá okkur, en við tókum Utvarpsfréttirnar i hádeginu i gær trúanlegar og héldum að þetta væri bara dæmi upp á 2 til 3 klukkutima að ljúka samningamálunum”, sagði Hörður Jónsson, skipstjóri á Als- ey VE, i gær, en hann er einn þeirra ellefu sem fóru Ut og lögðu netin i' fyrradag. Aðspurður hvað ákveðið hafi verið i málinu á fundi með þeim er réru um miðnættið, kvað hann svo sem ekkert hafa verið ákveðið. En allavega ætluðu menn ekki út aftur að óbreyttu. „Enda getum viðþað ekki.Fógeti kallaði okkur iland og við hlýðum honum.” Ekki megi lögskrá menn á bátana meðan verkfallið stendur, þannig að allt Utlit sé fyrir að netin verði að liggja þar til þvi' ljUki. Hörður var spurður hvort menn búist ekki við að það dragi dilk á eftir sér að róa með óskráða áhöfn. — Jú, ætli maður lendi ekki á Hrauninu. „Auðvitað er heitt í mönnum hér i Þorlákshöfn út af þessu, sér- staklega þessum strákum sem byrjuðu þarna i kantinum fyrir 8—10 árum, fundu raunar þetta svæði — og eru búnir að vera þar alla tið. Það var eiginlega ekki fyrr en f fyrra að Eyjabátar fóru að nýta þetta svæöi. En þá fóru margir bátar þaðan og lögðu fyr- ir áramótin. Eftir þorskveiði- bannið um páskana byrjuðu eiginlega allir að leggja á sömu minútunni, þannig að þá höfðu auðvitað allir sömu möguleika”, sagði Þröstur Þorsteinsson, skip- stjóri i Þorlakshöfn, em við ræddum við um uppákomuna i Eyjum. „Það var svo mikill afli þarna i fyrra, aö nú hafa allir ætlað sér að gripa þetta”, sagði Þröstur. Hins vegar kvað hann kantinn mjög dýrt svæði upp á útgerðina vegna þess að þar eyði- leggist mikið af veiðarfærum. — HEI. Steindór? hennar skorti leyfi til reksturs hennar. 1 reynd þýðir þetta að málið er komið úr höndum lög- reglustjóra, a.m.k. i bili. 1 raun má segja að með þessari niðurstöðu hafni lögreglustjóri erindi samgönguráðuneytisins, jafnframt þvi sem gefið er i skyn að hún muni ekki hefjast handa nema dómsúrskurður liggi fyrir um lögbann, sem lögreglan myndi þá fylgja, eftir ef upp yrði kveöinn af borgarfógetaem- bættinu. Það er þvi ákvörðun samgönguráöuneytisins eftir helgi hvort farið verður fram á lögbann, eða hvort reynt veröur að knýja fastar á lögregluna um að loka stööinni án dómsúr- skurðar. —Kás Steingrfmur Hermannsson um tillögur í efnahagsmálum: MÞað verður að lagfæra vísitölugrundvöllinn” ■ „Eftir þingflokksfund sem haldinn var 8. þ.m. gerðum við framsóknarmenn grein fyrir okkar hugmyndum i efnahags- málum sem að sjálfsögðu eru fjölþættar. Við höfum unnið þetta mál á þann veg sem við teljum eðlilegt, innan rikisst jórnarinnar, sérstaklega innan þeirrar efna- hagsnefndar sem þar starfar. Þess vegna verð ég að lýsa undrun minni yfir þvi sem nú birtist i blöðum um „pakkann” sem fjármalaráðherra hefur lagt fram. Ég harma það þvi' þetta kallar fram ótal spurningar, sem þarf nú að leysa á annan máta heldur en i fjölmiðlum. Eins og komið er tel ég mér ekki annað fært en að lýsa stuttlega því sem við framsóknarmenn teljum að verði að vera til staðar.” Þetta sagði Steingrimur Hermannsson er hann var spurður um hvað framsóknar- main i rikisstjórninni legðu til i efnahagsmálum i framhaldi af þeim upplýsingumsem fram hafa komið um „pakka” fjármálaráð- herra. „Ég fagna þeim hugmyndum Ut af fyrirsig sem fjármálaráðherra hefur lagt fram um svigrUm innan f járlaga til að auka niður- greiöslur og lækka tolla og hafa þannig áhrif á framfærsluvisi- tölu. Þetta var honum og fjarveit- ingamönnum falið eftir fund i ráðherranefndinni s.l. sunnudag og þær upplýsingar hafa nú komið fram. Þarna er lagt fram dálitið svipað niðurgreiðslumynstur eins og við höfum verið með, en að visu gengur það ekki alveg eins langt. Þetta er allt góðra gjalda vert, en að sjálfsögðu er þetta ekki nema einn liður i málinu. Ef við ætlum að ráða við verðbólguna verðum við að taka á henni á margan annan máta. Við þurfum að ráðast að meininu. Ég fellst á það með tilliti til nýsettra kjara- samninga, að ekki er rétt að fara að breyta grundvelli þeirra á þessu stigi. Hins vegar held ég að mönnum sé það ljóst að við verðum að lagfæra visitölugrund- völlinn. Það viljum við fram- sóknarmenn gera t.d. svona um mitt árið. Það er einn liðurinn i hug- myndum okkar. Við verðum að taka út liði þannig aö útkoman verði sanngjörn. T.d. að taka meira tíllit til óhagstæðra við- skiptakjara en nú er gert. Það hefur svo oft 'verið sagt, og að hluta viðurkennt, að laun geta ekki hækkað hér þegar olía hækkar erlendis. I visitölunni höfum við lika liði svo sem inn- lenda orku,þar sem viðerum að gera stórt átak tilaö bæta afkomu almennings með hitaveitu og orkuframkvæmdum. Það er i rauninni stórundarlegt að þetta skuli vera i vfsitölu, ekki síst þegar þess er einnig gætt að orku- fyrirtækin eru öll i eigu þessa sama almennings, sem færkaup- hækkun þegar odkuverð hækkar. Þá er að athuga hvemig verð- lagsmálum verði háttaö. Þar erum við með ákveðin þök, eða viðmiöunármörk ársf jórðungs- lega. Þvi' á að halda áfram, en hinsvegar að færa þetta inn i meira nútimahorf og ég vona að það geti náðst samstaða um slikt og jafnvel orðið til verðlækkunar. Þar þurfum við einnig að vinna á. Ég vek einnig athygli á peningamálunum. Ljóster að þar þarf að vera ákveðin stefna. Við verðum að auka sparnað á ný. Hann jókst verulega á fyrrihluta s.l. árs, en ekki á þeim siðara, og einkaneyslan hefur aukist mjög mikið á siðasta ári. Við erum að minnka framkvæmdir en auka neysluna. Það sjá náttúrlega allir að það getur ekki gengið og þarna verður að sporna við fótum. Erlendar lántökur eru orönar geigvænlegar og verður að sporna við þvi og veröa ráðstaf- anir i þvi skyni að vera i efna- hagsmálapakka, að draga úr erlendum lántökum og halda greiðslubyrði þjóðarinnar innan skynsamlegra marka. Fjármagnskostnaður er mjög hár og með prógrammium hjöðn- un va’ðbólgu verður að taka hann inn i og lækka vexti. Reyndar finnst mér aðlækkun vaxta mætti leiða þar dálitið i niðurtalningu verðbólgunnar. Það veröur að marka ákveðna stefnu meðtilliti tilstöðu atvinnu- veganna. Við.viljum bæta stöðu at vinnuveganna með þvi að lækka á þeimýmis gjöld. Ég fagna þvi aö það er samstaða um þá tillögu mina aölækkastimpilgjöldiúrl% i 0.3%. En ég held að það þurfi að gera meira á þvi sviði. Menn verða að athuga að með þvi' að lækka þannig gjöld á atvinnuveg- unum drögum við úr þörf fyrir gengislækkun. Sömuleiðis með þvi að lækka fjármagnskostnað. Ég legg áherslu á að' ég fagna þvi út af fyrir sig þvi framlagi sem þegar er komið um fjárlaga- hlutann i' þessu stóra dæmi. En menn mega ekki misskilja það svo að þar sé kominn einhver heildarpakki i efnahagsmálum. Það hefur verið unnið mikið i Framsóknarflokknum að þessum málum og tillögugerð. Við erum nú að sjálfsögðu að skoða þessar tillögur um niðurgreiðslu verð- bólgunnar, sem hafa verið lagðar fram. Það gerum við með opnum huga og okkar sérfróðu menn i fjárlagadæminu hafa sérstaklega fjallað um það og gert grein fyrir skoðunum sinum. En ég held að það sé miklu meira svigrúm innan f járlaganna en fram kemur i þessum hugmyndum. Það er rétt sem komið hefur fram i' dagblöðum, að við teljum allar frekari álögur mjög vafa- samar og varla upp á þær bjóð- andi. Hvað hefur þú að segja um þær fullyrðingar að það hrikti i rfkis- stjórnarsamstarfinu og óeining sé innan og milli stjómarflokkanna? Þetta er misskilningur. Satt að segja hefur gengið vel að vinna að þessum málum og ég held að ef fari að hrikta i sé þaö vegna þess að farið er að sýna svona „pakka” eins og gert hefur verið. En menn verða að jafna þá óá- nægju sem af þessu skapast og við munum vinna að þessu af full- um heilindúm og ég held að það sé fullur vilji á að hafa raunveru- legan pakka i efnahagsmálum um það leyti er þing kemur saman á ný. Nú hefur f jármálaráðherra lagt fram sinn „pakka” og fram- sóknarmenn mótað sinar hug- myndir en hvað leggja sjálf- stæðismenn i' rikisstjórn til? Þeir hafa lagt fram hugmyndir á okkar fundum eins og aðrir og það virðist vera fullkomin sam- staða um það að allir flokkarnir vilja hjöðnun verðbólgu og telja það reyndar forsendu þessa sam- starfsagég fagna þvi.Ég veitaði þeimherbúðum er einnig verið að vinna að skoðun á þessum hluta pakkans. Eru það skammtimaráðstafan- ir sem þið vinnið nú að eða eru þær miðaðar til lengri tima? Tvimælalaust eru þær hugsaðar lengra fram i timann. Viðteljum lágmark að þær nái til ársins alls og reyndar er margt af þessum hugmyndum þess eðlis að þærþurfalengri tima, við skulum segja 1 1/2 ár. Þær eru þá að minnsta kosti miðaðar við aö gilda út kjörtima- bilið? Já, það má segja það. Asmundur Stefánsson forseti ASl kallar þær tillögur sem verið er að vinna að drullukökubakstur og gefur lftiö fyrir þær. Eruð þið að baka drullukökur? Ég get út af fyrir sig tekið undir það með Ásmundi að i þeim „pakka” sem kynntur hefur verið, er veriö aö reyna að lækka framfærsluvisitölu með niður- greiðslum á þvi visitölukerfi sem nú er. Þetta sýnir enn einu sinni hvað vísitölukerfið er vitlaust. Hvers vegna vinda mennirnir sér þá ekki i það að samþykkja skynsamlegt visitölukerfi sem við erum tílbúnir að ræða? sagði Steingri'mur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.